Morgunblaðið - 25.03.1959, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIB
Miðvik'udagur 25 marz 1959
19
Hsich-Ping'- -Kúcí (Sigurður Gr. Guðmundsson) og Mæra
Lmd (Sigríður Þorvaldsdóttir). —
Leikfélag Kopavogs:
Veðmál Mæru Lindar
Nótt í Tjarnargarði, oliumálverk.
Sýning Baldurs Edwins
Kínverskur gamanleikur
eftir S. J. Hsiung.
Þýð.: Halldór Stefánsson.
Leikstj.: Gunnar R. Hansen.
ÞAÐ er stórhugur í Kópavogsbú-
um: Það er ekki nóg með það, að
þeir séu að koma sér upp stór-
hýsi eða höll, sem ber hið látlausa
nafn Félagsheimili og kemur til
með að hýsa, að mér skilst, allt
félagslíf í Kópavogi, heldur er
leikfélag þeirra haldið þessum
sama áræðiskrafti og sýnir um
þessar mundir í framangreindu
Félagsheimili kúnstir þær (eða
a.m.k. brot af þeim), sem kallast
kínversk leiklist. Sá er þó mun-
urinn á Kínverjum og Kópavogs-
búum, að þeir fyrrnefndu eru ca.
tíu ár að þjálfa sig undir hlut-
verk þau, sem bíða þeirra á leik-
sviðinu, enda ná þeir þeirri tækni
og aga, sem þarf til æðri listsköp
unar. Hinir síðarnefndu gefa sér
ekki eins langan tíma til undir-
búnings og ná enda ekki slíkri
fullkomnun sem Kínverjinn. En
til að sleppa öllu gamni, þá er
uppfærsla Leikfélags Kópavogs
á kínverska leiknum „Veðmál
Mæru Lindar' hreint afrek miðað
við allar aðstæður, en frumsýn-
ing leiksins var sl. laugardags-
kvöld. Það sætir furðu, hversu
ólærðum og lítt reyndum leikur-
um tókst að stílfæra látbragð sitt
og framkomu á hinn ýktasta hátt
án þess að missa tök á „persónu"
sköpun og túlkun þeirra athafna,
sem um er að ræða. Svo sem sjá
má á því, hve langan tíma það
tekur í Kína að fullnuma sig í
þessari konst, þ.e. 10 ár, er aug-
ljóst mál, að hér er um að ræða
mjög erfiða íþrótt, jafnvel þó hún
sé ekki færð til þeirrar full-
komnunar sem gerist þar eystra.
Þennan merka árangur ber að
sjálfsögðu fyrst og síðast að
þakka Gunnari R. Hansen, sem
lét sér ekki að nægja að stjórna
leiknum, heldur teiknaði bún-
inga og leiksviðsbúnað allan og
samdi tónlistina við leikinn, en
allt þetta verður að haldast í
bendur, til að sýning af þessu tagi
verði listræn heild. Einkum hafa
búningar, þ.e. gervi, mikla þýð-
ingu, allt að því eins mikla og
látbragðið sjálft. Sýning þessi er
enn einn vottur þess láns ,að ís-
lenzk leiklisi skuli njóta starfs-
krafta þessa fjölgáfaða og dug-
mikla listamanns. Slíkur maður
getur gert á nokkrum mánuðum,
það sem hin venjulega menning-
arlega þróun afrekar á tylft ára!
