Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 11

Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 11
Sunnuðseur 8. marz 1959 mnncr’vnr 4niÐ 11 Sjötugur 1 dag: Bjarni Snæbjörnsson læknir BJARNI Snæbjörnsson er fædd- ur 8. marz 1889 í Reykjavík, son- ur hjónanna Málfríðar Bjarna- dóttur og Snæbjörns Jakobsson- ar, en um ætt sína og uppvöxt hefir Bjarni samið ritgerð tileink aða móður sinni í bókinni „Móð- ir mín“ og vísast til þeirrar frá- sagnar. Bjarni útskrifaðist frá Háskóla íslands 1914, vann sem cand. við spítala í Danmörku frá 1915—17, að undanskildum nokkrum mán- uðum er hann var aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Patreksfjarðar héraði frá júlí 1914 til marz 1915. Hann settist að í Hafnarfirði sem „praktiserandi" læknir í maí 1917 og hefir dvalið hér síðan. Eru því liðin nær 42 ár síðan Bjarni Snæbjörnsson kom hingað fyrst til starfs sem læknir, en brátt fór hann að snúa sér að bæjarmálum og landsmálum, auk þess sem hann hefir starfað í margvíslegum félagsskap frá öndverðu. í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar var hann fyrst kosinn 1923 og sat þar í áratugi. Sem frambjóðandi Sjálfstæðisfiokks- ins kosinn þingmaður Hafnfirð- inga og sat á þingi 1931—1934 og 1937—1942, hann er einn af stofn endum Rauðakrossins og Krabba meinsfélagsins hér, félagi í mál- fundafélaginu „Magni“ frá stofn- un, í stjórn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, í stjórn „Rafha“ frá stofnun o. m. fl. Af þessu má sjá að í ýmsu hefir verið að snú- ast fyrir utan læknisstörfin. Lengi framan af hafði Bjarni fjölmargar sjúkravitjanir suður með sjó, vorú bæði samgöngu- tæki og vegir í slæmu ástandi, og var hann oft vakinn upp um miðjar nætur í misjöfnu veðri til þessara ferða, en slikt er ekki fýsilegt eftir langan vinnudag, en aldrei æðraðist læknirinn og lagði upp í ferðalagið hvernig sem á stóð. Dagurinn hefst með þvi að fara í spítalann til þess að gera uppskurði og líta eftir sjúkling- um þar, þá éru sjúkravitjanir út um allan bæ og móttaka á lækningastofu. Farsæll hefir Bjarni verið með afbrigðum í starfi. Ekki sýnist hafa verið mik- ill tímaafgangur til annarra starfa en iæknisstarfsins, en eins og áður er vikið að hafa auka- störfin verið umfangsmikil og auðsætt að oft hefir verið lítið um hvíld. Að visu hefir Bjarni haft aðstoðarlækni þegar hann sat á þingi og annriki var mest, en skyldurækni hahs er viðbrugðið og hafa því bæjarbúar falið hon- um ýmsar trúnaðarstöður, sem hann hefir rækt af kostgæfni og með löngum vinnudegi afkastað miklu starfi. Stjórnmálin eru tímafrek og þar sem Bjarni hefir um mörg ár verið þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og setið í bæjarstjórn fyrir hann og einnig unnið mikið annað starf í þágu flokksins, mætti ætla að Bjarni sé farinn að þreytast, en áhugi hans á þeim málum er æ hinn sami og telur hann ekki eftir sér að leggja enn á sig erfiði fyrir hin ýmsu hugðarefni sín. • Kvæntur er Bjarni hinni ágæt- ustu konu, Helgu Jónasdóttur kaupmanns frá Hníflsdál, eiga þau 2 dætur og 3 syni, sem öll eru gift og hin mannvænlegustu. Frú Helga hefir dyggilega stutt mann sinn með ráðum og dáð, heimilisstjórn og uppeldi barn- anna