Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ Öhróður „Tímans" um Eimskipafélagib MEÐFYLGJANDI bréf sendi Eimskipafélag íslands þar sem hnekkt er óhróðursskrifum blaðs- ins um félagið. Þar sem Timinn hefir ekki enn birt bréfið er það birt hér: Herra ritstjóri „Tímans", REYKJAVÍK. 1 smágrein í „Tímanum" í dag (12. febrúar), er sagt að „farþega- »kipið Gullfoss muni fara' í við- gerð í Álasundi", sem muni taka „a. m. k. þrjá mánuði" og „að gtórir hlutar í aðalvél skipsins munu stórskemmdir eða gallaðir og verður að taka alla vélina úr því", og ennfremur að þetta sé „þriðji nýi „fossinn" sem taka verður vélina úr". Lýsum vér því yfir að allt eru þetta tilhæfulaus ósannindi. Hið sanna er þetta: M. s. „GULLFOSS" fer héðan áleiðis til Kaupmannahafnar h. 27. febrúar samkvæmt áætlun. Skipið hóf siglingar í maí 1950, og er því að verða 9 ára gamall. Á 4ra ára frésti verða öll skip, sem bygð eru samkvæmt ströngustu kröfum flokkunarfélaganna, að fara til eftirlits, og er hér um að ræða 8 ára flokkunarviðgerð á skipinu, en vegna sérstaklega góðs viðhalds og traustrar smíði skipsins, hefir Lloyds flokkunar- félagið veitt eins árs frest til þess að framkvæma flokkunarviðgerð- ina. Slík framlenging er eingöngu veitt skipum, sem haldið er vel við og eru í góðu lagi að öðru leyti. Flokkunarviðgerð þessi fer fram í Kaupmannahöfn (ekki í Álasundi, eins og sagt er í grein- inni) á tímabilinu frá 9. marz til 13. maí eða á 64 dögum (en tekur ekki a. m. k. þrjá mánuði, eins og sagt er í greininni), og er þetta talinn heppilegasti tím- inn, með því að h. 16. maí byrj- ar skipið sumar-hraðferðir sínar. Skipasmíðastöð Burmeister & Wain, sem smíðaði skipið mun framkvæma flokkunarviðgerðina, og um leið og hún fer fram, verð- ur undirstaðan undir aðalvélinni endurnýjuð, með því að orðið hefir vart við sprungur í undir- stöðurammanum, en þótt soðið hafi verið í rifurnar, hefir suðan ekki dugað til frambúðar. B.& W. ætlar því að nota tímann meðan flokkunarviðgerðin fer fram, til þess að bæta úr þessu endanlega, með því að skipta um botn- ramma, en þá þarf að sjálfsögðu að taka aðalvél skipsins upp, en sjálf er vélin hvorki stórskemmd eða gölluð eins og sagt er i grein- inni. Það skal sérstaklega tekið fram, að rifur þessar hafa ekki háð rekstri skipsins á neinn hátt, enda er ms. „GULLFOSS" búinn að sigla um hálfa milljón mílur á þessum tæpum níu árum, og alltaf reynzt í bezta lagi. Að þvi er snertir hina fullyrð- ingu blaðsins, að þetta sé „þriðji nýi „fossinn", sem taka verður vélina úr", þá er slíkt gjörsam- lega tilhæfulaust. Aldrei hefir þurft að taka aðalvél upp fyrr úr neinu af skipum félagsins, enda hafa aðalvélar allra skipanna reynzt afburðavel og verið spar- neytnar í eyðslu og viðhaldi. Oss er með öllu óskiljanlegt hvað blaðið hefir fyrir sér með slíkum fullyrðingum sem þessum, og óskum vér að þér birtið þetta svar vort við þessum óhróðri í næsta tölublaði sem út kemur af „Tímanum". Réykjavík, 12. febrúar 1959. HF. Eimskipafélag íslands. STAKSTEIRfAR Þéssar litlu telpur eru skemmtikraftar á skemmtunum þeim, sem