Morgunblaðið - 08.03.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 08.03.1959, Síða 6
6 MORGUTS BL 4 ÐIÐ Sunnudagur 8. marz 1959 Britannia á 9 stunðum milli Xokyo og Honolulu. BREZKA flugfélagið BOAC er um þessar mundir að hefja reglu bundnar ferðir umhverfis jörðu með viðkomu á ellefu stöðum. Ástralska flugfélagið Quantas hafði áður skipulagt slíkar hnatt- ferðir umhverfis jörðu í báðar áttir — og hollenzka flugfélagið KLM hefur lengi undirbúið sams konar flug. En þessi nýja flugleið BOAC markar að nokkru leyti tímamót í flugsamgöngum, því að þotan hefur nú í fyrsta sinn verið tek- in í hnattflugið. Cometan flýgur frá Lundúnum til Tokyo með við komu í Frankfurt, Beirut, Kar- achi, Delhi, Calcutta, Bangkok og Hongkong. í Tokyo tekur Bristol Britannia við og flýgur til Honu- lulu, sem er lengsti áfangi hnatt- flugsins, þaðan til San Francisco, New York og til Lundúna. Comet og Britannia eru stolt brezkrar flugvélaframleiðslu um þessar mundir. Cometan er nú viðurkennd ein öruggasta og hrað fleygasta farþegaþotan, sem í notkun er — og Britannia er ein stærsta, langfleygasta og hrað fleygasta farþegaflugvélin knúin loftþrýstihreyflum, sem nú er í notkun í farþegafluginu. *** Britannia mun fljúga hina 4,279 mílna löngu leið frá Tokyo til Honolulu á 11 klukkustund- um að meðaltali, en mettími hennar á leiðinni er 9 stundir. Nauðsynlegt reyndist að setja Britanniu á þennan hluta leiðar- innar, því að Cometan er ekki nálægt því jafnlangfleyg, enda þótt hraði hennar sé meiri í loft- inu. Meðalhraði Comet er um 500 mílur á klst., en Britanniu tæp- lega 400 mílur. Cometan brennir auk þess rúmlega helmingi meira eldsneyti en Britannia, 1,200 gall- onum á klst. miðað við 570 gallon hjá Britanniu. 0 Það er því ekki út í hött að ætla, að flugvélar knúnar loft- þrýstihreyflum séu sparneytnarí og ódýrari í rekstri en þoturnar — og sérstaklega á þetta við um flug á styttri flugleiðum. Brit- annia er því talin ein hagkvæm- asta flugvélin, sem nú er völ á til flutninga á fjölmörgum leið- um. Hún er ein stærsta flugvél í farþegafluginu í dag. Til dæmis má nefna, að stél hennar er sem þriggja hæða hús, hún ber eld- neyti, sem nægja mundi hverjum bíleiganda til reksturs bíls síns í meira en 20 ár, Og rafleiðslurnar í henni eru samtais 37 mílna iang ar. Þessi örfáu dæmi gefa ein- hverja hugmyad um hvílík smíði Britannia er. Hún hefur þegar sett hraðamet á mörgum flug- leiðum — og félög þau, sem hafa hana í rekstri, telja hana eina arð bærustu flugvél, sem völ er á. Það mætti líka nefna nokkur dæmi um eiginleika Comet IV., sem er ein þrautreyndust nýju farþegaþotanna. Öllum eru minni stæð slysin, sem urðu á fyrri Cometunum — og rejmslan, sem Bretar fengu á smíði þessarar þotu veldur e.t.v. mestu um það hve öðrum þotuframleiðendum hefur gengið vel á þessari braut. „Okkur hefði aldrei tekizt svona vel, ef við hefðum ekki fengið að notfæra okkur reynslu Bret- anna“, sagði einn af forystumönn um bandarísku verksmiðjanna, sem smíða Boeing-707. Cometan er búin fjórum hreyfl um, sem í flugtaki framleiða jafn mikla orku og nægja mundi til að veita 15,000 manna bæ næg- an rafmagnsstraum — eða knýja 153 tveggja hæða strætisvagna. FulJhlaðin getur Comet náð hæð Mount Everest á 21,7 mínútum. Að sama skapi næði hún hæð Empire State byggingarinnar í New York á 28,9 sekúndum. í þessari byggingu er ein stærsta og öflugasta hraðlyfta, sem í notk un er í Bandaríkjunum. En lyft- an fer á milli efstu og neðstu hæðanna á hálfri annarri mínútu. Og síðast en ekki sízt. Flughraði Comet er svipaður og hraði kúl- unnar úr 45 calibre byssu. Bretar eru hreyknir af hinni nýju Cometu, enda mun meira fé hafa verið varið til