Morgunblaðið - 21.03.1959, Page 18
18
Sf O R C V y B L 4 Ð I Ð
Laugardagur 21. man 1959
\Einn bezti skíðamaður Austur-
ríkis kennir ísl. skíðamönnum
I HINGAÐ til lands er kominn
) austurríski skíðakappinn Zimm-
erman, en hann er hingað kom-
inn á vegum Skíðasambands ís-
j lands og mun þjálfa íslenzka
j skíðamenn í fjallagreinum. —
| Zimmerman er einn af beztu
i skíðamönnum heims og hefur
þegar verið valinn í Ólympíulið
Austurríkis fyrir vetrarleikina
1960.
Fréttamönnum gafst tækifæri
til að hitta hann í gærdag og
sagðist hann nú vera í sinni
I fyrstu kennsluferð utan síns
heimalands. Hann er 26 ára gam-
! aU og hefur keppt á skíðamótum
síðan hann var 14 ára gamall, en
verið meira eða minna á skíðum
síðan hann var 5 ára patti, en
slíkt er siður í heimahögum hans.
Hann er frá Insbruck.
1 vetur hefur árangur Zimmer-
mans verið framúrskarandi. Á
fyrsta stórmóti Mið-Evrópu,
Lauherhorn-mótinu svonefnda í
Sviss, varð hann 3. í tvíkeppni.
Hann varð í 2. sæti á Kistbyhel-
mótinu og á nýafstöðnu Holmen-
kollen-móti varð hann sigurveg-
ari í bruni, 2. í svigkeppninni og
í öðru sæti í samanlögðu.
Hann keppti á heimsmeistara-
mótinu í fyrra og varð þá 9. í
stórvigi.
Hann kvað austurrísku 'skíða-
mennina, sem valdir hafa verið
í Ólympíuliðið, myndu í sumar
sefa þolæfingar. Síðan halda þeir
i nóvember á fjallastað og æfa
gvig og 5—6 vikum siðar á annan
stað, þar sem brunskilyrði eru
betri og æfa brun þar til er þeir
fara til Bandaríkjanna á vetrar-
leikana.
Zimmerman kvaðst lítt þekkja
til íslenzkra skíðamanna utan ör-
fárra. Hann kvaðst hlakka til
samvinnu við þá og sagði að bezt
væri að geyma öll ummæli um þá
unz hann hefði verið samvistum
við þá við kennslu.
Með sömu vél og Zimmerman
komu íslenzku keppendurnir,
sem voru á Holmenkollen-mót-
inu. Meðal þeirra var Eysteinn
Skákþing íslands
sett í dag
SKÁKÞING íslands verður sett
í dag (laugardaginn 21. marz)
kl. 3 í Breiðfirðingabúð.
Meðal keppenda í Landsliði
eru Ingi R. Jóhannsson, Ingvar
Ásmundsson, Arinbjörn Guð-
mundsson og Ingimar Jónsson
frá Akureyri.
f meistaraflokki eru 20 þátt-
takendur og verða tefldar 9 um-
ferðir eftir Monradskerfi.
Meðal þeira skákmanna, sem
þar tefla eru Stefán Briem, Þórð-
ur Jörundsson, Sigurður Jónsson
og Bragi Þorbergsson og Jón
Ingimarsson frá Akureyri.
VÍN, 20. marz. — Búdapest-út-
varpið skýrði svo frá í dag, að
ungverska stjórnin hefði afherit
orðsendingu til Ráðstjórnarinn-
ar þess efnis, að Ungverjar
styddu tillögur Rússa í Berlínar-
málinu í hvívetna.
Þórðarson, sem varð 4. í saman-
lögðu og náði með því betri ár-
angri en íslendingur hefur náð á
erlendri grund í skíðaíþrótt. —
Viku eftir mótið meiddist Ey-
steinn á æfingu í Svíþjóð svo illa
að hann verður frá skíðaiðkun að
minnsta kosti í tvær vikur.
