Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 19
Miðvifcudagur 18. febr. 1959 MOnCUlSBLAfHÐ 19 Blómlegt start Varðar á Akureyri AKUREYRI, 11. febrúar. — Síð- astliðinn föstudag var haldinn aðalfundur í Verði, félagi ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. — Magnús Björnsson, bankaritari, formaður félagsins, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar, en starfsemi félagsins var allmikil á sl. ári — fundahöld og stjórn- málanámskeið. — Að lokinni skýrslu formanns, las gjaldkeri reikninga félagsins. Þessu næst var gengið til kosn- inga, en áður hafði Magnús Björnsson eindregið beðizt und- an endurkosningu. — Þessir voru kjörnir í stjórn: Leifur Tómas- •on, formaður, Gunnar Sólnes, varaformaður, Magnús Jónsson, ritari, Svavar Magnússon, gjald- keri og Friðrik Friðriksson, spjaldskrárritari. — Meðstjórn- endur: Rafn Hjaltalín og Hafliði Helgason. — I varastjórn voru kjörnir: Bjarni Gestsson, Benja- mín Ármannsson og Rafn Magn- ússon. — Þessir hlutu kosningu í fulltrúaráð Sjálfstæðisi'élaganna: Bjarni Sveinsson, Magnús Björns aon og Valdimar Pálsson. A8 loknum aðalfundarstörfum flutti Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, erindi um stjórnmála- viðhorfið — einkum efnahagsmál in, kjördæmamálið og þörfina á stofnun nýrra atvinnugreina hér á landi. — Þá flutti' Jónas G. Rafnar ávarp og ræddi einkum samskipti stjórnmáiaflokkanna og unga fólksins. Að lokum voru frjálsar umræð- ur. — Þess má geta, að tuttugu manns gengu í félagið á aðalfund- inum. — vig. Heímdallarfundur um stefnuskrá félagsins Á SÍÐASTA aðalfundi Heimdall- ar var stjórn félagsins falið að láta endurskoða stefnuskrá fé- lagsins fyrir næsta aðalfund. Stjórn Heimdallar kaus því á sl. hausti nefnd til þess að hafa um- sjón með endurskoðuninni, og tók hún þegar til starfa. Skipti hún stefnuskránni niður f fimm málaflokka og skipaði nefndir til þess að gera tillögur 1 hverjum málaflokki fyrir sig. Er nú störfum flestra þessara nefnda að verða lokið. Hefur verið ákveðið að halda félagsfundi um álit nefndanna, en aðalfundur Heimdallar í marz gengur endanlega frá stefnu- skránni. Fundirnir v«rða haldnir sem hér segir: Miðvikudaginn 18. febr.: Efna- hagsmál. Sunnudaginn 22. febr.: Stjórn- arskráin og utanríkismál. Miðvikudaginn 25. febr. Trygg- lngamál og- menningarmál. Samkv. þessu verður fyrsti fundurinn annað kvöld og verð- ur þar rætt um efnahagsmál. Nánar verður tilkynnt um fund- inn i blaðinu á morgun. — Enska knattspyrnan Framh. af bls. 18. Swtndon — Chesterfleld ..............___ 1:2 Wrexham — Southampton ............ 1:3 Hull Clty ............ 33 19 6 8 68:39 44 Plymouth _.......„. 30 18 11 3 63:37 43 Southend ______ 32 1S 7 10 58:50 37 Colehester __.... 29 12 10 7 50:38 34 Brentford............ 29 12 10 7 37:30 34 Southampton .„. 31 12 9 10 70:52 33 Burg.............._____ 31 12 8 1 53:42 32 Reading................ 31 12 8 11 47:41 32 Chesteríield ........ 32 12 8 12 52:48 32 Bournemouth .... 33 13 6 14 50:53 32 Tranmere .._„_.„. 30 12 7 11 49:44 31 Norwich C.___. 28 11 8 9 49:41 30 Accrington „...... 29 11 8 10 48:41 30 Halifax ................ 29 13 4 2 47:55 30 Swindon ______ 29 11 7 11 36:34 29 Bradford C_____ 29 11 7 11 52:50 29 Newport Co_____ 29 11 7 11 4747 29 Mansfield ..........„ 30 11 7 12 53:65 29 Wrexham__....._ 29 10 8 11 46:54 Q. P. R_________ 30 10 6 14 45:62 26 Stockport ______ 30 9 6 15 45:54 24 Notts Co. ._......... 