Morgunblaðið - 21.03.1959, Page 20

Morgunblaðið - 21.03.1959, Page 20
VEÐRI2 Suffaustaátt — þíffviðri tmMíifoíí* Fólkið i strjálbýlinu Sjá bls. 11. 67. tbl. — Laugardagur 21. marz 1959 Það hefir löngrum veriff nokkurt vandamál, ekki sízt á þessum tíma árs, hvernig helzt ætti aff halda götum og gangstéttum hreinum. TilraUn er nú gerff meff þaff hér í Reykjavík aff „skola“ götur og gangstéttir meff hitaveituvatni, og virffist þaff vænlegt til árangurs. — Ljósm. blaffsins tók þessa mynd í miðbænum í fyrradag. Landflótta sjómenn frá Júgó- slavíu flytjast hingað Þátttaka Islands í „alþjóðlegu flóttamannaári" FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi í gærkvöldi út frétta- tilkynningu þess efnis, að íslend- ingar myndu veita viðtöku 20 mönnum frá Júgóslavíu og mun eitthvað af þessum mönnum koma hingað með skyldulið sitt. Er hér um að ræða landflótta fiskimenn sem dveljast í flótta- mannabúðum suður á Ítalíu. í fréttatilk. segir á þessa leið um þetta: „f júlímánuði síðastliðnum átti hr C. Brouwer, starfsmaður al- þjóðaflóttamannastofnunar Sam einuðu þjóðanna, viðtöl við þá- verandi félagsmálaráðherra og bar fram þau tilmæli stofnun- arinnar, að ríkisstjórn fslands veitti a. m. k. nokkrum tiigum erlendra flóttamanna viðtöku, með það fyrir augum, að þeir gætu setzt hér að. í viðtölum þessum var sérstaklega rætt um þjóðerni þeirra flóttmanna, sem til mála gæti komið að veita hér viðtöku, og var í því sambandi helzt rætt um júgóslavneska fiskimenn, sem eru landflótta á Ítalíu. í septembermánuði sl. var al- þjóðaflóttamannastofnuninní tjáð, að íslenzka ríkisstjórnin hefði ákveðið að leyfa 20 flótta- mönnum frá Júgóslavíu að flytj- ast hingað til lands, svo fremi að þeir væru reiðubúnir að taka að sér störf í íslenzku atvinnu- lífi, einkum í sambandi við sjáv- arútveg, og þá gert ráð fyrir, að eitthvað af nánasta skyldfólki umræddra flóttmanna fengi að koma hingað til lands með þeim. Rauði Kross íslands, sem beint Varðarkaffi í ValhÖll í dag kl. 3-5 s.d. hefur tilmælum til ríkisstjórnar- innar um, að veita fleira flótta- fólki hæli hér á landi, en þegar hefur verið gert, mun aðstoða við móttöku á flóttafólki þessu, en fyrirhugað er að það komi hingað til lands í apríl- eða maí mánuði nk. AUsherjaraþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sín- um 5. desember 1958 að efna til alþjóðlegs flóttamannaráðs, sem hefjast skyldi á árinu 1959, og skoraði á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að leggja sitt til til að aðstoða flóttafólkið, bæði með fjárframlögum og með því að veita því framtíðarhæli. Framangreindar ráðstafanir yrðu því upphaf að þátttöku íslands í því alþjóðaári“. Nýtt félagsheimili opnoð í Kópavogi Kvikmynda- og leiksýningar hefjast þar i dag 1 GÆRKVÖLDI var í Kópavogi vígt nýtt félagsheimili, sem sex félög innan bæjarins standa að. Er þarna fyrirhugað þriggja hæða hús, og verður fyrsta hæð- in tekin til notkunar um helg- ina. Síðdegis í dag hefjast sýn- ingar í kvikmyndasal, sem tekur nærri 300 manns, og í kvöld frumsýnir Leikfélag Kópavogs þar kínverskt leikrit undir stjórn Gunnar R. Hansen. í húsinu er einnig veitingasalur, þar sem höfð verður kaffisala á kvöldin, bæði fyrir kvikmynda- og leik- húsgesti og aðra. f gær sýndi frú Hulda Jakobs- dóttir, bæjarstjóri, og Finnbogi Valdimarsson fréttamönnum hið nýja félagsheimili. Það sem nú er komið upp af húsinu er 5—600 ferm. að stærð. Er fyrsta hæðin alveg fullgerð og önnur hæðin steypt upp. Kostnaður er þegar orðinn rúml. 5 millj. og er þá meðtalinn fullkominn útbúnaður til kvikmyndasýninga, mjög góð lofthitunar- og loftræstingartæki fyrir alla bygginguna og annar útbúnaður. Á fyrstu hæðinni eru, eins og áður er sagt tveir salir annar fyrir kvikmynda- og leiksýning ar og hinn fyrir veitingar, og þar er einnig rúmgott anddyri eld- hús, snyrtiherbergi, búningsher- bergi o. fl. Mun bærinn annast þarna bíó- sýningar og veitingasölu, þeg- ar félög bæjarins þurfa ekki á salnum að halda. Ágóðinn renn- ur til menningarmála, til að efla félagsstarfsemi, til íþróttavallar- gerðar og síðan til dvalarheimil- is aldraðs fólks, og er þessi starf semi því undanþegin skemmtana skatti. Á annarri hæðinni, sem væntanlega verður lokið við á þessu ári, verður húsrúm fyrir starfsemi þeirra 6 félaga sem að byggingunni standa en þau eru: Ungmennafél. Breiðablik, Kven- félag Kópavogs, Skátafélagið Kópur og Slysavarnadeild Kópa- vogs. Hið nýja Félagsheimili Kópa- vogs stendur á Kópavogshálsi, á háhæðinni, rétt vestan við Hafn arf j arðarveginn, en svæðið beggja megin vegarins mun i framtíðinni verða miðsvæði bæj- arins. Stendur húsið hátt og er útsýni þaðan fagurt. Halldór Halldórsson arkitekt hefur skipu lagt svæðið og teiknað félags- heimilið. Yfirsmiður er Siggeir Ólafsson og Sveinn Kjarval hef- ur teiknað innréttingu og hú«- gögn. Bygging miðunarstöðvanna var leyfð í tíð V.