Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 15

Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 15
Sunnudagur 8. marz 1959 MORCTJMiLAÐlÐ 15 Þórður Pétursson Minningarorb „Dáinn, horfinn, harmafregn hvílíkt orð mig dynur yfir en ég veit, að látinn lifir Það er huggun harmi gegn“. ÞETTA erindi kom mér í hug, þegar ég neyddist til að trúa því að Þórður Pétursson, skipstjóri á togaranum Júlí, væri ekki lengur í lifanda tölu. Þórður Pétursson var fæddur í Hafnarfirði 29. október 1916. Foreldrar hans voru Jóhanna Jóhannsdóttir og Pétur Þórðarson sjómaður í Hafnarfirði. Þórður missti móður sína er hann var tveggja ára og fluttist þá faðir faans ásamt móðurömmu Þórðar til Reykjavíkur og ólst hann upp hjá þeim. Ég kynntist Þórði Péturssyni vorið 1931, en þá var hann á 15. éri. Ég annaðist þá mjólkurflutn- inga frá Korpúlfsstöðum og það atvikaðist sv'o, að ég réð Þórð til þess að hjálpa mér við mjólkur- flutningana. Þá þegar komst ég í kynni við hjálpfýsi, óleti og sam vizkusemi Þórðar. Þetta sumar spjölluðum við margt saman og meðal annars spurði ég hann hvað hann ætlaði að verða, þegar hann yrði stór. Hann svaraði hik- laust, að hann ætlaði að verða sjó maður, og hafði þegar ákveðið að hann vildi verða skipstjóri. Það var auðfundið að hér fylgdi hug- ur máli. Ég sagði þá við hann, að hann ætti þá að muna eftir mér og leyfa mér að fara ein- hverntíma með sér á sjóinn til að ég gæti séð, hvernig honum færi stjórn skipsins úr hendi. Hann hét því og efndi það heit, og verður það mér ógleymanleg ánægjuför. Þetta urðu okkar fyrstu kynni og þau urðu áður skipstjóri en langt leið að einlægri vináttu, sem hélzt óslitið alla tíð meðan við lifðum báðir. Þórður fór á sjóinn árið 1934 og var um ^keið með Karli Guð- mundssyni skipstjóra á togaran- uín Kára. Hann fór síðar í Sjó- mannaskólann og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi 1939, með ágætiseinkunn. Árið 1940 gerðist Þórður stýrimaður á tog- aranum Rán, en árið 1942 flytur hann til Patreksfjarðar og var næstu þrjú árin á togaranum Gylfa. Á þeim árum sigldi hann sem stýrimaður á Gylfa, þegar hann var í ferðum til Englands. Árið 1945 flytur Þórður aftur til Reykjavíkur og var ýmist stýri- maður eða skipstjóri á ýmsum skipum þar til árið 1948, að hann verður stýrimaður hjá Jóhanni Stefánssyni skipstjóra á togaran- um Geir. Þár er hann til 1952 er hann verður skipstjóri á Júlí og var það æ síðan. | Árið 1940 giftist Þórður, en þau hjónin slitu samvistum fyrir nokkru. Börn þeirra eru þrjú, tveir drengir og ein stúlka. Varla mun það hafa komið fyr- ir allt frá því að Þórður gerðist sjómaður, að hann hafi ekki ýmist gert boð eftir mér, komið, eða símað til mín í hvert sinn, er hann kom í land, hvort heldur var í Reykjavík eða Hafnarfirði. Hann sýndi mér vinarhót á marg ann hátt, en minnistæðast og ánægjulegast þótti mér að vera samvistum við hann og spjalla um þau mál, er okkur voru báð- um hugleikin. Við það skapaðist gagnkvæmt trúnaðartraust, sem aldrei brást. Það var ánægjulegt að eiga hann fyrir heimilisvin og ekki hefur neinn óvandabund- inn maður orðið mér jafn kær og mundi mér eigi hafa þótt vænna um hann, þótt hann hefði verið sonur minn. Þórður var fágætur hófsmaður og reglumaður í hví- vetna, bæði í blíðu og stríðu. Hann var frekar dulur í skapi, orðheldinn, óáreitinn og hjálpfús. Þegar hann fékk mannaforráð á skipum leituðu ýmsir til hans, sem áttu í vök að verjast eða bágt áttu á ýmsan hátt og föluðu af honum skiprúm. Eigi munu þeir fáir, sem fóru frá honum með meiri trú á lífið, en þeir höfðu, þegar þeir komu til hans og minnast með þakklæti þess, er hann hefur fyrir þá gjört. Rétt áður en Þórður lagði af stað í síðustu veiðiför sína, kvaddi ég hann glaðan og hress- an í bragði og höfðum við þá sem oftar eigi aðeins rætt um fortíð og nútíð, heldur einnig um fram- tíðarhorfur, sem báðir hugsuðu gott til. En segja má með sanni, að margt fer öðruvísi en ætlað er. Enda þótt ýmissa veðra sé von á þessum tíma árs og þá eigi sízt á þeim fjarlægu fiskimiðum, þar sem íslenzki togaraflotinn leitaði að björg í þjóðarbúið þá hvorugum okkar hafa komið til hugar, að þetta mundu vera síð- ustu samfundir okkar. Þórður hafði ráðgert að ég færi með honum til útlanda næst þeg- ar hann færi í söluferð. En þessi ferð verður