íslandsmót
í badminton
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í bad
minton árið 1959 fer fram í
Reykjavík dagana 18. og 19. apríl
n.k. Þátttaka tilkynnist til Pét-
urs Georgssonar, sími 19140 og
32908.
Listkynning Mbl.
Sýning d bnrnn-
teikningum
BÖRNIN úr Kársnes- og Kópa-
j vogsskóla hafa nú lokið sýningu
sinni í glugga biaðsins, en viS
hafa tekið börn úr Austurbæjar-
skóla, sem sýna næstu viku. í
glugganum getur að Iíta vatns-
litamyndir, krítarmynd og ýms-
ar klipptar myndir. Einnig eru
þar allstórar myndir sem eru
samvinna margra barna.
Teiknikennarar Austurbæjar-
skólans eru Valgerður Briem og
Björn Birnir.
Undirbúningur fjárlaganna og kjör-
dœmamálsins er að komast á lokastig
Þingmenn farnir í páskaleyfi
Cuðmundur sigraði í
100 m skriðsundi
Nilsson setti sœnskt met í 100 m
bringusundi
Á SUNDMÓTI KR í Sundhöll
Hafnarfjarðar í gærkvöldi var
Guðmundur Gíslason „maður
dagsins". Hann sigraði nú Lenn-
art Brock í 100 m skriðsundi og
var á sama tíma og bringusunds-
maðurinn Bernt Nilsson í 50 m
ílugsundi.
En afrek Bernt Nilssons í 100
m bringyundi er þó mest, en
hann setti sænskt met á 1.13.9
sem er afburðagóður tími. —
Gamla metið var 1.14.5 mín.
Tími Guðmundar í skriðsund-
inu var 59.5 sek., en tími Brock
1.00.9. í 100 m skriðsundi kvenna
sigraði Britta Eriksen á 1.06.1,
afbragðstíma, en Ágústu tókst
illa upp, náði „aðeins“ 1.09.0.
í 50 m flugsundi karla voru
þeir jafnir að tíma Nilsson og
Guðmundur 31.0 sek., en Nils-
son var dæmdur sigurinn.
f 3x50 m þrísundi syntu Birg-
itta, Nilsson og Brock á 1.37.0
og Ágústa, Einar Kristjánsson
og Guðmundur á 1.41.0.
Skíðolonfismótlnu nilýst
EINS OG KUNNUGT er, átti
skíðalandsmótið að fara fram á
Siglufirði nú um páskana. Það
er líka kunnugt af fréttum, að
inflúensufaraldur hefir gengið
yfir Siglufjörð undanfarnar vik-
ur, og mun það vera meginorsök
þess að hætt hefir verið við að
halda landsmótið þar. Fer þannig
ekkert skíðalandsmót fram í ár.
| Er Mbl. átti tal við fréttarit-
ara sinn á Siglufirði í gær, sagði
hann, að snjór væri að vísu lítill
þar um slóðir nú, en þó hefði það
varla verið látið standa í vegi
fyrir því að halda mótið. Hitt
mundi meginorsökin, að óráðlegt
hefði þótt að stefna öllum þeim
fjölda, sem ávallt sækir skíða-
landsmótin um páskana, til Siglu
tfjarðar ,eins og þar er nú í pott-
inn búið. — Inflúensan mun að
vísu heldur í rénun, en þó liggur
enn fjöldi manns, einkum þó
börn, og hefir verið frestað að
hefja kennslu í barnaskólanum
á ný fram yfir páska. Hins veg-
ar er nú hafin kennsla í gagn-
fræðaskólanum á nýjan leik en
honum var einnig lokað um
tíma vegna inflúensunnar.
Mun hafa orðið samkomulag
um það milli heilbrigðisyfirvald
anna á viðkomandi stöðum og
Skíðasambandsins, að ráðlegast
væri að aflýsa skíðalandsmótinu,
með tilliti til þessara aðstæðna.