undanfarið hafa verið haldnar í Austurbæjarbíói. Sú til vinstri er hin fræga dan.ska söngkona, Gitta Hænning og hin er Ylfa Brynjólfsdóttir, „sýningarstúlka" á íslenzku Fram- leiðslusýningunni. Þarna eru þær að draga vinningsnúmerin í happdrætti því, sem efnt var til í sambandi við sýningar- skrána, og eru vinningar mest fatnaður af sýningunni. Með þeim er Rúna Brynjólfsdóttir, sem stjórnaði sýningunni. (Ljósm. Studio). Innheimta Stefgjaldsins af segulbandstækjunum verð/ stöðvuð Stef segir frv. á Alþingi brot á Bernarsáttmálanum Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær var tekið til 2. umræðu frumvarp um breytingu á lögum um rithöfundarétt og prentrétt, þar sem lagt er til að upptaka á segulbandstæki til heimilisnotkun- ar sé undanþegin skatti. í nefndaráliti, sem menntamálanefnd lagði fram fyrir umræðuna, segir, að nefndin hafi rætt frumvarpið og sé sammála um að mæla með samþykkt þess. Lætur eftir sig konu og 4 börn HAFNARFIRÐI. _ Eins og getið var hér í blaðinu í gær, varð það sviplega slys um borð í togaran- um Þorsteini Ingólfssyni aðfara- nótt sunnudagsins, að Ottó Guð- mundsson að öldugötu 3 hér í bæ, datt svo illilega í stiga niður í lúkarinn, að hann höfuðkúpu- brotnaði og lézt nokkru síðar. Hélt togarinn þegar til fsafjarð- ar, en þar hafði það tekið ís á laugardag. Var Ottó heit. látinn er þangað kom. Ottó Guðmundsson, sem var 48 ára að aldri, lætur eftir sig konu og fjögur börn, tvö í æsku. Hann hafði nær allan sinn aldur átt heima hér í Hafnarfirði og stund- að sjómennsku frá unga aldri. Var hann verkmaður góður og alls staðar vel liðinn, enda dreng ur hinn bezti. — G. E. Benedikt Gröndal hafði fram- sögu af hálfu nefndarinnar. Kvað hann allmiklar umræður hafa orðið um frumvarpið bæði í blöð- um og manna á meðal. Forsvars- menn Stefs hefðu eindregið mót- mælt frumvarpinu. Ræðumaður rakti nokkuð þau rök sem mæla með samþykkt frv. og sagði í því sambandi að til væri fólk sem notaði segulbands- tæki eingöngu til að æfa sig í framsagnarlist og fleiri dæmi mætti nefna sem sýndu hve ósann gjarnt það væri, að skattleggja segulbandstækin sjálf. Hins vegar væri sjálfsagt að réttlát greiðsla væri innt af hendi fyrir írum- flutmng hugverka og einnig er þau væru endurflutt í hagnaðar- skyni. Þá gat framsögumaður þess, að menntamálanefnd hefði skilað áliti, hefðu borizt nokkur skjöl varðandi málið og væri því m. a haldið fram í einu þeirra bréfa, að samþykkt þessa frumvarps væri brot á Bernarsáttmálanum. Kæmi því til mála að fresta þess- ari umræðu unz nefndin hefði látið rannsaka þetta mál, eða það yrði gert fyrir þriðju umræðu. Ekki gengið á rétt höfundar Magnús Jónsson, fyrsti flm. frv., tók næstur til máls. Kvað hann rétt það sem frmsm. hefði sagt, að frv. þetta hefði vakið mikinn úlfaþyt. Hefðu andstæðingar frv. jafnvel gengið svo langt, að leita til erlendra aðila til að fá dóm um hvort þessi væntanlega laga setning gæti staðizt. Þá kvaðst Magnús Jónsson vilja taka það skýrt fram, sem hann hcfði einnig nefnt í framsöguræðu sinni við 1. umr. málsins, að því fæn víðs fjarri, að ætlunin væri