Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Ásgrímssýning verður í Þjóðminjasafnin u i opnuð dag Á sýningunni er tæpur helmingur þeirra futlgerðu listaverka, sem As- grimur gaf isl. rikinu eftir sinn dag 1 DAG verður opnuð í Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafninu sýn- ing á hluta þeirra listaverka Ás- gríms Jónssonar, sem hann gaf íslenzka ríkinu eftir sinn dag. Á sýningunni verða 172 oliumál- verk, vatnslitamyndir og teikn- ingar, en það er aðeins tæpur helmingur þeirra fullgerðu mynda, sem listamaðurinn ánafn- aði ríkinu. Húsrúm Listasafnsins leyfði ekki, að hægt væri að koma fleiri myndum fyrir á sýningunni. Megnið af myndunum, sem á sýti- ingunni eru, hafa aldrei verið sýndar áður. ★ Blaðamönnum gafst í gær kost- ur á að skoða sýninguna og ræða við forstöðunefnd sýningarinnar, Jón Jónsson, bróður Ásgríms, frú Bjarnveigu Bjarnadóttur og Ragn ar Jónsson og listmálarana Svav- ar Guðnason og Jón Þorleifsson. Birgir Thorlacius, ráðuneytis. stjóri, sem þarna var staddur fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, gerði nokkra grein fyrir aðdraganda gýningarinnar og sagði m. a., að menn hefðu í fyrstunni ekki gert sér ljóst, hvað hér væri um mikið safn að ræða. Hin dýrmæta listaverkagjöf Ás- gríms hefir verið skrásett og af- hent ríkinu. Er hér um að ræða 420 fullgerð olíumálverk og vatns litamyndir auk margra teikninga, og á þriðja hundrað mynda, sem listamaðurinn hefir eigi taiið full- gerðar. Þegar rikið tók við gjöf- inni var ákveðið að efna til sýn- ingar á listaverkunum eftir því, sem húsrúm listasafnsins leyfði, en eins og áður segir, varð reynsl- an sú, að aðeins tæpur helmingur fullgerðu myndanna rúmaðist þar til sýningar. ★ Árið 1952 skýrði Ásgrimur Jónsson frá því, að hann hefði ákveðið að gefa íslenzka ríkinu allar eigur sínar eftir sinn dag, þ. á. m. málverk þau, sem hann kynni að láta eftir sig og húseign sína við Bergstaðastræti. í erfða- skrá, setn Ásgrímur gerði er svo fyrir mælt, að málverkin skuii varðveitt í húsi hans Bergstaða- stræti 74, þar til listasafn hefir verið byggt, þar sem myndunum sé tryggt svo mikið rúm, að gott yfirlit sé unnt að fá um þær. í erfðaskránni er einnig sagt, að Jón, bróðir Ásgríms og frænkur hans, frú Bjarnveig og ungfrú Guðlaug Jónsdóttir skuli annast afhending eigna hans til ríkisins og þess óskað, að þau verði höfð með í ráðum um allt, er varðar málverk hans, unz listasafnið hef- ir tekið við þeim. Ásgrímur and- aðist 5. apríl 1958 og var jarð- settur að Gaulverjabæ 15. s. m. Menntamálaráðuneytið fól Jóni, frú Bjarnveigu og ungfrú Guð- laugu að' undirbúa sýninguna, en vegna fjarveru Guðlaugar tók Ragnar Jónsson sæti -í sýningar- nefndinni, og er hann formaður nefndarinnar. Jón Þorleifsson og Svavar Guðnason hafa valið lisca' verk þau úr Ásgrímssafni, sem sýnd eru, og hafa þeir einnig séð um uppsetningu sýningarinnar. ★ Nokkrar myndir Ásgríms voru sendar til listasafnsins í Kaup- mannahöfn til viðgerðar. Efndi safnið síðan til sýningar á 20—30 myndum Ásgríms, eins og áður hefur verið skýrt frá. Fyrr á árum var það venja Ásgríms Jónssonar að halda sýn- ingu á verkum sinum um pásk- ana, og var slíkt talið mikill við- burður. Þótti því rétt að minnast þessarar venju hans, þegar rikið nú í fyrsta sinn sýnir þessa stór- fenglegu gjöf. Ásgrímur varð lengi framan