hefir eðlilega hvilt mest ó hennar herðum og hefir henni tekizt hvorttveggja með ágætum svo til fyrirmyndar er. Að endingu óska ég Bjarna vini mínum og fjölskyldu hans til hamingju með afmælisdaginn. Ingólfur Flygenring. MÉR hefir borizt til eyrna, að vinur minn, Bjarní Snæbjörnsson læknir i Hafnarfirði, eigi sjötugs- afmæli í dag. Áreiðanlega minn- ast margir Hafnfirðingar og aðr- ir þessa öðiingsmanns í dag, bæði í ræðu og riti — færa honum þakkir fjöldans í Hafnarfirði fyr- ir öll hans miklu og gifturíku störf í þágu einstaklinga og bæj- arfélags — og biðja honum allr- ar blessunar á þessum tímamót- um í ævi hans. Ég veit því, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, ef ég færi að skrifa hér langt mál, enda skal það ekki gjört. En þar í DAG er Bjarni Snæbjörnsson læknir sjötugur. 1 byrjun læknis- starfsins árið 1917 sezt hann að í Hafnarfirði og hefur átt þar heima síðan. Strax varð Bjarni aðsóttur læknir, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur og um alla Gullbringu- sýslu. Skömmu eftir að hann settist að í Hafnarfirði eða haust- ið 1918, barst hingað til lands sú hin mikla sótt, spánska veikin, og breiddist óðfluga um byggðir landsins. Má segja um þá tíma eins og stendur í kvæðinu >or- geir í Vík: „t minni er enn sú eymd og fár, sem yfir gekk þá tíð“. Eldra fólki hér í Vatns- leysustrandarhreppi eru enn í fersku minni, þau miklu veikindi er þá dundu yfir og allt heim- ilisfólk veiktist á mörgum bæj- um. En ekki verða þær minn- ingar svo raktar að menn minn- ist ekki með þakklæti og virð- 100 ára á morgun: Sreinunn Jónsdóttir STEINUNN JÓNSDÓTTIR, sem nú dvelur að Hvítárdal í Hruna- mannahreppi er 100 ára 9. marz. Steinunn fæddist á Drumbodds- stöðum í Biskupstungum 9. marz 1859. Foreldrár hennar voru Kristín Jónsdóttir og Jón Tómas- son, hjón sem bjuggu þar. Stein- unn átti tvö alsystkini og þrjú hálfsystkini, sem öll eru látin. Steinunn Jónsdóttir ólst upp í föðurhúsum og var í föður- garði, þar til hún giftist Bjarna Runólfssyni sveitunga sínum. Þau hjónin hófu búskap að Bolafæti í Hrunamannahreppi, en voru þar aðeins eitt ár, en eftir það fluttu þau aftur út í Biskupstungur og bjuggu þar á eftirtöldum bæjum: Vatnsleysu, Neðra-Dal og svo loks og lengst að Hólum, en eftir það fluttu þau aftur austur í Hrunamanna- hrepp og bjuggu að Gröf. Þar missti Steinunn mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjú börn, og eru tvö þeirra á lífi, Kristín Bjarnadóttir saumakona í Reykja vík og Guðjón Bjarnason bóndi til heimilis í Hruna. Eftir lát manns síns, fluttist Steinunn með Guðjóni syni sín- um að Jötu í Hrunamannahreppi, en þaðan að Hruna, og voru þau þá sambýlisfólk mitt. Má ég minnast þess með miklu þakk- læti, hve þetta sambýlisfólk mitt var gott dætrum mínum. Mér er minnisstætt hve oft og lengi dætur mínar léku sér hjá Stein- unni, og hve dæmalaust gott lag hún hafði á börnum, að spekja þau og halda þeim glöðum og rólegum hjá sér, þótt leikföngin væru ekki margbrotin. En börn- in renna eins og litlu lömbin á þá jötu, þar sem kærleikurinn og nærgætnin býr. Þegar prestssetrið í Hruna brann fyrir nokkrum árum, tók vinur minn, Tómas Þórðarson óðalsbóndi á