Morgunblaðið - 27.01.1959, Side 12

Morgunblaðið - 27.01.1959, Side 12
12 MORGUNttLAÐl Ð Þriðjudasrur 27. janúar 1959 Pétur Hólm stúdent Rabb Gunnars Bjarnasonar BOÐAÐUR er í Morgunblaðinu 10. jan. síðastliðinn og byrjaður þá þegar greinarflokkur eftir Gunnar Bjarnason hrosaræktar- ráðunaut. Hefst hann með leið- söguorðum ritstjóra og mynd höf undar ríðandi á víðfrægum hesti. Er þannig vel vakin athygli les- enda á atburðinum, enda er búizt við umræðum, boðið til þeirra og skal þegið. íslenzkur hestur getur verið fög ur sjón hvort heldur allslaus eða undir manni, en öllu giæsilegri er hann venjulegu leikmannsauga séður að utan en innan, mætti vænta að þess yrði gætt ef hest skal sýna til skrauts eða auglýs- ingar að glenna ekki upp lík- amsop hans nein að nauðsynja- lausu, en þetta hefir þó verið gert á áðurnefndri mynd. Þar heldur hrossaræktaráðunautur íslands svo á taumnum að til lýta er á munnbragði hestsins. Eins er fóta burður ekki til fegurðar. Góður hestur, sæmilega setinn myndi taka framfót hærra á ganginum, nema kannske ef hann ætti kyn sitt að rekja til Skugga frá Bjarnanesi, sem mjög kynnti sig að lággengum afkvæmum. Þar sem Blesi frá Skörðugili, en sá er hesturinn, er ekki svo vitað sé kominn út af neinum þvi líkum slabbara freistast lesendur til að eigna knapanum lýtin og er það að visu hestinum afbötun en hrossaræktinni minna lof, og lítið skart er Skagfirðingum að Blesa á þeirri mynd. Nú er ekki þess að dylja, að óhöppum gat verið um að kenna, að ekki var stödd í Reykjavík skárri mynd að sýna og mætti það ólán vera áhrifalítið hér í landi á meðal manna. sem margir nauðþekkja mismun hests frá stund til stundar eftir aðbúð og reiðmennsku, en er samt ekki gott jafnvel hér heima hefir verri áhrif á þeim eintökum blaðsins, er út kunna að slæðast úr landi til þeirra manna, sem veittu at- hygli þessu sýnishorni íslenzkrar framkomu. Verra er með lesmál- ið sem ráðunauturinn lætur fylgja myndinni. Boðskapur sá getur ekki verið óvalin stundar- hugdetta. Hann býður upp á gagnrýni og verður að standast hana eða falla að öðrum kosti, og sú ráðlegging greinarinnar að leggja niður kúabú á Korpúlfs- stöðum en leigja „Fák“ í Reykja- vík jörðina til reiðhestaeldis og út reiðastarfsemi. Minna tilburðir greinarinnar, sem bæði ætlar að bana erfiðleikum hesteigenda i Reykjavík og offramleiðslu bú* andi manna á mjólk, ekki svo lítið á vígstöðu Grettis Ás- mundssonar á Spjótsmýri forð- um, þar sem hann rotaði með bakka saxins strax fyrir aftan sig um leið og hann reiddi til höggs, en greiddi Þorbirni Öxnamegni banahögg með framvindu vopns- ins. Sextugur 1 dag: Jón B. Bjarnason vélstj. kveðja Þegar við bekkjarsystkinin gengum út í sólskinið 17. júní síð- astíiðinn með stúdentspróf- skírteinið okkar og hitkolluðu húfurnar, voru hugir okkar full- ir gleði og bjartsýni. Merkum áfanga var náð. Framundan var lífið, áframhaldandi nám og starf. í ánægjulegu skólalífi höfð um við bundizt traustum vináttu- böndum, og engin vinátta er eins góð og sú, er treyst er á unga aldri. Þarna dreifðist hópurinn í ýmsar áttir, ekki tregalaust, en með nokkurri eftirvæntingu. En hinn 4. þ.m. féll sá fyrsti í valinn Caspar Pétur Hólm fórst í flugslysi á Vaðlaheiði, ásamt Stefáni bróður sínum og tveim öðrum ungum mönnum. Okkur setti hljóða. Pétur var fæddur 29. janúar Bændahöllin — Framh. af bls. 6 Og Rogalands Fellessalg — Slát- urfélagið. Bændabankinn er til húsa á neðstu hæð, en auk þess kjöt- búð Sláturfélagsins með 225 ferm. gólffleti og muji vera mesta og glæsiiegasta búð af því tagi í Noregi. Auk þess eru tvær búðir, sem einkafyrirtæki hafa á leigu á götuhæðinni. Á ann- ari hæð eru veitingasalir — Restaurant H&kon, sem enn- fremur hefir veislusali