Morgunblaðið - 03.02.1959, Page 1
20 síður
„Hans HedloH"-s!ysið við Grænland:
Okennileg morsmerki heyrast á ný
Gefa veika von
Seint í gærkvöldi barst
Mbl. svohljóðandi firétta-
skeyti: „Loftskeytastöð-
in í Lyngby (Dan-
mörku) heyrði í kvöld á
alþjóðlegu neyðarbylgj-
unni á 8,364 kílóriðum
(eða um 35 m) mors-
merki, sem voru mjög
sterk og komu úr loftnet-
um, err höfðu stefnu á
Grænland. Fjórir loft-
skeytamenn heyrðu
merkin, en vegna trufl-
ana var ógerningur að
þýða þau. Christiansen,
fcirstjóri Grænlandsverzl
unarinnar, sagði að erfitt
væri að fullyrða að
merki þessi kæmu frá
björgunarbátum af
„Hans Hedtoft“. En við
skulum ekki útiloka
þann möguleika, sagði
hann. í slysum sem þessu
halda menn í hálmstrá-
Kaupmannahöfn, 2. febr.
SKIPIN og flugvélarnar, er
leitað hafa að „Hans Hed-
toít“ höfðu ekki í kvöld
fundið nein örug'g vegsum-
merki um slysið né rekizt á
neitt, sem henti til þess, að
einhverjir hefðu komizt af.
I nótt heyrðust veik mors-
merki, sem menn héldu
að væru frá sendistöð í ein-
hverjum björgunarbátanna
af „Hans Hedtoft“, en engin
slík merki hafa heyrzt seinni
partinn í dag.
30 sjómílur
_,eitin í dag var mjög umfangs-
mikil, einkum þegar á daginn
leið, því að þá batnaði veðrið. En
ekkert brak hefur fundizt. Banda
ríska strandgæzlúskipið „Camp-
bell“ og „Poseidon“, sem er þýzkt
athugunarskip, fullyrtu, að þau
hefðu heyrt veik neyðarskeyti
frá óþekktri sendistöð og hefðu
þau verið mjög ógreinileg. Benti
allt til þess, að senditækið hafi
verið ó stað um 30 sjómílur suð-
ur af Hvarfi. Annars munu loft-
skeytamennirnir á þessum skip-
um hlusta vel, ef ske kynni, að
frekari merki heyrðust. Vakin er
athygli á, að í björgunarbátum
„Hans Hedtoft“ hafi verið hand-
snúin senditæki til öryggis.
Danski katalínubáturinn, sem er
á leið á slysstaðinn, er búinn sér
stökum tækjum til að ná þess-
um merkjum, en hann komst ekki
lengra í dag en til Keflavíkur.
Þar bíður hann betra veðurs.
Þess má geta, að „Poseidon"
hefur í dag leitað ó svæði, þar
sem flugvél sagðist hafa séð eitt-
hvað á floti, sem einna helzt líkt-
ist björgunarbát á hvolfi, en leit-
in hefur ekki borið neinn árang-
ur ennþá. Þýzki togarinn „Jo-
hannes Kruss“ sem fyrstur kom
á slysstaðinn, hefur sagt, að hann
hafi fundið eins metra langan
planka, en Grænlandsverzlunin
segir, að eftir lýsingunni að
dæma, geti hann ekki verið úr
„Hans Hedtoft".
Það er „Campbell“, sem hefur
stjórnað leitinni í dag og sagði
hann skipunum hvar þau skyldu
leita. „Umanak“ setti í dag á
land í Grænlandi 82 farþega til
að geta tekið þátt í leitinni, en
ekki var vitað í gærkvöldi, hvert
verkefni þess yrði. „Teistan“ og
flóabáturinn „Ring“ voru send
suðvestur af Nanortalik eftir að
morsmerkin heyrðust í nótt.
Loftskeytastöðin upp-
tekin
Annars voru heldur litlar frétt-
ir af leitinni í kvöld, því að loft-
skeytastöðin í Grönnedal hefur
verið önnum kafin við að hlusta á
leitarskip og flugvélar og því ekki
getað sent skeyti til blaðanna.
Skipin eru einnig önnum kafin
við að hlusta á morsmerki, ef þau
skyldu heyrast. Veðrið í kvöld
var ólíkt hagstæðara til leitar en
í gær, þó ekki gott. Skyggni um
7 mílur og veðurhæðin 7 vind-
stig.
Veik von
Forstjóri Grænlandsverzl-
unarinnar, Christiansen,
sagði við fréttamenn í kvöld,
að vel gæti verið, að ein-
hverjir hefðu komizt af.
