Morgunblaðið - 27.01.1959, Síða 15
Þriðjudagur 27. janúar 1959
MORCUTSBLAÐIÐ
15
— Vetrarferð
Frh. af bls. 11
en ekki tók ferðin frá Varmahlíð
til Blönduóss nema tæpa tvo
tíma. Hádegisverð snæddum við
hjá Snorra vert á Biönduósi. Hér
skildi Bergur við ekkur og misst
um við þar kátan og skemmti-
legan ferðafélaga. Að vísu hitt-
um við hann af og til síðar um
daginn, því hann hélt suður með
áætluunarbílnum, sem kom
skömmu á eftir okkur til Blöndu-
óss og var hvo ýmist á undan
okkur eða eftir allt í Forna-
hvamm, er þar stakk hann okk-
ur af.
Ekki þörf fyrir keðjur
frá Blönduósi og suður.
Á Blönduósi gátum við tekið
keðjurnar undan og gátum við
því aukið hraðann. Hins vegar
tafði okkur skafrenningur sem
fylgdi okkur gegnum Húnavatns
sýslurnar, en vegurinn var alauð
ur og þurftum við ekki framar
að setja á keðjur alla leiðina til
Reykjavíkur. Ekki er ástæða til
að fara mörgum orðum um það
sem eftir er leiðarinnar þótt það
væri meira en helmingurinn. —
Holtavörðuheiði var greiðfær og
vegurinn auður sunnan hennar
Til Reykjavíkur komum við er
halla tók að miðnætti og voru
þá liðnir rúmir 28 tímar síðan við
lögðum upp frá Akureyri. Leiðin
hafði verið talin ófær, en þeir
Örn og Jón höfðu ásamt þeim
Bifrastarmönnum sýnt og sannað
að svo var ekki. Hjálpariaust
höfðu þeir brotist þessa 50 kíló-
metra frá Moidhaugahálsi og
vestur fyrir Grjótá á Öxnadals-
heiði, en þar er raunar sá eini
kafli af hinni 450 km iöngu
leið til Reykjavíkur, sem ástæða
var til að moka. Að vísu voru
fleiri á ferðinni um sama ieyti
og farnaðist þeim ekki eins vel.
Tveir bílar fóru sama kvöldið
og við frá Akureyri, en nokkru
síðgr. Voru það einnig stórir flutn
ingabílar. Svo fór að í öðrum
þeirra brotnaði drifið vestur í
Öxnadal og var þá ekki lengra
haldið, en hinum bílnum snúið
til baka til Akureyrar. Um sama
leyti og við fórum frá Varma-
hlíð héldu tveir stórir flutninga
bílar norður yfir heiði. Annar
öxulbrotnaði skammt norðan
Grjótár, en hinn komst um kvöld-
ið niður í Bakkasel. Þannig getur
þetta verið misjafnt í slarkferð-
um að vetrarlagi. Að þessu sinni
elti lánið okkur, en hinir voru
seinheppnari.
Um leið og ég að lokum þakka
mínum ágætu ferðaíélögum fyrir
ánægjlega samveru, óska ég þeim
góðrar ferðar norður yfir aftur
því það frétti ég síðast til þeirra
að með fulllestaðan bíl héldu
þeir norður á ný þótt enn hefði
snjóað þar nyrðra og færð versn
að að mun.
__i_i__
Þess má geta, að síðan greinin
var skrifuð, hefir brugðið til
þíðviðris um land allt og færð
nyrðra batnað aftur. — Fóru bíl
amir, sem um getur í greininni
norður yfir öxnadalsheiði á laug
ardaginn, með aðstoð jarðýtna.
—vig.
Forstöðukona
Iðnfyrirtæki óskar eftir forstöðukonu. Upplýsingar
um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt:
„Sniðh—5792“, fyrir fimmtudag.
Aðstoðarstúlka óskast
á tannlækningastofu
Eiginhandarumsókn ásamt mynd, sendist afgr. Mbl.
fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Aðstoðarstúlka—
5756“.
Skrifstofustúlka
óskast strax til stórar heildverzlunar. Vélritunar-
og ensku kunnátta skilyrði. Hér er um vellaunað
framtíðarstarf að ræða. Tilboð sendist blaðinu, með
upplýsingum um aldur og fyrri störf, fyrir 29. þ.m.
merkt: „Framtíðarstarf—4169“.
íbúðir til sölu
Höfum til sölu rúmgóðar og skemmtilegar 3ja og
4ra herbergja íbúðir í 4ra hæða sambyggingu í hinu
nýja Háaleitishverfi. íbúðirnar eru seldar fokheldar
eða lengra komnar. Gott skipulag. Hagstætt verð.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314
Mikið úrval af ódýrum
íslenzkum bókum
Bókamarkaður
bökhloðunimar
íbúðir til sölu
Höfum til sölu í 3ja hæða húsi á bezta stað í Kópa-
vogi (við Hafnarfjarðarveg) íbúðir, sem eru 1 herb.
og 4 herb. auk eldhúss, baðs, forstofu og annars til-
heyrandi. íbúðirnar eru seldar fokheldar með full-
gerðri miðstöð, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð
og húsið múrhúðað að utan. Hægt er að fá íbúðirnar
lengra komnar. Verðið er mjög hagstætt. Minnstu
íbúðirnar eru mjög hagkvæmar einstaklingsíbúðir.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314
—London
Érá
til
REYKJAVÍK
GLASGOW og
LONDON
alla þriðjudaga
til
REYKJAVÍKUR
frá
GLASGOW og
LONDON
alla miðvikudaga
Loftleiðis
landa milli
LOFTLEIÐIR
— Sími 18440 —
Ú tsala
Útsala hefst í dag, og stendur í nokkra daga, seljum
m. a. gallabuxur á unglinga, prjónapeysur, smá-
barnafatnað. Einnig herraskyrtur, sem eru lítið eitt
velktar, o. fl.
^ Mikið lækkað verð.
Verzlunin STAKKUR
Laugaveg 99 (gengið inn frá Snorrabraut.)
Þórscafe
ÞRIÐJUDAGUR
DANSLEIKUR í kvöld kl. 9.
K.K.-sextettinn leikur.
Söngvarar: -fc EHy Vilhjálms ★ Ragnar Bjarnason
Aðgöngumiðasala frá kl. 8.
VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐIINUM
Spilakvöld
halda Sjálfstæðisfélógin í Reykjavík miðvikudaginn 28.
Kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu
- SKEIVUHTIATRIÐI -
Spiluð félagsvist. — Ræða: Magnús Jóhanns son, bæjarfullttrúi.
Verðlaun afent. — Happdrætti. — Kvikmynd asýning.
Sætamiðar afhentir í dag milli kl. 5—6 (í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu.
jan.