Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 6
MORCUWBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. febr. 1959 | Af sjónarhóli sveitamanns i NÚ ætla ég að segja ykkur sögu, lesendur góðir. Það er saga, sem hefur gerzt alveg nýlega — sönn saga — falleg saga. — Síðan um áramót hefur verið læknislaust hér í sveitinni, þvi að það er nú svo með okkar vel menntuðu lækna, að allfjölmennur hópur úr þeirri stétt, hefur kosið að starfa í öðrum löndum, en ekki' hjá sinni eigin þjóð. Meðal annars þess vegna vantar víða lækna í hinum fámennari og afskekktari byggð- arlögum. Þetta er eitt af mestu vandamálum dreifbýlisins, og þess ber að geta, að satt að segja hefur ríkisvaldið einskis látið ófreistað í því að ráða hér bót á. En hér við ramman reip að draga, þar sem er fámenni og einangrun afskekktra byggðar- laga, þar sem fólkinu fer sífækk- andi og takmörkuð verkefni fyr- ir unga, dugmikla og vel mennt- aða lækna. Þeir vilja hafa verk- eða síðar koma okkur sjálfum í koll og þær eru raunar farnar að gera það. Ég er nú alveg viss um það, að hagur okkar í efnahagsmál urn væri nú allur annar og betri hefðu kröfurnar og kröfuþingin gert samþykktir um það, að vera ekki með hærri kröfur en fram- leiðslugeta þjóðarinnar leyfir á hverjum tíma, hefðu þessu vold- ugu samtök skorað á meðlimi sína að vinna vel, sýna sparnað og hóf semi, svo að fjárfesting (og jafn- vel dagleg eyðsla) þyrfti ekki að byggjast á lántökum og gjafa- fé. — Ja, hefði þá ekki verið eitthvað bjartara um að litast í efnahagslífi landsmanna í dag, en raun ber vitni. Þeir, sem muna tímabilið frá aldamótum og fram undir fyrri heimsstyrjöld, virðast vera sam- mála um það, að þetta tímabil sé eitt hið glæsilegasta og gifturík- I flestum læknishéruðum eru nú nýleg, rúmgóð hús. En sums staðar standa þau auð. efni til að nota kunnáttu sína og starfskrafta. Þau verkefni eru alla jafna lítil í mjög fámenn- um læknishéruðum. Þetta er ein af aðalástæðunum fyrir læknis- leysinu í dreifbýlinu. En sagan? Já, sagan. Ekki ætl- aði ég nú að gleyma henni. Fyrir nokkrum árum var hér læknir, sem nú er starfandi við heilsu- hæli á Suðurlandi. Rétt fyrir þorrann var hann á ferð í Reykja vík, og þá barst það í tal við þingmann kjördæmisins, að nú væru íbúar hans gamla læknis- héraðs illa settir sakir læknis- leysis. Læknirinn átti nokkuð eft- ir af sumarleyfi sínu. Hann hafði ekki tekið það allt sl. sumar. Og nú ákvað hann að verja þessum fritíma sínum á fornum stöðv- um og hjálpa fólkinu þar í lækn- isleysir.u. Hann tók sér sui~iarfrí á þorranum dvaldi hér í tæpan háfan mánuð og veitti fólkinu alla umbeðna læknishjálp án þess að fá nokkuð af þeim ríflegu em- bættislaunum, sem ríkið greiðir starfandi héraðslæknum. Ef til vill finnst þér, lesandi góður, að þetta sé ekki þess vert að í frásögur sé færandi. En ég er þar á öðru máli. Þetta er eitt dæmi um þjónustu í þágu al- mennings, þar sem ekki er spurt um laun eða borgun, þar sem ekki er verið að gera kröfu til ann- arra, heldur til sjálfs sín, þar sem sjónarmiðið er fyrst og fremst þetta: að nota menntun sína og hæfileika til að verða öðrum að liði og bæta úr brýnustu þörfum samferða.mannanna. Þetta sjónarmið er því miður ekki nærri nógu algengt í okk- ar þjóðfélagi. Við sjáum þetta bezt á öllum samþykktum fé- lagsfundanna og landsþinganna. Byrja þær ekki flestar eitthvað á þessa leið: „Fundurinn krefst . ." „Þingið gerir þá ófrávíkjanlegu kröfu" o. s. frv.