Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Suðaustan stormur — 3ja stiga frost. 40. tbl. — Miðvikudagur 18. febrúar 1959 Sitt af hverju tagi Sjá Maðsíðu 8. Skipstjórinn lét varpa 30 kössum af smygluou áfengi i sjoinn LAQARFOSS er nýlega kominn að utan og í þessari för gerðist óvenjulegur atburður, er skip- stjórinn lét skipsmenn varpa fyr- ir borð allmiklum áfengisbirgð- um, sem smyglað hafði verið um borð í skipið. Lagarfoss kom héðan frá Ham- borg á mánudaginn. I þessari ferð skipsins var Óskar Sigur- geirsson skipstjóri, en hann er annars alla jafna fyrsti stýri- maður. Nokkru eftir að Lagar- Skcmmtifimdur FÉLAGIÐ Alliance Francaise efn ir til skemmtifundar fyrir félags- menn sína í Tjarnarkaffi á fimmtudaginn. í>ar verður m.a. til skemmtunar kvikmyndasýn- ing. Madeleine GagRaire sendi- kennari, sýnir tvær franskar kvik myndir, sem nefnaxt Pantomime og Það snjóar, sem er í litum. Þá syngur Guðmundur Jónsson ó- perusöngvari á skemmtuninni með undirleik íritz Weisshapp- els. foss hafði látið úr höfn barst Eimskipafélaginu vitneskja um það, að um 30 kössum af áfengi hafði verið smyglað um borð í Lagarfoss, er hann var í Ham- borg. Skipstjóranum var skýrt frá þessu í skeyti. Brá hann skjótt við, kallaði á skipsmenn sína og skýrði þeim frá málavöxtum. Var síðan gerð leit, er skipstjóri hafði sjálfur stjórnað, en hún bar eng- an árangur. Dr. Sigurður Sigurðsson skipaður landlœknir Á FUNDI ríkisráðs í gær stað- I yfirlæknir Heilsuverndarstöðvar festi forseti íslands skipun dr. Sigurðar Sigurðssonar, heilsu- gæzlustjóra, í landlæknisembætt- ið frá 1. janúar 1959, en Vilmund- ur Jónsson hefur samkvæmt eigin ósk fengið lausn frá embætt- inu frá þeim tíma. Dr. Sigurður Sigurðsson er fæddur 2. maí 1903 að Húnsstöð- um í A-Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdentsprófi 1923 og kandi- datsprófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1929 með 1. eink- unn. Fór hann utan til framhalds- náms og lagði stund á lyflækn- ingar sem varð sérgrein hans. Námið stundaði hann bæði í Dan- mörku og Þýzkalandi, en lauk prófi í Kaupmannahöfn 1932 og kom aftur heim tveimur árurn síðar. Sigurður starfaði svo á Land- spítalanum og varð síðar trúnaðar læknir Slysatrygginga ríkisins. Árið 1935 var hann ráðinn Berkla yfirlæknir og skipaður í starfið 1940 — og jafnframt var hann K E F L AV1 K Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Keflavík hetldur fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, mið- vikudag 18. febr. kl. 8,30. Kosnir verða fulltrúar á Landsfund Sjálf stæðisflokksins. Einnig verður rætt um flokksmál. FRÆÐSLUNAMSKEIÐINU tim atvinnu- og verkalýðsmál, sem átti að vera í kvöld, er frestað. Reykjavíkur. Sem berklayfir- læknir vann Sigurður hér stór- virki, er hann skipulagði berkla- varnir landsmanna með þeim undraverða árangri, sem alþjóð er kunnur. Dr. Sigurður starfaði í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og látið mjög til sín taka málefni Rauða krossins. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var hann á árunum 1946—58, heilsugæzlu- stjóri varð hann árið 1948 jafn- framt Berklayfirlæknisstarfínu. Hann varði doktorsritgerð sína um Berklavarnir á íslandi við Háskóla íslands árið 1952. Dr. Sig urður hefur allmikið ritað um læknisfræðileg efni. Kvæntur er hann Brynhildi Ásgeirsdóttur. Skipstjórinn kallaði þá skips- menn sína fyrir sig á ný. — Hann ítrekaði vitneskjuna um að smyglað hefði verið um borð all- miklu áfengisbirgðum og kvaðst skipstjóri nú setja 12 klukku- stunda frest, til þess að þeir er hlut ættu að máli gætu skilað smyglinu, og tiltók hann síðan