Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 23

Morgunblaðið - 08.03.1959, Side 23
Sunnudaffur 8. marz 1959 MORGZINBL AÐIÐ 23 Frá húnaðarþingi: Breyting á jarðrœktarlögunum og stofnun elliheimila í sveit Sýning Kára Eiríkssonar og ættingja, þegar þess er kost- ur, en reynslan sýnir að það er í mörgum tilfellum ekki mögu- legt. Þessu fólki, sem ekki get- ur dvalið á einkaheimilum er oft mjög óljúft að flytjast á burt úr sveitunum til að eyða ævikvöld- inu og mundi fremur kjósa að fara á dvalarheimili, sem stað- sett væri í sveit. Búnaðarþing skorar því á félagsmálaráðherra að skipa nefnd í samráði við Búnaðar- félag íslands og Tryggingar- stofnun ríkisins, er tæki til at- hugunar og skipulagningar, á hvern hátt bezt verði fyrirkom- ið vinnu- og dvalarheimilum í sveitum fyrir aldrað fólk. Verði þess gætt í því sambandi, að aldrað sveitafólk geti, ef það hef- ir vinnuorku, haft hennar not við störf, sem það hefir vanizt, jafnframt sem því verði séð fyr- ir aðstöðu til hjúkrunar og lækn- ishjálpar ef þörf er á. FUNDUR búnaðarþ. s.l. fimmtud. dag hófst með því að dr. Halldór Pálsson sauðfjárræktarráðunaut- ur flutti erindi um þróun sauð- fjárræktarinnar síðustu 25 árin og framtíðarhorfur hennar. Þá var lagt fram nýtt mál, frumvarp til laga um kornrækt. Frumvarp um bændaskóla. Þá afgreiddi búnaðarþing frá sér frumvarp til laga um bænda- skóla. Urðu engar umræður við þessa síðari umræðu málsins og voru breytingartillögur allsherj- arnefndar samþykktar. Skýrt hefir verið frá helztu breyting- um á frumvarpinu í fréttum frá þinginu hér í blaðinu. Þá afgreiddi búnaðarþing er- indi B. S. Skagfirðinga um breyt- ingu á jarðræktarlögunum. — Nokkrar umræður urðu um mál- iö og komu fram raddir gegn ályktuninni. Hún var þó sam- þykkt svohljóðandi með 17 atkv. | gegn 2: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að hluiast til um að flutt verði á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á jarðræktarlögum á þá lund, að upp í lögin verði tekið heimildarákvæði til 10 ára, er leyfi ræktunarsamböndum að koma upp stofnsjóðum, ef meiri hluti félagsmanna samþykkir. Stofnsjóðirnir verði myndaðir þannig, að hver félagsmaður leggi til þeirra árlega 3% af með- teknu ríkisframlagi samkvæmt jarðræktarlögum. Framlag þetta verði séreign hvers félagsmanns og ávaxtast hjá sambandinu sem stofnfé þess. Stofnsjóðseign félagsmanna fellur til útborgunar, ef hann bregður búi eða flytur brott af sambandssvæði og við andlát.“ Elliheimili í sveit. Þá afgreiddi þingið erindi Þór- arins Helgasonar varðandi elli- heimili í sveit. Samþykkt var svohljóðandi ályktun: „Búnaðarþing telur æskilegast að aldrað sveitafólk geti dvalið á heimilum sínum meðal barna utan laugardagina 7. þ.m. Giiðbjörg Þor- bjarnardóttir fer á „dónsku leikaravikuna64 FÉLAGI íslenzkra leikara barzt fyrir skömmu boð frá Danska leikarasambandimu og hr. Kesby, framkvæmdastjóra á Hotel Rich- mond í Kaupmanaahöfn, þess efn is að Félag íslenzkra leikara er boðið að senda einn leikara á dönsku leikaravikuna og verður hún haldin dagaaa 9.—15. marz næstkomandi. Þetta er 5. árið í röð, sem Danir halda norrsena leikaraviku og hafa þær erðiS mjög vinsæl- ar og.gagnlegar fyrir þátttakend- ur. Ungfrú GuðbjSrg Þorbjarnar- dóttir verður fulltrúi íslenzkra leikara á „dönsku leikaravik- unni“ að þessu sinni, og fór hún Ekki er ofsögum sagt af þvi, aff leikritiff „A yztu nöf“, sem nú er sýnt í Þjóðleikhusinu, hafi vakiff umtal og deilur. — Leikdómari Mbl. sagði i dómi sínum, að sjaidan hefði hann notiff sýningar í jafnríkum mæli. Ellefta sýning á leikritinu •r í kvöld. Á myndinni eru tveir aðalleikendurnir, Herdis Þorvaldsdóttir (Sabina) og Valur Gíslason (Antrobus). Þá verði gerð áætlun um þörf dvalarheimila fyrir aldrað fólk og ákveðið með lögum, að ríkið styðji stofnun slíkra heimila með stofnstyrkjum í svipuðu formi og nú eru veittir til bygg- ingu sjúkrahúsa í landinu.