að ganga á rétt höfunda hugverka. Hins vegar teldu flm. ekki hægt að leyfa þá skattheimtu, sem við höfð væri nú. Tónskáld væru að- eins einn hópur eigenda hug- verka, en gjald Stefs tæki aðeins yfir tónverk. Rithöfundar og leik- arar gætu hins vegar hafið inn- heimtu með sama rétti, ef lögun- um væri ekki breytt. Sæi því hver maður, að núverandi tilhög- un væri gersamlega útilokuð. Magnús Jónsson kvaðst vilja undirstrika það, að ekki væri ver- ið að sýna höfundum minnsta fjandskap með frv. Vegna vax- andi notkunar segulbandstækja Væri e. t. v. rétt að leggja á þau einhvern skatt, en það yrði þá að vera í eitt skipti fyrir öll, en ekki árleg skattheimta. Núver- andi skattheimta væri ófram- kvæmanleg. Einstaka menn, sem óttuðust. tilkynningar Stefs, greiddu sitt gjald, en allur fjöld- inn slyppi. því ógerlegt væri, að komast eftir hverjir ættu segul- bandstæki og hverjir ekki. Stef yrði að geta sannað að viðkom- andi tæki hefði verið notað til tónupptöku ef skattheimtan ætti að vera réttlát. Annars væri eins og verið væri að dæma mann fyrir morð fyrir það eitt að eiga byssu. Ræðuma'ður kvað sjálfsagt, að fenginn yrði dómur færustu manna um hvort hér væri um brot Bernarsáttmálans að ræða, en hann kvaðst ekki sjá að svo væri. Þá vék Magnús Jónsson að því, að af hálfu listamanna hefði ver- ið tekin upp andstaða gegn frv. Kvaðst hann þó telja sig hafa sýnt fram á, að sú andstaða væri á misskilningi byggð. Hins vegar væri ekki fjarri, að Bandalagi ís- lenzkra listamanna yrði gefinn kostur á uð löggjöfin um höfund- arrétt og prentrétt yrði endur- skoðuð. Yrði þá að taka löggjöf- ina upp í heild. Kvaðst hann síð- ur en svo hafa á móti því, að tekið yrði upp í þetta frv. bráða- birgðaákvæði þess efnis, að ríkis- stjórninni yrði falið að sjá um endurskoðun á höfundaréttarlög- unum í heild. Magnús sagði að lokum, að þessu máli yrði lokið á þessu þingi til að koma í veg fyrir þau leiðindi, sem stöfuðu af núver- andi innheimtu Stefgjaldsins af segulbandstækj unum. Fleiri tóku ekki til máls, en umræðunni var frestað. Macmillan heldur í Rúss- landsförina á laugardag LONDON, 17. febr. — Undirbún- ing er nú að mestu lokið undir Moskvuför Maemillans. Lagt verður up með Cometþotu á laug- ardagsmorgun og verða í fylgd- arliði Macmillans 30 manns, þ.á. m. Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra. Ekki hefur endanlega ver- ið ákveðið hveft og hvenær Mac- millan heldur frá Moskvu í ferð sína til annarra staða í Ráðstjórn- arríkjunum, en sennilegt þykir, að hann haldi heim 3. eða 4. marz. Rússneska sendiráðið í Moskvu tilkynnti í dag, að nokkrir brezk. ir fréttamenn mundu fá vega- bréfsáritun til Rússlands og ensku blöðunum yrði þannig gef- ið tækifæri til þess að fylgjast með heimsókn forsætisráðherr- ans. Áður hafði allt verið í óvissu með för fréttamannanna. Rysjótt tiðarfar ÞÚFUM, N.