á 6. hæð hússins, Það eru félög bændum tengd, sem hafa myndað félag við Sláturfélagið um þennan veitingastað, sem er með glæsi- brag. En þá tekur ekki betra við en það, að þetta mun vera taprekstur. Að því er sagt er, mun erfitt að ráða bót á því nema með því einu móti að Bakkus sjóli fái hlutdeild í rekstri þessa veitingastaðar, en svo var ekki ráð fyrir gert. Á 6. hæð hússins, hefir Bún- aðarfélag Rogalands — Roga- lands Landbruksselskap — feng- ið rúmgóð húsakynni, sem leigj- andi, alis 15 herbergi. Eru það mikil viðbrigði, því að áður var félagið í húsakynnum, sem voru mun þrengri en húsnæði Búnaðarfélags íslands og þykja þau eigi góð, — það er víðar pottur brotinn «n heima. Fleiri bændasamtök eru í hús- inu en öll sem leigjendur, svo sem Skógræktarfélagið og Fél- ag skógareigenda, Bændafélagið o. s. frv. Það er athyglisvert að það eru viðskiptafélög bændanna, er velta miklu fjármagni, sem byggðu þetta hús og eiga. Bún.- aðarfélagið og Bændafélagið og fl. slík félög njóta svo aðeins góðs af aðstöðunni, og fá að leigja húsnæði í húsinu en töldu það ekki verkefni sitt að gerast aðilar að byggingunni. — En nokkuð varð ég hissa er ég heyrði að Sláturfélagið, sem á meira en helming eignarinnar flytur ekki skrifstofur sínar í 1938 á Völlum i Svarfarðardal, sonur hjónanna Péturs Hólm og Ingibjargar Stefánsdóttur. Faðir hans er danskur ættar, en móð- ir hans er dóttir prófastshjón- anna á Völlum, sr. Stefáns Krist- inssonar og Sólveigar Pétursdótt- ur Eggez. , Pétur kom i M.A. haustið 1952 og lauk þaðan stúdentsprófi s.l. vor, sem fyrr segir, þá heitbatzt hann ungri stúlku frá Akureyri, Hrafnborgu Guðmundsdóttur. í vetur stundaði han nám í stúd- entadeild kennaraskólans, og hugðist að námi loknu leggja fyr ir sig kennslustörf og var hann, án efa, mjög vel til þess fall- inn. Ævi tvítugs manns er sjaldnast svo viðburðarík, að um hana sé margt frásagnarvert út í frá, en engu að síður er minningin um hann hjartfólgin og ógleyman- leg, ástvinum, nánum vinum og kunningjum. Pétur heitinn var ákaflega félagslyndur og alþýð- legur og biandaði geði við marga, og alla umgekkst han með sömu glaðværðinni og góðvildinni. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur vin- um hans, reyndist hann ætíð hin bezta stoð. Hann Pétur var góður sonur, átti yndislegt heimili og kunni að meta það. Það fundum við vel, sem sóttum hann heim. í skólanum var hann framtak- samur í féiagslifi, hann átti mörg áhugamál og var margt gott til lista lagt, og var hann að öllu vænlegur til manndóms. Minn- ingin um ágætan bekkjarbróður og vin, er vel geymd í hugum okkar bekkjarsystkinanna. Foreldrum hans, aldurhniginni ömmu, unnustu og öðrum nán- ustu ættingjum, sendum við inni legustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng, verður þeim léttir í þungum raunum. Bergur Felixson húsið. — „Það er allt of dýrt — allt of dýrt,“ sagði forstjóri Sláturfélagsins, er ég spurði hann hvort þeir flyttu ekki í höllina. Þessi ummæli hans vil ég samt ekki taka allt of alvar- lega, honum fannst að minnsta kosti ekki of dýrt að taka dýr- asta og glæsilegasta hluta húss- ins við hiið Bændabankans und- ir kjötbúð Sláturfélagsins, svo sem fyrr var nefnt. Hvað um það, Slálurfélagið hefir skrif- stofur sínar í skrifstofuálmu siáturhússins eins og verið hef- ir, það hentar bændum vel. Þar fá þeir greitt að fullu innlegg sitt daginn eftir að þeir afhenda gripi til slátrunar. — Ætli bænd- unum íslenzku þætti það ekki góð framför, ef hægt væri að taka upp slika verzlunarhætti í kaup- félögunum og Sláturfélagi Suð- urlands? Ég sagði: ef hægt væri — vil ekki draga undan þann mikla mun, sem er á aðstöðunni, slátrunin hér jafnari allt árið og verzlunarveltan um