Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. febr. 1959
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÞJÓÐ í SORG
r
IRÚMA viku hefur íslenzka
þjóðin beðið milli vonar
og ótta tíðinda af leit
þeirri, sem staðið hefur yfir að
togaranum Júlí frá Hafnarfirði.
Fjöldi heimila hefur hlustað eft-
ir fréttum af örlögum eigin-
manna, feðra, bræðra og annarra
ástvina. Ótti og eftirvænting hef-
ur mótað líf fjölda fólks þessa
löngu viku. Allan þennan tíma
má heita að stormur og hríðar
hafa geysað vestur á miðum Ný-
fundnalands, þar sem hópur ís-
lenzkra togara var að veiðum
fyrir rúmlega viku síðan.
★
íslenzku togararnir hafa komið
heim hver á fætur öðrum klaka-
storknir og sumir jafnvel brotn-
ir og bramlaðir eftir stórsjóa og
áföll á heimleiðinni. Sjómönnum
hefur verið fagnað innilega og
mikils feginleika hefur orðið vart
meðal almennings, þegar hvert
einstakt skip hefur náð heima-
höfn.
Einn vantar enn
En einn togara vantar enn í
hópinn. Togarinn Júlí frá Hafn
arfirði • með 30 mönnum, sem
byrjað var að óttast um mánu-
daginn 9. þ.m. hefur ekki kom-
ið fram. Hans hefur verið leit-
að í rúma viku en sú leit hefur
engan árangur borið. Og nú er
vonin um að Júlí eigi aftur-
kvæmt til heimahafnar brost-
in. Þau sorgartíðindi eru í dag
sögð íslenzku þjóðinni að 30
vaskir sjómenn hafi farizt.
Stórt skarð hefur enn verið
höggvið í islenzka sjómanna-
stétt. Mikill ógæf'uatburður
hefur gerzt.
★
Frammi fyrir slíkum harma-
tíðindum finnur íslenzka þjóð-
in það bctur en nokkru sinni
fyrr, að hún er í raun og veru
öll ein lítil fjölskylda, fjöl-
skylda, sem mætir örlögum
sínum sameiginlega og ber að
snúa bökum saman i sókn og
vörn gegn harmi og óham-
ingju.
Allir fslendingar biðu þess i
ofvæni að togarinn Júlí og skips-
höfn hans næði landi. Þegar von-
in brestur um heimkomu hans, er
það þess vegna ekki aðeins harms
efni þess fólks, sem átti ástvini
sína meðal skipshafnarinnar á
Júlí, heldur allrar þessarar litlu
þjóðar.
Eitt stæa-sta sióslysið
Hvarf togarans Júlí er eitt
stærsta sjóslys sem orðið hefur
á íslenzka fiskiskipaflotanum.
Samkvæmt upplýsingum Slysa-
varnafélags fslands hafa síðan
1930 farizt tveir íslenzkir togarar
af óveðursástæðum í rúmsjó. Var
annar þeirra með 18 menn innan-
borðs en hinn með 21 mann.
★
' Á styrjaldartímanum fórust
einnig að minnsta kosti 5 togarar,
sumir á siglingu hér við land, aðr-
ir á siglingu milli landa, en styrj-
aldarástæður voru fyrst og fremst-
taldar valdar að hvarfi þeirra.
Nokkrir íslenzkir togarar hafa
einnig strandað á undanförnum
árum og hefur við það orðið
nokkurt manntjón á sumum
þeirra. Þannig krefst Ægir stöð-
ugra fórna af okkar litlu þjóð,
sem byggir lífsafkomu sina að
langsamlega mestu leyti á sjó-
sókn og siglingum. Þrátt fyrir það
að skipin hafa stækkað og örygg-
istækjunum fjölgað, verður aldrei
hægt að tryggja sig fullkómlega
gegn slysunum. Þess ætti þó að
mega vænta, að í framtíðinni
verði hægt að yfirhita skip þann-
ig, að þeim eigi ekki að verða
stórkostleg hætta búin af völdum
ísingar. En svo virðist sem einmitt
stórkostleg ísing hafi valdið því
slysi, sem nú hefur orðið. Þegar
athuguð er frásögn skipstjórans
á Þorkeli Mána, má það raunar
kallast kraftaverk, hvernig skips-
höfn þess skips hefur tekizt að
sigrazt á frosti og stórsjóum. Mun
það varla ofmælt, að barátta
þeirrar skipshafnar og fleiri, sem
svipað stóð á fyrir í stórviðrun-
um undanfarið, sýni einstæðan
kjark og hetjuskap.
Samúð vottuð
Hið mikla manntjón, sem ís-
lenzka þjóðin hefur beðið, er tog-
arinn Júlí fórst með 30 mönnum,
verður ef til vill ennþá auðsærra
við það, að það svarar til þess að
með danska Grænlandsskipinu
„Hans Hedtoft" hefði farizt rúm-
lega 800 manns, þegar tekið er
tillit til stærðarhlutfalla miili okk
ar þjóðar og dönsku þjóðarinnar.
En með „Hans Hedtoft" fórust
95 manns.
