Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 16
16 MORCV1SBLAÐ1Ð MiðVikudagur 17. febr. 1959 Pyrir framan hana lá Place de la Concorde, baðað í geislum tióvember-sólarinnar. Hundruð bifreiða sveimuðu endalaust um- hverfis steinsúluna. Þegar hún laut örlítið lengra fram, sá hún hina litlu hliðarbyggingu Louvre safnsins, rétt við hlið Tuilerien- garðsins. Þar var nú sýning á verkum Toulouse-Lautrec. Áður þegar hún var striðsfréttaritari, hafði hún komið aðeins tvisvar til Parísar. Þá hafði hún bein- línis orðið ástfangin í París. Hún hafði heitið því að fara einhvern- tíma til Parísar að gamni sínu og ekki í þjónustu annarra, kannski í brúðkaupsferð. Nú var hún í París en hafði ekki einu sinni tíma til a ðsjá Toulous-Lautrec- lllUlll sýninguna í Louvre, hvað þá meira. Gul og rauð laufblöð féllu, þyrluðust með golunni og eftir stóðu haustblikuð, laufvana trjá- stofnar eins og beinagrindur í sendiráðsgarðinum. Brátt yrðu trén orðin að kalviðum. Þetta var í fyrsta skipti sem hún hafði ekki veitt komu og brottför haustsins athygli. Hvað komu árstíðirnar sendiherra Bandaríkj- anna við? Hið stóra forgarðshlið sendi- herrabústaðarins opnaðist. Hinn svarti „Limousine" brunaði eftir steinbrautinni. Morrison steig út. Með hröðum, fjaðurmögnuðum hreyfingum gekk hann inn í bygg inguna. Nokkrum mínútum síðar tók KÆLISKAPURINN Eftirlæti hagsýnna húsmæðra Prýði eldhúsa — Stolt húsmæðra W 'OQ M&GhaM .^^ ^^ £j pa /mwne£a> artá® j&m> jfa&f t%é'*?¦<&»€?& 1 aw/stHzf n&ná. &/^»'á«» *f* m •fiœUMUfvt &í*m2(pi?*rt*r /£t*n/ -0&t£/zujh^r f- ffi/J&l&Uaís'fvnt1 /ý'A\zý(U*r*4?n' ?mý?rrZ* ^V | Á+O-ðt i>H4<&" <r% s/O^léi'Ö ,e£&LU4t<>}sa ^M ELVINATOR • er rúmgóð og örugg matvælageymsla. • hefir stærra frystirúm en nokkur annar kæli- skápur af sömu stærð • er ódýrastur miðað við stærð. * Kr 10,920 - Gerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign Jfekh Austurstræti 14. Sími 11687 Richard Morrison, Morrison II. eiginkonu sína í faðm sér. Þau voru ein inni í kalda, hátíðlega vinnuherberginu með gull- skreyttu, daufgráu veggjunum. Þau tóku sér sæti við kringlótta borðið, þar sem lítill bandarísk- ur fáni stóð, eins og í skrifstofu utanríkisráðherrans í Washing- ton. „Þú lítur dásamlega út", sagði Helen. — „Hið erfiða ferðalag virðist ekki hafa bitið neitt á þig. Viltu ekki fara inn í íbúðina mína og hvíla þig stundarkorn?" „Ekki fyrr en ég veit hvað er á seyði". Hún skýrði honum ýtarlega frá komu Monsieur Lebiche, viðræðun- um við Howard Lee, hinum örfáu mönnum, sem möguleiki var að tortryggja og ákvörðun sinni um að framkvæma sjálf rannsókn. — Hún þagði aðeins yfir því sem mik ilvægast var, að hún væri þvinguð til að gera það, sem hún gerði. „Meira þori ég ekki að segja þér", sagði hún að lokum. — „Það er hernaðarlegt leyndarmál, eins og það er kallað á stríðsti'mum. En ég þarfnast þinna ráða. Ég er aðeins kona". Hann kveikti sér í einum af giidu, svörtu vindlunum sínum. — Það var auðséð að sú hugsun að hún væri „aðeins" kona, var hon- um ekki geðfelld. „Mjög skynsöm kona", sagði hann. ¦—• „Auðvitað áttu sjálf að reyna að upplýsa málið". Hann krosslagði fæturnar. Auðsjáanlega fannst honum hann vera heima hjá sér í þe&su ókunnuga vinnuher- bergi. — „Var skeytið til Prag handskrifað?" „Nei, vélritað". „Hefurðu skeytið?" „Já, ljósmyndað". „Gott. Eru nokkrir í sendiráðs- skrifstofunni á næturnar?" spurði hann allt í einu. „Aðeins tveir starfsmenn og svo næturvörðurinn". „Geturðu látið þá starfsmenn, sem eiga að vera þar í nótt, hafa eitthvað sérstakt verk að vinna? Ég á við, eitthvert verk, sem bind ur þá við skrifborð þeirra". „Ég býst við því". Hún leit spyrjandi á hann: „Hvað ætiarðu að gera?" „Leika leynilögreglumann, auð- vitað. Við verðum að fá okkur skemmtigöngu um sendíráðsbygg- inguna í nótt. Hefurðu lykla að þeim deildum, sem skeytin til Was- hington fóru um?" „Sendiherra hefur alla lykla". „Agætt. Láttu Lee afhenda þér skjöiin. Ég verð að nota daginn tii að kynna mér þau. I nótt verð- um við svo að bera stafina á Prag skeytinu saman við stafina á rit- vélunum í hlutaðeigandi deildum. Það er fyrsta skrefið. 