í ráði mun að halda mót í alpa-
greinum á Akureyri um páskana,
en endanleg ákvörðun um það
hefir þó ekki verið tekin.
Á FUNDI efri deilar Alþingis í
gær, var haldið áfram fyrstu
umræðu um frv. um bráðabirgða
fjárgreiðslur úr ríl^issjóði 1959,
en í blaðinu í gær var skýrt frá
fyrri hluta þeirrar umræðu.
G'uðmundur 1. Guðmundsson,
fjármálaráðherra, kvaddi sér
hljóðs um málið. Þakkaði hann
forseta deildarinnar og fjárhags
nefnd fljóta og góða afgreiðslu
á þessu frumvarpi. Ilarmaði
hann að hafa ekki gelað mætt
á fundi deildarinnar daginn áð-
ur, er málið var tekið til um-
ræðu.
Fjármálaráðherra skýrði svo
frá, að er heimildin um bráða-
birgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði
á árinu 1959 var framlengd til
marzloka, hefði hann gert sér
vonir um, að fjárlagafrumvarpið
yrði tilbúið til 2. umr. fyrir þann
tíma. En allur undirbúningur í
sambandi við fjárlögin hefði ver-
ið tímafrekari og erfiðari en
búizt hafði verið við.
Fyrir tveimur vikum kvaðst
fjármálaráðherra hafa tilkynnt
formanni fjárveitinganefndar að
hann hefði lokið bráðabirgða-
uppgjöri ríkisreikninganna árið
1958 og hefði hann beðið for-
mann fjárveitinganefndar að
hlutast til um að nefndin at-
hugaði erindi og athuganir, sem
fyrir henni lægju. Þegar fjár-
veitinganefnd hefði athugað
hverjar greiðslur væru áætlaðar
kvaðst fjármálaráðherra reiðu-
búinn að leggja fram áætlun um
tekjuliði fjárlagafrumvarpsins.
Svo óheppilega hefði viljað til,
að um þær mundir, sem hann
hefði farið þessa á leit við for-
mann fjárveitinganefndar, hefðu
komið saman hér í bænum tvö
flokksþing og hefðu margir þing
manna tafizt vegna setu á þeim.
Nú væri hins vegar ekkert því
til fyrirstöðu að fjárveitinga-
nefnd héldi áfram störfum.
Guðmundur í. Guðmundsson
kvaðst hafa sínar tillögur um
tekjuáætlun tilbúnar og mundi
leggja þær fyrir fjárveitinga-
nefnd síðar um daginn ásamt
bráðabirgðauppgjöri ríkisreikn-
inganna 1958. Yrði fjárlaga-
frumvarpið væntanlega lagt
fram til annarrar umræðu fljót-
lega eftir páska.
Ekki urðu meiri umræður um
þetta mál í efri deild og var
það afgreitt frá deidinni á þrem-
ur fundum í gær.
Á síðasta fundi deildarinnar í
gær gat Bernharff Stefánsson,
forseti, þess, að yæntanlega yrði
þetta síðasti fundur deildarinn-
ar fyrir páska. Óskaði hann þing
deildarmönnum góðs páskaleyfis
og góðrar ferðar og afturkomu
þeim, sem kynnu að fara heim
til sín um páskahátíðina.
Jóhann Þ. Jósefsson kvaddi
sér hljóðs og þakkaði deildar-
forseta góðrar páskaóskir og
góðar óskir til þeirra er færu
úr bænum. Óskaði hann forseta
og fjölskyldu hans alls góðs og
kvaðst vonast tií að þingdeild-
armenn mættu allir hittast heilir
eftir páska.
Frv. um bráðabirgðafjárgreiðsl-
ur úr ríkissjóði 1959 var tekið
til fyrstu umræðu í neðri deild
á fundi, sem hófst kl. 2,30 síð-
degis í gær. Fylgdi fjármálaráð-
herra því úr hlaði með nokkrum
orðum.
