Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. feí>r. 1Q59
MORCVlSfíLAÐIÐ
Nína Tryggvadóttir
Maður efnishyggjunnar er óham-
ingjusamur og sjálíum sér ónögur
Fyrirlestrar Dr. Stephens C. Neills,
biskups í Háskólanum
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu kom Dr. Stephen
C. Neill, biskup, hingað til lands
og flutti tvo fyrirlestra á vegum
Guðfræðideildar háskólans. Neill
biskup er gagnmenntaður guð-
fræðingur og hefur m.a. kennt
®------------------------------
Nína Tryggvadóttir held-
ur tvœr listsýningar ytra
guðfræði hálft níunda ár við há-
skóla í Indlandi. Þá hefur hann
verið prófessor í guðfræði í Ham-
borg eitt kennslumisseri. Á síð-
ari árum hefur hann þó einbeitt
kröftum sínum að kirkjulegu al-
þjóðasamstarfi og hefur m.a. ferð
azt um Afríku þvera og endi-
langa í því sambandi. Hann
gegndi biskupsembætti í Indlandi
um skeið, en hefur nú látið af
því.
Fyrri fyrirlestur Dr. Stephens
NÍNA Tryggvadóttir listmálari
hélt í haust tvær sýningar á
listaverkum eftir sig, Var hin
fyrri haldin í Wuppertal í Þýzka-
landi og var opnuð 31. október.
Síðari sýningin van haldin í Par-
ís og stóð dagana 21. nóvember
til 6. desember. Var hún í „Gal-
erie La Houe“. Listakonan sýndi
á þessum sýningum hinar lituðu
glermyndir sínar, sem hún hefur
unnið að síðustu árin. Var skrif-
að mikið um þær í þýzk og frönsk
blöð, og hlutu "listaverkin ágæta
dóma.
Bók um listakonuna komin út
Helgafellsútgáfan hefur nú ný-
lega gefið út bók um Nínu
Tryggvadóttur í bókaflokki út-
gáfunnar um íslenzkt listafólk.
Ritar Michel Seuphor þar rit-
gerð um listakonuna og er hún
birt bæði á ensku, frönsku og ís-
lenzku. í bókinni eru myndir af
um 30 listaverkum hennar, ásamt
mynd af henni sjálfri. Er bókin
vönduð að frágangi ®g 46 bls. að
stærð.
Nína Tryggvadóttir dvelst nú
í London. þar sem hún hefur ver
ið búsett undanfarið, ásamt fjöl
skyldu sinni. Húi» var hér heima
mikinn hluta s.l. sumars og hafði
þá vinnustofu 1 Unuhúsi við
Garðastræti.
Dansskemmtanir
æsknfólks
í FYRRAVETUR efndu Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur, Áfengis-
varnarnefnd og Þingstúka Reykja
víkur til dansskemmtana fyrir
æskufólk. Mæltist þetta yfirleitt
vel fyrir og mikill fjöldi ungl-
inga sóttu skemmtanirnar. Sú
gagnrýni kom þó fram, að eigi
væri æskilegt að unglingar 14 og
15 ára væru á skemmtunum á
sunnudagskvöldum.
Nú hafa Æskulýðsráð og Áfeng
isvarnarnefnd ákveðið í sam-
vinnu við skátafélögin í Reykja-
vík að efna til dansskemmtana
fyrir æskufólk 13 til 16 ára. Munu
sérstakir dansklúbbar taka til
starfa í Skátaheimilinu við
Snorrabraut á sunnudaginn kem-
ur, kl. 4—7 síðdegis.
Klúbburinn mun halda fimm
skemmtanir hálfsmánaðarlega
fyrst um sinn. Klúbbgjald er kr.
50.00, eða 10 kr. hverju sinni. —
Stjórnandi og aðal-leiðbeinandi
á skemmtunum klúbbsins verður
Hermann Ragnar Stefánsson, en í
framkvæmdanefnd eru Bragi
Friðriksson, Finnbogi Júlíusson
og Óskar Pétursson. Skátar munu
selja veitingar vægu verði og ann
ast dyravörzlu.
Á skemmtunum þessum verður
leitazt við að kynna ungu fólki
ýmsa dansa, en auk þess munu
ýmis æskulýðsfélög annast
skemmti- og kynningaratriði. —
Klúbbmiðar verða seldir í Skáta-
heimilinu nk. föstudag og laug-
• ardag kl. 5—6 báða dagana, en
upplýsingar um starfsemi þessa
verða framvegis veittar hvern
föstudag kl. 3—4 e. h. í síma
15937.
Óánœgja með oð kvenna■
deild Bláa bandsins
er lögð niður
C. Neills hófst kl. 10,15 í gær-
morgun. Mættir voru í fimmtu
kennslustofu háskólans biskup ís
lands, allir prófessorar guðfræði-
deildar, nokkrir prestar og guð-
fræðikandidatar auk stúdenta.
