Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 1
20 slður
Eitt
von
í sé
mesta sjóslys á þessari óld:
er talin úti um að
lengur ofansjávar
Með honum forust 30
sjomenn, 16-48 ára
flestir frá Reykjavík —
39 hörn eru föðurlaus
eftir sjöslysið
SÍÐDEGIS í gær tilkynnti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, að
togarinn Júlí væri talinn af með allri áhöfn, 30 mönnum.
Leit er nú hætt að togaranum, en hún hófst að morgni 10.
þessa mánaðar og í tilkynningu Bæjarútgerðarinnar segir,
að viðstöðulaust hafi síðan verið leitað með flugvélum og
skipum á meir en 70,000 fersjómílna svæði. Fjöldi flugvéla
hafði tekið þátt í leitinni að Júlí, björgunarflugvélar frá
Kanada, Bandaríkjunum, Nýfundnalandi og héðan frá ís-
landi, svo og handarískar flotaflugvélar. Á sjó leituðu veður-
skip og stórir rússneskir verksmiðjutogarar. Auk hins fyrr-
greinda leitarsvæðis á Nýfundnalandsmiðum var og leitað
á stóru aðliggjandi svæði sunnar, á þeim slóðum, sem kanad-
ísku skipin fórust, er einnig týndust í þessu ægilega mann-
skaðaveðri. Leit að þeim var hætt fyrir nokkrum dögum.
Allur þorri skipsmanna á Júlí voru ungir menn, yngsti
maðurinn aðeins 16 ára, en hinn elzti 48 ára. Flestir á aldr-
inum milli tvítugs og þrítugs. Af þeim voru 19 frá Reykjavík
og fimm frá Hafnarfirði. í hópnum voru 12 heimilisfeður,
er láta eftir sig konur og börn. Með hvarfi togarans Júlí hafa
39 börn á aldrinum nokkra vikna til 15 ára misst feður sína.
Þá voru í hóp hinna vösku sjómanna á Júlí nokkrir menn
er ýmist voru fyrirvinna móður eða foreldra..
Þetta er eitt hið mesta sjáslys, sem orðið hefur á íslenzku
skipi á þessari öld, en fleiri fórust þó í hinu svonefnda Þor-
móðsslysi 1943, er 31 maður drukknaði. 1 Halaveðrinu 1925,
er tveir togarar fórust, drukknuðu 68 menn, og með togar-
anum Max Pemberton, er hvarf árið 1944, fórust 29 menn.
Forustugrein Morgunblaðsins í dag fjallar um hinn
mikla mannskaða er hér hefur orðið.
Hér fara á eftir nöfn skipverja á togaranum Júlí:
Togarinn Júlí á Selvogsbanka 1956.
(Ljósm.: Jóakim Snæbjörnsson)
Nýlendugötu 7, Reykjavík. Ó-
kvæntur.
Sigmundur Finnsson, netamað-
ur, Tripólibúðum 25, Reykjavík,
25 ára. Ókvæntur, en lætur eftir
sig tvö börn.
Magnús Guðmundsson, háseti,
Trípólibuðum 25, Reykjavík, 44
ára. Kvæntur. Hann var stjúp-
faðir Sigmundar og lætur eftir
sig 4 stjúpbörn, uppkomin. Móðir
hans er á Súgandafirði.
Benedikt Sveinsson, netamað-
ur, Njálsgötu 77, Rvík, 27 ára. Ó-
kvæntur. Bjó með móður sinni.
Jóhann Sigurðsson, netamaður,
Laugavegi 53 B, Rvík, 44 ára.
Kvæntur og lætur eftir sig fjög-
ur börn, 15, 14, 11 og 4ra ára.
Ólafur Snorrason, háseti, Njáls
götu 87, Rvík, 34 ára. Fósturfor-
eldra átti hann á Patreksfirði og
móður á lifi.
Björn Heiðar Þorsteinsson, há-
seti, Ránargötu 24, Akureyri, 31
árs. Ókvæntur og bjó hjá foreldr-
um sínum á Akureyri.