af ævi að selja flestar myndir sínar til þess að geta lifað og starfað. ★ Þegar til þessarar sýningar var stofnað, var, eins og áður segir, sögnum og ævintýrum. Þar má sjá fyrstu mynd Ásgríms af Nátt- tröllinu á glugganum, en sú mynd birtist í lesbók barna og unglinga, sem gefin var út 1920, en myndin er máluð árið 1905. í einum hliðar salnum eru teikningar úr þjóð- sögum og ævintýrum, en það við- fangsefni var Ásgrími alla tíð mjög hugleikið. Og eftir að hann var orðinn rúmfastur tók þetta viðfangsefni hug hans allan, er af honum bráði. Fjórum dögum fyrir andlát sitt vann hann að teikningu úr sögunni af Sigurði Listferill Ásgríms nær yfir meira en hálfa öld. í safni hans eru verk frá öllu þessu timabili. Elzta myndin á sýningunni er mál uð árið 1899, en yngsta myndin, sem einnig er á sýningunni, er frá árinu 1958. Þar er einnig síðasta myndin, sem Ásgrímur málaði úti, olíumálverk af Heklu, máluð 17. september 1957, og ekki full- gerð. Þar er einnig mynd, sem á þá sögu, að listamaðurinn gerði af henni frummyndina um alda- mótin, en viðfangsefnið er Sturlu hlaup, saga af Kötlugosi. Þetta viðfangsefni var ríkt í huga Ás- gríms ,og hin síðustu misseri tók hann til við þetta verkefni á ný og dró í þessa mynd síðasta pensil farið um það leyti sem hann kvaddi vinnustofu sína fyrir fullt og allt. Rétt er að geta þess, að veru- legur hluti listaverkanna er frá síðustu tveimur áratugum, þar eð<j> Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd af Ásgrími Jóns- syni um þær mundir, sem listamaðurinn gaf islenzka rikinu allar eigur sínar eftir sinn dag. ákveðið að láta sem mest koma fram af þeim myndum, sem ekki höfðu verið sýndar áður. Og þess má geta til leiðbeiningar fyrir sýningargesti, að myndunum er þannig komið fy.rir, að margar hinna eldri eru í fremsta sal og sumum hliðarsölunum, en yngri verk í innri sölunum. í innsta salnum eru ýmsar myndir úr kóngssyni, en gat ekki lokið við hana að fullu. Hús Ásgríms Jónssonar, Berg staðastræti 74, er eins og hann skildi við það, nema hvað nokkur viðgerð hefur farið fram geymsluherbergjum í kjallara. Sýningin verður opnuð kl. 2 á morgun, og mun Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, flytja ávarp við opnun sýningarinnar. Mœlingar brátt gerðar í borholunum ausianfjalls Borholunni við Hátún lokið eftir helgina SÍÐASTLIBINN miðvikudag var hafizt handa um að mæla vatns- og gufumagn í hinni stærstu af borholunum fjórum, sem gerð ar voru austanfjalls á sl. hausti. STAKSTEINAR Mynd þessi var tekin í sýningarsal Listasafnsins í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jón Þor- leifsson, Ragnar Jónsson, Selma Jónsdóttir, forstöðukona Listasafnsins, og Helgi Sæmundsson, for maður Menntamálaráðs. (Ljósm.: ÓL K. M.) Hola þessi er í eystri bakka Varmár, miðja vegu milli Gufu- dals og Hveragerðis. Er mæling- ar voru að hefjast, reyndust mælingatækin þurfa nokkurrar iagfæringar við, sem taka mun nokkra daga að framkvæma. — Mun því niðurstaða af mælingu holunnar að líkindum ekki liggja fyrir fyrr en eftir páska, að því er dr. Gunnar Böðvarsson verkfræðingur tjáði blaðinu i gær. Alls voru boraðar fjórar holur þarna eystra sl. haust, og munu sams konar mæligar nú verða gerðar á þeim öllum. Gunnar Böðvarsson sagði í gær, að vatns- og gufumagn holanna virtist ekki hafa breytzt neitt frá því þær