aldrei farin. Hann, þessi einlægi og trausti vinur minn, átti aðra ferð fyrir hönd- um og það var síðasta ferðin hans, ferðin til annars heims. Tregi minn mildast við endur- minningar fjölmargra ánægju- legra samverustunda öll þau ár, er leiðir okkar lágu saman. En söknuður minn og heimafólks míns er mikill og það eru fleiri en við, sem berum harm í hljóði: Faðir hans, börnin hans og aðrir, er nutu drengskapar hans og for- sjár, eiga um sárt að binda. En leiðir okkar liggja fyrr eða síðar yfir landamæri lífs og dauða, og er þá gott að lifa í þeirri von að hitta aftur góða vini. í þeirri trú kveð ég þennan drenglundaða vin minn. Jón Vigfússon. Xveðja frá unnustu' Mér finnst nú, vinur, sé fokið í skjól 1 og forlögin reynist mér hörð, j Þú varst mér sem geisli af vorsins sól, er vermir frostkalda jörð. I — Launi þér Guð fyrir gengna tíð og gefi þér friðsæla höfn. Ég veit að við fáum að finnast um síð, þá farin er ævinnar Dröfn. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, er tangtum ódýrr.ra að auglýsa í Mcrgunblaðinu, en j öðrum biöðum. — Húsnœði 150—300 ferm. húsnæði fyrir skrifstofur eða iðnað til leigu. Tilboð merkt: „Austurbær—5378“, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. Stúlka vön vélritun, óskast til skrifstofustarfa. Umsóknir, sem tilgreini menntun, stairfs- reynslu og kaupkröfur sendist til TRAUST h.f. Pósthólf 10. % LESBÓK BARNANNA Njúlshrenna og hefnd Kára XS. Þá téku Skarphéð- Inn og Kíri og Grímur brand- ma, jaliukjétt lem ofan duttu, •g skutu k þi, og gekk k því im hri«. H skutu þeir spjét- ■m inn aS þeim, en þeir tóku »U & loftl og sendu út aftur. Flosi baS þá hætta aS skjöta, — „þvi aC oss munu öll vopna- ikipti þungt ganga viS þá. Megið þér vei biSa þess, er eidurinn vinnur þá". Þá féUu ofan stórviðirnir úr rsefrinu. K. SkarphéSinn mælti: — „Mú mun faSir minn dauSur vera, og hefur hvorki heyrzt tU hans stuna eSa hðsti". SiSan gengu þeir í skálaend- ann. Þar var fallið ofan þver- tréð og brunniS mjög i miðju. K&ri mælti tU SkarphéSins: „Hlaup þú hér út, og mun eg beina að meS þér, en ég mun hlaupa þegar eftir". ★ 17. SkarphéSinn mæltl: — „Þú skalt hlaupa fyrri, en ég mun þegar á hæla þér“. „Ekki er þaS ráð", seglr Kári, „því aS ég má vel kom- ast annars staðar út, þó að hér gangi eigi“. „Eigi vU eg það“, seglr Skarphéðinn, „hlaup þú út fyrri, en eg mun þegar á eft- ir“. Kári mæltl: Sá mun nú skiln aður með okkur verða, að við munum aldrei sjást síðan". 18. „Það hlægir mig“, segir Skarphéðinn, „ef þú kemst i braut, mágur, að þú munt hefna vor“. Þá tók Kári einn stokk log- andl í hönd sér og hleypur dt eftir þvertrénu. Slöngvar hann þá stokknum út af þekjunni, og féll hann ofan að þeim, er úti voru fyrir. þeir hlupu þá undan. Þá loguðu klæðin öll á Kára og hárið. Ilann steyp- ir sér þá út af þekjunni og stiklar með reyknum. ★ Fró. yngstu höfundunum: — Ritgerðasamkeppni — 14. Ævintýrið um kónginn og dreknnn EINU sinni fyrir löngu síðan, var ákaflega ríkur konungur. Og hann var líka bæði nízkur og á- gjarn. Hann tímdi ekki að láta öðrum líða vel, en lifðu sjálfur góðu lífi. Hann var ógiftur, en var að hugsa um að fara að gifta sig. Hann tímdi ekki að kosta neinu til sjálfur, en vildi að faðir stúlkunnar borgaði allt saman. Hann lét boð út ganga að allar auðug- ustu og fallegustu stúlk- urnar kæmu til borgar- innar og gengju fyrir hann, svo að hann gæti valið úr. En honum leitst ekki vel á neina þeirra. Þá fór hann að ferðast um landið og kom loks að fagurri höll. Hann gekk inn og þá sá hann að ung stúlka sat þar í hásæti. Hún sýndist mjög j döpur. Konungur spyr hana, því hún sé svo döp- ur. Hún segir, að galdra- kerling hafi lagt það á sig, að hún skyldi aldrei brosa, fyrr en einhver góður og gjafmildur mað- ur kæmi og giftist henni. Konungurinn hugsaði sig um dálitla stund og hélt síðan heim aftur. Þegar þangað kom, gaf hann fátæklingunum alla peninga sína. Svo hélt hann aftur til hall- arinnar fögru. ★ Þegar þangað kom, var dreki einn búinn að ræna stúlkunni. Konungurinn elti þau nú og drap drek- ann. Síðan flutti hann > stúlkuna heim og giftist henni, og^lttu þau síðan góða ævi og lifðu í mörg. ár, og geta víst verið lif- andi ennþá. Dísa, 10 ára. Konungurinn elti drek ann og drap hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.