Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 12
12 MORGllTSni 4Ð1Ð Miðvikudagur 17. febr 1959 Dr. Benjamln Eiríksson: Hitaveita og hitamiðstöð JÓHANNES Zoega, verkfræðing- ur, formaður Hitaveitunefndar Reykjavikur hefir skrifað grein í Morgunblaðið um hitaveitumáli", hsnn 13. þ.m. Vitnar hann í grein mína um sama efni, sem birtist í Morgunblaðinu 20. f.m. Mér virðist sem við munum sammála um sumt, en Jóhannes virðist álíta að við séum ekki sammála um þýðingarmikil atriði, og held ég að það sé rétt. Auk þess þyk- ir mér leitt að hann gengur fram- hjá veigamiklum efnisatriðum hjá mér. Hitaveita, með nógu stórri toppstöð, eða hitamiðstöð sem nægir „meirihluta ársins — — það heita vatn, sem náttúran nú lætur í té" (eins og ég komst að orði í grein minni), myndu leysa að fullu hitunarmál Reyk- vikinga í dag, hvort þessara fyr- irtækja sem væri. En fullgerð eru þessi fyrirtæki eitt og sama fyrirtækið. Ástæðan til þess að ég greindi á milli þeirra í skrif- um mínum var einkum sú, að ég vildi með því gera sem skýr- astan muninn á tveimur hug- myndum (conception). Og það hefir mikla þýðingu hvernig menn sjá hlutina, eins og marg- oft sést þegar til framkvæmd- anna kemur. í grein minni tók ég skýrt íram, að hitamiðstöðin myndi nota hið heita vatn náttúrunnar — laugavatnið. „Sumt af þessu vatni (hennar) myndi vera Það heita vatn, sem náttúran nú læt- ur í té. Já, í rauninni myndi það nægja meirihluta ársins". Er ekki ljóst, að það mætti segja, að með þessum orðum væri eins verið að lýsa hitaveitu með nógu stórri toppstöð? Jóhannes Zoega segir að hjá mér sé villa í samanburðinum milli hinna tveggja hugmynda, að ég byggi á því, að Reykjavík eigi ekki kost meiri jarðhita en þess, sem hitaveitan dreifi nú. Þetta er ekki rétt með farið. Ég tók skýrt fram, að það væri fjár- hagsatriði hverju sinni hve langt ætti að ganga í því að afla og byggja á laugavatninu, Og þrátt fyrir ásökun um villu hjá mér, verður ekki séð annað en að hann gangi inn á þessa röksemd mína, með eftirfarandi orðum: „Ekki er um það deilt, að oft- ast er hagkvæmt að nota elds- neytiskyndingu sem toppstóð til aðstoðar hitaveitu í kuldaköst- um. Það er ýmsum atriðum háð, hve stór sú toppstöð á að vera, til þess að rekstur hitaveitunnar verði sem hagkvæmastur. Helzt þeirra eru virkjunar- og aðveitu kostnaður jarðhitans annars veg- ar og kostnaður kyndistöðvar og eldsneytis hins vegar. Hafa verður hugfast, að enga nauðsyn ber til að nýta virkjaðan jarð- hita allan, og jafnvel er ekki alltaf sjálfsagt mál að nota kynd ingu sem toppstöð. Eins og aðstæður og verðlag er hér, má telja sennilegt, að hagkvæmt afl toppstöðvar sé um % af virkjuðum jarðhita. Slíka toppstöð þarf að jafnaði ekki að nota nema nokkra daga á ári". Um þetta mikilvæga höfuðat- riði erum við því alveg sammála. Jóhannes Zoega gengur meira að segja svo langt að nefna töluna: einn þriðji af virkjuðum jarð- hita. Er þá rétt að kalla þessa röksemd vafasama forsendu, sem geri að ég fari með „villu"? Þótt ég álíti að ekki myndi rétt að byggja lausn hitunar- mála Reykvíkinga á skoðuninhi um nægilega mikið heitt vatn í nágrenninu, þá vil ég ekki bera á móti því að það sé hugsanlegt að laugavatn kynni að fást, sem nægði um tíma. Ég tel mig hafa fullgild rök fyrir því áliti. En þau eru, að hefði i upphafi verið miðað við hitamiðstöð, þ.e. topp- stöð verið byggð og svo aukin eftir þörfum, þá væri mann- virkið í dag — rúmum 15 árum frá byrjun hitaveitunnar — sem næst afskrifað. Jóhannes Zoega setur upp reikningsdæmi um hitaveitu úr Krísuvik annars vegar og hita- miðstöð fyrir þá, sem búa utan núverandi hitaveitusvæðis, hins vegar. Þar talar hann um íbúa- tölu Reykjavíkur, utan núver- andi hitaveitusvæðis, eftir 