Grafarbakka, Stein- unni til sín, og var hún hjá þeim hjónum um skeið. Nú er heimili Steinunnar hjá Dagbjarti bónda, að Hvítárdal í Hrunamanna- hreppi, og er hún hin ernasta að öðru leyti en því, að sjón hennar hefur brugðizt. Á þessu heimilí mun nú þetta stóra af- mæli hennar upp renna. Munu samtök vera um það, að heiðra hana og sjá um afmæli hennar á þessum merkisdegi. Þetta verður merkur og á- nægjulegur dagur hjá afmælis- barninu í Hvítárdal, enda nýtur hún þar umhyggju og ástúðar. Góða Steinunn! Við þökkum þér liðnu árin og Ijúfar minn- ingar. öll fjölskyldan hugsar til þín á þessum degi, og sendir þér óskir um Guðsblessun og hand- leiðslu. Jón Thorarensen. þessum erfiðu tímum að fá og fátækleg orð fá því ekki lýst. Þá var erfiðara að ferðast en nú er, mjór vegur og ógreiðfær, og hvergi bílfærir afleggjarar heim á bæina eða milli bæja og varð Bjarni að-fara það allt fót- gangandi, oft í slæmri ferð og misjöfnum veðrum. £ llar þessar torfærur og erfiðleika yfirsteig hann með karlmennsku og dugn- aði og var á ferðinni jafnt á nótt sem degi. Var þrek hans og út- hald nær óskiljanlegt. En það var sjúklingum og öðrum ómet- anlegur styrkur og öryggi, sú vissa, að Bjarni læknir brást aldrei, en gegndi ávallt kalli svo fljótt, sem auðið var. Sú kynslóð, sem nú er að alast upp lærir og festir sér í minni frásagnir þessara tíma, og sagan um læknisafrek Bjarna læknis á hörmungatímum spönsku veik- innar mun lengi í minnum höfð á Vatnsleysuströnd. Og síðan eru nú fjörutíu ár og öll þau ár hefur Bjarni verið læknir minn og míns heimilis og flestra hér í hreppi. Alla hjálp og umönnun hefur hann innt af höndum af svo mikilli alúð og umhyggju að mig brestur orð til að þakka það, svo sem vert er. Öll framkoma hans, hlý og örugg, í heimahúsum og sjúkra- húsum, er ógleymanleg og von- um við að fá að njóta þess enn um skeið. Eg færi Bjarna Snæbjörnssyni lækni hugheilar þakkir og óska honum, konu hans og börnum og afkomendum öllum Guðs bless- unar. — Erlendur Magnússon Kálfatjörn. sem ég fæ ekki tækifæri til í dag, að bera persónulega fram mínar afmælisóskir og þrýsta hönd af- mælisbarnsins, þá hefi ég brugð- að til þess ráðs að biðja Morgun. blaðið fyrir þessar fáu línur í til- efni af afmælinu. — Ég skal ekki telja hér upp þau margvíslegu störf, sem Bjarni læknir hefir innt af höndum á undanförnum áratugum. Það verður sjálfsagt gjört af öðrum. En þetta vildi ég mega segja, af þvi að það er satt: Hann hefir (leyst af hendi öll sín störf, smá og stór, með einstakri prýði bæði læknisstörf sem önnur. Og jafn- an og hvarvetna „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Að mak- legleikum hefir hann líka hlotið þau launin bezt, sem gefast þeim einum, er góðverk vinna, það er óskorað traust, ást og virðingu allra þeirra mörgu, sem notið hafa verka hans, velvildar og frá bærrar hjálpsemi. Og víst er um það, að það fer ekki milli mála, að Bjarni læknir hefur um langt skeið notið og nýtur enn almenn. ari vinsælda en nokkur annar maður í Hafnarfirði, að öllum öðr um góðum Hafnfirðingum ólöst- uðum. Þannig uppskera ekki aðr ir en góðir menn og göfugir. Ég vil svo að lokum flytja Bjarna lækni hugheilar þakkir fyrir tryggð hans og vináttu