-------En það er einmitt þessi kröfupólitík, sem er | að koma okkur öllum á kaldan klaka, efnahagslega séð, einnig þeim, sem fengið hafa allar sín- ar „kröfur" uppfylltar. Allar þessar „kröfur" — bæði uppfyllt- ar og óuppfylltar — munu fyrr asta í allri okkar sögu. Þjóðin var í djarfri sókn á andlegu og efnalegu sviði. Hún gladdist yfir því, að finna fjötrana rakna og hún vissi að frelsið var henni dýr mætt tækifæri til að notfæra sér gæði landsins og skapa sér með þeim vaxandi velmegun. — En var það ekki líka eitt af því, sem einkenndi fólkið þá, kynslóðina, sem byrjaði þessa miklu framfara öld — að það gerði kröfu til sjálfs sín en ekki til annarra, vissi að það varð að gæta hófs og viðhafa sparsemi, en mátti hvorki lifa á lánum né eyða um efni fram. — Einu sinni var roskinn maður að bera saman aldamótakynslóðina og þá kynslóð, sem nú er ung í landinu, og hann sagði:„Þáspurði unga fólkið: Hvað get ég geit fyrir ísland? En nú spyr það miklu fremur þessarar spurning- ar: Hvað getur það gert fyrir mig?". Skákmót Haf nar- fjarðar hafið HAFNARFIRÐI. — Skákmót Hafnarfjarðar hófst hér á sunnu- daginn og er teflt í skólastofum Iðrvskólans. í meistaraflokki eru 10 þátttakendur og er það með fleira móti. í fyrsta flokki eru 4 þátttakendur og þar er tvöföld umferð. Teflt verður framvegis á sunnudögum kl. 2 og miðviku- dagskvöldum kl. 8. — f fyrstu umferð vann Sigurgeir Gíslason Kristján Finnbjörnsson, Jón Krist jánsson vann Hauk Sveinsson, Ólafur Stephensen vann Skúla Thorarensen, Stígur Herlufsen vann Ólaf Sigurðsson og Þórir Sæmundsson vann Hjört Guftn- arsson. — G.E. Hrafinstubúar MARGT ágsetisfólk hefir heim- sótt Hrafnistubúa á nýliðnu ári og verið kærkomnir gestir. Messur hafa flutt ýmsir prestar úr Reykjavík og nágrenni, en sjálfa jólamessuna flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Við þessar guðsþjónustur hefir margt fólk aðstoðað við söng og undir- spil. Þá skemmtu gamla fólkinu þeir listamennirnir Gestur Þorgríms- son og Haraldur Adolfsson um hátiðarnar og nú eftir áramótin heimsótti okkur ungur maður, Jóhannes Benjamínsson að nafni, sem þreytti þá fornu íþrótt að kveða límur, en þær vekja gaml- ar minningar nú orðið hjá þeim sem undu löngum á vökunni í gamla daga við slíka skemmtun. Hrafnistubúar þakka þessum og öllum þeim mörgu sem á einn eða annan hátt hafa sýnt við- leitni til að gleðja þá eða stytta þeim stundir. Samyrkjubúskapur í litlum mœli í Júgóslavíu — sagði sendiherra þeirra hér á blaða- mannafundi í gœr VLADIMIR Rolovic, hinn ný- skipaði sendiherra Júgóslavíu á íslandi, er staddur hér um þess- ar mundir. Hann hefur aðsetur sitt í Osló, því að hann er jafn- framt sendiherra lands síns í Nor- egi — og hefur gegnt þeim störf- um síðan 1955. Rolovic afhenti forseta fslands embættisbréf sitt hinn 11. þ.m. — og boðaði blaðamenn til fundar við sig í gær. Rolovic kvaðst ungur hafa gengið í flokk