Morgunblaðið - 13.02.1959, Síða 9
Föstudagur 13. fehr. 195f
WORCT'W m. 4 fílfí
1
Arngrímur Kristjánsson skólostjóri
— Minningarorð —
ARNGRÍMUR Kristjánsson,
skólastjóri, andaðist í Lands-
spítalanum fimmtudaginn þann
5. febr. sl.
Arngrímur fæddist 28. septem-
ber árið 1900 að Sigríðarstöðum
1 Fnjóskadal. Voru foreldrar hans
hjónin Kristján Skúlason og Unn
ur Jóhannsdóttir. Arngrimur
lauk prófi frá Búnaðarskólanum
á Hvanneyri 1919 en settist síð-
an í Kennaraskólann og tók próf
þaðan árið 1923. Var hann kenn-
ari í Reykjavík 1923—1936 en
skólastjóri Skildinganes-skólans
frá því ári til 1946 og Melaskól-
ans frá stofnun hans til æviloka.
Arngrímur gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum. Átti hann lengi sæti
í Barnaverndarnefnd íslands og
stjórn Barnavinafélagsins Sumar-
gjafar og loks var hann um tíma
formaður Sambands íslenzkra
barnakennara.
Arngrímur Kristjánsson starf-
aði mjög að ýmsum félagsmál-
Uin og í Alþýðuflokknum og var
bæjarfulltrúi hans um skeið.
Ekki er hér allt upp talið, sem
Arngrímur lagði gjörva hönd að,
enda var hann hinn mesti verk-
maður.
Eftirlifandi kona Arngrims er
frú Henny, sem er ættuð frá Berg
en í Noregi og áttu þau tvær upp-
komnar dætur, sem báðar eru
giftar hér í bæ.
Arngrímur var ungur tekinn í
fóstur hjá afa sínum, Jóhanni
Bessasyni bónda á Skarði í Dals-
mynni. Á Jóhann marga afkom-
endur. Hann var stórskorinn mað-
ur útlits en hjartagóður bak við
harðan skráp. Ýmsar sögur fara
af hreysti Jóhanns. Var hann
smiður góður. Einhverju sinni
var Jóhann í smiðju sinni og var
að hamra glóandi járntein. Dyr
voru á smiðjunni, þannig að að-
eins efri helmingur hurðarinnar
var lokaður en opið hið efra.
Var sá umbúnaður oft í smiðjum.
En meðan Jóhann er að hamra
járnið dimmir allt í einu í smiðj-
unni. Var þá kominn hvítbjörn af
ísnum, sem lá á Eyjafirði, og lagði
björninn hrammana yfir hurð-
ina en fyllti út í opið fyrir ofan,
svo skugga bar af. Jóhann lét
sér ekki bregða, heldur tók gló-
andi járnfleyginn úr aflinum og
brá honum á nasir birninum.
Hrökklaðist hann þá aftur á bak,
en Jóhann veitti honum eftirför
með járnfleininn í hendi, allt út
á ísana og varð björninn engum
eftir það að meini. Jóhann var
ekki þess sinnis að skilja við
þennan vágest, fyrr en hann hafði
rekið hann af höndum sér.
skipti, og þurfti að halda þar á
málum gagnvart herstjórn Breta
og tilkvöddum matsmönnum.
Arngrímur var þá búsettur á
þessu svæði og var hann kosinn
formaður nefndar, sem koma
skyldi fram fyrir hönd íbúanna
í þessum málum, en sá sem þetta
ritar var lögfræðilegur ráðunaut-
ur nefndarinnar. Áttum við Arn-
grímur þarna mikið samstarf og
var oft vandi á höndum, en mér
er í minni með hvílíkum ötulleika
Arngrímur gekk fram. Alla tíð
var hann boðinn og búinn til
erindisrekstrar og verka og dró
hvergi af sér. Með því að mér
voru kunnug sum hin þróttmiklu
ættmenni Arngrims, varð hugan-
um stundum hvarflað til þeirra
í samstarfinu við Arngrím. Minnt
ist ég þá, að sagt var um Kristján
föður hans, að hann hefði eitt
sinn verið við slátt á túni sínu
með vinnumanni og gekk þeirp
illa, því túnið var hart og þá mjög
þurrt í rót. Vinnumaðurinn var
ekki mikill verkmaður en beit
betur en Kristjáni. Sagt er að
Kristján hafi þá fengið vinnu-
manninum ljá sinn og sagt: „Brýn
þú, ég skal hamast!“ Svo brýndi
vinnumaðurinn en Kristján sló
og gekk þá allt betur.
Arngrímur þurfti ekki mikillar
brýningar við. Ef málefnið var
gott, að hans dómi, var það hon-
um nóg brýning. Svo fór hann
hamförum við verkefnið.