stað þann í kipinu, er myglvarn- íngnum skildi skilað á. Nákvæmlega 12 klst., síðar fór skípstjórinn á vettvang á ný, fór þangað sem smyglinu skyldi skil- að, og þar var smyglið allt komið. Síðar gaf Óskar skipstjóri skips- mönnum sínum fyrirmæli, um að þessum áfengisbirgðum öllum skyldi varpað fyrir borð og var svo gert. Um daginn birti hið víðlesna norska dagblað Handels og Sjöfartstidende þessa teikningu, sem er táknrænfyrirflokksþing kommúnista austur i Kreml. Blaðið segir að fulltrúi Noregs á þinginu sé lengst til hægri. — Hvar er Kristinn Andrésson? Nylonkaðlar kubbuðust í sundúr og flugvélin sviptist á lott í DAG fara héðan nokkrir starfs menn Flugfélags íslands með strandferðaskipinu Heklu til Vest mannaeyja til þess að kanna skemmdirnar á Douglasflugvél- inni Gunnfaxa, sem stórskemmd ist í Eyjum aðfaranótt sunnu- dags. Óttazt er, að skemmdirnar séu jafnvel það alvarlegar, að betur borgi sig að kaupa aðra flugvél en að gera við þessa. Flugvélin tepptist á föstudag í Eyjum, og þegar stormurinn skall þar á var hún bundin ramm lega niður. Bílum var einnig lagt í kringum flugvélina til að verja hana í mestu rokunum. Veður- ofsinn var svo mikill, að stýris- útbúnaður flugvélarinnar skadd- aðist. Á laugardagskvöldið jókst vind hraðinn enn, og voru þá sömu ráðstafanir gerðar — og 10—15 menn voru við flugvélina til- búnir ef eitthvað yrði að. Var þó búizt við að hinir margföldu nælonkaðlar, sem flugvélin var bundin niður með, mundu halda. En í einni stormhviðunni kom mikill sviptivindur undir flug- vélna að framan, nælonkaðlarnir kubbuðust í sundur — og flug- vélin tókst á loft — og kom nið- ur að nokkru leyti á annan væng inn 20—30 metra frá þeim stað sem hún hafði verið bundin. Mun vængurinn hafa laskazt mikið og hjóla-„stellin" nokkuð, auk ann- arra smáskemmda, til viðbóiar skemmdunum, sem áður höfðu orðið á stýrisútbúnaði. Fullvíst má telja, að viðgerð muni taka marga manuði, því að flugvélina verður að taka í sundur svo að segja lið fyrir lið, bæði vegna skemmdanna, sem nú urðu — og svo vegna þess, að hún á með réttu að fara í ársskoðun innan tíðar. Skymasterflugvélin Sólfaaxi er nú í skoðun í Kaupmannahöfn og mun flugfélagið aðeins hafa tvær Douguasflugvélar til innanlands- f lugsins auk Katalínubáts til Vest fjarða og Siglufjarðarferða. Sem stendur er ástandið þvi ekki gott. Viscountfugvél fór á- ætlunarferð til Akureyrar í fyrrakvöld til þess að létta álag- inu af Douglasflugvélunum. Sumaráætlun félagsins mun ganga í gildi í maí og mun félagið þurfa að fá einhverja bót á þes".- um skaða fyrir þann tíma. Sem íyrr segir er enn ekki ljóst, hvort svara mun kostnaði að gera við Gunnfaxa, en gangverð á not- uðum Douglas DC-3 á heimsmark aðinum er nú um 2,5 millj. ísl. kr. Sjóvinnunámskeið á vegum Æskulýðsráðsins Eldur í velbátnum Fjarð- arkletti HAFNARFIRÐI, — Rétt fyrir kl. f jögur í fyrrinótt var slökkviliðið kallað suður á hafnargarð, en þar hafði komið upp eldur í vélbátn- um Fjarðarkletti, sem er 103 tonn og eign Jóns Gíslasonar. Var tals- verður eldur laus í eldhúsi og borðsal bátsins, þegar komið var á vettvang, en slökkviliðinu tókst greiðlega að ráða niðurlögum hans þótt við slæmar aðstæður væri að etja. Um borð í bátnum voru tveir menn, er eldurinn kom upp og sváfu þeir í káetunni. Vöknuðu þeir við að reyk lagði þangað niður, en eldhúsið er beint upp af, þar sem eldurinn kviknaði út frá olíukynntri vél. Mátti ekki tæpara standa að mennirnir kæmust upp úr káettunni og út úr eldhúsinu, því að það logaði þá mjög að innan. Mennirnir tveir, sem eru utan- bæjarmenn og ókunnugir hér, héldu rakleitt upp úr bátnum til