10—20 ár, sem 60.000 manns. Samanburður hans er. ekki sams konar samanburður og ég gerði. Hitamiðstöðin, sem hann er með, á ekki að byggjast á notk un laugavatns. Ástandið yrði samkvæmt samanburðinum þann ig, að laugavatnið rynni til sjáv- ar á núverandi hitaveitusvæði talsverðan hluta ársins. Á sama tíma væri verið að hita vatn með olíu í hitamiðstöðinni fyrir þessa 60.000 íbúa á nýja svæðinu. Svona reikingum á ekki að vera að blanda inn í umræður um raunhæfar úrlausnir. Og í grein minni gerði ég ráð fyrir að hita- miðstöðin notaði laugavatnið, hefur 5 nýf a kogti! Freyðir svo fljótt — fitan hverfur samstundis • likast gerningum. Inniheldur gerlaeyði — drepur ósýnilegar sóttkveikjur. * Inniheldur bleígiefni, blettir hverfa gersamlega * * sem myndi nægja henni meiri- hluta ársins, eins og ég hefi þeg- ar minnst á. Þótt útreikningurinn fjalli því ekki um leiðir, sem í dag séu raunhæfar, má samt benda á þá staðreynd, að þessi hitamiðstöð, sem Jóhannes er með, myndi veita þeim Reykvíkingum, sem ekki njóta hitaveitunnar, ódýrari hita en þeir hafa nú. En það má ekki rugla henni saman við þá hitamiðstöð, sem ég var að skrifa um. Það er staðreynd að hluti þess fólks, sem býr á hitaveitusvæð- inu, er án hita allt að 10—12 stundir á dag einmitt þegar kald- ast er. Að minni skoðun stafar þetta af því, að toppstöðvarmál- inu hefir ekki verið nægilega sinnt, og ég líeld því fram, að , það sé vegna þess hvernig ráða- menn hitaveitunnar hugsa sér hana sem hitaveitu en ekki hita- miðstöð. Enn í dag — meir en 15 árum eftir að hitaveitan hóf starfsemi sína — á hún enga toppstöð. Þó segir formaður Hitaveitunefndar að miðað við „verðlag og aðstæður hér" þurfi toppstöðin sennilega að vera sem nemur V3 af virkjuðum jarð- hita. En fullnægjandi toppstöð er ókomin: Rafmagnstoppstöðin við Elliðaárnar tilheyrir raf- magnskerfinu, og mun framleiða aðeins 50 l.sek. Og það leið ára- tugur frá því hún var byggð þangað til stjórn hitaveitunnar fór að nota hana sem toppstöð (svo ófullnægjandi sem hún enn er til þess hlutverks). Jóhannes Zoega segir að þetta mál hafi þegar verið leyst með stækkun eimstöðvarinnar við Elliðaárnar. Þetta er heldur mikið sagt, en góðar fréttir samt. Verkinu er ekki lokið. Það sem ég samt óttast er, að ráði óbreytt ur hugsunarháttur í hitaveitu- málunum, þá stefni fljótt aftur að sama ástandi og nú. Og hvað um þann helming Reykvíkinga, sem ekki hafa neina hitaveitu, Hafnfirðinga og íbúa Kópavogs? Reikningsdæmi Jóhannesar miðast við ástandið eftir 10—20 ár. Það fer sjálfsagt kuldahrollur um fleiri en mig við að sjá þessa tölu. En von- andi er talað hér í líkingum. Jóhannes telur að „aðalatrið- ið" sé lausn hitunarmálsins fyrir þá, sem búa utan hitaveitusvæð- isins og þá sem ekki hafi ennþá byggt sín hús. Hér eru tekin löng skref og karlmannleg. En mér er ekki grunlaust að með þessu sé hann að leggja inn á hlíðarbraut. Fyrst og fremst er ég ekki þeirrar skoðunar að út- færsla hitaveitunnar sé aðalat- riðið þótt hún sé stærsta vanda- málið. Það mál, sem mest er að- kallandi er að gera hitaveituna að hitamiðstöð og leggja svo nið- ur einkatoppstóðvarnar. Þetta er aðalatriðið að mínu áliti. Meðan jafnmikið vantar á að hitaveit- an sé viðunandi og raun ber vitni, á ekki að færa hana út. Ég hef áður skýrt afstöðu mína til notkunar laugavatnsins. Ég er því sammála Jóhannesi um notkun laugavatnsins til þess að færa út hitaveituna — hita- miðstöðina — hvort sem það yrði sótt til Krísuvíkur, eins og hann talar um, eða annað. Mýkra, fínna duft, með inndælum, ferskum ilm, svo mjúkt, að það getur ekki rispað. Nýr, gljáandi staudur, svo að birtir í eldhúsinu. En göngum nú út frá hans eig- in útreikningum, að öðru leyti en því, að