smíði og full- komnunar á henni en á nokkurri annarri brezkri flugvél. í upp- hafi gerðu þeir sér vonir um að Cometan mundi veita þeim sér- aðstöðu í farþegafluginu, því að ljóst var, að aðrir flugvélafram- leiðendur voru langt á eftir með smíði sinna þota, þegar fyrsta Cometan var tekin í notkun. En reynzla Breta af þeirri Comet L varð dýrkeypt. Þeir misstu for- gjöfina en eiga samt heiðurinn af brautryðjandastarfinu — og það er ekki svo lítils virði. Benzínstífla gerði vart við sig ÞAÐ var skýrt frá því hér í blað- inu fyrir nokkrum dögum, að vörubíll frá Áburðarverksmiðj- unni hefði lent í hörðum árekstri við einn af vögnum strætisvagn- anna. Hafði vörubíllinn valdið allverulegum skemmdum á stræt isvagninum, sem ók eftir Hring- braut, sem er aðalbraut, en vöru- bíllinn hafði ekið á strætisvagn- inn, á horni Birkimels og Hring- brautar. Vörubílstjórinn hefur skýrt svo frá, að hajin hafi talið sig örugglega geta komizt yfir gatnamótin, áður en strætisvagn- inn bar að. En þá hafi benzín- stífla gert vart við sig, og vöru- bíllinn því ekki náð þeirri ferð, sem nauðsynleg var til að kom- ast klakklaust yfir Hringbraut. Skýringuna á því hve langt vöru- bíllinn rann eftir áreksturinn, taldi bílstjórinn vera þá, að við áreksturinn bilaði „kúplingin", svo og hemlarnir. Vörubíllinn var tryggður hjá Samvinnutryggingum, og mun tryggingafélagið bæta það tjón, er hlaust af þessum árekstri. Rit Hins íslenxka bók- menntafélags 1958 Njála í Islenzkum skáldskap, eftir Matthias Johannessen Skirnir og Annálar ÚT eru komin þrjú rit Hins ís- lenzka bókmenntafélags, 1958, Njála í íslenzkum skáldskap, eftir Matthías Johannessen, Skírnir, tímarit bókmenntafélagsins og Annálar 1400—1800. Bók Matthíasar Johannessen er gefin út sem hluti af Safni til sögu íslands og íslenzkra bók- mennta, en mun vera fáanleg sér. Eins og nafnið bendir til, fjallar bókin um áhrif Njálu á íslenzk- an skáldskap, þ. e. þau kvæði, sem ort hafa verið út af eða um sög- una, eða einstaka þætti hennar og persónur. Höfundur segir í eftirmála, að prófritgerð sín í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands vorið 1955, sé að nokkru stofninn í þessari bók, en annars hefir hann unnið að samningu hennar síðan 1956. Eins og kunnugt er, starfar Hafa mótmœlt 0 RÚSSAR hafa mótmælt þeim atburði, sem varð, þegar banda- rískir sjóliðar gengu um borð i rússneskan togara við Nýfundna- land til að leita orsaka þess, að sæsímastrengur var rifinn upp á svipuðum slóðum og togarinn var á. Bandaríkjamenn segjast at- huga mál þetta nánar. Matthías sem blaðamaður við Morgunblaðið, og hefir hann unn- ið að bókinni í frístundum frá því starfi. Bók þessi er merkilegt verk, og hefir ekki áður verið gerð slík heildarrannsókn á áhrif- um Njálu ú íslenzkan skáldskap. í Lokaorðum segist höfundur hafa komizt að raun um, að um enga íslenzka sögu hafi jafnmörg skáld ort eins og Njálu. „Stund- um var ekki laust við, að mér fyndist efnið algerlega ótæm- anadi“, segir Matthías um rann- sóknarefni sitt. <' •• In rb Það er 132. árgangur Skírnis, sem nú er kominn út. f tímarit- inu eru margar merkar greinar, svo sem venja er, og má af þeim nefna t. d.: Aldarminning dr. phil. Finns Jónssonar, eftir Hall- dór Halldórsson, íslenzk mállýzku landafræði, eftir Karl-Hampus Dahlstedt, Um gildi íslenzkra forn sagna, eftir Einar Ól. Sveinsson og grein eftir Peter Hallberg um Jón Thoroddsen og frásagnarlist íslendingasagna. Þá skrifar Bjarni Guðnason um Brávalla- þulu og Björn Sigurðsson um annarlega hæggenga smitsjúk- dóma. Auk þess eru ritfregnir og nokkrar greinar aðrar. í Annálum (V, 3.) eru nú lok j Espihólsannaáls (1781—1799), I Þingmúlaannáll (1663—1729) og