við mig, og allan drengskap mér auð sýndan á umliðnum áratugum. Sjötugum sendi ég honum mínar beztu hamingjuóskir og árna honum, hinni indælu konu hans frú Helgu Jónascjóttur, börn um þeirra og skyldúliði, árs og friðar á komandi tímum. Þorleifur Jónsson, Stykkishólmi ingu Bjarna Snæbjörnssonar. Með slíkri ósérhlífni og fórnfýsi vann hann sín læknisstörf á Húsfrúin á Löngu- mýri sjötug á morgun SJÖTUG verður á morgun 9. marz, húsfrú Ragnheiður Ágústs dóttir, Löngumýri á Skeiðum, en hún er elzt hinna kunnu Birt- ingaholtssystkina, og hefur búið á Löngumýri allan sinn búskap, í rúma fjóra áratugi. Maður henn ar er Eiríkur bóndi Þorsteinsson frá Reykjum á Skeiðum, kunnur maður og dugandi bóndi. Er ekki að efa að vinir þeirra hjóna minnast frá Ragnheiðar á þess- um merku tímamótum. Þau Ragnheiður og Eiríkur eiga barna láni að fagna, þau hafa komið til manns sex börnum sínum. Búnaðaimálasiólslrumvarpið afgreitt óbreytt til 3. umr. í e.d. FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deild- ar voru fjögur mál. Frumvörp um ríkisreikninginn 1956 og um tekjuskatt og eignarskatt voru til 3. umræðu og samþykkt umræðu- laust í einu hljóði- og þar með afgreidd til neðri deildar. Framhald 2. umræðu um frum- varp um Búnaðarmálasjóð. Páll Zóphóníasson og Sigurður Ó. Ól- afsson töluðu um málið og ítrekuðu það sem þeir höfðu sagt fyrr við umræðuna, eins og getið er annars staðar í blaðinu. — Atkvæðagreiðsla um málið fór á þann veg, að breytingartillaga Sigurðar Ó. Ólafssonar var felld með 11 atkv. gegn 3, fyrsta grein frumvarpsins var samþykkt með 11 atkv. gegn einu og frumvarp- inu vísað til 3. umræðu með 11 samhljóða atkv. Framhald 2. umræðu var um frumvarp um póstlög. Framsögu- maður samgöngumálanefndar, Björgvin Jónsson, kvaddi sér hljóðs og las bréf frá Magnúsi Jochumssyni, póstmeistara, þar sem hann svaraði fyrirspurnum, sem flutningsmaður frumvarps- ins, Alfreð Gíslason, hafði beint til nefndarinnar. Sagði í því bréfi m. a., að í alþjóðapóstsamn- ingum væri talið sjálfsagt, að pósthúsin fengju notuð frímerkL — Flutningsmaður frumvarpsins kvaddi sér hljóðs og kvað póst- stjórnina ekki geta talizt óvil- hallan aðila að þessu máli. Þá las hann áskorun frá félagi frí- merkjasafnara, þar sem skorað varr á Alþingi að samþykkja frum varpið. Meiri hluti samgöngumála- nefndar hafði lagt til að frum- varpinu yrði vísað til ríkisstjórn- arinnar og kom sú tillaga fyrst til atkvæða. Var hún felld með 7 atkv. gegn 7. Þá kom frumvarpið sjálft til atkvæða og var fyrsta grein þess borin upp og felld með 7 atkv. gegn 7 og var frumvarpið þar með úr sög- unni. Þrjú mál voru á dagskrá neðri deildar. Frumvarp um kosningar til Alþingis var til 1. umræðu og vísað með samhljóða atkvæðum til 2. umræðu og allsherjarríefnd- ar. Er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir þeim breytingum frá gild- andi lögum að kjörskrár skuli miðaðar við heimilisfesti manna 1. des. en ekki í febrúarmánuði. Þá skal ekki samin kjörskrá fyr- ir hverja kjördeild og gildistími kjörskrár skal teljast frá 1. maí til jafnlengdar næsta ár, en ekki frá 15. júní til jafnlengdar næsta ár, eins og nú er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.