-stjórnarinnar ----------- Happdrættið EINS og frá var skýrt í Mbl. í gær, mun á næstunni ráðizt í all- miklar framkvæmdir á vegum varnarliðsins hér. — Verða byggð ar tvær miðunarstöðvar fyrir flugvélar, svonefndar „loran- stöðvar", vestur á Snæfellsnesi. Þjóðviljinn gerði mikið veður út af fregnum þessum í gær í fjögurra dálka forsíðufrétt. Segir þar m. a.: „Ríkisstjórn Alþýðu- flokksins og íhaldsins hefur gert samninga við hernámsliðið um að Bandaríkjaher fái að reisa mið- unarstöð (lóranstöð) á Snæfells- Húsið er ekki eign bæjarins FRÁ því var skýrt hér í blað- inu fyrir nokkrum dögum, að umferðarnefnd bæjarins hefði á fundi sínum gert samþykkt varð andi húsið Laugaveg 160, þess efnis að það yrði rifið svo fljótt sem verða má. Var þess getið í fréttinni að hús þetta væri orðið eign bæjarins. Nú hefur húseig- andinn komið að máli við Mbl. og beðið að leiðrétta þann mis- skilning að bærinn væri búinn að kaupa húsið. Um slík kaup hafa enn sem komið er ekki far- ið fram neinar viðræður milli bæjaryfirvaldanna og eiganda hússins, en í því er t. d. gamal- kunn matvöruverzlun, Verzlunin Ás. Kvað eigandinn þessa frétt í blaðinu hafa komið sér mjög á óvart, sem vonlegt var. nesi“. — Þá segir Þjóðviljinn, að ráðgerð hafi verið ýmis stórvirki hér á vegum varnarliðsins fyrir þrem árum, en bundinn hafi verið endir á öll þau áform með álykt- uninní um brottför hersins og myndun vinstri stjórnarinnar — en nú sé auðsjáanlega að renna upp „nýtt hermangstímabil á ís- landi". f tilefni af þesum ummælum Þjóffviljans er ástæffa til aff upp- lýsa þaff, aff leyfi til byggingar umræddra miffunarstöffva var veitt í tíff V-stjórnarinnar, þaff er að segja á meffan kommúnistar áttu setu í ráffherrastólum á ís- landi. NÚ eru aðeins fjórir dagar þar til dregið verður um hina glæsilegu bifreið. Þeir, sem enn eiga eftir að gera skil, eru beðnir að gera það nú þegar. Miðasala er í Sjálfstæðis- búsinu og í happdrættisbíln- um í Austurstræti. Afgreiðsl- an í skrifstofunni í Sjálf- stæðishúsinu er opin í allan dag, sími 17104. íslendingar ljúka verkfræðinámi í Höfn AÐ jafnaði eru 20—25 íslenzkir stúdentar að seinnihluta námi í danska verkfræðiháskólanum i Kaupmannahöfn. Hafa þeir nær allir tekið fyrri hlutann í Reykja vík. Nú í vetur hafa 7 íslending- ar lokið verkfræðinámi í Höfn. Þeir eru: Byggingarverkfræðing- ar: Björn Höskuldsson, Páll Sig- urjónsson, Sigurbjörn Guð- mundsson og Theódór Diðriks- son. Rafmagnsverkfræðingar: Indriði Einarsson, Kjartan Krist- jánsson og Örn Garðarsson. Þessi mynd var tekin í Vestmannaeyjum, niffri viff höfnina, þegar Dakotaflugvélin, sem skemmdist þar á flugvellinum í ofveffri, var sett um borff í Arnarfelliff, er flutti hana til Reykja- víkur. — (Ljósmynd: Hörður Sigurgeirsson) Dómsniðurstaða í opinberu máli ÞANN 10. febrúar var í Saka- dómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn Valtý Stefánssyni ritstjóra. Hafði ákæruvaldið krafizt þess, að tiltekin ummæli í tiltekinni grein væru dæmd dauð og ómerk og auk þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar og miskabóta og til að birta niður- stöðu dómsins í málinu á út- síðu Mbl. f sambandi við þetta mál gerði Tómas Árnason, deildarstjóri í varnarmálanefnd skaðabóta- kröfu að upphæð kr. 50.000.00. Dómsorð framangreinds dóms hljóða svo: „Framangreind ummæli skulu vera ómerk. Ákærður, Valtýr Stefánsson, greiði kr. 2,800.00 í sekt og komi varðhald í 15 daga í stað sekt- arinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði Tómasi Árna- syni fébætur, að fjárhæð kr. 5.000.00. Ákærður greiði Tómasi Árna- syni birtingarkostnað, samkvæmt framansögðu að fjárhæð kr. 250.00. Ákærður greiði allan sakar- kostnað, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Einars B. Guðmundssonar, hrl., að fjárhæð kr. 2500.00. Dóminum ber að fullnægj* með aðför að lögum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.