Nokkur orð um leikritið og
þýðinguna. Gunnar R. Hansen
segir m.a. í leikskránni, að gagn-
stætt „Pi-pa-ki“ sé „Veðmál
Mæru Lindar" í heild ósvikinn
gamanleikur, á köflum hreinn
„farsi“. Samkvæmt okkar vest-
ræna listskilningi þurfa gaman-
leikir annaðhvort að vera hrein-
ar „kómediur" eða hreinir „fars-
ar“ til að kallast góð og gild list
á hinu ytra borði. Veðmál Mæru
Lindar er hinsvegar hrærigrautur
af fallegum skáldskap og „hrein-
um „farsa““, en skáldskapurinn,
sem hafði hrifið mann fyrir hlé,
hverfðist í andstæðu sína eftir
hlé (eða nánar tiltékið þegar þau
hittust aftur eftir átján ára að-
skilnað Lafði Mæra Lind og
Hsich-Ping-Kúcí fyrrverandi garð
yrkjumaður, betlari og skáld), og
sneri úr því sínum óæðri enda í
áhorfendur, en „farsanum" óx að
sama skapi ásmegin, og var það
mikil sárabót.
Þýðingin er mjög í stíl við verk
ið, ýmist háfleyg og ljóðræn eða
eins og versta reykvíska. Verður
að bera lof á þýðanda fyrir að
hafa skilið svo til hlítar anda
verksins.
Um frammistöðu einstakra leik
ara er flest gott að segja, en þó
misjafnt eins og gengur. Yfirleitt
var framsögninni ábótavant, og
skrifast það jafnt á reikning leik
stjórans sem leikaranna sjálfra.
Vakti þessi vanræksla nokkra
undrun hjá undirrituðum, þar
sem vandað var svo til alls ann-
ars, er að sýningunni laut. ís-
lenzkur.húslestrastíll hæfir ekki
kínverskri list, en þess ber þó að
geta, að aðalleikendurnir notuð-
ust flestir við engan stíl, en hann
er mun áheyrilegri.
Björn Magnússon í hlutverki
þuls var ákaflega kínverskur í
látbragði og framsögn.
Forsætisráðherrann, föður
Mæru Lindar lék Erlendur Bland
on af skörungsskap og var æði
mikil persóna, svo sem vera bar.
Hina ágætu eiginkonu hans lék
Guðrún Þór og fór vel með. Syst-
ur Mæru Lindar léku þær Arn-
hildur Jónsdóttir og Auður Jóns-
dóttir. Einkum var athyglisverð-
ur leikur Auðar, sem túlkaði
mjög vel hina heimsku og ill-
gjörnu konu, sem ber hið fagra
nafn „Silfurlind". Framsögn henn
ar var lýtalaus og jafnvel með
talsverðum brag, en allt látbragð
hennar bar vitni um ágæta þjálf
un. Sigríður Þorvaldsdóttir lék
„Mæru Lind“. Hún hljóp í skarð
ið fyrir Kristínu Önnu Þórarins-
dóttur og hafði ekki nema viku
til æfingar. Er það vel af sér vik-
ið, og lék hún af undraverðu ör-
yggi. Tengdasyni Forsætisráð-
herrans léku þeir Árni Kárason,
Einar Guðmundsson og Sig. Grét-
ar Guðmundsson yfirleitt með
miklum ágætum og einkar góðum
skilningi á viðfangsefninu. Gervi
hershöfðingjanna tveggja, sem
eru kvæntir tveim eldri dætrum
Forsætisráðherrans, eru hreinasta
snilld. Svo er og göngulag þeirra
enda vakti það almenna athygli
og aðdáun. Sérstaka ánægju vakti
ágætur „farsa“ leikur Einars
Guðmundssonar, enda bráð-
skemmtilegur. Sigurður Grétar
verður ekki sakaður um það, þó
að garðyrkjumaðurinn og skáld-
ið hefði aldrei átt að vera annað
en garðyrkjumaður og skáld.
Hina fögru og drykkfelldu
prinsessu Ríkisins í vestri lék
Ágústa Guðmundsdóttir af miklu
fjöri og kvenlegum þokka. Það
hlýtur enda að skemma hvern
góðan dreng að hljóta ást slíkra
kvenna sem Mæru Lindar og prin
sessunnar í Vestri, slík auðnu-
gnótt er hreinasta ógæfa.
Loks ber að geta Böðulsins, sem
Loftur Ámundason lék af miklum
tilþrifum og næmum skilningi.