sökum þess hve hita- veitan er nú ófullnægjandi fyrir þá, sem hana hafa, þá áætla ég toppstöð fyrir Vz toppálagsins. Hitaveitan hefur nú um 350 sek- úndulítra vatns. Gerum ráð fyr- ir að mesta notkun sé 500 l.sek. Toppstöðin fyrir núverandi hita- veitu ætti því að vera kringum 170 l.sek. Hann talár um hita- veitu fyrir 60.000 íbúa til við- bótar (eftir 10—20 ár). Toppstöð- in fyrir þá yrði aldrei undir 250 l.sek. Bætum svo Hafnar- firði og Kópavogi við. Þar myndi þurfa að gera ráð fyrir toppá- lagi að einum þriðja. Þegar hér yrði komið sögu þyrfti hin sameiginlega toppstöð alls kerfisins að vera kringum 500 l.sek., eða stærri en öll hita- veitan í dag. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ástæða sé að bíða með þessa framkvæmd, toppstöðina, í 10—20 ár, eða eftir Krísuvíkur- veitunni. Það er í þessu máli, sem mig grunar að kunni að bera á milli hjá okkur. Ef ég skil grein Jóhannesar Zoega rétt, þá myndi hann hugsa sér Krísuvík- urveituna næst — og á henni hlýtur allra hluta vegna að verða okkur bið. Hann talar um 10—20 ár. Ég gæti hins vegar hugsað mér skrefin þannig: 1) Mikil stækkun toppstöðvar- innar, talsvert fram yfir það sem nægja myndi til þess að leysa svo vel vandamálið fyrir þá, sem nú hafa hitaveitu, að þeim væri óhætt að leggja alveg niður kyndingu með olíu; 2) áfram- haldandi útfærsla hitaveitunnar, miðað við óbreytt magn lauga- vatnsins, en aðeins ef stækkun toppstöðvarinnar fer á undan. (f rauninni fer magn laugavatnsins vaxandi). Jafnframt tel ég sjálf- sagt að aflað sé meira laugavatns með borunum, eins og nú er gert. Það á aðeins ekki að miða fram- kvæmdir á sviði hitunarmálanna við þá hugmynd, að með þessari aðferð verði vandinn leystur. Hve mikið ber á milli í skoð- unum, og hvað sá skoðanamunur þýðir í framkvæmd, myndi siást af því hvernig við svörum eftir- farandi spurningum: ' 1) Á að miða framkvæmdir í hitunarmálunum við það, að menn haldi við einkamiðstöðvum sínum? 2) Og á að miða við það, að menn haldi áfram að setja niður kyndingartæki í ný hús í Reykja vík (fyrir 15—20 milljónir króna árlega)? Hér er prófsteinninn. Ég hefi fyrir mitt leyti þegar svarað þessum spurningum. Talsvert er rætt um nýtingu jarðhita til framleiðslu á vöru til útflutnings. Mér v;"ðist slíkar umræður ekki fyllilega raunhæf ar meðan ófullnægt er stórum markaði innanlands fyrir þjón- ustu jarðhitans, og það á verði, sem myndi vera að mun hærra en svaraði til verðs á þeim vör- um, sem rætt hefir verið um að flytja út. Slík nýting jarðhitans fyrir innlendan markað — upp- hitun húsa, þvottavatn o. s. frv. myndi spara dýrari innflutta vöru, þar sem olían er. Sœmileg rœkguveiúi i janúarmánuði t ésoiust crð eyba fitu og blettum! 4»-v sza/ic-s44s-so BÍLDUDALUR, 12. febr. — Rækjuveiðin hefur verið sæmi- leg hér að undanförnu. Tveir bát ar veiða rækju og var afli þeirra í janúarmánuði 1771 kg. hjá Mb. Hinrik og 1095 kg. hjá Mb. Frigg, miðað við skelfletta rækju. Rækj an hefur verið unnin fyrir Eng- landsmarkað, soðin niður í 65 gr. dósir og hraðfryst í 4 lbs. öskjum. Bátarnir hafa ekki getað róið undanfarna daga, og er því núna unnið í Matvælaiðjunni við að steikja og sjóða niður kjöt fyrir innlendan markað. Nokkur skip haf a komið hér ný lega og tekið unnar fiskafurðir. Selfoss var hér 29. janúar og tók 1813 kassa af hraðfrystum fiski úr Hraðfrystihúsinu. Drangajökull kom 31 janúar og tók 359 kassa af hraðfrystum fiski og 611 kassa af hraðfrystri rækju. Vatna- jökull tók 1670 kassa af hrað- frystum fiski 8. þ.m. og Hekla 400 kassa af niðursoðinni rækju 4. febr. Næstkomandi laugardag verð- ur sólarkaffi hér á Bildudal, og sér kvenfélagið Framsókn um það. — Hannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.