Morgunblaðið - 25.03.1959, Side 3

Morgunblaðið - 25.03.1959, Side 3
Miðvik'udagur 25 marz 1959 MORGUNBLAÐIÐ 3 1 veðurblíðunni undanfarna daga hafa Reykvíkingar lagt leið sína niður að Tjörn og niður í Hljómskálagarð. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum við andatjörnina í Hljómskálagarð- inum. Endurnar kunna áreiðanlega vel að meta hlýnandi veðurfar ekki síður en mannfólkið. (Ljósm. Tryggvi Erlendsson). Sumarblíða um allt land I GÆR var mjög gott veður um og blautt um, en undanfarna allt land, víðast hvar sumar- daga hefir þornað mjög. Sl. blíða, sólskin og sunnanvindur og hitinn 7—8 stig. Á nokkrum stöðum var 9 stiga hiti. Undan- farið hefir yfirleitt verið hlýtt í veðri, heldur hlýrra á Norður- landi, og mestur hiti varð fyrir nokkrum dögum 14 stig á Sauð- árkróki, að því er Veðurstofan tjáði blaðinu í gær. Sólskin og blíða en tregur afli FRÉTTARITARI blaðsins í Stykkishólmi símaði í gær, að þar væri ágætisveður, og sólskin og blíða hefði verið undanfarna daga. Þrátt fyrir það lægi ekki sérstaklega vel á mönnum, þar sem afli væri mjög tregur eða svo til enginn. ★ Undanfarnar vikur hafa verið hér sífelld hlýindi, sagði frétta- ritari blaðsins á ísafirði í símtali í gær. Voru því miklar leysingar sunnudag og mánudag var mjög fagurt og hlýtt veður, eins og það gerist bezt um hásumarið. Farið að grænka í görðum Fréttaritari blaðsins á Húsa- vík símaði í gær, að þar um slóð- ir væri mikil veðurblíða og ein- munatíð hefði verið þar undan- farinn rúman hálfan mánuð. Fyrstu vikuna í marz hefðu ver- ið kuldar og norðan hríðarveð- ur, en þá hefði hann snúizt í sunn anátt og síðan hefði verið sum- artíð. Nú væri farið að grænka í görðum, svartsýnum mönnum þætti nóg um og óttuðust þeir vorhret og kal í túnum nema svo vel væri, að veturinn væri geng- inn fram úr. Bátarnir hafa róið en afli hefir verið tregur. hefði verið svo í heilan mánuð. Gróður væri tekinn að springa út í görðum og örlítið farið að grænka á túnum. Alveg snjólaust væri í byggð, og allir vegir fær- ir. Vegurinn um Fjarðarheiði er snjólaus, en aðeins fær bílum með drifi á öllum hjólum vegna aurbleytu. Einnig er fært um Oddsskarð til Norðfjarðar. Veg- irnir væru því nú eins og þeir eru venjulega í apríllok eða maí. Þetta er meiri blessuð blíðan. í gær var símað frá Kirkju- bæjarklaustri: í gær kvaddi góa, ein sú hin mildasta, sem menn muna eftir, en votviðrasöm hef- ir hún verið, blessunin. Vætu- gróin ský hrönnuðu loftið og regnið streymdi niður stundum nótt og dag. Var því fénaður, er úti var, ekki vel haldinn sökum votviðranna, enda þótt beit væri nóg. Og nú heilsar einmánuður í dag með sunnanblæ og brosandi sol frá bláum himni, eins og á blíðasta sumardegi. Já, þetta er meiri blessuð blíðan, segir fólk- Einmunatíð á Héraði Af Héraði var símað, að tíð væri með eindæmum góð og ið. Allir þakka fyrir þessa góðu Menntaskóli verð/ stofnaður á ísatirði svo fljótt se Einróma samþykkt fundar á staðnum Á ALMENNUM borgarafundi, sem haldinn var á ísafirði 17. marz sl., var skorað á bæjarstjórn ísafjarðar og alþingismenn Vest- firðinga að vinna að því, við fræðslustjórnina, ríkisstjórn og Alþingi, að stofnuð verði þegar á þessu ári framhaldsdeild við Gagnfræðaskólann á ísafirði, sem svari til 1. bekkjar mennta- skóla, og síðar, strax og ástæður leyfa, verði stofnaður mennta- skóli á ísafirði, með réttindum til að veita stúdentsmenntun og stúdentspróf. Var þessi