Morgunblaðið - 21.03.1959, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. marz 1959
Úr rœðu Vilhjálms Þórs aðalbankastjóra r gœr
,,V/ð reynum að
mikið of fljótt"
Nauðsynlegt að skapa meiri trú á gildi
eigin peninga og skapa jafnvœgi milli
verðlags hér og r nágrannalöndunum
í GÆR staðfesti Gylfi Þ.
Gíslason, viðskiptamálaráð-
herra, reikninga Seðlabank-
ans fyrir árið 1958. í tilefni
þessa hélt framkvæmdastjórn
Seðlabankans hádegisverðar-
boð, þar sem m. a. voru boðn-
ir forsætisráðherra, viðskipta-
málaráðherra, forráðamenn
banka og sparisjóða og fleiri
gestir. — Voru reikningar
bankans lagðir þar fram, og
við þetta tækifæri flutti Vil-
hjálmur Þór, aðalbankastjóri
Seðlabankans, ræðu, þar sem
hann gerði að umtalsefni
rekstur bankans og efnahags-
mál þjóðarinnar almennt.
Gott ár
Hóf hann mál sitt með að geta
þess, að rekstrarafkoma Seðla-
bankans hefði orðið allmiklu
betri 1958 en árið áður. Væri
nettóhagnaður nú kr. 17.389.547,
68. — Síðan sagði Vilhjálmur
Þór, að árið 1958 hefði yfirleitt
verið gott ár til lands og sjávar.
Framleiðsla landbúnaðar- og
sjávarafurða hefði aukizt mikið
á árinu, sala erlendis verið greið
og verðlag yfirleitt ekki óhag-
stæðara en áður. En þrátt fyrir
svo hagstæðar aðstæður hefði
verið við erfiðleika að etja í efna
hagsmálunum ekki síður en und-
anfarin ár. — Útflutningssjóðs-
lögin hefðu náð tilgangi sínum að
nokkru, en í kjölfar þeirra hefði
siglt „alda víxlhaekkana verðlags
og kaupgjalds, sem þegar væri
búin að éta upp mestallan ávinn-
ing efnahagsráðstafananna, ef
þessi óheillaþróun hefði ekki ver
ið stöðvuð i byrjun þessa árs
með víðtækum niðurgreiðsluráð-
stöfunum“.
Ú tlánaaukningin
Þá ræddi aðalbankastjórinn ýt-
arlega um útlánaaukningu banka
og sparisjóða á árinu 1958 og
kvað hana hafa numið fyrir
bankakerfið í heild um 20%, sem
væri miklu meira en aukning
þjóðartekna. — Ræddi hann síð-
an áfram um þessi mál í einstök-
um atriðum og lagði fram marg
ar tölur til glöggvunar og skýring
ar, sem ekki verða raktar hér að
sinni.
Við lok þessa þáttar ræðu sinn
ar sagði Vilhjálmur Þór síðan:
„Þegar óhófleg aukning útlána
Bókmenntakynn-
ing í háskólanum
SUNNUDAGINN 22. marz kl.
14,30 efnir Stúdentaráð Háskóla
Islands til bókmenntakynningar
í hátíðasal háskólans. Helgi Sæ-
mundsson ritstjóri flytur erindi
um íslenzkan sagnaskáldskap síð
asta áratugs. Guðmundur Steins-
son og Jónas Árnason lesa úr
verkum sínum. Ennfremur mun
Þórarinn Guðnason læknir lesa
eftir Indriða G. Þorsteinsson og
Bemharður Guðmundsson stud.
theol. les eftir Geir Kristjánsson.
Þetta er önnur bókmennta-
kynningin, sem Stúdentaráð Há-
skóla íslands efnir til á þessu
skólaári. Hin fyrri var á verkum
Þórbergs Þórðarsonar, og var
hún mjög fjölsótt.
Öllum er heimill aðgangur að
bókmenn taky nnin g um
heldur áfram ár eftir ár verður
þetta til þess, að upp ganga all-
ir gjaldeyrisvarasjóðir eða jafn-
vel, að í stað þeirra komi þungar
skuldabyrðar. Af þessu leiðir
svo, að öll teygja hverfur úr fjár
málakerfi þjóðarinnar, svo að
hætt er við, að ekki verði nokkur
leið að auka útlánin, þegar þess
getur orðið brýn þörf síðar til að
koma í veg fyrir atvinnukreppu.
Allmörg síðustu ár hafa í raun-
inni verið svo hagstæð íslend-
ingum, að það verður að teljast
raunalegt, að ekki skuli hafa tek
izt að halda betur á gjaldeyris-
forða þjóðarinnar en raun ber
vitni“.