skæruliða í heima- landinu, barðist með þeim frá upphafi í heimsstyrjöldinni og er nú herhöfðingi í varnarliðinu. Blaðamenn beindu að sendi- herranum ýmsum spurningum varðandi land og þjóð hans. Ekki kvaðst hann vita gerla al menn viðbrögð Júgóslava við þeirri ákvörðun Ráðstjórnarleið toganna að bjóða ekki fulltrúa júgóslavneska kommúnistaflokks ins til 21. flokksþingsins í Kreml á dögunum — þar eð hann hefði ekki komið heim um skeið, en hins vegar lagði hann áherzlu á það, að ríkisstjórn Júgóslavíu vildi friðsamleg samskipti við allar þjóðir á grunvelli jafnrétt- is og gagnkvæmar virðingar. Því næst var hann spurður um meginverkefni júgóslavnesku stjórnarinaar í uppbyggingar- starfinu. Kvað hann landbúnað- inn t.d. einn meginþáttinn. Að- spurður kvað hann samyrkjubú- skapinn lítt starfræktan í Júgó- slavíu. Aðeins um 10—20% bændabýla væru rekin með sam- yrkjufyrirkomulaginu. Heppi- legra hefðu talizt önnur sam- vinnuform — svo sem um jarð- vínnsluverkfæri, því að það væri reynzla Júgóslava, að með því að leyfa bændunum sem einstakling um að yrkja land sitt eða hluta af því á eigin spýtur yrði fram- leiðslan meiri og gæði hennar einnig að sama skapi. Þetta fyrir komulag þjónaði þess vegna bæði hagsmunum ríkisins og ein- staklinganna. Var sendiherrann því næst beðinn að fræða blaðamenn eitt- hvað um mál Djilasar — og kvaðst hann koma að því síðar. Hélt Rolovic svo áfram umræð- skriíar daglega h'fina j um um ástandið, uppbygginguna og starf kommúnistaflokksins í Júgóslavíu. Sagði m.a., að meiri- hluti almennings hefði staðið með „Þjóðfrelsishreyfingunni" þegar hún steypti stjórninni af Vörurnar hefðu hækkað. VELVAKANDI hefur orðið þess var, að enn gera allir sér ekki grein fyrir því, á hverju verðlækkununum, sem nú er ver- ið að framkvæma, byggjast, hvaða vörur koma til með að lækka mest, hverjar minnst o. s. frv. Eitt er það m. a., sem fólk virð- ist ekki gera sér fyllilega Ijóst og það er, að ekki var aðeins ver- ið að reyna að lækka hinar ýmsu vörur, heldur jafnframt að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar hækk nar. Um þetta sagði Jónas Haralz ráðuneytisstjóri í viðskiptamála- ráðuneytinu í greinargóðum fráttaauka um þetta efni í síð- ustu viku: „Verðgæzlan hafði ekki leyft hækkanir á vöruverði eða á álagn ingu vegna þeirrar kauphækk- unar, um 9%, sem átti sér stað 1. desember sl. þegar kaup- greiðsluvísitalan hækkaði úr 185 stigum í 202 stig. Það segir sig sjálft, að ekki var hægt nema um skamma hríð að halda jafnmikl- um launahækkunum utan við verðlagið og að miklar verð- hækkanir hefðu verið framund- an, ef laun hefðu ekki verið færð niður". Innlendur kostnaður lækkar — erlendur ekki. LAUNAGREIÐSLUR voru orðið miðaðar við 202 vísitölustig, áður en niðurfærsla verðlags og launa fór fram, en eru nú mið- aðar við 175 visitölustig og verð- lækkunin hlaut líka yfirleitt að miðast við það og lækka úr 185 í 175 stig. — Varðandi þetta segir ráðuney tisstj órinn: „Verðlækkunin gat ekki orðið eins mikil og þessi kauplækkun, vegna þess að í verði sérhverrar vöru og þjónustu eru innfaldir kostnaðarliðir, sem laun og hagn- aður hafa lítil eða engin áhrif á. Sá þýðingarmesti