Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. fehr 1959 MORCVNn LÁÐIÐ AKUREYRARBRÉF Málefnainnlegg Hetjólfs kjördæmamálio i HERJOLFUR sá, er heitinn er er eftir fyrsta bóndanum er felldi úr hor á íslandi, og ritar svart- leiðara Dags, sendir mér vingjarn lega kveðju í Degi 11. febrúar: Á þetta að vera svar við Akur- eyrarbréfi, þar sem ég m. a. ræði kjördæmamálið. Til þess að sýna hve innlegg Herjólfs í kjördæma málið er kjarnort og rökfast, birti ég hér meginhluta síðustu grein- ar horfellisbóndans í Degi. Málefnainnleggið hljóðar svo: „Kunnir eru nokkrir ættflokk- ar steinaldarmanna í heimi okk- ar í dag, og geymast þeir eins og gamlar leifar annars löngu liðins tíma í sögu mannkynsins. Þegar ég las „Akureyrarbréf" Morgunblaðsins fyrir einni viku, datt mér í hug, að bréfið væri skrifað af steinaldarmanni, sem Bjarni aðalritstjóri hefði kennt stafrófið í því skyni að gera á honum mannfræðilegar athugan- ir sér til gamans,vita, hve mik- ið væri hægt að „manna" einn einstakling af frumstæðasta ætt- bálki þeirrar tegundar í dýra- ríkinu, sem kallast „homo sapiens". Ég skal viðurkenna, að þessi hugdetta mín um steinaldarmann að baki bréfaskriftum Morgun- blaðsins er aðeins einn mðgu- leiki af mQrgum um lausn þeirr- ar gátu, hver hafi párað þetta bráfkorn á ábyrgð ritstjóra Morg unblaðsins. Ég vil slá þann var- nagla, m. a. til þess að gera nú- lifandi steinaldarmönnum ekki rangt til. Það er sem sé hugsan- legt, að innan um allan þorra meðalgreindra íslendinga leynist einn og einn einstaklingur, sem svo er langt frá meðalviti, að hann jaðri . við að vera á stigi steinaldarmanns. Takmarkatil- fellin eru stundum óljós. Orðskýringar steinaldarmannsins. Steinaldargáfurnar skína í gegn þegar bréfritari er að draga álykt anir af þvi litla, sem hann veit og skilur í sambandi við nafnið „Herjólfur". Þekking bréfritara er þessi: Herjólfur hét bóndi og var á skipi með Hrafna-Flóka. Hann drap rollur úr hor, af þvi að hann sinnti ekki heyöflun. Svona einföld atriði geta stein- aldarmenn munað og haft nokk- urn veginn rétt eftir, ef það er lamið nógu oft inn í hausinn á þeim. Svo þegar Bjarni spyr stein aldarmanninn sinn: „Veiztu góð- ur, hvað Herjólfur merkir?" Þá svarar steinaldarmaðurinn á auga bragði: „I aður, sem drepur roll- ur úr hor!" Og Bjarni, sem er maður gamansamur og léttur í lund, . sennilega við og klappar honum á öxlina. Þá eru líkur til, að Bjarni segi: „Veiztu, góður, hvað Bjarni merkir?" Þá mun steinaldarmaðurinn svara: „Góður maður, sem á að ráða öllu í landinu!" Ályktunarhæfi- leiki af þessari gráðu er sann- arlega að skapi Bjarna, og hann dillar þessu mannfræðilega til- raunadýri sínu og gerir á þvi fleiri skemmtilegar tilraunir, eins og þegar verið er að stagla einm og einni setningu í kráku eða páfagauk. Það er ef til vill fyrirgefanlegt, þótt steinaldarmaður Morgun- blaðsins sé linur í etýmólógí- unni, eins og ég hef sýnt fram á". í þessum dúr er greinin í heild, sem spannar yfir þrjá dálka í Degi. Ekkert " .r . etýmólógíunnl. Hér geta menn séð að Herjólf- ur, sem jafnaðarlega er nú nefnd ur Horjólfur nyrðra hér, er ekk- ert „linur í etýmólógíunni", þeg- ar kjördæmamálið er annars veg- ar. Annars er það um kjördæma- málið að segja, að umræðurnar um það hafa skýrt mjög fyrir almenninji, hve málflutningur Framsóknarmanna er fráleitur, og er nú svo komið, að leiðara- höfundar Framsóknarblaðanna eru þurrausnir, enda ekki leng- ur hægt að vitna í ræður for- ingja þeirra, þar sem þegar hefir verið margprentað það, sem þeir hafa um málið sagt. Það má því segja að málflutn- ingur Framsóknarmanna sér hor fallinn að fullu, að minnsta kosti hjarir ekki lengur einn gemling- ur hjá Herjólfi, og þykir í fyrra lagi að vera búinn að fela allt á miðþorra. —vig. Frá Lundúnum The Inn of the Sixth Happiness, er kannski sú mest umtalaða og