að gera aðvart um eldinn, en vissu ekki að næturvörður og sími er í Olíustöðinni, sem þar er skammt frá. Reyndu þeir að vekja upp í húsi, þar sem ljós logaði, en ekki var svarað. Héldu þeir þá áleiðis niður í bæ. Hittu þeir svo af hendingu bíl, sem ók þeim beint á slökkvistöð- ina til að gera aðvart um eldinn. Var búið að fullu að slökkva eldinn að klukkutíma Iiðnum. Skemmdir urðu í eldhúsi og borðsal bátsins og verður gert við þær til bráðabirgða, svo að hann geti hafið róðra þegar veðr- inu slotar. Mjög er það bagalegt, að ekki skuli vera sími á hafnargarðin- um, því að þar liggur oft fjöldi báta, en langt að ná í hjálp, ef eitthvað bregður út af, svo sem eldur kemur upp eins og átt hefir sér stað þarna áður. Er þess að vænta að undinn verði bráður bugur að því að setja upp neyð- arsíma og annan útbúnað, sem að haldi getur komið ef í nauðirn ar rekur. — G. E. Æskulýðsráð Reykjavíkur efn- ir til sjóvinnunámskeiðs fyrir drengi 12 ára og eldri, og hefst það fimmtudaginn 19. þ.m. Dreng irnir fá tilsögn í öllu er lýtur að gerð veiðarfæra, svo sem upp- setningu lóða, netagerð o. fl. Einnig læra drengirnir að þekkja á áttavita eg fá tilsögn í ýms- um undirstöðuatriðum siglinga- fræði. í lok námskeiðsins er ráð- gert að drengirnir fái að fara í veiðiferð. Laiðbeinandi drengj- anna verður Hörður Þorsteins- son, en kennsla fer fram í hús- næði íþróttavallarins í Laugar- dal. Innritun verður næstu daga á skrifstofu Æ.R. að Lindargötu 50, sími 15937. Dansklúbbur Dansklúbbur á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur og Áfengis- varnarnefndar Reykjavíkur, í samvinnu við skátafélögin í Reykjavík, kóf starfsemi sína sl. sunnudag í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Þar voru á annað hundrað unglingar, er nutu leið- sagnar Hermanns Ragnars Stef- ánssonar danskennara. 12 ungling ar úr dansskóla Hérmanns Ragn- ars og Jóns Valgeirs kynntu Cal- ypso-dans. Bansskemmtunin fór mjög vel fram og skemmtu ung- lingarnir sér hið bezta. Fjölt«fli drengja 10. og 11. þ. m. efndi Æsku- lýðsráð Reykjavíkur til f jölteflis- fyrir drengi. Þriðjudaginn 10. þ. m. var teflt í Golfskálanum, húsi U.M.F.R. við Holtaveg og í Tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50, en miðvikudaginn 11. þ.m. í Templaraheimilinu við Fríkirkju- veg 11, í ©olfskálanum tefldi Jónas Þorvaldsson við 15 drengi, vann 14, en gerði jafntefli við Hauk Svavar Bessason. í húsi U.M.F.R. tefldi Jón Hálfdánarson, 11 ára, við 23 drengí, vann 19, tapaði fyrir Sveini Rúnari Hauks- syni og gerði jafntefli við Atla Sigurðsson, Jón Kjartansson og Hafþór Jónsson. í Tómstunda- heimilinu tefldi Jón Pálsson, við 23 drengi, van* 20, tapaði fyrir Harvey Georgssyni og Braga Kristjánssyni «g gerði jafntefli við Tómas Tómasson. í Templara heimilinu tefldi Gísli ísleifsson við 12 drengi, v»nn 10, tapaði fyr- ir Þorgeir Andréssyni og gerði jafntefli við Vilmund Gylfason. f beinu framhaldi af fjöltefli þessu starfa taflklúbbar Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, en þar mun jöfnum höndum fara fram fjöl- tefli og skákkennsla fyrir drengi 12 ára og eldri. Taflklúbbarnir starfa í húsi U.M.F.R. við Holta- veg, í Golfskálanum og í Tóm- stundaheimilinu að Lindargötu 50, á þriðjudögum kl. 8 e.h. og að Fríkirkjuvegi 11 á miðvikudögum klukkan 7 eftir hádegi. Dulles haldi embœtti WASHINGTON, 17. febr. — Einn af foringjum republikana skýrði svo frá í dag, að Eisenhower forsetí vildi, að DuIIes héldi utan ríkisráðherraembættinu jafnlengi og hann teldi sig sjálfur geta gegnt því — og hann óskaði að gegna því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.