þessara liða er erlendur kostnaður, innkaups- verð vöru erlendis og erlendur hluti flutningskostnaðar . . . ". Og seinna í greinargerðinni stend ur: „Hversu mikil lækkunin yrði hlaut að fara eftr, hversu mikils launakostnaður og hagnaðar gætti í verðinu og hversu lítils erlends kostnaðar og þess inn- lends kostnaðar, sem ákvarðast af launum". Og að lokum dregur ráðuneyt- isstjórinn sama í stuttu máli að- alatriðin í því, sem hann hafði sagt: 1. Verðlækkanirnar, sem leiða af lögunum um niðurfærslu verð lags og launa, eru 5% fyrir inn- lenda þjónustu, frá 3—4% fyrir vörur, sem framleiddar eru inn- anlands, og frá 1M>— 2% fyrir erlendar vörur. 2. Þessar lækkanir eru minni en sú lækkun launakostnaðar um 5,4% sem áðurnefnd lög fólu í sér, vegna þess hverja þýðingu í verði vöru og þjónustu erlendur kostnaður hefur og sá innlendur, sem ekki breytist beinlínis með launum". Örðugleikar og tækni. „Fáfróður" skrifar: ÞÚ ræðir almenningssíma í dálki þínum í dag og skýrir frá því, að símayfirvöldin hafi borið við tæknilegum erfiðleik- um á því að koma þeim upp. Ég minnist þess einnig að hafa séð það í blöðum að tæknilegir erf- iðleikar væru á því, að slökkvi- liðið og lögreglan fengju sérstæð símanúmer, eins og t. d. 02, 03 eða 04, sem allir geta munað án þess að fletta upp í símaskrá og skapa því ómetanlegt öryggi. — Með öðrum þjóðum virðist hafa verið framkvæmanlegt að leysa þessa tæknilegu örðugleika og mér er nú spurn: Er hér um að ræða tæknilega örðugleika á framkvæmd eða örðugleika á tækni þeirra, sem eiga að fram- kvæma? Vladimir Rolovic. stóli — og ástæðan hefði m.a. ver ið sú, að fólkinu hefði fallið vel það sem kommúnistar sögðu, þeir hefðu sagt sannleikann. Að- spurður um það, hvort meirihluti almennings væri svo ánægður með það, «em kommúnistar hefðu gert — og efnt, svaraði hann því til, að hann vildi ekkert segja um það. Hægast væri að spyrja þjóðina sjálfa að því. Lét han þess þá getið, að í dag (þriðjudag) flytti han fyrirlest- ur í 1. kennslustofu Háskólans kl. 17,45 um utanríkismálastefnu Júgólslavíu. Að svo búnu kvaðst hann verða að slíta fundinum — og ekki hafa tíma til að ræða mál- efni Djilasar. Hægriflokkur bannaður í Frakklandi PARfS, 13. febrúar. (Reuter). — Yfirvöldin í Frakklandi hafa bannað þjóðernissinnaflokknum, sem er hægrisinnaður öfgaflokk- ur og var stofnaður fyrir einni viku. Lögreglan í París réðst þeg ar inn í skrifstofu fokksins, gerði húsrannsókn og handtók forustu- menn flokksins. Ákvörðunin um BS banna flokk inn var tekin á stjórnarfundi, sem de Gaulle var viðstaddur. — Var ákvörðuninni haldið leyndri þar til lögreglumenn höfðu hand tekið 7 helztu leiðtoga flokksins, þeirra á meðal bræðurna Pierre og Jaques Sidos, en húsrannsókn var einnig gerð á heimilum þeirra. Lögreglustjórnin tilkynnir að handtökur og húsrannsóknir þessar hafi verið gerðar með heimild í hegningarlögunum, senj fjallar um aðgerðir gegn félags- samtökum, sem eru hættuleg ör- yggi landsins. Mikið af skjólum var tekið í rannsókn þessari og 20 unglingar sem voru saman komnir í bækistöðvum flokksins voru yfirheyrðir, en sleppt að pví búnu. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.