-ís., 14. febr. — Þessa viku hefur veðurfarið verið mjög rysjótt hér — sífelldir stormar og oft miklar úrkomur, en snjó- laust er að kalla. — Ár eru bún- ar að brjóta af sér ís, og allir firðir Djúpsins íslausir. Þótt rosinn hafi verið mikill, hefur djúpbáturinn alltaf getað haldið uppi reglubundnum áætl- unarferðum. Vegir á landi eru greiðfærir. — P. P. Reiknilist Tínians Framsóknarmenn keppast vffl að skrifa um kjördæmamálið og er það allt á sömu bókina lært. í gær skrifar Tíminn t.d. um nýja aðferð við „útreikning hlut- fallskosninga". Eftir henni seg- ir Tíminn að við „siðustu bæjar- stjórnarkosningarnar": „— — — hefði Sjálfstæðis- flokkurinn að atkvæðatölum ó- breyttum fengið 7 bæjarfulltrúa, en minni flokkarnir samtals t bæjarfulltrúa. Minnihlutavaldi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur hefði þá verið vikið tll hliðar". Til fróðleiks skal þess getið, að við þessar bæjarstjórnarkosn- ingar fengu Sjálfstæðismenn 57,7% atkvæða í Reykjavík. Hvernig kalla á meirihluta byggð an á slíkri atkvæðatölu „minni- hlutavald", geta fáir skilið aðr- ir en Framsóknarmenn. En auð- vitaft finnst þeim það frábær reiknilist að 57,7% kjósenda fál aðeins 7 fulltrúa af 15! „Ekkert að vita" Annars finnst Framsóknar- mönnum ekki mikið til um kosn- ingarétt Reykvikinga samanber ummæli Vigfúsar Guðmundsson- ar í Tímanum s.I. laugardag: „Mest af talinu um óréttlætl, sem flokkar verða fyrir vegna misjafnrar tölu kjósenda bak við hvern þingmann, er mikið út í loftið. Kaupmenn eru auðvitað mjög margir í Reykjavík og fær flokkur þeirra þar eðlilega mik- inn fjölda atkvæða. En svo er f jöldi Reykvíkinga, sem eru eig- inlega í þjónustu alls landsins, beint og óbeint, og ekkert að vita hvern margir þeirra kysn, ef þeir greiddu atkvæði i kjðr- dæmunum úti á landi". „Mikið skal til mikils vinna" Nú er jafnvel Þjóðviljanum farið að ofbjóða hvílík óheilindi Tíminn sýnir í málflutningi sín- um. Um það segir undir ofan- greidri fyrirsögn í forystugrein Þjóðviljans í gær: „Tímínn hefur að undanförnu haldið þvi fram að kaupránslðg- in bitni harðast á bændum af öllum stéttum. — — — Framsóknarflokkurinn hefur kallað sig sérstakan málsvara bænda, og þingmenn hans segj- ast fyrst og fremst líta á það sem hlutverk sitt að tryggja kjðr og hagsmuni bændastéttarinnar. Sú spurning er því nærtæk hvers vegna Framsóknarflokkur- inn hafi hleypt kaupránslögun- um gegnum þingið, hvers vegna hann féllst á það að níðzt værl a bændum öllum öðrum fremur, að því er Tíminn segir. En svarið við því hefur Framsóknarflokk- urinn á reiðum höndum. 1 um- ræðunum á Alþingi gerðu þing- menn Framsóknar þá grein fyrir atkvæði sínu, að þeir vildu ekkl stöðva lagasetninguna, þar sem með henni væri verið að vinna það þjóðbrifaverk að taka aft- ur af launbegum í bæjunum kauphækkpnir þær, sem þelr hlufu á síft^sta árí. Það var Framsóknarflokknum þannig svo mikið áhugamál aff skerða kjör launafólks i bæíun- um, að hann hikaði ekki við a* láta níðast sérstaklega á bænd- um, að eigin sögn, til að ná þvi marki. Þetta minnir á söguna af manninum, sem var svó ill- gjarn að hann var fús til að láta annað auga sitt til þess að óvin- ur hans missti bæði, og raunar mætti snúa því dæmi við ef lýs- ingar Tímans á kjaraskerðingu bænda eru réttar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.