dýrasta kvikmynd, sem 20th Century Fox hefur gert um margra ára skeið. Ingrid Berg- mann leikur aðalhlutverkið, enska trúboðakonu, Gladys Ayl- ward, sem fór til Kína til þess að hlýða köllun sinni og hjálpa öðrum. Myndin er byggð á sannri sögu þessarar alþýðukonu, sem vann svo mikið þrekvirki í starfi sínu. Einn áhrifamesti hluti myndarinnar byggist á flótta hennar með 100 börn yfir fjöll og firnindi, þegar Japanar herjuðu á landið. Ingrid leikur framúrskarandi vel. Það eina, sem skyggir á, er að hún er of lagleg og hefur út- lenzkan hreim á enskunni. Gladys Aylward var venjuleg ensk al- þýðukona, lítil fyrir mann að sjá og lenti aldrei í ástarævintýri! Ingrid er látin falla fyrir snoppu- fríðum herforingja, og brennandi ástarsenur þeirra eru án efa skrif aðar inn í leikinn fyrir róman- tíska áhorfendur. Velþekktur enskur leikari Robert Donat, leikur kínverskan mandarin, þetta var síðasta hlutverkið hans. Úr myndinni „No Trees in the Street" (British-Pathe). — Gata í fátækrahverfi Lundúna. . . NO Trees in the Street, Associáted-British Pathe kvik- mynd, sem sýnir átakanlega fá- tækt og viljaleysi í fátækrahverf- um úthverfa Lúndúnaborgar. Myndin er laglega meðfarin og sýnir daglegt líf í fátæklegri götu, fjallar mestmegnis um veikgeðja ungling, sem getur ekki varizt fátæktinni, freistingum til þjófnaðar og ill- verká, sem endar með morðum. Inn í þettá líf er vafin dóttirin, sem hefur hið góða frjókorn í sér, vill vel, er falleg og góð en fellur um stundarsakir fyrir peningum og girndum efnaðs sakamanns. Sylvia Syms, Herbert Lom, Roland Howard og Stanley Holloway leika aðalhlutverkin. lokið við hlutverkið, eftir lang- varandi .ukdóm (brjóstveiki). Robert var vel _átinn og afar góður leikari. Þessi kvikmynd er í fallegum litum og vel gerð. Hún hefur kínverskan blæ yfir sér, þótt hún hafi með öllu verið kvikmynduð í Wales og heil kínversk þorp byggð þar, sem landslaginu svipar til Kína. Houseb -t, — Paramount- kvikmynd í litum. Aðalleikarar Cary Grant og Sophia Loren. Prýðilega skemmtileg mynd og vel með farin. Gary Grant, sem upp á síðkastið leikur aðlaðandi eldri menn, verður ekkjumaður og um léið faðir og móðir 3ja barna sinna, sem hann skipti sér lítið af áður. Hjónabandið hafði ekki verið farsælt. Börnin, sem eru á aldrinum 5—13 ára, fara prýðilega með hlutverk sín. Sophia Loren, dóttir frægs hljóm- leikastjóra, er í leit að ævintýri og ræðst sem ráðskona til þeirra. Hún kann litið til húsverka en tekst þó að sameina fjölskylduna. Eftir þó nokkur óhöpp endar myndin með hamingjusömu hjónabandi. Skemmtileg og fal- Reluctant Debudante, M. G. M. kvikmynd leikin af þeim hjón- um, Rex Harrison og Kay Kend- all. Létt og fjörug mynd, sem ristir ekki djúpt. Rex Harrison á dóttur frá fyrra hjónabandi i Ameríku, og þegar hún kemur heim, vill stjúpmóðirin (Kay Kendall) gera henn' allt til geðs, meðal annars reyna að útvega henni ákjósanlegan eiginmann, á enskan aðalshátt! Sá háttur er, að dætur heldri manna, halda stóra dansleiki (á kostnað foreldranna auðvitað!) og bjóða ákjósanleg- um, ríkum ungum mönnum, með hjónaband í huga. Sumir þessara ríku manna eru hreint ekki skemmtilegir, eins og myndin ber með sér, og fátækur trumbuleik- ari vinnur hjarta ungu stúlkunn- ar, en allt endar vel á endanum, þar sem hann er arfleiddur af miklum auðæfum. Rex Harrison er alltaf ánægja aó' sjá. Hann hef ur tileinkað sér góðgjarnan, hæg- iátan stíl, sem gerir hann svo ein- stæðan sem gamanleikara. Krf BERLÍN, 13. febr. (NTB). — Stú- dentar við tækniháskólann í Dres den í Austur Þýzkalandi hafa beð ið um að 9 skólabræðrum þeirra, sem nýlega voru handteknir, verði sleppt úr haldi. Öryggislög regla Austur Þýzkalands hand- tók stúdentana sem eru sakaðir um gagnbyltingarstarfsemi. Það eru samtök kommúnískra stú- denta, sem nú biðja félögum sín- um frelsis, en það eru einu sam- tökin sem leyfð eru meðal aust- ur þýzkra stúdenta. Þá óska sam- tökin þess að stúdentum við aust- ur þýzka háskóla verði tryggt málfrelsi. RáSsfefna norrœnu Sölutœknifélaganna DAGANA 25.