samþykkt borgara- fundarins gerð með öllum at- kvæðum fundarmanna. Fundur- inn var haldinn í Skátaheimilinu og húsið þéttskipað. í greinargerð fyrir tillögunni, sem íögð var fram á fundinum, m verða má almenns borgara- segir, að á árunum 1949—52 hafi verið sturfandi framhaldsdeild við Gagnfræðaskólann á ísafirði, er hafi veitt nemendum þaðan rétt til að setjast beint í 2. bekk menntaskólanna. Menntamála- ráðuneytið hefði synjað um starf rækslu þessarar deildar 1952, þar eð ekki væri heimild fyrir henni í lögum. í greinargerðinni segir enn- fremur, að mikill áhugi sé ríkj- andi fyrir því á Vestfjörðum, að slík deild taki til starfa á ný, og síðan risi þar á fót mennta- skóli. Er bent á, að margir ágætir menn þar vestra hafi held ur kosið að flytja búferlum til staða, þar sem menntaskólar eru, en að senda börn sín frá sér í skóla. Mundi menntaskóli á ísa- firði því stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Slíkt mennta- setur yrði lyftistöng fyrir Vest- firði og yrði til þess að breyta viðhorfi nemenda þar almennt til náms. Eins og áður segir, er mál þetta ekki nýtt og fyrir 12 árum var flutt frumvarp á Alþingi um stofnun menntaskóla fyrir Vest- firðingafjórðung: Þá hefur málið verið rætt innan ýmissa félaga á ísafirði og fyrir skömmu var kjörin undirbúningsnefnd, sem þessir menn skipa: Jóhann Gunn- ar Ólafsson, bæjarfógeti, Björg- vin Sighvatsson, kennari, for- maður fræðsluráðs ísafjarðar, Matthías Bjarnason framkvæmda stjóri, og Guðjón Kristinsson, skólastjóri.Höfðu tveir hinir síð- asttöldu framsögu fyrir málinu á borgarafundinum 17. marz. FÉLAG ísl. einsöngvara heldur árshátíð sína í kvöld í veitinga- húsinu Lido. Verður þar margt til skemmtunar auk dansins svo sem einsöngur og tvísöngur úr óperum og óperettum, leikþátt- ur, eftirhermur og gamanþáttur. daga, en kvíða komandi vorkuld- um. Tíðarfarið getur ekki verið betra STAKSTEIIMAR Úr Gnúpverjahreppi í Árnes- sýslu símaði fréttaritari blaðsins i gær: Tíðarfarið getur ekki ver- ið betra á þessum tíma árs, sífelld hlýindi og oft 8 stiga hiti á dag- inn, og hefir þetta verið svo í um það bil hálfan mánuð. Hér er alveg snjólaust og aðeins stærstu skaflar sitja eftir í fjöllum. Ekki örlar þó enn á því, að gróður sé að koma til. Meistarosam- band bygginga- manna AÐALFUNDUR Meistarasam- bands byggingamanna var hald- inn sl. laugardag í félagsheimili verzlunarmanna að Vonarstræti 4 í Reykjavík. Formaður sambandsins, Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari flutti skýrslu stjórnarinnar yfir störf sambandsins á sl. starfsári. Svo sem kunnugt er, var Meist- arasamband byggingamanna stofnað í maímánuði 1958 og standa að því 6 meistarafélög, en þau eru: Meistarafélag húsasmiða, Mál- arameistarafélag Reykjavíkur, Múrarameistarafélag Reykjavík- ur, Félag löggiltra rafvirkjameist ara í Reykjavík, Félag pípulagn- ingameistara í Reykjavík og Fé- lag veggfóðrarameistara í Reykja vík. „Eðlilegt endadægur'* „Þegar vinsæl ríkisstjórn læt- ur af völdum áður en upp er runnið hennar eðlilega endadæg- ur er ekki nema að vonum, að stuðningsmenn hennar greini á um það, hver beri þar þyngsta sök. Einmitt sá ágreiningur er vísasti votturinn um vinsældir stjórnarinnar“. ★ Á þessa leið kemst Tíminn m.a. að orði í gær er hann ræðir um fali vinstri stjórnarinnar. Það er með öðrum orðum skoð un Tímans að vinstri stjórnin hafi dáið „áður en upp var runn- ið hennar eðlilega