Morgunblaðið - 27.01.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.01.1959, Qupperneq 13
Þriðjudagur 27. janúar 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Haraldur Bjarnason múrarameist. — 50 ára í dag á einn vel metinn borgari bæjarins merkisafmæli. Þessi maður er Haraldur Bjarni Bjarna son forstjóri, Reynimel 28. Hann er Árnesingur að ætt og upp- runa og því kunnugur staðhátt- um austur þar og þekkir marga þúfuna milli fjalls og fjöru og enda fjöruna og fjöllin líka. Har- aldur er fæddur á Stokkseyri 27. janúar 1909, sonur Bjarna Gríms- sonar frá Óseyrarnesi og Jó- hönnu Hróbjartsdóttur frá Graf- arbakka í Hrunamannahreppi. Foreldrar Haraldar bjuggu nota- legu sveitabúi á hálfri heima- jörð Stokkseyrar, auk þess stund aði Bjarni verzlunarstörf á Stokkseyri milli vertíða, en á vertíðum var hann formaður í Þorlákshöfn í marga áratugi. Var Bjarni annálaður formaður og aflasæll mjög. Páll bróðir hans var einnig formaður í Þorláks- höfn öll sín manndómsár, voru þeir í daglegu tali nefndir Nes- bræður. Var keppni milli bræðr- anna á vertíðinni, en allt í góðu þó, Útkoman var venjulega sú í vertíðarlok, að áhöld voru um hvor meira hefði fiskað. Harald- ur B. Bjarnason er einn af sjö börnum þeirra Stokkseyrarhjón- anna Bjarna og Jóhönnu, en eitt þeírra misstu þau. Rétt fyrir ára mótin 1926—’27 flúttust þau Bjarni og Jóhanna til Reykjavík- ur með börn sín. Gerðist Bjarni þá fiskimatsmaður hér í bæ, hann er nú látinn fyrir all mörgum ár- um, en Jóhanna býr á Reyrúmel 28 með tveimur sonum sinum. Eftir að Haraldur komst á legg og gat farið að vinna, vann hann ýmiss konar störf, sem fyrir lágu á búi foreldra sinna, aðallega við heyskap og skepnuhirðingu, en reri auk þess tvær vertíðir hjá föður sínum í Þorlákshöfn. Eftir að til Reykjavíkur kom, vann Haraldur algenga vinnu, eyrarvinnu o. fl., og var um tíma háseti á togurum. Árið 1929 fór hann að læra múraraiðn hjá Ólafi Jónssyni, múrarameistara og gekk jafnframt á Iðnskólann, eins og lög stóðu til. 1933 tók hann sveinspróf í múraraiðn, tveimur árum seinna varð hann múrarameistari. Strax upp úr þessu fór Haraldur að taka að sér húsbyggingar hér í bænum, 1941 var byggingarfélagið „Goði“ stofnað, gerðist hann þá yfir- maður við verklegar framkvæmd ir þess, nokkrum árum síðar varð hann aðaleigandi fyrirtækisins og hefur verið forstjóri þess síð- an. Er byggingarfélagið „Goði“ með stærztu fyrirtækjum sinnar tegundar hér í bænum, og hefur Haraldur byggt íbúðir svo hundr uðum skiptir. Þá er hann og aðal- eigandi og forstjóri fyrirtækisins „Möl og sandur“, sem selt hefur efni í húsbyggingar. Árið 1943 var Stokkseyringafél. í Reykja- vík stofnað, en árið 1946 varð Haraldur formaður þess og hef- ur verið það síðan. Af verkefn- um, sem Stokkseyringafélagið hefur haft með höndum, má nefna byggingu sjóbúðar á Stokkseyri, sem kennd er við Þur íði formann, byggingu sumarhúss dr. Páls ísólfssonar á Stokkseyri og útgáfu á sögu Stokkseyrar, sem dr. Guðni Jónsson hefur þeg- ar samið eitt bindi af, þ.e. „Ból- staðir og búendur í Stokkseyrar- hreppi“. Tvö hin síðastnefndu verkefni hafa komizt í fram- kvæmd í formennskutíð Har- aldar og stóð hann fyrir