Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1959, Blaðsíða 20
VEDRID Hægur með morgninum, vaxandi suðaustan átt. uttMá^Uí> 36. tbl. — Föstudagur 13. febrúar 1959 KV E N N ASÍO A Sjá bis. 8. Vonzkuveður á Suðvesturlandi Ofsarok og sjór vestur at landinu Hafði skipið hreppt storma mikla í hafi. Tvisvar hafði skiplð orðið að andæfa mót fárviðri og stórsjó. Er Tungufoss var kominn norður fyrir Færeyjar, kastaðist farmur skipsins til. En Tungufoss er með járnplötur. Fyrst köstuðust plöturnar út í bakborðshliðina og skemmdu tvö bönd, en síðar kastaðist járnið yfir í stjórnborðssíðuna og skemmdi 3 bönd. Skips- menn voru sendir niður til þess að laga farminn í lestinni, svo sem kostur var á. En er skipið kom var það enn með dá- litla slagsíðu, sennilega 6—7 gráður. Myndin er tekin af Tungufossi hér við hafnarbakkann í gærdag. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ekki á Nýfundnalands- mið á næstunni VONZKUVEÐUR á suðvestan var um allt Suðvesturland í gær. Var hávaðarok með ausandi rigningu í Reykjavík og komst vindhrað- inn upp í 11 vindstig. Úrkoman mældist 18,5 millibar frá 8—17, en búast má við því að eitthvað hafi fokið frá mælunum í rokinu. Um tíma var varla stætt á göt- unum og voru vegfarendur, sem börðust á móti rokinu, eins og hundar af sundi dregnir. Talsvert bar á bílaárekstrum og meiddist kona lítilsháttar í einu þeirra. Krakki fauk á bíl á Tjarnar- götunni, en mun lítið eða ekkert hafa meiðzt. Vekja má athygli á því að búningur lögreglumanna, sem standa á gatnamótum, oftast mjög áveðurs, er mjög gamaldags Og óhentugur í slíkum veðráham og hæfir ekki lengur Reykjavík- urlögreglunni. Um 5 leytið síðdegis tók að lægja á Reykjanesskaga og Snæ- fellsnesi, og veðrið færðist aust- ar. Var rokið víðast 8—9 vind- stig um það leyti, og 4 vindstig á Reykjanesvita. í Vestmannaeyj Cffl voru þó enn 12 vindstig, og norður á Sauðárkróki voru 11 vindstig í gærkvöldi. með hvassviðri og rigningu í Vestmannaeyjum. Voru allir bát- ar á sjó, og urðu margir að fara frá línunni. Þegar Mbl. átti tal við fréttaritara sinn í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi voru allir bátar komnir að landi nema tveir, en þeir höfðu haft sam- band við land og við gæzluskipið Hermóð, svo ekki var ástæða til að óttast um þá. Um nóttina höfðu róið um 40 bátar, enda var veður og veður- útlit þá sæmilegt. Er á morgun- inn leið tók að hvessa, miklu fyrr en búizt hafði verið við. Sneru sumir bátanna við, en aðr- ir lögðu línuna. — Lentu bátarnir í erfiðleikum með að draga vegna veðurs og urðu sumir að hverfa frá lín- unni. Náðu þeir allir landi, nema þeir tveir sem áður eru nefndir, en þeir voru komnir upp undir Eyjar um kl. 9 í gærkvöldi og þá var veðrið að lægja. Keflavíkurbátar reru í gær- KÓPAVOGUR Næsta spilakvöld Sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi verður n.k. þriðjudagskvöld. SJÁLFSTÆÐISMENN A hellu Sjálfstæðisflokkurinn boðar til flokksfundar að Hellu nk. sunnu- dag 15. þ.m. kl. 9,30 sd. Ingólfur Jónsson alþm., hefur framsögu um stjórnmálaviðhorf- ið og fyrirhugaða breytingu á kjördæmaskipun landsins. Kosn- ir verða fulltrúar á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst þ. 11. marz nk. Æskilegt er, að Sjálf stæðismenn og aðrir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins fjöl- menni á Oundinn. rok á öllu Grænlandshafi. Frétta ritari blaðsins á Keflavíkurflug- velli hafði það eftir áhöfn flug- vélar, sem þangað kom, að um 100 sjómílur vestur af Reykja- nesi væri að sjá einna líkast ein- um óslitnum brimgarði. Varð- skipið Alfa, sem staðsett er miðja vegu milli íslands og Hvarfs á Grænlandi tilkynnti laust fyrir ÓLAFSVÍK, 12. febr. — Bátarnir héðan hrepptu hið versta veður í róðri í dag, en allir komust þeir þó hjálparlaust til hafnar. Nær allir voru með aðeins lítinn hluta af línunni. í morgun eldsnemma, nokkru eftir að síðasti báturinn af 12, sem héðan róa var farinn, tók að hvessa. Úti á miðunum, sem hér eru kölluð „Hvítahafið“ og eru 20—30 sjóm. norðvestur af öndverðarnesi, lögðu allir bát- arnir línu sína, svo og bátar frá Sandi, en þeir eru sex. Um hádegisbilið var komið hér fárviðri. Var þá ákveðið að biðja morgun, en sneru við vegna veð- urs. Voru því engir bátar á sjó þaðan í gær. Sandgerðisbátarnir ætluðu einnig að róa og sneru líka við og voru þeir allir í höfn í gær. HÚSAVÍK og ÁRNESI, 12. febr. — Sá fágæti atburður gerðist í fyrrinótt að kýrin Krúna á Öndólfsstöðum bar fjórum kálf- um. Kýrin hafði ekki átt að bera fyrr en eftir hálfan mánuð, en er eigandi hennar, Árni Jónsson, kom í f jósið í gærmorgun var kýr in að bera fjórða kálfinum. Munu allir kálfarnir hafa fæðzt lifandi, en dóu allir, þar sem enginn var nærstaddur er kýrin bar. Talið er að kálfarnir hefðu getað lifað ef hægt hefði verið að hjálpa kúnni því þeir virtust eftir atvikum stórir, ekki minni en kvígukálf- ar eru oft. Krúna er 3 vetra og fyrir um ári bar hún tveim kálfum. Hún er ættuð úr Reykjahverfi, sæmi- lega góð mjólkurkýr, rauð að lit með stjörnu í enni. Mbl. átti í gær tal við Pál A. Pálsson, yfirdýralækni, og stað- festi hann að þetta væri einstak- Veðurblíða STAÐARHÓLI, S-Þing, 12. febr. — Síðasta hálfan mánuðinn hafa verið hér sífelldar sunnan hlákur. Má heita að allt láglendið sé autt, vegir snjólausir og næstum klaka lausir, eins og að vori til. Góð beitarjörð er nú fyrir sauðfé um allt héraðið. Hafa því mikil og góð umskipti orðið með veðrátt- una síðan frosthörkurnar riiklu voru í janúar, þegar oft varð 20—30 stigum kaldara í veðri en nú hefur verið undanfarnar tvær vikur. — H.S. hádegi í gær, að ofsarok væri og öldur 11 m. háar. í óveðrinu í gær spilltust mjög vegir í nágreni Reykjavík- ur. Um allt Reykjanesið safnaðist vatnið í stóra polla, þar sem víða er klaki í jörðu og vatnið sígur ekki niður. Var sums staðar einna líkast yfirborði á stóru vatni. í gærkvöldi var búizt við að veðrið mundi ganga niður þegar kæmi fram á nóttina. Slysavarnarfélagið að beina orð- sendingu til stærri skipa um að aðstoða bátana við að ná landi. Þarna var mjög þungur sjór. Allt fram til um klukkan 2 voru bát- arnir að draga línuna. Almennt munu bátarnir ekki hafa dregið nema 8—12 bjóð, en þeir eru með alls 38 bjóð. Um nónbilið hafði verið haft samband við alla bátana héðan, en ekki hafði þá tekizt að ná sambandi við einn bátinn af Sandi, Völustein, en um klukkan 6 tókst það. Var hann á leið til lands. f þessu veðri urðu ekki slys á mönnum, en hnútar komu á báta er þeir voru að berja til lands og höfðu einhverjir orð- ið fyrir smávegis skemmdum. í kvöld er hér sæmilegasta veður og