Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 17. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Hlustað á útvarp SUNNUDAGINN 8. þ. m. hófst í útvarpinu erindaflokkur um nátt úrufræði, sem vafalaust verður mjög fróðlegur og vinsæll. Til- kynnt var, að alls yrðu flutt 8 erindi í flokki þessum. Voru þeir nefndir er tala munu. Má segja að það séu allt góðir vísinda- menn og hafa flestir áður látið til sín heyra í útvarpi, enda þjóð- kunnir menn. Fyrstur talaði Ing- ólfur Davíðsson, magister um gróðurfarsbreytingar og slæð- inga. Kvað hann gróður hafa náð yfir stærra svæði á landnámsöld en nú, skógarhögg, hrísrif, eld- gos og uppblástur hafa eytt stór- um gróðursvæðum. I>ó telur Ing- ólfur að líklega hafi engar teg- undir gróðurs, er hér voru, er landnámsmenn komu, dáið út. Þessar tegundir hafa þraukað af kuldatímabil það (ísöld) er slot- aði fyrir um ellefu þúsund árum. Með landsmönnunum kom þegar mikill fjöldi slæðinga er fyrst nam land í hlaðvörpum og haugum kringum mannabú- staði, svo sem arfi, njóli, bald- ursbrá. Líklega hafa verið hér á landi um 450 tegundir grasa og jurta. Síðan hefur mikill fjöldi slæðzt hingað eða veriðflutturinn á síðari árum, einkum tiltölulega margar teg. af trjám og blómum. Engin leið er til þess að gera þessu fróðlega erindi nein skil hér í þessum þætti. En benda vii ég fólki á að hlusta á þessi er- indi, sem flutt munu verða á sunnudögum kl. 13,15, sem er ágætur tími. Síðar á sd. talaði Einar Bjarna- son ríkisendurskoðandi um ís- lenzka ættfræði, vafalaust mjög fróðlegt erindi fyrir þámörgusem ættfróðir eru. Jafnvel mér, sem lítið veit í ættfræði, þótti gaman að hlusta á þennan stórfróða ætt- fræðing. Á mánudaginn talaði Gisli Kristjánsson ritstjóri um nýtt skipulag .. eggjasölu. Hafa eggja bændur nú sett hér upp eggja- heildsölu og skal nú bannað að selja egg til kaupmanna og ann- arra nema þessióþarfa (aðmargra dómi) milliliður hafi tekið sín ómakslaun. Gísli virtist mjög hrifinn af þessari nýju einka- sölu, sem vafalaust er mjög óvin- sæl. Margir kaupmenn og ein- staklingar hafa lengi, sér til ánægju og hagsmuna, haft góð við skipti við bændur, beint, með egg. Mér telst svo til, að eitt heimili, sem hefur keypt um 60 kg. af eggj um á ári, beint frá bónda, tapi 500—600 krónum árlega á þessu. Annars er það slæmt, að hin gömlu beinu og góðu viðskipti milli bænda og kaupstaðabúa verði nú lögð niður á öllum svið- um. Hafa bæði seljendur og kaup- endur stórtapað á þessu, en milli liðirnir grætt, bæði beint og óbeint. Auk þess sem menning- artengsl milli sveita og kaup- staða hafa rofnað. Ég á hér ekki við mjólkursöluna til hinna stærri bæja, sem auðvitað verður að fara fram gegn um stórvirkar hreinsunarstöðvar, enda þótt þar skorti það á, að mjólkin sé flutt heim til neytenda, í lokuðum ílátum. Óskar ' 'msson forstjóri talaði um skreiðarverkun og skreiðar- sölu, fróðlegt mál. Skreið er orðin stór liður í útfl. verðmæti, held ég, um 50 millj. kr. á ári. Eins og Óskar Jónsson sagði, er það mjög áríðandi að þessivarasé vel vönduð og í alla staði með hana farið á þann hátt, er kaup- endur óska. Negrar í Afríku kaupa mest af skreiðinni og borga með „hörðum" gjaldeyri. Eru þau viðskipti okkur hentug og gætu ef til vill aukizt ef varan þætti betri en aðrir hafa að bjóða. Svavar Pálsson, endurskoð- andi, flutti erindið um daginn og veginn. Meðal annars talaði hann um að félagssamtök og ríkis j vald beitti oft einstaklinga of- beldi. Félög og ríki geta verið ókurteis, brotizt áfram með ruddaskap — beitt öllum ráðum til að bolast áfram. Til dæmis Bretar nú í landhelgismálinu. Ein staklingar vilja vera kurteisir, sagði hann, — en ríkið kemur oft illa fram við þá. Nefndi dæmið um Pasternak hinn rússneska. — Ræðumaður taldi hégómlegt og úrelt að þérast. Eg geri ráð fyrir að það sé rétt. Þá sagði hann að bæjarmenn töluðu lítið um veðr- ið, enda snerti það þá lítið. Ég er á öðru máli. S. P. sagði að menn í bæjum færu í bílum á vinnustaði og frá. — Þetta er mjög lítill hluti manna. Margir