Síðustu fundum okkar Arn-
gríms bar saman á Landsspítal-
anum fyrir stuttu síðan, þar sem
við vorum báðir undir læknis-
hendi. Hafði Arngrímur ferlivist,
þó mjög væri af honum dregið,
og vissi hann vel að hverju fór,
enda andaðist hann fáum dög-
um síðar. Sagði hann mér, að
hann hefði alls ekki vænzt þess,
að neitt verulegt væri að sér,
þegar hann fór fyrst iil læknis-
skoðunar, en eftir það kom hann
aldrei í Melaskólann, heldur var
jafnskjótt lagður í spítala. Má
nærri geta, að manni með skap-
gerð Arngríms hefur fallið þetta
mjög þungt. Hann var enn á góð-
um aldri og átti margt óstarfað.
En svo kom banvænn sjúkdóm-
ur, sem sleit þráðinn í sundur.
Það var líka auðfundið, að Arn-
grímur undi ekki þessu hlut-
skipti, þó ekki hefði hann mörg
orð um það. Hann kunni því illa
að vera sjúkur og þótt kalt væri
úti og snjór, þegar Arngrímur
sat í stofunni hjá mér, var líkt
og fararsnið á honum, þó hann
væri í hinum venjulega sjúkra-
búningi spítalans og inniskóm.
Ákafamaðurinn Arngrímur undi
illa aðgerðarleysinu innan
þröngra veggja.
„Sízt vil ég tala um svefn við
þig“, segir Jónas Hallgrímsson
í eftirmælum eftir vin sinn, sem
var hamhleypa og ákafamaður.
Ekki veit sá er þetta ritar, hver
var trú Arngríms, en svefn mun
hafa verið honum lítt að skapi,
heldur hitt að fá meira að starfa.
Sú er líka ósk mín honum til
handa. Einar Ásmundsson.
★
ARNGRÍMUR Kristjánsson,
skólastjóri fæddist 28. september
1900, lézt eftir eftir þunga sjúk-
dómslegu að Landsspítalanum þ.
5. febrúar sl. Ég hafði ekki kynni
Arngrímur Kristjánsson
af Arngrími fyrr en síðasta ára-
tug ævi hans, og er því eigi fær
að skrifa æviágrip hans og um
þau fjölþættu störf er hann
gegndi í skóla- og félagsmálum
á starfsævi sinni. En þennan ára-
tug er liðinn er frá okkar fyrstu
kynnum, lágu leiðir okkar svo oft
saman í ýmsum félagsmálum og
opinberum málum, að ég get ekki
látið hjá líða að kveðja góðan
vin og kæran samstarfsmann
með fáeinum orðum.
Þau voru okkar fyrstu kynni,
að Arngrímur var kjörinn í
stjórn Bandalags starfsmanna
rikis og bæja haustið 1948, en
ég var þá formaður þess. Vorið
1949 lézt þáverandi varaformað-
ur bandalagsins, Nikulás Frið-
riksson umsjónarmaður, og kjöri
stjórnin þá Arngrím varafor-
mann í hans stað. Var Arngrím-
ur síðan endurkjörinn í þá stöðu
á hverju bandalagsþingi til
haustsins 1956, er hann baðst
undan endurkosningu til þess
trúnaðarstarfs og annarra, er
hann gegndi í þágu samtak-
anna.
Jafnframt varaformennsku
sinni gegndi Arngrímur ýmsum
öðrum trúnáðarstörfum í þágu
BSRB, átti m. a. sæti í tveim
stjórnskipuðum nefndum er störf
uðu á þessum tíma og falin var
endurskoðun launalaga.
Ég var formaður bandalagsins
öll þau ár er Arngrimur gegndi
þar trúnaðarstörfum, þannig að á
herðum okkar hvíldi sameigin-
lega sá vandi, að veita málefn-
um samtaka þessarra forystu.
Þetta voru erfiðir timar í kjara-
málum opinberra starfsmanna,
enda eimdi enn eftir af þeim
hugsunarhætti sem e. t. v. var
skiljanlegur á kreppu- og at-
vinnuleysisárunum fyrir stríð, að
starfsmenn hins opinbera væri
forréttindastétt í þjóðfélaginu,
sem eðlilegt væri að lengst allra
biði eftir því að fá hækkað kaup
til samræmis við síhækkandi
verðlag. í allri þeirri baráttu
reyndist Arngrímur ötull og
fórnfús forystumaður, sem
aldrei taldi eftir sér erfiði og
fyrirhöfn, ef verða mætti mál-
efnum samtakanna til fram-
dráttar.
Við vorum að vísu ekki alltaf
sammála um það, hvernig að
hagsmunamálum bandalagsins
yrði bezt unnið, þótt skoðana-
munur um það efni yrði raunar
stöðugt sjaldgæfari eftir því sem
við unnum lengur saman. Sá
skoðanamunur, sem stundum
gætti varpar þó engum skugga
á minninguna um samstarf okk-
ar. Arngrímur var vanur að
segja afdráttarlaust skoðanir
sínar á þeim málum er honum
var falið að fjalla um, hvort
sem hann vænti þess að þær
létu vel í eyrum þeirra, er við
var rætt eða ekki. Á undirferli
og baktjaldamakki hafði hann
hinn mesta viðbjóð. Er ólíkt að
vinna með slíkum mönnum eða
þeim, sem jafnan eru blíðmálg-
ir en þeim mun óheilli að tjalda-
baki.