Morsmerkin bentu heldur
til þess, en þó skyldu menn
ekki vera of bjartsýnir
Vegna þessarar veiku vonar
hefur enn verið hert á leit-
inni. Þess má geta hér, að
merkin, sem heyrðust í nótt,
voru einna líkust því, sem
einhver óvanur maður fikt-
aði við senditæki, aðeins til
að láta vita um tilvist sína.
í allan dag hafa fimm leitar-
vélar verið yfir slysstaðnum og
á morgun er búizt við, að tveir
danskir katalínubátar frá flug-
hernum bætist i hópinn. Annar
er í Keflavík, eins og fyrr segir,
hinn veðurtepptur í Sola í Noregi.
Hann mun sennilega leggja af
stað til Keflavíkur í nótt. Bent
er á, að hættulegt sé, að hafa
svona margar flugvélar á lofti í
einu yfir slysstaðnum, þar sem
skyggni sé slæmt, en sú hugsun
hefur þó verið látin víkja vegna
ákafans að finna skipbrotsmenn,
KAUPMANNAHÖFN — í Viborg
er nú all sérstætt mál fyrir dóm-
stólunum. Fráskilinn maður hef-
ur krafizt þess, fyrir landsrétti,
að staðfest verði niðurstaða und-
irréttar þess efnis, að hann sé
ekki faðir beggja tvíbura fyrr-
um konu sinnar.
I undirrétti var það sem sé
staðfest, að hinn fráskildi væri
faðir þriggja ára stúlku, en hins
vegar neitaði rétturinn að stað-
festa, að sami maður væri faðir
tvíburabróður litlu stúlkunnar.
Rétturinn kvaddi dóm sinn á
grundvelli venjulegra aðferða,
sem viðhafðar eru til prófunar í
faðernismálum. Málið hefur nú
vakið mikla athygli og er dóms-
valdið í miklum vanda.
Forsaga málsins er sú, að móð-
ir tvíburanna hafði í janúar 1955
haft mök við mann sinn og annan
mann, sama sólarhringinn. Þetta
viðurkenndi hún og hlauzt af
hjónaskilnaður. í því skilnaðar-
máli komst rétturinn að hinni
fyrrgreindu niðurstöðu.
Hin venjulega blóðprufa, sem
talin er béra öruggt vitni, sýndi,
að eiginmaðurinn gæti ekki ver-
ið faðir drengsins, en mjög senni-
lega stúlkunnar. Réttarlæknar
báru og, að hér hefði verið um
tvíeggja tvíbura að ræða — og
niðurstaða blóðrannsóknarinnar
gæti því vel verið rétt.
ef einhverjir skyldu vera. Þess
má geta hér í lokin, að skæmast-
er frá bandaríska flughernum á
Keflavíkurflugvelli var meðal
leitarvélanna í dag.
1000 fairþegar — í lofti?
Slysið hefur vakið upp um-
ræður um siglingar til Græn-
ur á móti eru allmargar getgát-
Frh. á bls. 3
En það jók erfiðleikana á rann-
sókn málsins, að maðurinn, sem
talinn var líklegur faðir drengs-
ins, hafði látizt — og hafði ekki
verið tekin af honum blóðprufa.
Móðirin krefst þess, að bæði
börnin verði úrskurðuð hjóna-
bandsbörn, en hinn fráskildi
eiginmaður vill ekki vera faðir
stúlkunnar úr því að hann get-
ur ekki verið faðir drengsins.
Málið er enn ekki útkljáð, en
það er orðið mikið hitamál í
landsréttinum, lögfræðingar
beggja aðila hafa hvorugir látið
bugast enn sem komið er.
★--------------------------★
Þriðjudagurinn 3. febrúar
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 6: Á yztu höf (Leikrit Þjóðleik-
hússins).
— 8: Bakstur af vankunnáttu — og
bruðl (kvennasíða).
— 10: Forystugreinin: Framsókn valdi
versta kostinn.
Um sjóslys í sögu Dana (Utan
úr heimi).
— 11: Búizt við að Krúsjeff taki sér
alræðisvald í Rússlandi.
— 12: Þórunn Guðmundsdóttir og 10
þús. kr. verðlaunin.
Húseignin var séreign konunn-
ar. (Hæstaréttardómur.)
— 13: Hlustað á útvarp.
Sjúkradeild í Sjómannaskólan*
um.
*--------------------------★
Krosslnn sýnlr sTysstaðinn.
Tvíburarnir voru
reyndar hálfsystkyn
#