leið, þó að sauðfjárslátrunin sé nær ein- göngu að haustinu, eins og heima. —Fyrr eða síðar dregur að þvi, sem betur fer að þetta verður á sama hátt heima, að umboðs- sölufyrirkomulagið og „upp- bæturnar" ári síðar leggist nið- ur og bændur fái staðgreiðslu fyrir vörur sínar. Að því ber auðvitað að stefna. Við kveðjum nú Bændahöll- ina í Stafangri og þessi mál. Að skilnaði litum við á mósaik myndina í anddyri hússins, er sýnir sambúð og fundi bóndans og borgarbúans. Hún talar sínu máli um hvers er vert að sam- búðin sé góð, Bændahöllin í hjarta borgarinnar er trygging þess og viðurkenning, að svo verði að vera og verði, þar sem hún gnæfir andspænis húsi verzl unarmanna, með lágmynd mynd höggvarans Stále Kyllingstad hátt á vegg. — Myndina af bóndanum, sem gengur á akri sinum og sáir góðu saeði í frjóa mold. Jaðri 5. jan. 1959. Árni G. Eylands SEXTUGUR er í dag Jón Berg- mann Bjarnason, Vörðustíg 3, Hafnarfirði. Hann er um marga hluti merkur og svo ólíkur sínum samferðamönnum, að mér finnst rétt að geta hans að nokkru á þessum tímamótum. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Tjörva- son og Ingibjörg Jónsdóttir, sem bjuggu í Mýrarhúsum í Grundar- firði vestur. Hann ólst upp hjá þeim til 13 ára aldurs, en var síðan um nokkurn tima hjá séra Jens Hjaltalín á Setbergi. Uppvaxtarár Jóns hygg ég að verið hafi með líkum hætti og þá var algengt til sveita á íslandi. Lífsbaráttan byrjaði snemma og var hörð. Tækifærin komu seint og voru lítil. Oftast komu þau þó ekki. Leið hans, eins og margra ungra manna á þeim árum, lá til sjós. Síðan tók hann vélstjóra- próf og hefur lengst af verið vél- stjóri á fiskiskipum Sjómannslíf- ið er Jóni mjög að skapi. Ástæður til þess þekki ég ekki, en það er grunur minn að það eigi að ein- hverju leyti rót að rekja, til þess hve miklar mætur hann hefur á útilífi. Hann hefur reynt að fara í land, en er einn þeirra manna, sem geta það ekki. Sjórinn dreg- ur hann til sin með því afli, sem er að verða óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Jón hefur mikið yndi af veiði og veiðiferðum. Hann er jafnan reiðubúinn, til þess að grípa hóik- inn og ganga til rjúpunar eða huga að selnum og er þá hverjum manni þrautseigari, þvi metnað- ur hans er eígi lítill. Hugur Jóns mun snemma hafa staðið til bóka, en eins og þegar er getið hafa tækifærin ekki verið mörg. Það er þó víst að vel hefur hann not- að þær stundir sem gáfust frá brauðstritir.u, því fróðari maður um íslenzk fræði mun vandfund- inn. Jón er einn skemmtilegasti bókamaður sem ég þekki. Hann safnar bókum, en það sem meira er um vert, hann les bækur, lær- ir þær, og skilur mörgum öðrum fremur. Jón er skarpur vel, fá- dæma fróður rg minnugur. Hann kann kynstrin öll af merkUegum alþýðufróðleik, sögnum, kvæð- um og ættvísi. Mér er óhætt að segja, að hann kunni fornritin öii í stóru og smiu svo eitthvað sé nefnt. Hann er hagbæltur í betra lagi og mun fæstum hollt að eiga undir högg að sækja hjá honum á þeim vattvangi. Þá gætu orðið til vísur í anda Hjálmars frá Bólu eða að hann reisi mönnum níð að hætti Egils. Maðurinn fer þó vel með vald sitt og kastar hvergi hnútum um borð að ástæðulausu. Jón er að útliti skarpleitur, ennið breitt og brúnamikill, hárið úlf- grátt og þykkt, andlitið veður- barið. Hann er herðabreiður og allur vel í vexti: Hann er hverj- um manni skemmtilegri, ræðinn og vel máli farinn. Fáar kvöld- stundir veit ég ánægjulegri en þær, þegar hann gerir mönnum veiziu. Veitingar eru glæsilegar og vel fram reiddar, enda er kor.a hans Indiana Ólafsdóttir, skörungur roikili og frábær húsmóðir. Fyir en varir er húsóóndinn orðir.n þungamiðja samkvæmisins. Hon- um er sú list gefin að segja frá og kemur þá margt íram sem er