Árin 1953—54 áttum við Arn-
grímur saman sæti í nefnd, er
skipuð var af menntamálaráðu-
neytinu til þess að endurskoða
gildandi ákvæði um námstilhög-
un og námsefni í skólum. Átti
ég þess kost að kynnast hinni
staðgóðu þekkingu og reynslu
Arngríms á sviði skólamála og
lifandi áhuga hans á þeim mál-
efnum. Nefndin starfaði lengst
af í Melaskólanum og munum við
öll, er sæti áttum í henni ávallt
únnast með hlýju gestrisni
Arngríms þar, og þeirri um-
hyggju, er hann bar fyrir því,
að skapa nefndinni sem bezt
starfsskilyrði í húsakynnum
skólans.
Ég tel það og lán börnum mín-
um, að hafa stigið fyrstu spor
sín á námsbrautinni við skóla-
stofmm, er notið hefir ágætrar
stjórnar hans.
Ég heimsótti Arngrím skóla-
stjóra á sjúkrahúsinu fjórum
dögum áður en hann lézt og
ræddi þá við hann nokkra stund.
Um veikindi sín ræddi hann með
æðrulausri ró, en glöggt mátti
þó finna, _að hann gekk þess ekki
dulinn, að hverju dró. Maður á
ekki heimtingu á því, að ákveða
sjálfur, hvenær maður er kall-
aður frá störfum, sagði hann.
Er talið barst að almennum mál-
um brá fyrir þeim létta tón, sem
gerði samvistir og viðræður við
hann í þrengri hóp jafnan svo
ánægjulegar.
Okkur vinum Arngríms og
fyrrverandi samstarfsmönnum
þykir sárt að sjá á bak góðum
dreng og starfsfélaga löngu fyr-
ir aldur fram.
Fyrir islenzk skóla- og upp-
eldismál er það mikill skaði að
hins mikilhæfa skólamanns og
starfskrafta hans mátti eigi leng-
ur njóta. Þyngstur harmur er þó
kveðinn að eftirlifandi konu hans
og dætrum er eiga ó bak að sjá
ástríkum eiginmanni og föður
enn á góðum aldri. Þeim votta
ég öllum mína dýpstu samúð.
Vertu svo kvaddur vinar-
kveðju við brottför þína til ó-
kunna landsins. Eftir lifir minn-
ingin um góðan dreng og mann-
kostamann.
Ólafur Björnsson.
Skákmót Siiour-
nesja hefst
á mánudaginn
KEFLAVÍK, 11. febr. — Mánu-
daginn 16. þ.m. hefst hér skák-
mót Suðurnesja, og fer keppnin
fram í Aðalveri. — Keppt verð-
ur í meistaraflokki og 1. og 2.
flokki. Verður keppt eftir Monrad
kerfi.
Allir skákmenn Suðurnesja
munu taka þátt í mótinu, en þar
verður keppt um titilinn „Skák-
meistari Suðurnesja“ — og um
bikar, sem Guðmundur í. Guð-
mundsson utanríkisráðherra hef-
ir gefið og fylgir titlinum. — Nú-
verandi skákmeistari Suðurnesja
er Ragnar Karlsson.
Þátttaka í mótinu skal tilkynnt
Páli Jónssyni eða Brynleifi Jóns-
syni. — H.S.J.
Arngrímur naut góðs atlætis á
Skarði enda var þar myndar-
heimili. Kristján faðir hans bjó
á Sigríðarstöðum og átti margt
barna. Hjó „hvíti dauðinn“ stór
skörð í barnahóp þeirra hjónanna
á árunúm krlngum 1920 og má
vera að það hafi orðið Arngrími
til lífs, að afi hans tók hann i
fóstur. Miklir ákafamenn voru í
báðum ættum Arngríms. Kristján
faðir hans var víkingur til vinnu,
svo sem verið hafði Skúli faðir
hans, sem einnig bjó lengi á Sig-
ríðarstöðum. Sótti Arngrímur
margt í báðar ættir, en það sem
einkenndi hann öðru fremur var
ákafi til orða og verka og var
hann hinn bezti liðsmaður, hvar
sem hann lagði hönd að. Þeim,
sem þetta ritar, er ekki mjög
kunnugt um störf Arngríms að
félagsmálum og skólamálum, en
vafalaust hefur ósérhlífni hans og
ötulleiki til starfa komið þar vel í
ljós.
Þegar Bretar byggðu flugvöll-
inn í Skerjafirði varð að rífa
þar mörg hús, eða svo tugum
T eakhurðir
Höfum aftur fyrirliggjandi útihurðk úr
TEAK O G PEROBA
Timburver^lienSn Vdlundur h.f
*
Tœkifœris — bílakaup
Sex-manna amerískur einkabíll, árg. 1948, ekið 64
þús. km. — Verð kr. 60 þús. engin útborgun, mánað-
argreiðslur kr. 3.500,00 æskilegar.
Til sýnis í dag.
Aðal hílasalcfin
Aöalstræti 16. — Sími 15-0-14
LAUGAVEGI 33
Ný sending
tækifæriskjólar
Rafgeymar í FíAT
Pólar hf.
Borgariúni f og Einholti 16