Greiðsluhalli — erlendar skuldir
Þá ræddi hann um greiðslu-
hallann' við útlönd, sem væri
„ein alvarlegasta afleiðing verð-
bólgunnar og hins óhóflega kapp-
hlaups um framkvæmdir og fjár
festingu“, og skuldasöfnunina er*
lendis.
Kvað hann heildarskuldir lands
ins um síðustu áramót hafa num-
ið 861 milljón króna, en greiðsl-
ur vaxta og afborgana af erlend-
um lánum hefðu numið 89 millj.
kr„ og útlit væri fyrir, að slíkar
greiðslur færu á þessu ári upp í
129 milljónir, og væru þó ekki
taldar þar með afborganir af E.
P.U. skuld, sem enn væri ósam-
ið um en þær greiðslur gætu
numið 10—15 millj. kr. á árinu.
Hann kvað enga von til þess,
að unnt yrði „að fullnægja eftir-
spurn eftir erlendum gjaldeyri j
neitt nærri því til fulls að óbreytt
um aðstæðum innanlands". Og
sagði síðan:
„Seðlabankinn hefur þess
vegna beitt sér fyrir því, að gerð
ar yrðu sem rækilegastar áætl-
anir um úthlutun gjaldeyris á
árinu til þess að forðast vand-
ræði og tryggja sem bezta notkun
þess gjaldeyris, sem til ráðstöf-
unar getur orðið. Slík áætlun hef
ur nú verið gerð af viðskipta-
málaráðuneytinu í samvinnu við
Kvcikjulásinn var
ekld læstur
BÍLEIGANDI einn lá heldur en
ekki í því í fyrrinótt, er bilnum
hans var stolið. Hélt maðurinn
sig hafa örugglega læst kveikju-
lásnum í bílnum, en það er
Chevrolet 1950, en svo reyndist
bára ekki vera. Þjófurinn gat
því farið inn í bílinn sem var
opinn og ekið honum á brott. Rn
ökuförin mun ekki hafa orðið
löng, því bíllinn fannst utan við
Kleppsveginn allmikið skemmd-
ur í gærmorgun, en hafði verið
stolið á Rauðalæk. Hefur bílnum
verið ekið út af veginum á ofsa
hraða, því hann hefur skröngl-
azt yfir stórgrýti og virðist hafa
farið í loftinu yfir 1 m. breiðan
skurð, síðan enn áfram yfir urð
og grjót, 40 metra leið. Var bíll-
inn mikið skemmdur að neðan
eftir þessa þjösnalegu meðferð.
Eigandinn hafði ekki athugað að
kveikjulásinn á bílnum er þrí-
skiptur og eigi læstur fyrr en
búið er að snúa lyklinum kvart-
snúning til vinstri frá lóðréttri
stöðu. Kvað rannsóknarlögregl-
an sér kunnugt um að menn sem
ættu þessa árgerð Chevroletta,
gerðu sér þetta ekki almennt
Ijóst. Bílþjófurinn var ófundinn
gera of
Seðlabankann og aðra aðila, sem
um framkvæmd þessara mála
fjalla".
Flýtum okkur of mikið
I lok ræðu sinnar mælti svo
Vilhjálmur Þór á þessa leið:
„Að lokum þykir mér rétt enn
einu sinni að benda á, að öll þessi
vandræði okkar, verðbólga, of-
þensla í efnahagskerfi, gjald-
eyrisskortur og vaxandi skulda-
byrði við útlönd, allt stafar þetta
af því, að við flýtum okkur of
mikið. — Við reynum að gera of
mikið of fljótt.
Til þess að draga úr kapp-
hlaupinu um fjárfestingu, til
þess að minnka eyðslu, til þess
að auka sparnað er umfram allt
nauðsynlegt að skapa meiri til-
trú til gildis okkar eigin pen-
inga og skapa jafnvægi milli
verðlags hér á landi og í ná-
grannalöndum okkar.
Eins og framtekið var hér áð-
ur, geta bankar og sparisjóðir
ekki lánað, eins og þeir hafa gert
fyrirfarandi, ekki lánað meira en
orðið er, nema þeir fái aukna
peninga til umráða, en það verð-
ur vart nema sparisjóðsmnstæð-
ur aukist. Það er því sérstök að-
kallandi þörf að gera ráðstafanir
til þess, að svo verði. Þær pen-
ingalegu aðgerðir, sem hægt er að
grípa til með það fyrir augum að
bæta hag sparif járeigenda og til
aukningar sparifjár, ætla ég að
séu einkum líklegastar, önnur sú
að verðtryggja spariféð, og sé
verðtrygging bundin við gull eða
annan verðmæli, sem telja verð-
ur álíka öruggan, hin leiðin að
hækka vexti verulega um stund-
arsakir, meðan verið er að skapa
jafnvægi í efnahagsmálum okkar,
eða báðar leiðir séu farnar sam-
tímis“.