-27. maí n.k. verð- ur haldin mikil ráðstefna í Kaup- mannahöfn að frumkvæði sam- bands norrænu sölutæknifélag- anna og verður hún hin níunda í röðinni af mótum þeim, sem fé- lögin hafa gengizt fyrir. Gert er ráð fyrir, að þing þetta muni sækja um eitt þúsund manns frá öllum Norðurlöndunum. Kjörorð ráðstefnunnar verður , að þessu sinni: NEYTANDINN þvi að hann do rett eftir að hafa leg mynd, vel þess verð að sja j-yRST OG FREMST og eefur það visbending um þau viðfangs- ..,_._.-«..—,.,,t^, ......j efnif sem einkum verður leitazt við að fjalla um á þingi þessu. Á síðustu ráðstefnu, sem haldin var í Gautaborg í ágústmánuði 1956, gerðist íslenzka sölutækni- félagið aðiU norrænu samtak- anna og sóttu nokkrir fulltrúar þess þingið, sem var hið lærdóms rikasta. Búið er nú að ákveða helztzu dagskráratriði Kaupmannahafn- arráðstefnunnar. Mótið verður sett í hljómleika- sal Tivoli 25. maí af formanni norræna sambandsins, Leif Hol- bæk Hansen. Einnig mun danski viðskiptamálaráðherrann, Kjeld Philip, flytja ávarp. Fyrstur fyrirlesara verður Sune Carlsson, háskólakennari frá Uppsölum, og verður umræðu efni hans „Neytandinn í gær, dag og á morgun". Umræður verða að loknum erindaflutningi og er gert ráð fyrir að í þeim taki þátt fulltrúar frá öllum Norðurlörrd- unum. Daginn eftir verða fjögur er- indi flutt. Olaf Henell, kennari við Sænska verzlunarháskólann í Heisingfors, talar um viðfangs- efnið „Hvað vill neytandinn og hvað fær hann"? Max Kjær-Han sen, kennari við Verzlunarhá- skólann í Kaupmannahöfn, talar um það hversu verzlunin geti komið til móts við óskir neytend- anna. Göran Tamm, fram- kvæmdastjóri í Stokkhólmi, tal- ar um hvort unnt sé að ákvarða framleiðslu og sölu á grundvelli tölulegra rannsókna, og Ejler Alkjær kennari við Verzlunar- Ingrid Bergmann sem Gladys Aylward í kvikmyndinni „Tfic Inn of the Sixili Happiness". háskólann í KaupmannahSfn, ræðir spurninguna ,.Er sala tak- mörkuð af þörfum?" Miðvikudaginn 27. maí talar Torgny Segerstedt, kennari við háskólann í Uppsölum, um sið- ferðilegt mat á nýtízku sölustarfi, Folke Kristensen, kennari við Verzlunarháskólann í Stokk- hólmi, ræðir um vandamál í sam- bandi við verzlunarsamvinnu Ev rópulandanna, og að lokum talar Leif Holbæk-Hansen um kynn- ingarstarfsemi fyrirtækja. Eins og að framan er greint, býður ráðstefnan gestum sínum að hlýða á mál þeirra manna, sem einna fróðastir eru taldir á Norð- urlöndum um mörg þau vanda- mál, sem sölumenn vöru og þjón ustu hafa við að glíma og er af þeim sökum auðsætt, að þeir muni vilja sækja mót þetta til þess að víkka sjóndeildarhring sinn og skiptast á skoðunum við norræna starfsbræður sína. En því er heldur ekki gleymt, að maðurinn lifir ekki" á einu sama brauði ¦— þótt andlegt sé, en þess vegna hefir einnig verið gert ráð fyrir að hafa uppi góða skemmtan, sem menn geti hvílzt við og endurnærzt að loknum góðum starísdegi. Borgarstjórn Kaupmannahafnar mun taka á móti gestunum í ráðhúsinu, ballet sýning verður í konunglega leik- húsinu og að lokum verður veizla mikil í Wivex. Það er sammæli allra þeirra, er sótt hafa einhver hinna 8 móta norrænu sölufélaganna, sem haldin hafa v.rið, að þar fari jafn an saman r.iikil fræðsla og góð skemmtan. Vitað er, að Dönum er það nú melnaðarmál að Kaup- mannahafn -ráðstefnan standi 'j baki, og er ekki að muni takast það. _ð fyrir, að íslenzk- umenn, sem erindi - 3urlandanna í vor, ?ð haga svo ferðum i- geti sótt ráðstefh- öðrum sízt efa að þ:' Gera mi ir kaups.' eiga til 1 muni reyr sínum, aö » nna. Stjórn E að veita ráðstefnu fr ufækni mun fús til ar upplýsingar um ¦_Sft,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.