lítilsháttar snjókoma. STYKKISHÓLMI, 12. febr. — Allir bátarnir héðan eru komn- ir að landi, en þeir hrepptu ægi- legt veður. Urðu þeir fyrir miklu veiðarfæratjóni, sumir urðu að skilja eftir flestar lóðirnar, 12— 24 stampa. Aflinn var 2—5 tonn á bát. — Fréttaritari. ur viðburður. Ekki væri óal- gengt að kýr bæru tveimur kálf- um, það kæmi fyrir í um 5% til- fellum, en hann kvaðst ekki hafa það í skýrslum, að kýr hefði verið fjórkelfd hér á landi fyrr. MBL. HITTI Bjarna Ingimundar- son, skipstjóra á Neptúnusi, að máli í gær, en togarinn kom af veiðum í gærmorgun. Blaðið spurði skipstjóraan, hvernig veð ur þeir hefðu fengið á leiðinni heim og svaraði hann, að það hefði verið heldur risjótt. Bjarni sagði, að þeir hefðu fiskað á Fylkismiðum við Nýfundnaland og við þau, og þar hefði verið mokfiskirí. Blaðið spurði síðan, hvort þeir hefðu lent í stormin- ium mikla við Nýfundnaland og svaraði hann því neitandi: — Við vorum farnir á stað heim, rúm- um sólarhring áður en stormur- inn skall á, sagði hann. Við lent- um ekki í neinum frostum og urðum ekki fyrir neinum áföll- um. Loks spurði Mbl. Bjarna skip- stjóra, hvort þeir mundu fara á Nýfundnalandsmið aftur: — Ég geri ekki ráð fyrir, að við förum þangað í bili, sagði hann, a. m. k. ekki tvo til þrjá næstu túra. Málrundur ANNAR fundur verður í Valhöll í kvöld og hefst kl. 20,30. Umræðuefni: Er sanngjarnt að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu? Frumælendur: Katrín Hákon- ardóttir, Halldór Briem, Ólafur Jensson, Pálmi Lórenzson Viggó Oddsson, Gunnar Gunnarsson. Ungir Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að sækja fundinn og mæta stundvíslega. Tilmæli forsætisráðherra um lækk- un útsvarsupphæða kaupstaðanna. EINS og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, lýsti borgar- stjóri því yfir á síðasta bæjarstjórnarfundi, að útsvars- stiginn í Reykjavík mundi lækka á þessu ári þrátt fyrir ýmislega útgjaldaaukningu á síðastliðnu ári, einkum vegna grunnkaupshækkunar bæjarstarfsmanna. Ennfremur stæði nú yfir athugun á því, að hve miklu leyti mætti færa niður útgjöld bæjarins. Árangur .þeirrar athugunar yrði lagður fyrir næsta bæjarstjórnarfund, er afgreiða mundi fjár- hagsáætlunina. Eftir að þessi yfirlýsing var gefin, barst bæjarstjórn bréf forsætisráðherra eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, og var bréfið lagt fram í bæjarráði á þriðjudaginn. TILMÆLI TIL ALLRA BÆJARSTJÓRNA Samhljóða bréf hefur forsætisráðherra sent öllum bæj- arstjórnum á landinu. Efni bréfsins er á þá leið, að bæjar- stjórnirnar eru beðnar að athuga, hvort eigi sé unnt án tjóns að draga úr fjárfestingarframkvæmdum bæjanna og beðnar að leitast við að lækka útsvarsupphæðirnar svo sem föng eru á. Mun það bráðlega koma í ljós, hversu bæjarstjórnunum tekst að koma til móts við óskir forsætisráðherra, enda eru fjárhagsáætlanir kaupstaðanna yfirleitt ekki afgreiddar ennþá. Ems og áður segir mun fjárhagsáætlun Reykjavíkur lögð fyrir bæjarstjorn til síðari umræðu næstkomandi fimmtudag. í gær og í fyrrinótt var mikið Vifað um alla Vest mannaeyjaháfa Suðurnesjabátar allir í höfn 1 GÆRMORGUN rauk hann upp Ólafsvíkur- og Sandsbát- ar í stórsjó og fárviðri Kýr ber fjórum kálfum Hefur átt 6 kálfa á tveimur árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.