1 kvöld verð ég svo búinn að láta mér detta í hug hvert það næsta verð- ur'*. Hann talaði umi heilann í sér eins og vél, sem hann þyrfti aðeins að hafa eftirlit með. Þau stóðu á fætur. „Það er gott að þú ert kominn, Richard", sagði hún. -— „Og nú verð ég að sýna þér íbúðina mína". Hún tók í höndina á hon- um og leiddi hann til dyranna. — „Ég hef ekki spurt þig að því hvernig hluthafafundurinn hafi gengið". Það brá fyrir skugga á andliti hans. Svo hló hann, en hláturinn var þvingaður og óeðlilegur. „Ruth Ryan er búin að kaupa upp öll fáanleg hlutabréf í forlag- inu mínu", sagði hann. — „Auk þess hefur hún unnið heilan hóp af smærri hluthöfunum til fylgis við sig". Hann stóð hreyfingar- laus. — „Hún krefst þess að henni verði látið í té herbergi í Morrison-húsinu og að henni verði skýrt f rá hverri einustu ákvörðun minni". Helen hafði líka numið staðar. ,,Og hverju hefur þú svarað?" Hann hrukkaði brýmar. „Hún hefur kastað hanzkanum fyrir fætur mínar. Ég hef tekið hann upp. Hún vill stríð og hún skal fá það. Annað hvort okkar mun liggja eftir í valnum. Þú mátt alveg treysta því að það verður Ruth Ryan". Stundvíslega klukkan sex gekk sendiherrann við hlið eiginmanns síns inn í samkvæmissal sendiráðs- ins. —¦ Þrír salir höfðu verið opnaðir í tilefni af móttökunni. Öll voru herbergin þrjú innréttuð í Empire stíl. Ljósið frá hinuim risastóru ljósakrónum speglaðist í gyllingu húsgagnanna, myndarammanna og spaglanna. í miðsalnum hafði ver- ið komið fyrir löngu veitinga- borði, þar sem raðað var hinu girnilegasta hnossgæti —¦ fegurstu Bretagnehumrum, gæsalifur frá Strassburg, svínslærum frá Lyon og norðmannaosti — svo að fátt eitt sé nefnt. Helen, í Ijósbláum samkvæmis- kjól, sem leyfði hvíta, höi'unds- mjúka hálsinum og grönnu hand- leggjunum að njóta sín, staðnæmd ist í horni þriðja salarins. Blaðakóngurinn, í tvíhnepptu, dökkbláu jakkafötunum, sem hann klæddist alltaf við slík tæki- færi, ætlaði að fara. „Ég æt)a að fara yfir að veit- ingaborðinu", hvíslaði hann í eyr^ að á henni. — „Það er ekki gott að...." Hún greip í handlegginn á hon- um, eins og hrætt barn. „Vertu hérna hjá mér", bað hún. Hin ömurlega tilfinning, líkust einhverju illu hugboði sem hafði horfið um tíma eftir komu Morri- sons, var nú komin aftur. Brátt hópuðust hinir boðnu blaðamenn inn í salinn. — Amer- íkumenn og Englendingar, Italir og Belgar, meira að segja Indverj ar og Kínverjar. Tveir ungir sendiráðsritarar í svörtum klæðum, kynntu hvei-n einstakan gest fyrir sendiherran- um. Þeir tilkynntu jafnframt með hárri, greinilegri röddu: „Mr. Brown frá Daily Telegraph í London", eðá „Herr Wang-Ko frá kínversku ritsímastofunni", eða „Monsieur van Hoin frá Le Soir í Briissel". Helen rétti hverjum gesti höndina. — „Þekkið þér manninn minn, hr. Movrison?" — Því næst sagði hún nokkur orð, a r k u ð 1) Súsanna heldur að pápi ífamii «gi einhvers staðar falda gullnámu, svo hún laumast út eftir að allir eru sofnaðir, til að sem hún haf ði lært mjög kostgaefi- lega. Hún spurði Kínverjann að því, hvort ritsímasamibandið við Formósu væri órofið. Englendingn um hét hún