Umræðuefni fyrirlesarans var
boðun kristinnar trúar í nútíma
þjóðfélagi. Fór hann fyrst nokkr-
um orðum um þær breytingar,
sem orðið hefðu á högum manna
hvarvetna á síðustu fimmtíu ár-
um. Nú væri starf prédikarans
ekki lengur fyrst og fremst það,
að boða fátækum fagnaðarerind-
ið. Vegna áhrifa kristins hugs-
unarháttar hefðu orðið gagngerar
breytingar sérstaklega hvað
snerti öryggi borgaranna. Með
margs konar tryggingum væru
þeir verndaðir gegn öllum hugs-
anlegum áföllum. Meginvanda-
mál prédikarans í dag væri því
allt annað en það hefði verið
fyrir um það bil 100 árum.
Þá fór Dr. Neill'nokkrum orð-
um um þær breytingar á lífsvið-
horfum manna, sem hefðu leitt
af innreið tækninnar, og sagði í
því sambandi, að efnishyggjan
væri meginvandamál prédikarans
í dag. Maður efnishyggjunnar í
hinum vestræna heimi væri óham
ingjusamur og sjálfum sér ónóg-
ur. Hann væri tryggður fyrir öll-
um skakkaföllum í þjóðfélaginu.
en hann hefði verið slitinn úr
tengslum við eilífðina. Óttinn
læsti um sig meðal ungs fólks.
Það vissi að hægt væri að eyða
jörðinni í einu vetfangi og því
væri ekki að vita hvort það þyrfti
að búa sig undir nokkra framtíð.
einu rökin sem hægt væri aðbeita
til að vekja tiltrú þessa fólks,
væri staðreyndin um upprisu
Krists og sigur hans yfir dauð-
anum.
Síðari fyrirlestur Dr. Stephens
C. Neills fjallaði um kristna ein-
ingarstarfsemi og sigur hennar á
næstliðnum árum. Rakti fyrirles-
arinn viðhorf hinna ýmsu kirkju-
deilda og skýrði frá því, að á
þessari öld hefði mikið verið unn
ið að því að fá hinar ýmsu kirkju
deildir til að sameinast. Nú væri
í fyrsta skipti svo komið, að
kirkjudeildir með ólíkar skoðan-
ir gætu ræðzt við og skilið hvor
aðra.
Mjög góður rómur var gerður
að máli Dr. Stephens C. Neills og
Á AÐALFUNDI Áfengisvarnar-
nefndar kvenna í Reykjavík og
Hafnarfirði, sem haldinn var 5.
þ.m. voru þessar tillögur sam-
þykktar:
Aðalfundur Áfengisvarnar-
nefndar kvenna í Reykjavík og
Hafnarfirði, haldinn 5. febr. 1959
lýsir mikilli óánægju yfir því að
kvennadeild Bláa bandsins hefur
verið lögð niður. Beinir fundur-
inn þeirri ósk til stjórnar Bláa
bandsins, að hún sjái um að alltaf
sé að minnsta kosti eitt herbergi
til staðar fyrir drykkjusjúkar
konur.
Fundurinn beinir þeirri áskor-
un til ríkisstjórnar og Alþingis
að láta ekki dragast öllu lengur
að stofna uppeldisheimili fyrir
stúlkur.
Á fundinum rlkti mikill áhugi
á störfum nefndarinnar. Það
urðu mikil vonbrigði að skólinn
í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit,
sem starfræktur var á vegum
nefndarinnar í fyrravetur, gat
ekki starfað í vetur. Talsvert
hjálparstarf hefur verið unnið á
vegum nefndarinnar, í gegnum
skrifstofuna í Veltusundi 3. Er
skrifstofan opin á þriðjudögum og
föstudögum frá kl. 1—3 e.h.
Stjórnin var öll endurkosin, en
hana skipa þessar konur: Guðlaug
Narfadóttir form. Fríður Guð-
mundsdóttir, varaform., Sigríður
Björnsdóttir ritari, Sesselja Kon-
ráðsdóttir, meðstjórnendur Aðal-
björg Sigurðardóttir, Jakobína
Mathiesen og Þóranna Símonar-
dóttir.
Fjórar vitavarðar-
stöður lausar
í SÍÐASTA Lögbirtingablaði eru
auglýstar lausar til umsóknar
fjórar vitavarðarstöður, við Mal-
arhornsvita, Kambsnesvita,
Sauðanesvita og Höskuldseyjar-
vita. Af þessum vitum er Kambs
nesviti einn vitavarðarlaus í vet-
ur. Var staðan auglýst í fyrra, en
þá fékkst enginn, e.t.v. vegna
þess hve stöðunni var seint slegið
upp.