Svo þakka ég Leikfélagi Kópa-
vogs fyrir skemmtunina og óska
því ásamt Gunnari R. Hansen til
lukku með þessa ágætu sýningu.
Hvet ég nú alla til að gera sér
ferð upp á Kópavogsháls til að
sjá kínverska leikkúnst.
VIKAR.
Mirming
í DAG er til grafar borin Þóra
Pétursdóttir, en hún andaðist í
St. Jósepsspítalanum eftir erfiða
og þunga legu, hinn 17. þ. m.
Þóra Pétursdóttir var fædd að
Miðdal í Kjós hinn 20. júlí 1883,
og var því á 76. aldursári er hún
lézt. •
Hún var af góðu bergi brotin.
Foreldrar hennar voru þau Pétur
Árnason og kona hans Margrét
Benjamínsdóttir. Þeim varð 14
barna auðið, en tólf þeirra kom-
ust upp, og eru níu þeirra enn á
lífi. Nokkru eftir lát konu sinnar
fluttist Pétur til Reykjavíkur, þar
sem hann bjó um áratuga skeið.
Hann var þekktur Vesturbæing-
ur, enda sérstæður persónuleiki
og glæsimenni.
Nokkru eftir lát móður sinnar
fluttist Þóra, 20 ára gömul, að
Víðinesi á Kjalarnesi, þar sem
hún dvaldist þangað til hún flutt-
ist alfarin til Reykjavíkur, til
heiðurshjónanna Ottós Þorláks-
sonar og Carolínu Simsen. Hinn
24. október 1908 giftist hún eftir-
lifandi manni sínum, Ingjaldi Þór
arinssyni frá Bæ í Kjós, Ingjalds-
sonar frá Eyjum í sömu sveit.
Allan sinn búskap bjuggu þau
Þóra og Ingjaldur í Vesturbæn-
um, á seinni árum að Vesturgötu
23 , þar sem þau höfðu búið sér
fagurt og yndislegt heimili, studd
og umvafin áf börnum sínum.
ÞAÐ er önnur sýning Baldurs
Edwins, sem nú stendur í Boga-
salnum í Þjóðminjasafninu. Hann
sýndi á sama stað fyrir réttum
tveim árum þá nýkominn heim
Þeim varð sex barna auðið, en
þau eru þessi: Hólmfríður, handa
vinnukennari við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, Pétur, bif-
reiðastjóri, kvæntur Stefaníu Er-
lendsdóttur, Guðm. Marino, verk-
stjóri, kvæntur Elínu Jóhannes-
dóttur, Laufey, hárgreiðslukona,
gift Steingrími Oddssyni, málara-
meistara, Friðbjörg, gift þeim
sem þessar línur ritar og Njáll,
fulltrúi kvæntur Hjördísi Jóns-
dóttur. Niðjar Þóru og Ingjalds
eru tuttugu og sjö.
Þeir sem hófu lífsbaráttu sína
um aldamótin þekktu ekki annað
en harða vinnu. Þóra var þar
engin undantekning. Hún var
óvenju dugleg kona og vel verki
farin, sem aldrei féll verk úr
hendi meðan heilsan entist. Á
seinni árum voru það hennar
ánægjulegustu stundir, er hún sat
við saumavélina í hinni björtu og
fallegu stofu sinni, og saumaði föt
handa barnabörnum sínum og
vinum því allur var hugurinn til
hinztu stundar við að miðla öðr-
um. Þóra var há og glæsileg kona,
skapföst og viljasterk og lét ekki
á sjá, þrátt fyrir mikið erfiði á
yngri árum. Það lætur að líkum,
að mikið hefur á hana reynt, er
maður hennar var löngum fjar-
verandi á sjónum fyrstu áratugi
búskapur þeirra. En samstilltur
hugur þeirra hjóna og ástríki, þar
sem öllu var fórnað og einskis
krafizt fyrir sjálfa sig, til bless-
unar og heilla fyrir börnin, varð
erfiðleikunum yfirsterkari. Þóra
átti ánægjulegt ævikvöld, elskuð
og virt af öllum, sem hana
þekktu.