Jón Geirsson, háseti, Borgar-
nesi, 21 árs. Ókvæntur, í for-
eldarhúsum.
Magnús Gíslason, háseti, Lækj-
kinn 2, Hafnarfirði, 31 árs. Ó-
kvæntur og eru foreldrar hans
í Elliheimilinu Grund hér í Rvík.
Magnús Sveinsson, háseti,
Rauðarárstíg 40, Rvík, 21 árs. í
heimili fósturmóður sinnar.
Jón Haraldsson, háseti, Hlíðar-
vegi 11, Kópavogi, 16 ára. Hann
var einkabarn foreldra sinna.
Þorkell Arnason, háseti, Sörla-
skjóli 20, Rvík, 38 ára. Lætur
hann eftir sig unnustu og ungt
barn. Foreldrar eru norður á
Þórshöfn.
Guðmundur Elíasson, háseti,
Vitateig 5, Akranesi, 30 ára.
Kvæntur og átti fjögur börn á
aldrinum 10, 7, 5 og 2ja ára. For-
eldrar hans búa á Akranesi.
Benedikt Þorbjörnsson, háseti,
Lokastíg 28, Rvík, 27 ára. Ó-
kvæntur. Faðir á lífi.
Aðalsteinn Júlíusson, háseti,
Hítarnesi Hnappadalssýslu, þar
sem faðir hans nú býr. Hann var
27 ára og ókvæntur.
Björgvin Jóhannsson, háseti,
(stud. med.), Höfðaborg 12, Rvík,
29 ára og lætur eftir sig tvö mjög
ung börn. Móðir á lífi.
Sigurður Guðnason, háseti,
Kirkjubraut 28, Akranesi, 44 ára.
Kvæntur en barnlaus. Foreldrar
hans búa á Suðureyri. j
★ i
I gærkvöldi var skipshafnar-
innar á Júlí minnzt í Ríkisútvarp-
inu. Flutti biskup íslands, hr.
Ásmundur Guðmundsson, ávarp
og bæn. Felld var niður dagskrá
útvarpsins að fréttum undan-
skildum, en þess í stað leikin sorg
arlög og sígild tónlist.
Úrslit Kýpurráðstefnunnar
virðast í höndum Makariosar
Þórður Pétursson, skipstjóri,
Grænuhlíð 8, Reykjavík, 42 ára.
Hann lætur eftir sig 3 börn: 14
ára, 11 og 6 ára. Faðir hans er á
lífi.
Hafliði Stefánsson, 1. stýrimað-
ur, Köldukinn 6, Hafnarfirði, 31
árs. Kvæntur með 2 börn, 5 ára
og 3ja ára. Móðir á lífi.
Þorvaldur Benediktsson, 2.
stýrimaður, Brekkugötu 14, Hafn-
arfirði, 24 ára, ókvæntur. Hann
var sonur Benédikts Ögmunds-
sonar skipstjóra á togaranum
Júní frá Hafnarfirði.
Stefán Hólm Jónsson 1. vél-
stjóri, Eskihlíð 4 C, Reykjavík,
48 ára. Lætur hann eftir sig 5
börn tvö innan fermingaraldurs.
Guðlaugur Karlsson, 2. vél-
stjóri, Garðavegi 10, Hafnarfirði,
20 ára. Hann var fyrirvinna móð-
ur sinnar.
Runólfur Viðar Ingóifsson, 3.
vélstjóri, Langholtsvegi 137,
Reykjavík, 23 ára. Hann var ó-
kvæntur en móðir hans býr á
Akranesi.
Hörður Kristinsson, loftskeyta-
maður, Langeyrarvegi 9, Hafnar-
firði, 29 ára. Kvæntur og lætur
eftir sig þrjú börn ung.
Andrés Hallgrímsson, bátsmað-
ur, Mávahlíð 27, Reykjavík, 35
ára, ókvæntur, en fyrirvinna móð
ur sinnar.