smíði sumarbústaðar dr. Páls ísólfsson- ar, er hús þetta einstakt í sinni röð og mikið listasmíði. í átt- högum móður sinnar hefur Har- aldur haft nokkur umsvif, þar hefur hann haslað sér völl á bökk um Litlu-Laxár, rétt hjá bæn- um Grafarbakka, er landsvæði þetta eign Jóhönnu og barna hennar allra. Þar hefur Haraldur byggt rúmgott sumarhús og fylgjaþvíýmis þægindi, rafmagn, upphitun með hveravatni o. fl. Er landsvæði þetta og sumarhús miðsvæðis í Hrunamannahreppi, en sú sveit er ein fegursta og kostabesta sveitin á Suðurlandi. Neðarlega í hreppnum, á bökk- um Stóru-Laxár, er vildisjörðin Sóleyjarbakki, þá jörð á Harald- ur alla, með gögnum og gæðum, í félagi við einn bróður sinn, reka þeir þar sveitabú og veiða sennilega lax, ef svo ber undir, því áin er mikil veiðiá, a. m. k. á vissum tímum árs. Haraldur B. Bjarnason kann vel við sig í Reykjavík og þykir gott að eiga hér heima. En austur í Árnessýslu fer hann oft um helg- ar, til þess að hvíla sig og eyða frítíma sínum. Mun hann þá eink um halda austur í Hrepp, en renn ir oft við á Stokkseyri, þar sem foreldrar hans bjuggu í meira en aldarfjórðung, og þar sem hann sjálfur er fæddur og upp- alinn. Þegar litið er yfir starfs- feril Haraldar frá því hann lauk múraranámi fyrir rúmum tutt- ugu árum, verður ljóst, að hon- um hefur farnazt mjög vel. Hann byrjaði með tvær hendur tóm- ar, en er nú með stærstu bygg- ingarmönnum Reykjavíkur. Að- spurður, hvernig hann hafi farið að þessu, segir hann: „Þetta hef- ur mest komið af sjálfu sér. En ég hef reynt að fylgjast með tímanum og tækninni og afla hentugra tækja“.Fyrirtæki Har- aldar ráða yfir hentugum bygg- ingartækjúm, allt frá múrskeið- um upp í ýtur og krana. En er það nóg, ætli Haraldur hafi ekki stundum orðið að stríða í ströngu? Vissulega, en hann er hörku duglegur, þar í liggur skýr ingin. Með dugnaði hefur hann unnið fyrirtæki sín upp, og hann stýrir þeim af framsýni, stórhug og festu. Haraldur hefur verið þarfur maður í bæjarfélaginu, ekki verður betur séð, það er og verður þýðingarmikið starf að byggja vönduð hús. Er þá eftir að ræða það, sem mest er um vert, en það er maðurinn sjálf- ur. Til þeirra hugleiðinga þarf ég ekki langan tíma. Ég veit, að Haraldur er höfðingi, það er nóg. Móður hansogsystkynum, semöll eru búsett hér í bænum, sam- gleðst ég á þessum degi, en hin- um geðþekka frænda mínum, af- mælisbarninu, óska ég langrar og gæfuríkrar framtíðar. Grimur Þorkelsson. ★ í DAG verður Haraldur Bjarna- son múrarameistari, Reynimel 28 hér í bæ, fimmtugur. Hann er borinn og barnfæddur á Stokks- eyri, sonur merkishjónanna Bjarna Grímssonar og konu hans, Jóhönnu Hróbjartsdóttur. Har- aldur fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1926 og hefir átt hér heima síðan. Nam hann múraraiðn og hefir í mörg ár verið meistari í iðn sinni og staðið fyrir fjölda bygginga hér í Reykjavík, stærri og smærri. Er hann viðurke*ndur dugnaðar- maður í sinni grein, ötull og á- hugasamur og hefir hinar beztu forsagnir á öllu því, er gera skal, stórhuga og óragur að ráðast í framkvæmdir og taka upp nýj- ungar, er til framfara horfa, þótt áhætta nokkur fylgi. Hefir allt slíkt lánast vel 1 höndum