Gunnar Jóhannsson kvaddi sér
hljóðs og kvaðst vilja spyrja
fjármálaráðherra, hvað hefði
tafið afgreiðslu fjárlaganna. —
Hvort staðið hefði á fjármála-
ráðherra eða fjárveitinganefnd
Alþingis.
Guffmundur í. Guffmundsson,
fjármálaráðherra, kvað drátt
þann, er orðið hefði á afgreiðslu
fjárlaga, stafa af eðlilegum og
óhjákvæmilegum ástæðum. Það
sem hefði tafið hvað mest, hefði
verið bráðabirgðauppgjör ríkis-
reikninganna 1958 og uppgjör
útf lutningss j óðs.
En það væru ekki fyrst og
fremst fjárlögin, sem hefðu tafið
störf þingsins að undanförnu því
mikil vinna hefði einnig farið
í undirbúning frumvarpsins um
væntanlega breytingu á stjórnar
skránni. Hefði verið beðið eftir
bæði fjárlögunum og stjórnár-
skrármálinu, en væntanlega
væru bæði þessi mál nú að kom-
ast á lokastig.
Var framlenging á greiðslu-
heimildinni til fyrsta maí rædd
á þremur fundum í neðri deild
og afgreidd sem lög frá Alþingi
í fí/er,
í lok síðasta fundarins bar
forseti deildarinnar, Einar Ol-
geirsson, fram óskir til þingdeild
armanna um gleðilega páskahá-
tíð og góða ferð og afturkomu
þeim til handa, sem færu úr bæn
um.
Bjami Benediktsson þakkaði
•forseta góðar óskir fyrir hönd
þingdeildarmanna og ágæta
fundarstjórn í vetur og óskaði
honum og fjölskyldu hans allra
heilla.
Hús skemmist af eldi í
Stykkishólmi
STYKKISHÓLMI, 20. marz. —
Um kl. hálfsjö í morgun kom upp
eldur í íbúðarhúsi við Skólastíg
16 hér í Stykkishólmi. Húsið er
einlyft timburhús, með port-
byggðu risi, múrhúðað utan —
Öldruð kona og dótturdóttir
hennar, sem er 12 ára gömul,
voru einar heima, er þetta gerðist,
báðar í svefni. — Telpan vakn-
aði við það, að allmikill reykur
var í herbergi hennar. Er hún
gætti að hverju þetta sætti, sá
hún, að talsverður eldur var í
eldhúsinu, sem er á neðri hæð
hússins. Telpan hraðaði sér þegar
í næsta hús og sagði frá, hvernig
komið væri. Var þar brugðið
skjótt við til hjálpar og þegar
kallað á slökkviliðið. Kom það
skjótt á vettvang og tókst fljót-
lega að slökkva eldinn, en áður
hafði tekizt að hefta frekari út-
breiðslu hans.
Skammt mun hafa liðið frá því
að eldurinn kom upp og þar til
hans varð vart, en þar sem húsið
er úr timbri, eins og fyrr segir,
hafði eldurinn læst sig allmjög
um eldhúsið á þessum stutta
tíma. Eldhúsið er stórskemmt, og
nokkur spjöll hafa orðið á hús-
inu að öðru leyti af reyk. Talið
er að kviknað hafi í út frá raf-
magnsplötu.
Eigandi hússins er Sigurður M.
Jóhannsson, en hann var kominn
til vinnu, er þetta gerðist. — Árni.
Yfirlýsing
VEGNA greinar Gunnars S.
Magnússonar í Tímanum 19. þ.
m. viljum við taka það fram, að
aldrei hefur komið til mála að
Félag íslenzkra myndlistarmanna
vítti Menntamálaráð vegna
Moskvusýningarinnar. Einnig, að
gefnu tilefni, að félagsskapur sá
er kallar sig Félag íslenzkra
myndlistarnema er okkur að öllu
óviðkomandi.
Stjórn Féiags íslenzkra
myndlistarmanna.