Desjarmýrarannáll (1495—1766). skrifar úr daqleqq lifinu . Gamall Reykvíkingur skrifar: Um „Löngustétt“. AÐ er ágætt heitið á vonar- strætið okkar við sjávarsíð- una og skulum við gefa því það heiti, þó ekki sé það ennþá „kom- ið niður“ né uppbyggt á þessari jörð. Getur það samsvarað nafn- inu „Promenade“, sem slíkar breiðgötur gangandi fólks eru nefndar á erlendum málum, og er það altítt að slíkar götur séu lagðar fram með sjó eða vötn- um, þar aðgangur er að því lík- um stöðum nálægt þéttbýli. — Stundum eru þær eingöngu nefnd ar „lungu“ viðkomandi borgar — eins og reyndar líka víðáttumikl. ir skemmtigarðar stórborganna voru oft nefndir. Er hér hagar ekki þannig til, að hægt sé að veita borgurunum þá unun, að anda að. sér fersku lofti undir þéttum krónum hárra eika. Það er annars konar yndi, sem land vort veitir börnum sínum — landið, „þar sem víðsýnið skín“. En fyrst minnzt er á lungu, þá er það orð í tíma talað — því einmitt lungu borgarbúa þurfa á því að halda að njóta hins hressa og svala — hreina lofts úti við sjóinn, þar sem ryksins frá bíla- umferðinni og benzíngufunnar gætir ekki - svo ekki sé minnzt á sletturnar, sem dynja yfir vegfar- endur úr pollum gatnanna á rign ingardögum. Hvílík dásemd, ef unnt væri að komast hjá slíku í þessari nýtízkuborg! En góði Velvakandi! Hvernig gat þér dottið í hug að ætla að fara að gá að litafegurð og töfr- um fjallahringsins umhverfis Reykjavík á miðri góu — og það á þesari góu árisins 1959? Því þannig hefur hún hagað sér, að fæsta daga hefur séð út úr aug- unum fyrir hríðarkófi og illstætt fyrir rok;, mestan part! Ég er þér sammála um, að á þvílíkum dög- um er bezt að nota bíla sína — þeir sem þá eiga. En þó skulum við muna, að ennþá eru það all- flestir Reykvíkingar, sem enga bíla eiga. Fyrir þá tala ég. Svo má heldur ekki gleyma að búa sig vel á illviðrisdögum á íslandi — hattkúfurinn fauk, en vel fest h Jtta hefði ekki farið sömu leið! Ef til vill er það einn mesti kostur þessá lands, að hann elur upp í æskumönnum þess hetju- dug og kjark, sem unglingar ann- arra mildari loftslaga eiga ekki kost á að afla sér. Oft hef ég séð á glampandi augu og rósrauðar kinnar æskufólksins, sem veltist í snjónum og býður illviðrunum byrginn — en engan kost á þes.3, að kúldast inni í upphitum bíl- um, samanhniprað í lágkúruleg- um farartækjum nútímar.s. Skyldi ekki ísland brátt talið ó byggilegt, sökum kulda og ill- viðra, ef þessari bílaþróun held- ur áfram, án þess að spyrnt sé við fæti á einhvern hátt? Og svo skulum við róleg bíða vorsins, s:m nú er ekki langt undan — og skyggnast um í ná- grenni Reykjavíkur þegar láð og lögur taka á sig ævintýrablæ vorsins — rósrauðan, fjólubláan, fölrauðan eða glampandi eldlegan bjarma, á bak við jökulinn. Og þá er til’ ejdingin óendanleg — enginn verður leiður á litbrigðum vor- og sumarnátta við Reykja- vík — séð frá Löngustétt". Steinlagt ræsi — stétt. ÖMLUM Reykvíking lízt auð- heyrilega vel á þá hugmynd Velvakanda að kalla væntanlega sjávargötu Löngustétt. Til skýr- ingar fyrir þá, sem ekki eru jafn gamlir Reykvíkingar honum, má geta þess, að núverandi Austur- stærsti var á þeim tíma, þegar ar það var nánast bakstígur við húsin við Hafnarstræti, kallað Langastétt. Þá var grafið ræsi eftir endilangri götunni frá Að- alstræti út í Lækjargötu og var ræsið steinlagt og stundum hlerar yfir, m. a. til þæginda fyrir stúlk- urnar þegar þær voru að hella í ræsið, og var þetta því kallað stétt. Fyrsta opinbera nafnið á götunni mun þó hafa verið Aust- urstræti. Þessar upplýsingar fékk Velvakandi hjá Lárusi Sigur- björnssyni, forstöðumanni Skjala og Minjasafns Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.