voru boraðar, en gufumagnið, sem kemur úr hinni stærstu, er áætlað um 80 lestir á klst. Blaðið innti Gunnar eftir því, hvernig borun gengi í holunni, sem nú er verið að gera við Hátún hér í bæ. Kvað hann of snemmt að fullyrða nokkuð um árangur enn. Þegar hefði verið borað niður á 400—450 metra dýpi, og mundi sennilega lokið við holuna upp úr þessari helgi. Kvað hann ástand holunnar nú vera svipað og var á sama stigi í hinni kraftmiklu holu, sem bor uð var fyrir nokkru þarna rétt hjá. „Orðsending til vinstri manna“ Þjóðviljinn birtir í gær greis undir fyrirsögninni: „Orðsending Framsóknarþingsins til vinstri manna um land allt: Þið skuluð sviptir kosningarétti!“ í grein þessari er á það bent, að tillögur Framsóknarþingsina í kjördæmamálinu feli það í raun og veru í sér, að þúsundir vinstri manna um land allt mundu svipt ir kosningarétti, ef þær kæmust í framkvæmd. Síðan kemst Þjóð- viljinn að orði á þessa Ieið: „Framsóknarþingið krafðist þess, að einmenningskjördæmi skyldu verða aðalregla kjördæma skipunarinnar, en uppbótasæti algjörlega lögð niður. Miðað við núverandi aðstæður segir Fram-' sókn þannig við alla kjósendur Alþýðubandalagsins utan Reykja víkur og Suður-Múlasýslu: Þið skuluð algjörlega sviptir kosn- ingarétti, með stjórnarskrárbreyt ingu skulu tekin af ykkur þau mannréttindi, sem talin eru kjarni lýðræðisþjóðfélags. Ef þið greiðið ykkar eigin flokki at- kvæði, skal það tryggt með lög- um að þið getið engan fulltrúa fengið á þing. Það skal fest í stjórnarskrá að þúsundir at- kvæða um land allt falli dauð og ómerk, nema menn bregðist sann færingu sinni og kjósi aðra flokka en þá, sem þe»r aðhyllast í raun og veru“. Framsókn og varnarmálin , Öllu hugsandi fólki er fyrir ‘longu* orðið það ljóst, hvernig stóð_ á kollsteypu Framsóknar manna í varnarmálunum vorið 1956. Þá hlupu þeir yfir á snæri kommúnista og ákváðu með þeim að varnarsamningnum skyldi sagt upp og landið gert varnar- Iaust.. Ástæður þessarar kollsteypu Framsóknar voru einkum tvær. í fyrsta lagi ótti þeirra við Þjóð- varnarflokkinn, sem hafði unnið af Framsókn töluvert af atkvæð- um í kosningunum sumarið 1953. I öðru lagi þurfti Hermann Jón- asson að byggja brú yfir til kommúnista, þar sem hann var engan veginn viss um að Hræðslu bandalagið fengi hreinan meiri- hluta á Alþingi. Það voru þannig eingöngu flokkspólitiskir hagsmunir Fram- sóknar, sem réðu því, að hún rauf einingu lýðræðisflokkana um ut- anríkis- og varnarmálin og hljóp yfir á snæri kommúnista. Ftramsókn misnotar útvarpið Óhætt er að fullyrða, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki grætt á hinni herfilegu misnotkun flokksins á útvarpinu sl. mið- vikudagskvöld, þegar Karl Krist- jánsson var látinn þylja þar stjórnmálayfirlýsingu Framsókn arflokksins, er var full af skömm um og skætingi. Enda þótt rneim eigi ýmsu að venjast af Fram- sóknarflokknum, vakti þó þessi framkoma almenna undrun og andúð. Sjálfsagt þykir, að álykt- anir flokka séu lesnar í útvarp. En forsenda þess er auðvitað, að þær séu sæmilega siðlega orðað- ar. Framsóknarmenn notuðu hina vegar tækifærið til þess að hrúga inn í stjórnmálayfirlýsingu flokksins skömmum og illyrðum um menn og málefni. Var auð- sætt að þeir höfðu sérstakan á- huga á að koma slíku góð- gæti á framfæri í útvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.