30 6 11 13 41:63 23 Boncaster____„_ 31 8 2 21 32:65 18 Kochdale ____™ 31 5 7 19 28:61 17 í gær var dregið um 6. umferS bik- arkeppninnar ensku og þá leika þessi Uð saman: Arsenal eOa Sheffield Utd. gegn Tott- enham eða Norwich City. Blackpool gegn Luton Town. Birmingham City eða Nottingham Vorest gegn Bolton eða Preston. Aston Villa gegn Burnley. (Fyrrnefndu liðin leika á heimavelli) Óslitin illviðratíð i Kjós VALDASTÖÐUM, 15. febr. — Eftir að skfpti um veðráttu seinni hluta janúar sl. má segja að ver- ið hafi óslitin illviðratíð, vindur ýmist á suðaustan, sunnan eða suðvestan og þá oft allhvasst með úrkomu, ýmist snjó eða rigningu. Hefir þetta hvað eftir annað vald- ið skemmdum á veginum norðan Laxár. Hefir svo mikið vatn runn ið yfir veginn á kafla, að hann hefir orðið ófær bifreiðum. Staf- ar þetta aðallega af því, að vatns- ræsi sem eiga að taka við auknu vatnsmagni, eru ekki nógu víð, þegar mikið aukið vatn berst að. Fyrir fáum dögum fauk í af- takaveðri hús, sem í voru alifugl- ar og fáeinar kindur. Hafði hús þetta jafnast við jörðu. Ekki er mér kunnugt um að tjón hafi orðið á fuglunum eða fénu. Eig- andi hússins var Jón bóndi Helga son í Blönduholti. Einstöku bændur hafa beitt fé sínu þegar veður hefir leyft. Þó munu fleiri hafa gefið því alveg inni frá því það var tekið á gjöf, en það munu flestir hafa gert seint í nóvember eða fyrst í des- ember. Eitthvað mun enn úti af hestum. sem ekki er farið að gefa, enda alltaf nógir hagar. En hest- um fer nú fækkandi. í janúar var víða orðið lítið um vatn og sums- staðar vatnslaust. Nú munu flest- ir vera búnir að fá vatn aftur. — St. G. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—4 í dag. Vátryggingafélaið h.f. Trolle & Rothe. Lokað í dag mílli kl. 1—4 e.h. vegna jarðarfarar Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. EINAR ASMUNDSSON hrL HAFSTEINN SIGURÐSSON hdl. skrifstofur Hafnarstrœti 8. Lokað frá kl. 12 vegna jarðarfarar Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. Innf ly t j endasambandið. Lokað í dag vegna jarðarfarar. F Skrifstofur vorar ocf félagsnianna verða lokaðar í dag milli kl. 1—4 vegna jarðarfarar Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. FÉLAG lSLENZKRA STÓRKAUPMANNA. Lokaö vegna jarðarfarar frá kl. 1—4 í dag. Sifreiöa og landbunaðarvélar h.t Brautarholti 20. Lokað í dag milli 12 og 4 vegna jarðarfarar. Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Skrifstofa vor verður lokuð kl. 1—4 I dag, vegna jarðarfarar Garðars Gíslasonar stórkaupmanns. Verzlunarráð Islands Hjartkær eiginkona mín HELGA THORSTEINSSON andaðist að heimili okkur Mímisvegi 8 þ. 16. febr. Jarðar- förin auglýst síðar. Árni Thorsteinsson. Elskuleg móðir okkar ÁSTROS JÓNASDÓTTIR Hverfisgötu 96, andaðist í Landakotsspítla 16. þ.m. Bðrnfn. Eiginmaður minn JÓHANNES ARMANNSSON frá Húsavík, andaðist laugardaginn 14. þ.m. Asa Stefánsdóttir Jarðarför litlu dóttur okkar SIGRlÐAR sem lézt í Sjúkrahúsi Akraness 13. þ.m. fer fram frá Akraneskirkju fimmtud. 19. þ.m Athöfnin heima hefst kl 13,30 að Kirkjubraut 19. Sjöfn Geirdal, Skúli Þórðarson. Konan mín, móðir og tengdamóðir GUDRCN MARGRÉT GUDMUNDSDÓTTIR Skólavörðustíg 16A, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 20. þ.m. kl. 1,30 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðin eftir ósk hinnar látnu. Björn Guðnason, Guðmundur Björnsson, Ólafía Karlsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýndan hlýhug og kærleiksþel við andlát og útför ÞORVALDAR KOLBEINS prentara. Hildur Kolbeins, börn, tengdabörn og barnabörn. Hugheilar þakkir flytjum við ykkur öllum nær og fJær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför VDL.HJALMS G. SNÆDAL frá Eiríksstöðum. Fyrir hönd aðstandenda. Elin Pétursdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vlð andlát og jarðarför KRISTINS EYJÓLFSSONAR símamanns, Hringbraut 45. Katrín Guðnadóttir, Margrét Kristinsdóttir, Sjöfn Björg Kristinsdóttir, Magnús Daníelsson, Grétar Geir Nikulásson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarfor GEIRS SIGURÐSSONAR fyrrv. skipstjóra. Aðstandendur. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.