★
Flestir þeirra, sem fórust með
Júlí voru úr Reykjavík. Hér eiga
því flest heimili um sárt að binda.
En nokkur hluti skipshafnar-
innar átti heimili í Hafnarfirði,
Sem var útgerðarstaður skipsins.
Mörg heimili eru þar einnig sleg-
in þungum harmi, og bæjarfélag-
ið hefur misst eitt af sínum beztu
og glæsilegustu skipum. Á ýms-
um stöðum úti um land stóðu
einnig heimili skipverja á Júlí.
öllum þessum heimilum, ástvin-
um og venzlafólki sjómannanna,
sem fórust á Júlí, vottar íslenzka
þjóðin innilega samúð sína. Sorg
þess er éinnig hennar sorg.
Skortir „sakarafl við
sonarbana“
Egill Skallagrímsson kvað
sig skorta „sakarafl við son-
arbana". Þannig er einnig
ástatt um íslenzku þjóðina í
dag. Hana skortir „sakarafl
við sonarbana“. En hún getur
engu að síður ort sitt Sona-
torrek, eins og skáidið á Borg.
Hún getur strengt þess heit,
að halda áfram baráttu sinni
fyrir sem bcztum og full-
komniustu fiskiskipum, fyrir
sem mestu öryggi á sjónum,
hvar sem leið íslenzkra sjó-
manna liggur. Hún getur sam-
einast um það að gera allt
sem í mannlegu valdi stend-
ur til þess að létta harm þeirra,
sem nú eiga um sárt að binda.
Hún getur einnig veitt þeim
hjálp, sem nú standa uppi ein-
mana og harmþrungnir.
Togarinn Júlí er horfinn, en
minning sjómannanna sem
fórust með honum mun lifa.
UTAN UR HEIMI
Æskan oð leik meðal lista-
verka meistarans
Picasso lætur ærsl barnanna ekki
á sig fá
DAVID Douglas Duncan heitir
ljósmyndari nokkur, mikill vinur
Picassos. Má segja að hann hafi
sagt ævisögu meistarans í ljós-
myndum sínum. — Duncan dvald
ist nýlega í Cannes, og var þá
að sjálfsögðu tíður gestur hjá
meistara Picasso — og tók fjölda
mynda, m. a. þær, sem hér birt-
ast. Þær eru teknar í bústað og
vinnustofum Picassos við Cannes,
en þaðan mun hann bráðlega
flytjast — til gamallar og virðu-
legrar hallar, sem hann á, við
Aix í Suður-Frakklandi.
★
Á heimili Picassos er tíðum
glatt á hjalla — þar hlaupa börn-
in fram og aftur og leika sér,
glöð og áhyggjulaus. Fyrst og
fremst eru þar börn hins aldna
meistara sjálfs, Claude 11 ára
og Pamela 9 ára, og Kathy, dóttir
lagskonu hans, Jacqueline
Rocque, en auk þess fjölmargir
vinir þeirra. — Og Picasso tekst
furðanlega að halda ró sinni mitt
í öllum gáskanum og hávaðan-
um.
★
Á vinnustofunni finnur hann
næði, því að þangað er börn-
unum ekki leyft að koma — nema
Pamelu litlu — en annars fá þau
að leika sér óáreitt víðast hvar
í húsinu, sem þó er að sjálfsögðu
fullt af málverkum og högg-
myndum. Þá eru börnin oft létt-
klædd — eins cg meistarinn
sjálfur — enda getur verið býsna
heitt þarna við Miðjarðarhafs-
ströndina. — En þegar þau fá
að fara til Cannes, eru klædd
sínu bezta skarti — eins og sunnu
dagaskólabörn á skemmtigöngu.
Claude litli er líkur föður sín-
um í því, að hann heillast af hinu
fáránlega og fjarstæðukennda.
AÐ OFAN: — Kathy litla, dóttir
Jacqueline, horfir gagnrýnum
augum á síðustu mynd meist-
arans,
• ★ •
TIL VINSTRI: — Enginn fær að
vera inni í vinnustofunni hjá
Picasso, þegar hann er að vinna
— enginn nema Pamela litla. —
Hann er niðursokkinn i að skera
út í linoleum, og hún teiknar í
ákafa — sams konar „fígúrur"
og börn um allan heim gera á
hennar aldri.
Dulles í geisla
i vikunni
WASHINGTON, 16. febr. (NTB).
— Læknar Dullesar utanríkisráð-
herra kvöddu í dag til ráðuneyt-
is við sig kunnan krabbameins-
sérfræðing og ræddu þeir um að-
ferð þá í radium-lækningum,
sem beitt verður við sjúkdóm ráð-
herrans. Eiga þær læknisaðgerðir
að hefjast strax og Dulles hefur
jafnað sig eftir uppskurðinn gegn
kviðslitinu, sem gerður var sl.
föstudag.
í heilsufarslýsingu Dullesar í
dag segir, að líðan hans sé góð,
líkamshiti, hjartsláttur og blóð-
þrýstingur er eðlilegur og sat
ráðherrann hálftíma uppi í rúm-
inu. Búizt er við að geislalækn-
ingin verði framkvæmd í lok
þessarar viku.