skítið og forvitnilegt. BJÍk kvöld líða oft fljótt, en þegar gestirnir halda heim, hafa þeir verið lestir út með þeirri gjöf, sem i raur og veru er flestum gjöfum meiri, að þeir eru stórum fróðari en við komuna. Ég vil að lokum óska Jóni til hamingju með afinælið, en biðja hann jafnframt afsökunar á því, að þetta skrif skuli ekki vera dýr- leg drápa, heldur aðeins nokkur fátækleg orð. G. J. Sá er þó gallinn á í þessu til- felli að enn er ekki lokið högg- inu né séð fyrir lok málefnis, þótt miklum tilburðum sé eyðandi á móti vandamálum slíkum. Lítt var Gretti talið aflfátt. Enga vita menn hesteigendur í R-vík svo þróttbúna líkamlega né fima sem hann var, en til mun einhversstaðar það, sem nefnt hef ir verið: „afl þeirra hluta, sem gera skal“. Af afli því kynni nokkurs að þurfa til vopnavið- skipta við áðurnefnd vandamál. Mun væntanlega ýmsum Reyk- vikingum minnistætt kaupverð Korpúlfsstaða og kannske finna einhverjir þeirra til hækkunar fasteignaskatts, sem ekki er grunlaust um að eigandi freist- aðist til að velta yfir á nýjan leigjanda og mætti þá sá kostn- aður einn, sem leiga og búrekst- ur leiða af sér verða nokkuð þungur í skauti hinum fátækari af áhugamönnum reiðmennsk- unnar og það þótt í Reykjavík dveljist smáaukapóstar eins og vegalagning kringum ræktunar- lönd selstöðunnar, bættu svo ekki um þótt lítið gætti, ferðakostn- aður yrði einnig nokkru en ekki auðtalinn þar sem sumir myndu nota strætisvagna með viðráðan- legu fargjaldi en aðrir fara á einkavögnum, sem svo þyrfti löngum að sækja síðar ef eigand- inn væri að lokinni lystireisu illa löggiltur orðinn til bílstjórnar á heimleið. Væntanlegt ferðanesti myndi líka vaxa að þunga og verðgildi við auknar likur til fleiri manna funda. Er sá liður ekki verðlaus nú hjá þeim, sem gleðimenn eru og veitulir, en auka myndi auk- inn mannfjöldi stórum á staupa- rétt þann og afleiðingar hans. Þá myndi og umhirðukostnaður stórhækka ef útlægir væru gerð- ir úr bænum þeir hestaeigendur, sem sjálfir hafa átt sér kofa, suma verðlága og hirt hesta sina sjálfir og verst er að slikum mönnum mörgum væri þá bönnuð bezta gleðin af gripum sínum og hrossin svipt dýrustu bót kjara sinna: aðbúð eigandans. Er því hætt við að lækka tæki tala þeirra, sem þætti hestaeign hér svara kostnaði og yrði þá úrræði hrossaræktarráðunautsins ekki til þeirra bóta, sem til var ætlazt heldur leiddi til öfugrar niður- stöðu um hrossin, þótt vel mætti það duga kúastólnum til niðurdreps þar á staðnum. Enn er eitt óleyst af ráðgátum þeim, sem vakna hljóta viðvíkj- andi fjármálum þessa fyrirtæk- is. Mun ekki fé það dregið frá atvinnuvegunum sem þangað kynni að streyma? Ef svo reynd- ist, væri þá ekki réttara að tak- marka styrki til útgerðar þeirra manna, sem nægan hafa afgang frá rekstri í annað eins og áður nefnt fyrirtæki með tilheyrandi fylgifé; eða minnka tollmúra- skjól iðnaðar, sem ekki kennir sárari fjárskorts en svo að veita eigendum sínum getu til ámóta uppátækja, ellegar þrengja ögn gróðafæri verzlana, sem ekki hafa þjóðnýtara með fjársafn sitt að gera? Um tvennt hið fyrrtalda mætti benda þessum spurningum beint til löggjafarvaldsins, en um síð- asta atriðið væri SÍS einna lík- legastur aðili og svo innflutnings yfirvöld og bankar. Hefir við- horf allra þessara aðila til ýmsra mála löngum verið skrýtið, en ráðlegging búfræðikandidats um eyðingu mjólkurbús í Mosfells- sveit er þó líklega einna skrýtn- ust og kannske þarf bæði góð- vilja og umburðarlyndi til að kalla hana rabb. Sigurður Jónsson frá Brún. Málflutningsskrifstofa Einur B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétirsson Aðalstræti 6, III. hæð. Simar 12002 — 13202 — 13602.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.