Þrír af þessum vitum eru
meiriháttar vitar, þar sem rekinn
er búskapur samhliða vitavarðar
starfinu, en fjórða vitans, Malar-
hornsvita, er gætt af einhverjum
í nágrenninu.
Stephen
Neill
flutti Sigurbjörn Einarsson.próf-
essor honum þakkir fyrir hönd
deildarinnar að fyrirlestrunum
loknum.
SANDGERÐI, 12. febr. — 10 bát
ar fóru á sjó í gær og fengu sam-
tals 55 tonn af óslægðum fiski.
Rafnkell var hæstur með 9,6 lest
ir, Víðir II með 8,7 og Helga og
Guðbjörg með 8,4. Almennt fengu
bátarnir 2—6 tonn.
STAKSTílNAR
„Klækirnór útilokaðir“
Blaðið Siglfirðingur ræðir hinn
28. janúar sl. m. a. um kjördæma-
málið og segir:
„Það er fleira en óheilindi
Framsóknar í fyrri ríkisstjórn,
sem hún virðist nú ætla að súpa
seyðið af. — — — Fljótlega
eftir síðustu Alþingiskosning-
ar, Hræðslubandalagskosningarn-
ar, tóku augu manna úr öllum
flokkum að ljúkast upp fyrir
þeim augljósu sannindum, að við
óbreytta kjördæmaskipun, sem
svo auðvelt reyndist vera að hag-
nýta gallana á fyrir óprúttna
valdabraskara, yrði ekki lengur
unað. Eru nú allar horfur á, að
kjördæmaskipuninni verði þegar
á þessu þingi breytt í það horf,
að klækirnir, sem viðhafðir
voru í þingkosningunum 1956
verði um aldur og ævi útilokaðir
úr íslenzkum stjórnmálum og
það tryggt, að Alþingi verði
jafnan skipað í sem nánustu
samræmi við vilja kjósenda í
landinu".
„Árás á réttlætishiu*-
myndir“
Siglfirðingur heldur áfram:
„En hver hefir annars á móti
svo sanngjarnri kröfu? Jú, Fram-
sóknarflokkurinn, sem setið hef-
ir yfir hluta allra annarra stjórn-
málaflokka í landinu áratugum
saman í skjóli úreltrar kjör-
dæmaskipunar. Framsóknar-
menn munu reyna að læða því
inn hjá kjósendum úti á lands-
byggðinni, að hin fyrirhugaða
kjördæmabreyting sé árás á hags
'nuni dreifbýlisins. En er það
ekki árás á réttlætishugmyndir
og lýðræðishugmyndir hvers
einasta manns, hvort sem
hann býr í dreifbýli eða þétt-
býli, að flokkur, sem fær 15—
16% atkvæða hljóti 17 fulltrúa,
flokkar með 16—18% atkvæða
hvor hljóti 8 fulltrúa livor og
flokkur með 42—43% atkvæða
hljóti 19 fulltrúa, svo sem varð
í síðustu þingkosningum?"
Þetta misrétti er svo mikið, að
jafnvel Framsókn treystir sér
ekki til að verja það. Hún reynir
þó með öllum ráðum að hindra
umbætur.
„Hverra hagsmunum
þjónað“
Siglfirðingur skýrir alveg rétti
lega hverra hagsmunum Fram-
sókn þjónar með þrákelkni sinni
og undanbrögðum:
„Hverra hugsmunum er þjónað
með slíku ranglæti? Engra, nema
nokkurra valdasjúkra manna,
sem hafa alizt upp í þeirri trú,
að yfir þá eigi að ganga önnur
lög en aðra þjóðfélagsþegna,
sem eru ekki af sama sauðahúsi
og þeir. Slíkar hugmyndir eiga
ekkert skylt við lýðræði og rétt-
Iæti, heldur sverja sig í ætt ein-
ræðis og rangsleitni. Framsókn-
armenn hafa að vísu ekki enn
þorað að kveða upp úr með það
opinberlega, hverjar séu hinar
eiginlegu tillögur þeirra í kjör-
dæmamálinu. En eitt er öldungis
öruggt. Hverjar sem tillögur
þeirra kunna að verða munu
þær verða miðaðar við það, að
Framsóknarflokknum megi enn
sem fyrr takast með' Hræðslu-
bandalögum og öðrum klækj-
um, ef ekki vill betur, að halda
a. m. k. 14 hluta þingsæta á
Alþingi út á ys—% hluta atkv.
kjósenda í landinu. Þetta mun
gefast tækifæri til að sýna betur
og sanna, þegar tillögur Fram-
sóknarmanna í kjördæmamálinu
liggja fyrir, ef þær sjá þá
nokkru sinni dagsins ljós“.
Það eru ekki hagsmunir strjál-
býlisins, sem Framsókn nú berst
fyrir, heldur ræður metnaðar-
girni örfárra valdabraskara öllu
um gerðir hennar.