1 HÆSTARÉTTI er genginn dóm-
ur í máli sjö manna, sem heima
eiga suður í Keflavík og á Kefla-
víkurflugvelli. Það er ákæruvald-
ið, sem málið höfðaði gegn
mönnum þessum, ýmist fyrir að
hafa selt áfengi eða látið
kaupa fyrir sig áfengi, sem þeir
hafa ætlað til sölu. Allir voru
mennirnir dæmdir í fésektir, mis-
munandi háar, eða frá 400 krón-
um til kr. 32,850,00. Þá var
mönnunum gert að greiða allan
sakarkostnað fyrir Hæstarétti.
Forsaga máls þessa er sú að 1.
febrúar 1957 fór yfirlögreglu-
þjónninn í Keflavík, Sigtryggur
Árnason, til Reykjavíkur í bíl
með þrjá fanga. Á leiðinni mætti
hann bifreiðinni Ö-68. Hafði, að
sögn yfirlögregluþjónsins, leikið
grunur á því að bíll þessi hafi
verið notaður til áfengisflutn-
inga til Keflavíkur í stórum stíl.
Yfirlögregluþjónninn hringdi á
lögregluvarðstofuna í Keflavík og
lagði fyrir lögreglumenn þar að
stöðva bílinn og að farmur hans
yrði athugaður. Þetta var svo
gert. Auk ýmiss konar varnings
fundu lögreglumenn 15 kassa af
áfengi og einn áfengispakka, alls
165 flöskur, sem allar báru
merki Á. V. R. Lagði lögreglan
hald á þessar birgðir. Bílstjórinn
á bíl þessum skýrði svo frá, að
hann hefði keypt mest allt þetta
áfengi fyrir bílstjóra í Keflavík.
Við athugun kom í ljós að vín-
birgðir þessar áttu þessir menn:
Angantýr Agnar Áskelsson, bíl-
stjóri, Daníel Þór Emilsson, bíl-
Ingibjörg Iljartardóttir Líndal.
I heimsókn
ettir 30 ár
MARGIR íslendingar, sem gist
hafa New York á undanförnum
árum, kannast við Ingibjörgu
Hjartardóttur Líndal, eða Ingi-
björgu Halldórsson, eins og hún
heitir, þegar hún er heimsótt
ytra. Ingibjörg hefur um margra
ára skeið leigt löndum, sem
heimsótt hafa heimsborgina, her-
bergi fyrir lítinn pening. Ferða-
menn eiga oft á tíðum ekki allt
of mikið skotsilfur, en þeir, sem
Ingibjörg hefur getað hýst, hafa
komizt vel af. Þess vegna á Ingi-
stjóri, Pétur Þórarinsson, bílstj. á
Keflavíkurflugvelli. Hinir eru
allir búsettir í Keflavík, sem fyrr
greinir: Sigurbergur Sverrisson,
vélstjóri, Vilhelm Sigmarsson, bíl
stjóri, Eðvarð Helgason Vilmund-
arson og Sigurvin Sveinsson, raf-
virkjameistari.
Hinir ákærðu áttu misjafnlega
mikið af áfengisbirgðum þeim,
sem í bílnum fundust. Sá, sem
átti mest, var með 44 flöskur, en
annar átti 40 flöskur og aðrir
minna.
í forsendum dóms undirréttar,
er Hæstiréttur staðfesti, segir, að
refsingar allra hinna ákærðu beri
að ákveða samkvæmt 2. mgr. 42.
gr. áfengislaga, svo og samkvæmt
1. mgr. 39. gr. þeirra laga, að því
er varðar ákærðu Daníel Þór og
Vilhelm Sigmarsson. Þeir höfðu
báðir selt áfengi.
Þau urðu úrslit málsins, að Sig-
urbergur Sverrisson var dæmdur
í 6,600 króna sekt, Angantýr Agn-
ar Áskelsson í 7,125 kr. sekt,
Daníel Þór Emilsson í 17,000 kr.
sekt og Eðvarð Helgason ViL-
mundarson var dæmdur í 32,850
kr. sekt. Hann átti 44 flöskur af
áfengi í margnefndum farmi. Þá
var Sigurvin Sveinsson dæmdur
í 27,525 króna sekt. Sektimar
renna allar til Menningarsjóðs.