“ Þá var til fyrri umræðu er indi Sveins Guðmundssonar varðandi útrýmingu vargs í varp löndum. Til fyrri umræðu var erindi Klemenzar Kristjánssonar um stófnun grasmjölsverksmiðju. -i- Flutti Klemenz fróðlegt erindi um för sína til Noregs sl. sum- a-r en þar kynnti hann sér starf- semi slíkra verksmiðja og skoð- aði þrjár þeirra af mismunandi gerðum og sem reknar eru með ólíkum hætti. Ályktun jarðræktarnefndar felur í sér að stjórn B. í. leiti samstarfs við tilraunastöðina á Sámsstöðum, Samband íslenzkra samvinnufélaga og Rannsóknar- ráð ríkisins um að athugaðir verði möguleikar á stofnun og starfrækslu grasmjölsverk- smiðju. Miimingagjafa- sjóður Land- spítala Islands AÐALFUNDUR Minningagjafa- sjóðs Landspítala íslands var haldinn 10. febr. s.l. Gjaldkeri sjóðsins lagði fram endurskoðaða reikninga fyrir árið 1958. Á árinu hafði kr. 52.100,00 ver- ið varið úr sjóðnum til styrk- þega, sem leituðu sér læknis- hjálpar erlendis. Fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram árið 1931, og alls hafa sjúkra styrkir numið kr. 698.977,50. Fyrstu árin var styrkveitingum aðallega varið til styrktar sjúkl- ingum, er dvöldust á Landspít- alanum og voru ekki í sjúkra- samlagi né nutu styrkja annars staðar frá. En er sjúkrasamlögin náðu almennri útbreiðslu, fækk aði umsóknum. Stjórnarnefnd minningagjafasjóðsins fékk því árið 1952 staðfestan viðauka við 5. gr. skipulagsskrár sjóðsins, þar sem heimilt er að styrkja til sjúkradvalar erlendis þá sjúkl- inga, sem ekki geta fengið full- nægjandi læknishjálp hérlendis að dómi yfirlækna Landspítal- ans, enda mæli þeir með styrk- umsókn sjúklingsins. Síðan hefur styrkjum að mestu leyti verið út hlutað samkvæmt þessu ákvæði. Minningarspjöld sjóðsins eru afgreidd á þessum stöðum: Land- síma íslands, Verzl. Vík, Lvg. 52, Bókum og ritföngum Austur- stræti 1 og á skrifstofu forstöðu- konu Landspítalans. Umsóknir skulu sendar til for- manns sjóðsins frú Láru Árna- dóttur Laufásvegi 73, er gefur nánari upplýsingar. Sjóðstjórnin færir öllum þeim, sem stuðlað hafa að velgengni sjóðsins og gert styrkveitingarn- ar mögulegar, alúðarfyllstu þakk ir. KÁRI Eiríksson er aðeins tutt- ugu og fjögurra ára gamall og hefur dvalizt erlendis við listnám að undanförnu. Nú hefur hann efnt til sýningar á verkum sínum í Listamannaskálanum, og er það fyrsta sjálfstæða sýningin, er Kári heldur í Reykjavik, en áður hefur hann sýnt verk sín á ítalíu, þar sem hann stundaði nám. Það ber margt á góma á þess- ari sýningu Kára, og gefur hún góða mynd af því, hvar hann er á vegi staddur í list sinni. Hann sýnir þarna fjölda verka: olíu- myndir, vatnslitamyndir og teikn ingar, og er árangurinn nokkuð misjafn. Beztum árangri virðist hann ná í olíumálverkunum. Þar nær hann beztum tökum á með- ferð efnisins, og liturinn er til þrifameiri en i öðrum verkum hans. Kára lætur vel að marg vinna sama verkið og byggja það í formi og lit, smátt og smátt, en einmitt þetta atriði er veiga- mikið fyrir þroska hvers lista- manns og skiljanlega stór þáttur í því, að persónulegur og sjálf- stæður stíll nái að skapast. Það er mikils vert fyrir hvern þann. er fæst við