hans, því að stórhug hans og fram- kvæmdahug fylgir forsjálni og glöggt skyn á hagræn efni. Þó að Haraldur Bjarnason hafi átt yfir 30 ár heima í Reykja- vík og átt sinn þátt í sköpun hennar og uppbyggingu, ber hann í brjósti órofa tryggð við æsku- stöðvarnar og hefir á margan hátt sýnt það í verki. Hann hefir í mörg ár verið formaður Stokks- eyringafélagsins í Reykjavík og gengizt þar fyrir framkvæmdum, sem flestum stærri átthagafélög um hafa reynzt ofviða. Hefir hann hvorki sparað fé né fyrir- höfn, ef hann hefir beitt sér fyr- ir málefrium, sem hann telur heimabyggð sinni til fremdar. Er vísast, að Stokkseyringar gleymi seint Haraldi Bjarnasyni og starfi hans, er þeir minnast margra burtfluttra sona byggð- arlagsins, sem borið hafa uppi nafn þess með heiðri og unnið því gagn og sóma. Með þessum fáu línum flyt ég vini mínum Haraldi Bjarnasyni þakkir fyrir drengskap hans og vináttu á liðnum árum og beztu heillaóskir á hálfrar aldar af- mælinu. Guðni Jónsson. Samkomur Fíladelfía Biblíulestur fellur niður í kvöld. En annað kvöld, miðviku- dag, byrja vakningarsamkomur, sem verða hvert kvöld fram yfir helgi. Margir aðkomnir ræðu- menn tala á samkomum þessum. K.F.U.K. — Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Felix Ólafsson kristniboði talar. Allt kvenfólk velkomið. ZION, Óðinsgötu 6A. Vakningasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Skellinaðra til sölu. — Upplýsingar á bif- reiðaverkstæði Sveins Egilssonar w * Hænungar til sölu. Dagsgamlir, tveggja mánaða og eldri. — Kjartan Georgsson, sími 14770 Skatí jframtöl Reikningsskil Pantið viðtalstíma í síma 33465. Endurskoðunarskrifstofa Konráðs Ó. Sævaldssonar Danska — enska — franska fyrir dönskumælandi, einka- tímar eða fáir saman. Sýa Þorláksson Eikjuvog 25, sími 34101 Nýir vandaðir s\fefnsófar á aðeins kr. 2900,00. — Athug- ið greiðsluskilmála. Háir sóf- ar á þessu einstaka tækifæris- verði. Grettisgötiu 69, kjallaranum Opið kl. 2—9 2 herbergi og eldhús til leigu í 3 mánuði, sími 17358 Ungbarna- fatnaður Þýzkur og amerískur í úrvali © MÍ Laugavegi 70 sími 14625. að auglýsing í stærsta og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest — Nýkomiö Skolprör Skolphampur Skolpfittings Baðker m/ tilheyrandi Vatnsvirkinn hf. Skipholti 1 — Sími 19562. Drengur eða telpa óskast til sendiferða á bókhaldsskrif- stofu blaðsins. hylon net " MEIRI VEIÐI, MINNI KOSTNAÐUR. Þetta geta Ainilan 100% nælon net veitt yður — • Þau spara yður þurrkun og kostnað. Þau geta verið i sjó svo árum skip'cir án þess að fúna. Þér getið veitt lengur, oftar og á fjarlægari miðum. • Þau spara yður vinnuafl og olíu vegna þess að þau eru létt og meðfærileg og drekka lítið í sig af sjó. • Þau spara yður viðgerðar- og endurnýjunar- kostnað vegna þess að þau eru tvisvar sinnum sterkari en bómullarnet, og hafa 10 sinnum meiri endingu. . • Þau veita yður meiri veiðimöguleika vegna þess að þau eru gagnsæ og teygjanleg. Öll Amilan brand 100% nælon- net hafa ofanskráð til að bera. Du Pont’s cinkalcyfi í Japan TOYO RAYON COMPANY LTD. MITSUI BLDG., OSAKA, JAPAN Stofnsett: 1926 Simnefni: TOYO RAYON OSAKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.