endadægur“. ★ Af þessu tilefni hljóta ýmsar spurningar að vakna. í fyrsta lagi: Hversvegna baðst Hermann Jónasson þá lausnar fyrir vinstri stjórn sína 4. desember s.L ef hennar „eðlilega endadægur“ var ekki runnið upp? í öðru lagi: Hvert var hið „eðli lega endadægur“ vinstri stjórn- arinnar ef það var ekki runnið upp þegar svo var komið að „ný velðbólgualda“ var risin og stjórn in gat ekki komið sér saman um neinar ráðstafanir gegn aðsteðj- andi voða? Ánægjulegt væri ef Tíminn vildi við tækifæri svara þessum spurningum. Tómas Vigfússon Aðaltilgangur með stofnun sambandsins er að sjálfsögðu að efla samstarf meistarafélaganna í byggingariðnaði og gæta hags- muna sambandsfélaganna al- mennt, koma fram fyrir hönd sambandsfélaganna út á við og standa fyrir samningagerðum. Er á það lögð áherzla að vinna að aukinni menntun, verkkunn- áttu og verkvöndun iðnstéttanna um leið og leitazt er við að vera sambandsfélögum til aðstoðar í öllu því, sem þeim má að gagni koma og við kemur iðngreinum og atvinnurekstri þeirra. Mikill áhugi ríkti á fundinum um hags- munamál sambandsins og var m. a. samþykkt þar tillaga á þá leið, að sambandið hafi viðræður við bæjaryfirvöld og fleiri aðilja um leiðir til að bæta þjónustu bygg- ingamanna. Að aðalfundi loknum var hald- inn fundur í fulltrúaráði sam- bandsins og var stjórn sambands ins endurkjörin ,en hana skipa Tómas Vigfússon, húsasmíða- meistari, formaður; Árni Brynj- ólfsson rafvirkjameistari, ritari og Þorkell Ingibergsson múrara- meistari, gjaldkeri. Frá stofnun sambandsins og til áramóta var Indriði Pálsson lögfræðingur framkvæmdastjóri þess, en þá tók við því starfi Guðmundur Benediktsson, lögfræðingur. Skrifstofur Meistarasambands byggingamanna eru að Þórs- hamri við Templarasund. (Fréttatilkynning). „Vinsæl ríkisstjórn“ Það er athyglisvert að mál- gagn Framsóknarflokksins er eina stuðningsblað vinstri stjórn arinnar, sem árætt hefur að kalla hana „vinsæla rkisstjóm“. Hvað skyldi svo vera til marks um „vinsældir" þessarar stjórn- ar? ★ Á þeim tveimur og hálfu árl, sem hún fór með völd fóru fram einar kosningar, þ.e. til bæjar- og sveitarstjórna. í þessum kosning- um vann stjórnarandstöðuflokk- urinn, Sjálfstæðisflokkurinn stærsta kosningasigur, sem unn- inn hefur verið á íslandi i 50 ár. Tveir stjórnarflokkarnir, komm- únistar og Alþýðuflokkurinn biðu hins vegar stórfelldan ósig- ur um land allt. Ekki getur þetta borið vott um „vinsældir vinstri stjórnarinnar“. ★ Sannleikurinn er auðvitað sá, sem allur almenningur veit vel, að vinstri stjórnin er örugglega óvinsælasta stjórn, sem nokkru sinni hefur farið með völd hér á landi. Þannig hlaut það líka að vera. Stjórn sveik bókstaflega öll loforð sín og stefnuyfirlýs- ingar. Þar stóð ekki steinn yfir steini þegar hún lognaðist út af. Ummæli Tímans um „vinsæld- ir“ vinstri stjórnarinnar hljóma þess vegna sem naprasta háð. De Gaulle og Emil Nú er Framsókn gamla búin að innbyrða de Gaulle. Blað henn- ar fer í gær um hann fögrum orðum af því að hann hafi „af- numið hlutfallskosningar“. Hins vegar skammar það Emil Jónsson formann Alþýðuflokksins ákaf- lega af því að hann vilji „koma á hlutfallskosningum í stórum kjör dæmum“. ■á „De Gaulle sækir stórmann- lega á brattann. Emil lætur velt- ast undan brekkunni með flokk , sinn“ segir Tíminn og er hreyk- inn af de Gaulle en tárast yfir örlögum Emils!!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.