listir, að finna strax í byrjun, hvaða efni fellur bezt að hæfileikum hans. Það er fljótséð, að Kári Eiríks- son hefur hæfileika sem málari, og hefur konum þegar tek- izt að skapa nokkur verk, sem eru aðlaðandi í litabyggingu og sýna, að hann vinnur á lifandi og skemmtilegan hátt, Það eru margir snarpir sprettir í þessari sýningu, sem maður óskar ósjalf- rátt eftir, að verði teknir fastari tökum og verði málaranum til- efni til nýrra og meiri viðfangs- efna. Það væri ósanngjarnt, að krefjast þess af svo ungum manni sem Kára Eiríkssyni, að hann væri þegar fullmótaður. En það er gleðilegt að sjá þann mikla mun, sem er á fyrri og síðari verkum Kára. Það, sem hann hef- ur unnið síðan hann kom heim frá námi, er í alla staði mikiu betri myndlist en verkin frá náins árunum, og er hér um skemmti- lega framför að ræða. Flest verk Kára eru gerð undir sterkum áhrifum frá íslenzkum staðháttum og í innsta eðli sínu tilbrigði um landslag. Honum tekst að samrýma þessi áhrif myndbyggingu sinni á skemmti- legan og lipran hátt, þar sem tilfinning hans sjálfs nær að njóta sín, án þess að vera þvinguð af fyrirmyndunum. Slík vinnubrögð eru myndræn og góð undirstaða hjá ungum listamanni. Að sjálfsögðu má margt að þessari sýningu finna, en ég læt nægja að fullyrða það eitt, að betur hefði Kári getað vandað val verka sinna og þannig komið saman betri sýningu. En það er ekkert nýtt, að ungir menn eigi erfitt með val verka á fyrstu sýningar, og eðlilegt í alla staði. Slíkt lærist oft með aldri og þroska, sem annað í listum. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér verk þessa unga málara. — Sýningin er skemmtileg og fjör- leg. Kári getur vel unað þann áfanga, sem hann hefur náð, en það er undir honum sjálfum kom- ið, hve mikið hann færist í fang í framtíðinni og hvernig hann notfærir sér þá reynslu og þroska, sem hann hefur nú sameinað hæfi leikum sínum. Valtýr Pétursson. DREGIÐ verður í 3. flokki á þriðjudag. Vinningar eru 845, samtals 1.095.000 krónur. Vinn- ingar héðan frá til ársloka eru 14.690.000 krónur. A Beirut — Innanríkisráðherra Líbanons tilkynnti, að herflug- vélar mundu varpa matvælum niður til 200 barna, sem hafa einangrazt vegna fannkynngis á hæli fyrir munaðaxleysingja, sem þýzkir kristniboðar reka í Khir- bet Kanfar, nálægt landamærum Líbanons og Sýrlands. ★ Vínarborg. — Þrír karlmenn og eina kona, sem sökuð voru um samvinnu við þýzku gestapo- mennina á stríðsárunum, voru nýlega dæmd i 11 til 24 ára fangelsisvistar af tékk- neskum dómstól, samkvæmt fréttum útvarpsins í Prag. Innilega þakka ég auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall konu minnar KRISTlNAR STEFANSDÓTTUR og AÐALSTEINS sonar míns, sem fórst með b/v Júlí. Júlíus Jónsson, Hítarnesi, Hnappadalssýsiu. Útför mannsins míns AAGE L. PETERSEN verkfræðings, Bergstaðastræti 38, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. þ.m. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Guðný Petersen. Elskuleg eiginkona mín og móðir BJÖRG GÍSLADÓTTIR Vesturbraut 21, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 9. marz kl. 1,30 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Isleifur Guðmundsson, Jórunn Isleifsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir TÓMAS KRISTINN JÓNSSON frá Sómastaðagerði, sem andaðist 3. marz s.l. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 10. marz kl. 10,30 f.h. Kirkju- athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Börn og tengdaböm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.