ganga eða fara í strætisvögnum og er oft löng leið á strætisvagna- stöð og frá henni á vinnustað. Börn berjast áfram í stormi og kulda í skóla o. s .frv. Menn tala ákaflega mikið um veðrið hér á landi, bæði í Reykjavík og alls staðar. Þjóðin öll á mikið undir veðri komið hvort hún lifir eða deyr. Átakanlegt dæmi kom nú fyrir, einmitt í þessari viku. Ann- ars var erindi Svavars Pálssonar athyglisvert og vel flutt. Baldur Andrésson flutti 4. er- indi sitt um ísl. tónskáld og talaði um séra Bjarna Þorsteinsson. Séra Bjarni var stórmerkur mað- ur, ágætt tónskáld, sagnfræðingur og ættfræðingur mikill. Höfuð- verk hans var að safna ísl. þjóð- lögum. Hóf hann þetta verk um 1880 og hélt því áfram jafnt og þétt í 25 ár. „Loks var safnið til- búið 1905, en ekki tókst að fá Bók menntafélagið eða nokkurn ann- an ísl. útgefanda, til þess að koma safninu út", segir í Sögu íslendinga 9. b. bls. 328. — Carls- bergsjóðurinn danski gaf ritið út. Séra Bjarni var glæsimenni til sálar og líkama. Verk hans lýstu honum bezt. Erindi Baldurs And- réssonar var í alla staði hið prýði legasta. im Skapandi draumar nefnist fróð legt og skemmtilegt erindi sem Grétar Fells, rithöfundur flutti 12. þ.m. Var það um huglækning- ar, einkum frásögn um hinn fræga franska dávald og síðar, huglækni Emile Coué, sem uppi var 1857—1926. Er vafalaust, að með réttri hugbeitingu gæti marg ur maðurinn þokað lífi sínu og framferði á réttari og happasælli brautir en oft verður. Var þetta erindi Grétars vel til þess fallið að vekja menn til umhugsunar um þau alvarlegu efni, og um þá möguleika, er allir hafa til sjálfsbjargar. Allir óska sér heilsu og hamingju og með því að einbeita huganum að þessu í stað þess að sökkva sér niður í kvíða og bölsýni geta menn vafa laust gert sér lífið ánægjulegra og léttara. Á kvöldvtjkunni á föstudaginn fluttí Snorri Sigfússon, náms- stjóri vísnaþátt um íslandssögu. Það er alvarlegt mál, hversu börn og unglingar læra nú lítið utan- bókar og miklu minna en áður. Það er ein heimskan í kennslu- aðferðum nútímans. Þáttur Snorra var ágætur. Kvæði voru lesin upp af Baldri Pálmasyni úr síðustu bók Heiðreks Guðmunds- sonar. Er Heiðrekur gott skáld, í fremstu röð yngri Ijóðskálda. — Sungin voru lög eftir Þórarin Jónsson og vita allir að hann er gott tónskáld. Loks sagði Sig- urður Jónsson frá Brún tvær sögur af reimleikum. Þorsteinn Jónsson. Þessi framtíðarflugvél, sem bandaríska flugvélaverksmiðjan Convair er að undirbúa smíði á ætti að geta lagt af stað frá París kl. 5 síðdegis, en lent í New York kl. 1,30 síðdegis samdægurs. Hún myndi þannig fara 3V2 klst. fram úr sólinni, enda myndi hún fljúga með fimmföldum hraða hljóðsins. Convairverksmiðjan vonast til að geta hafið framleiðslu á slíkum fIugvélum 1970. Kristinn Eyjólfsson símamaöur — minning HANN lézt í Landsspítalanum hinn 4. febr. sl., og hafði þá átt í þungbæru sjúkdómsstríði í hálft fjórða ár. Þrátt fyrir stöðuga van- líðan og oft sárþjáður gekk Krist- inn heitinn þó að vinnu sinni mestan hluta þessa tímabils. Kristinn fæddist að Sölvholti í Hraungerðishreppi þan 18. júní 1895. Voru foreldrar hans Eyjólf- ur Kristjánsson og Margrét Magnúsdóttir. Ólst hann upp í Sölvholti með móður sinni og átti þar heima, þar til hann kvæntist, Árið 1920 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Katrínu Guðnadóttur frá Ásakoti í sömu sveit, og fluttust þau til Reykja- víkur það sama ár. Fyrstu árin hér fyrir sunnan stundaði Kristinn alla algenga óhætt að segja, að Kristinn hafi verið hugljúfi allra, sem hann þekktu, vegna hinnar góðu skap- gerðar sirinar. Skyldurækinn var Kristinn í bezta lagi og lagtækur við öll sín störf. Meðal vinnufélaga Kristins heitins sumarið 1922 var Hannes J. Magnússon, síðar skólastjóri á Akureyri. í bók sinni „Á hörðu vori", segir Hannes frá kynnum þeirra Kristins á þessa leið: „Lagsmaður minn var ungur, bjarthærður risi úr Reykjavík, Kristinn Eyjólfsson að nafni. Hann var bæði stór og sterkur, og kom það sér vel fyrir mig, sem alla tíð hef verið liðléttingur