Kristján Ólafsson, 1. matsveinn
Efstasundi 85, Reykjavík, 24 ára.
Kvæntur og lætur eftir sig þrjú
börn, 4 ára, 1% árs og 6 mánaða.
Átti foreldra á lífi.
Viðar Axelsson, 2. matsveinn,
Njarðargötu 29, Reykjavík, 23
ára. Kvæntur ©g átti 1 barn 3 ára.
Átti foreldra á lífi.
Svanur Pálmar Þorvarðarson,
kyndari, Laugarnesbúðum 31,
Reykjavík, 19 ára. Ókvæntur.
Hann var fyrirvinna móður sinn-
ar.
Skúli Benediktsson, kyndari,
Ránargötu 6, Reykjavík, 24 ára.
Kvæntur og lætur eftir sig 6 ung
börn, hið elzta 5 ára. Átti fóstur-
foreldra og foreldra á lífi.
Ragnar Guðjón Karlsson, neta-
maður, Höfðaborg 21, 39 ára.
Kvæntur og lætur eftir sig þrjú
börn 13, 11 «g 7 ára. Átti fóstur-
móður á lífi.
Ólafur Ólafason, netamaður,
LONDON 17. febr. — Upphaf
Kýpurráðstefnunnar í London
var ekki með þeim samvinnu-
anda, sem menn höfðu almennt
búizt við. Óttast menn nú, að
samkomulag strandi á Makarios
og hann fallizt ekki á samkomu-
lag Tyrkja og Grikkja, og kröfur
Breta. Fundinum í dag stjórnaði
Selwyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta og setti hann í upphafi
fram álitsgerð Breta — og var
hún í fjórum meginatriðum:
Bretar vilja tryggja hern-
aðarlega aðstöðu sína á Kýp-
ur þannig og alger yfirráð
yfir herstöðvum sínum. Sam-
komulag verður að nást milli
þjóðarbrotanna á Kýpur. Vin-
áttutengsl Grikkja og Tyrkja
verður að treysta á ný. Kýp-
urbúar verða að hljóta fullt
stjórnmálafrelsi.
Makarios erkibiskup, og Dr.
Kutchuk, fulltrúar grískumæl-
andi Kýpurbúa báðu um að ráð-
stefnunni yrði frestað til morg-
uns eftir að Lloyd hafði flutt
ræðu sína. Vildu þeir fá tóm til
að athuga gaumgæfilega brezku
kröfurnar — og ráðfærðu þeir sig
síðar í dag við fulltrúa hinna
tyrkneskumælandi Kýpurbúa.
Mun Makarios svara ræðu
Lloyds á fundinum á morgum —
og er búizt við að Makarios gagn-
rýni harðlega þá kröfu Breta
að vilja halda herstöðvum sín-
um á Kýpur — og fullum yfir-
ráðum yfir þeim.
Næsta fund sitja for-
sætis- og utanríkisráðherrar
Tyrklands, Grikklands og Bret-
lands auk fulltrúa Kýpurbúa.
★-------------------------★
Miðvikudagur 18. febrúar
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Óhróðri Tímans um Eimskip
hnekkt.
Innheimtu Stefgjalda af segul-
bandstækjum verði hætt (Frá
Alþingi).
—- 6: Af sjónarhóli sveitamanns.
Samtal við sendiherra Ju|é«
slavíu á íslandi.
— 8: Sitt af hverju tagi
— 9: Akureyrarbréf.
Kvikmyndaþáttur.
— 10: Forystugreinin: „Þjóð í sorgM.
Æskan að leik meðal listaverka
meistarans. (Utan úr heimi.)
— 11: Garðars Gíslasonar, stórkaup-
manns minnzt.
— 12: Hitaveita og hitamiðstöð
(Benjamín Eiríksson).
— 13: Hlustað á útvarp.
Bréf úr Mývatnssveit.
— 18: íþróttir.
★--------------------------★