Ég tel það eitt mitt mesta lán
í lífinu, er ég kynntist Þóru Pét-
ursdóttur fyrir tæpum aldarfjórð-
ungi. Hún hefur síðan ávallt verið
mér sem önnur móðir og börnum
mínum dásamleg amma. Við frá-
fall hennar er mikið skarð fyrir
skildi, og er hennar nú sárt sakn-
að af börnum hennar og vinum,
en þó verður söknuðurinn mestur
hjá öldruðum eiginmanni hennar,
sem kveður nú tryggan og góðan
lífsförunaut eftir meira en hálfrar
aldar sambúð. Við biðjum Guð að
styrkja hann í raunum sínum.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Oddur Helgason.
frá dvöl suður á Spáni, þar sem
hann var við myndlistarnám.
Á sýningu Baldurs að þessu
sinni eru 39 olíumálverk og nokkr
ar vatnslitamyndir. Nú eru flest
viðfangsefni Baldurs frá Reykja-
vík og nágrenni en einnig er þar
að finna nokkrar andlitsmyndir,
sem hann hefur málað, síðan
hann sýndi seinast. Þar þekkir
maður ungan málara, sitjandi
með bók uppi í legubekk. Þekkt-
an skáksnilling, hugsi yfir tafli
o. fl. Þá eru nokkur viðfangsefni
frá Spáni og Frakklandi, og að
síðustu nokkrar blómamyndir.
Ég v-_ð að játa það, að þessi
sýning Baldurs hafði ekki sterk
áhrif á mig, og það hafa ekki átt
sér stað neinar stórbreytingar hjá
Baldri frá fyrri sýningum hans.
Vatnslitamyndin lío. 40 „Fuglar
í fjöru“, er að mínum dómi bezta
mynd Baldurs að sinni og virðist
bera af því öðru, sem hann sýnir
nú.
Sjálfsagt munu margir hafa
meiri skemmtun að þessari sýn-
ingu en ég, og efast ég ekki um'
að mannmargt verður á sýning-
unni yfir hátíðina. Mér þykir það
miður að geta ekki skrifað fjálg-
legri grein um minn ágæta kunn-
ingja Baldur Edwins, en ástæðan
er einfaldlega sú, að ég er ekki
hrifinn af þeim verkum, er Bald-
ur sýnir nú í Bogaíalnum.
Valtýr Pétursson.
Leiksýningar
BOLUNGARVÍK, 23. marz. —
Að undanförnu hefur gamanleik-
urinn Græna lyftan eftir Hop-
wood verið sýndur samtals fjór-
um sinnum hér og á ísafirði. —
Leikurinn var sýndur á vegum
Verkalýðs- og sjómannafélags
Bolungarvíkur.
Leikstjóri var Björn Jóhann-
esson, en með hlutverkin fóru
eftirtaldir leikarar: Karvel Pálma
son, Lilja Ketilsdóttir, Hallur
Sigurbjörnsson, Birna Pálsdótt-
ir, Sigurvin Jónsson, Ingibjörg
Guðfinnsdótir, Sigurvin Guð-
bjartsson og Vagn Hrólfsson. —
Guðbjartur Oddsson sá um and-
litsförðun og leiktjaldamálun. —
Leiksýningin þótti takast vel.
Meðal leikenda voru allmargir
nýliðar.
Um síðustu helgi var hér skóla-
skemmtun í félagsheimilinu. —-
Skemmtu nemendur með leik-
ritum, söng, skrautsýningu, döns
um og upplestri. Var skemmtun-
in tvítekin. — Skólastjóri Barna-
og unglingaskólans er Björn
Þórður Jóhannesson. — Frétta-
ritari.
Þóra Pétursdóttir