til erfiðisvinnu. Þessi ágæti félagi minn bar alltaf sverari og þyngri endann á staurunum, ea það var erfitt verk. Stundum lá línan langt frá þjóðveginum, og varð þá að bera staurana langar leiðir á öxlunum, sem oft urðu sárar af þessum burði. Hann bar einnig þyngstu steinana, en þess- ari vinnu fylgir oft mikill grjót- burður. Kristinn var auk þess siglaður og hressilegur og kom okkur mætavel saman." Þeim hjónum, Kristni og Katrínu, varð þriggja barna auð- ið, er öll komust á legg. Einka- sonur þeirra Hörður lézt snögg- lega haustið 1955 á bezta aldri og nýlega kvæntur. Dætur tvær, Margrét og 'ojöfn, eru báðar gift- ar hér í bæ. Ég flyt hér með ekkju hans, dætrum og tengdabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Ur Mývatnssveit Mjög kaldur janúar- mánuBur — lítiB um rjúpur og refi vinnu, sem kallað er. Sumarið og haustið 1922 vann hann við síma- lagningu úti á landi, en 1925 hóf hann starf við bæjarsímann í Reykjavík, og var skipaður þar fastur starfsmaður frá 1. janúar 1941. Hjá bæjarsímanum starfaði Kristinn síðan til dauðadags og mest allan þann tíma undir stjórn Jónasar Eyvindssonar. Kristinn heitinn tók mikinn og virkan þátt í félagsmálum. Þegar Félag símlagningamanna var stofnað, varð Kristinn varafor- maður þess og síðar formaður. Nokkrum árum eftir að hann fluttist- suður, gekk hann í Slökkvilið Reykjavíkur, og starf- aði þar árum saman við góðan orðstír. Hann varmeðalstofnenda Félags slökkviliðsmanna og í fyrstu stjórn þess. Þegar Kristinn varð fastur starfsmaður hjá bæj- arsímanum gerðist hann meðlim- ur í Félagi ísl, símamanna og átti síðar sæti í stjórn þess um skeið og var auk þess oft kjörinn full- trúi á landsfundi þess. í Árnes- ingafélaginu tók Kristinn einnig virkan þátt. Eitt hið bezta einkenni Krist- ins heitins var glaðværðin og léttlyndið, er ávallt fylgdi hon- um. Var oft gaman að hlusta á hann segja sögur úr héraði sínu af ýmsum skrýtnum körlum, er j GRIMSSTODUM, 3. febrúar. — Síðastliðinn janúarmánuður er að öllum líkindum sá kaldasti sem hér hefur komið síðan 1918. Snjór var þó ekki tiltakanlega mikill, en vegir urðu samt ófær- ir bílum um nokkurn tíma. Það dró nokkuð úr áhrifum kuldans að stillur voru miklar og stafa- logn, stundum marga daga í röð, eitt sinn t. d. 9 daga samfleytt. Athyglisvert var það, hvað frost- ið reyndist minna, þegar logn var, á stöðum sem lágu hátt, heldur en niðri í lægðum. Það kom í ljós, að þegar hitamælir- inn sýndi -±- 27 gráður þar sem hann er venjulega, sýndi hann -f- 30 gráðu frost, þegar hann var fluttur niður í dæld skammt frá sem lá um 7 metrum neðar. Það kom líka í ljós, að frost mældist venjulega mest á þeim bæjum, sem lægst standa í sveitinni. Veiði hefur verið ágæt í Mý- vatni, eftir að friðunartíminn var útrunninn. Hefur verið mokafli í net, og einnig veiðzt ágætlega á dorg. Það er mjög sjaldgæft að dorgveiði sé mikil á þessum tíma. Venjulega er það ekki fyrr en kemur fram í marzlok og apríl að þannig veiðist svo nokkru nemi. Þrátt fyrir mikil frost, er ísinn á Mývatni mjög þunnur. Veldur þar mestu um að ís kom óvenju- seint á vatnið (það var um 5. des.) og að fljótlega kom snjór á ísinn og hefur legið á honum fram að þessu og hlift honum fyrir frostinu. ísinn er þó svo traustur að farið er um hana á jeppum og dráttarvélum. Um mánaðamótin jan. og febr. skipti um tíðarfarið. Nú eru góð- ar hlákur og snjórinn minnkar ört. Lítið varð vart við rjúpur, helzt lítilsháttar meðan snjórinn var mestur. Einnig hefur minna orð- ið vart við refi, en venjuiegt er. aðeins þrír refir hafa verið skotn- ir hér í vetur. Öðru hverju verður vart við minkaslóðir, en enginn minkur hefur náðst nú lengi. Álitið er að slóð eftir mink hafi sézt í Hólmatungum, sem eru vestan. við Jökulsá á Fjöllum, alllangt norðan við Dettifoss. Lítur út fyrir að þessi vágestur haldi áfram að loggja landið undir sig. —Jóhannes. erlausnin VIKURFÉLAGIÐ, Kona óskast til eldhússtarfa, vaktavinna. Miatbaríni? ^ækjargötu 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.