einkaviðtali við sig innan skamms. Hjá Belganum leitaði hún frétta um það, hvort hús belgisku fréttaþjónustunnar í Paris væri fullgert. Gestirnir sneru að því búnu til humranna, kampavínsins og stéttarbræðr- anna. Brátt birtust skrifararnir að nýju með nýja gesti, sem komn- ir voru til að þrýsta hönd fyrrver- andi starfssystur, hins fagra full- trúa amerÍ9ka stórveldisins. Og þá skeði það. . . . Helen var nýbúin að heilsa fréttamanni sovézku fréttastof- unnar „Tass". Hún leit til dyr- anna á öðrum salnum. Fréttamenn irnir biðu í óslitinni röð eftir því að heilsa sendiherranum. Sendi- herrann hafði í bókstaflegum skilningi meira en nóg að gera. —¦ Hún hafði engan tíma og enga ástæðu til þess að horfa á dyrnar. En dyrnar, þar sem nú sást ekki nokkur maður, höfðu seytt augu hennar til sín með ómótstæðilegu afli. Fyrst birtist annar ritarinn í dyrunum. 1 fylgd með honum var þrekvaxinn maður í illa sniðnum fötum og á eftir honum kom hár, ljóshærður maður. Það var Jan Möller. Helen virtist líða óralangur tími áður en hópurinn — þriðji blaða- maðurinn hafði nú bætzt við —• nálgaðist hana. Helen datt fyrst í hug að leggja á flótta. Hún setti þessa óvæntu komu Jan Möllers í samband við njósnarmálið í sendi- ráðinu. Hún spurði sjálfa sig hvort hún ætti að láta eins og hún bekkti hann ekki. Hún ætlaði að snúa baki við honum. Hún spurði sig: Hvers vegna svíkur hann sitt eigið heit, að sjá mig ekki framar? Hún bugsaði: Hvað skyldi Morri- son segja? Loks stóð ritarinn með mennina þrjá fyrir framan hana. Hann kynnti þrekvaxna mann- inn fyrst fyrir henni. Blaðamann frá Wien. — „Það gleður mig að heyra, hvað endurreisnarstarfi ykkar í Wien miðar vel áfrain". Nú var komið að þeim næsta. Lét ritarinn af ásettu ráði Jan verða síðastan? „Ach. — Þér eruð frá Daily Mirror. Kynntumst við ekki einhvern tíma á stríðsárunum?" Báðir mennirnir fóru burt í fylgd með unga ritaranum. Hann sagði, leita að einhverri vísbendingu um hvar hana sé að finna. „Þeg- ar pápi gamJi sýndi okkur stað- inn, forðaðist hann lítinn kofa. Hann setla ég nú að raooGaka". 2) „Þetta datt mér í hug, hann er læstux. Jæja, ég reyni gluggana. Ef til vill hefur sá gamli gleymt að loka þeim". . 3) „Fyrirtak, glugganum hef- ur ekki verið vel lokað. Nú kemst «g að þvi hvað er í þess- »»»• kofa". SHlltvarpiö Miðvikudagur 18. febrúar Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. — 18,30 Út- varpssaga barnanna: „I landinu, þar sem enginn tími er til" eftir Yen Wen-ching; XIV. — sögu- lok. (Pétur Sumarliðason kenn- ari þýðir og les). — 18,55 Fram- burðarkennsla í ensku. — 19,05 Þingfréttir. — 20,30 Föstumessa í Laugarneskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavarsson. Organleik- ari: Kristinn Ingvarsson). — 21,30 „Milljón mílur heim"; geimferða- saga, V. þáttur. — 22,10 Viðtal vikunnar (Sigurður Benedikts- son). — 22,30 ,Hjarta mitt er í Heidelberg": Werner Miiller og hljómsveit hans leika (plötur). — 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt- ir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsd.). 18,50 Framburðarkennsla *í frönsku. 19,05 Þingfréttir. Tónleik ar. 20,30 Spurt og spjaliað í út- varpssal: Þátttakendur eru Björn Sigurðsson læknir, Jónas Jónsson fyrrum ráðherra, Jónas Pálsson uppeldisfi-æðingur og Magnús Gíslason námsstjóri. — Umræðu- stjóri: Sigurður Magnússon full- trúi. 21,30 ÍFtvarpssagan: „Vikt- oria" eftir Knut Mamsun; VIII. (Ólöf Nordal). 22,10 Passíusálm^ ur (20). 22,2« Islenzkt mál (Dr. Jaliob Benediktsson). 2:2,35 Sin- fóníekir tónleikar (pléfcur). 23,10 1 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.