Áfengið var gert upptækt til ríkis
sjóðs, en hér var um að ræða
ákavíti, sem kostaði þá 120 kr.
flaskan, gin, sem kostaði kr. 165
og koníak, sem kostaði 185 kr.
flaskan.
I héraði nam málskostnaður
björg marga góða vini meðal
landa sinna hér heima.
f október í haust lagði Ingi-
björg land undir fót til þess að
heimsækja fsland eftir að hafa
dvalizt í Ameríku samfleytt síð-
an 1928. Hún ætlaði aðeins að
vera tvo mánuði. En hún átti
hér fleiri hollvini en hún hélt —
og það var ekki fyrr en í síðustu
viku að hún losnaði. Nú er hún
á leiðinni vestur yfir hafið með
einum Fossanna.
Tíðindamaður Mbl. hitti Ingi-
björgu skömmu fyrir brottförina
á heimili gamallar vinkonu. —
Ingibjörg var mjög hrifin og
þakklát — en þó mest undrandi.
Það hafði svo margt breytzt síð-
an 1928, hún sagðist miklu frem-
ur treysta sér til þeSs að rata
um öngstræti New York en Aust
urbæinn. Erfiðast á ég með að
venjast peningunum, og er ekki
búin að jafna mig á því enn. Að
sjá börnin koma í strætisvagn eða
búð með fullt af krónupeningum!
Nei, krónupeningur var nú eitt-
hvað meira en til að skoppa þeg-
ar ég fór frá íslandi; sagði hún
og brosti.
Þá fór hún til Kanada, en í
styrjaldarlokin fluttist hún til
New York með syni sínum Birgi
Halldórssyni. Hann stundaði þar
söngnám og héldu þau saman.
Þau komu undir sig fótunum,
tóku stóra íbúð, —og Ingibjörg
leigði löndum. Svo fór Birgir
heim, gerðist bóndi á íslandi, en
móðir hans býr enn á sama stað,
Broadway 2643 — og hún hefur
síma UN-43910. Það væri gott
fyrir einhvem ferðalanginn að
hripa það hjá sér.
Ingibjörg er nú 75 ára. Hún er
hressileg og skrafhreif. Hún er
næstum því viss um að eiga eft-
ir að koma aftur til íslands.
Og á meðan biður hún alla
vel að lifa, biður fyrir beztu
kveðjur til kunningja og vina,
þakkar fyrir óviðjafnanlegar við-
tökur.
alls 10,000 kr., en í Hæstarétti
alls 24,000 krónum og urðu hinir
ákærðu að greiða allan þennan
kostnað.
I Hæstarétti var gerð smávægi-
leg breyting á dómi undirréttar
og segir svo í forsendum dómsins:
Eins og í héraðsdómi greinir,
hafa ákærðu Eðvarð Helgason
Vilmundarson og Sigurvin Sveins
son, gengizt við kaupum þar
greindra vínfanga, og verða þeir
að bera ábyrgð samkvæmt þvL
Þá ber og að fallast á það með
héraðsdómara, að þeir hafi eigi
fært rök að því, að vínföngin
hafi ekki verið ætluð til sölu,
enda er framburður þeirra tor-
tryggilegur um ýmis atriði í sam-
bandi við áfengiskaupin. Með
þessum athugasemdum þykir
mega staðfesta héraðsdóminn að
öðru en því, að frestun til
greiðslu sekta verði 4 vikur frá
birtingu dóms þessa.
KAIRO, 20. marz. — Við munum
aldrei sætta okkur við þá vernd,
sem Krúsjeff veitir kommúnist-
um í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafsins, sagði Nasser í ræðu
í dag. Við munum aldrei sam-
þykkja neins konar vernd yfir
kommúnistum í okkar ríki, þeirra
erlenda vernd eru afskipti af
innanríkismálum okkar, sagði
Nasser.
PARÍS, 20. marz. — ítalski for-
sætisráðherrann Segni sagði í
dag, að ítalska stjórnin væri and-
víg afvopnun Mið-Evrópu. Hann
ræddi .við de Gaulle í dag og hélt
svo til Bonn til funda við Aden-
auer.
LONDON, 20. marz. — f dag var
kosið í nýja ráðgjafasamkundu
í N-Rhodesíu. Kjósa átti 14 hvíta
menn og 8 svarta.
þessum.í gær.
S/o menn eiga að greiða Menn-
ingarsjóði 120 þús. kr. í sekt
Hæstiréttur dæmdi jbá fyrir áfengis-
sölu og fyrir að hafa látið kaupa
áfengi sem ætlað var til sölu