Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 1
24 siður og Lesbol'
Páskaliljumar koma meS vorlð og gróandann inn i híbýli fólksins. Þær eru tákn bjartsýnnar trúar á rísandi dag og batnandi hag. — Ljósmyndari Mbl. Ólafur K.
Magnússon, tók þessa mynd af ungri stúlku með fagran liljuvönd í gær. Æskan og blómin mynda þar listræna heild. —
De Gaulle heitir Þjóð
verjum stuðningi
Eisenhower kveður viðræður
æðstu munnu nuuðsynlegur
PARÍS, 25. marz. — Reuter. —
De Gaulle, forseti Frakklands,
átti fyrsta fund sinn við blaða-
menn í dag, eftir að hann tók
við forsetaembættinu, og ræddi
m. a. um Berlínarmálið. Sagði
hann að Vesturveldin mundu
ekki fallast á að ofurselja 2Vi
milljón manna í Vestur-Berlín
yfirráðum Rússa. Málið væri
þannig, að ef Rússar afhentu
Austur-Þjóðverjum yfirráðin yf-
ir Austur-Berlín, yrði ástandið
óþolandi fyrir hernámslið Vest-
urveldanna í Vestur-Berlín.
Stjórnirnar í London, París og
Washington yrðu hverju sinni,'
þegar þær þyrftu að senda eitt-
hvað milli Vestur-Berlínar og
Vestur-Þýzkalands, að semja við
austur-þýzku stjórnina, sem Vest
urveldin viðurkenndu ekki. Ef
Vesturveldin ættu hins vegar að
beita valdi til að halda uppi
samgöngum við Vestur-Berlín,
væri hersveitum Rússa að mæta.
De Gaulle sagði að það væri
ekki tilgangur frönsku stjórnar-
innar að hagnast á þýzku þjóð-
inni. Það sem áður hefði gerzt
í viðskiptum Frakka og Þjóð-
verja á liðnum áratugum, mundi
ekki gerast aftur. Frakkar og
Þjóðverjar hefðu ákveðið að
vinna saman í framtíðinni. Hann
LONDON, 25. marz. Reuter. —
Macmillan forsætisráöherra Breta
flutti ríkisstjórninni skýnslu fyr-
ir hádegi í dag, en eftir hádegið
hélt hann ræðu í neðri málstofunni
og skýrði frá ferðum sínum til
Parísar, Bonn, Ottawa og Wash-
ington. Sagði hann m.a. að megin-
atriðið væri að Vesturveldin hefðu
komið sér saman um öll grund-
vallaratriði, þegar ráðstefna æðstu
manna kæmi saman í sumar, svo
að þau gætu útskýrt þau ræki-
lega og hiklaust fyrir fulltrúum
Rússa. Hann kvað auðvitað vera
ýmis atriði, sem Vesturveldin
væru ekki á einu máli um, en þau
væru ekki veigamikil. Hins vegar
hefðu þau orðið á eitt sátt um dag-
skrá ráðstefnunnar, þ. e. a. s. ekki
röð umræðuefna, heldur hvaða
mál skyldu tekin til umræðu.
kvað ítali vera sama sinnis að
því er varðaði samskipti við
Þjóðverja. Þess vegna bæri að
forðast allt sem valdið gæti ör-
væntingu meðal þýzku þjóðar-
innar. Þess vegna gætu Frakkar
ekki verið hlutlausir í deilu
Rússa og Bandaríkjamanna. —
Framtíð Evrópu og alls heims-
ins væru komin undir heppilegri
lausn Þýzkalandsmálsins.
Hugh Gaitskell leiðtogi Verka-
mannaflokksins spurði hvort ekki
væri áreiðanlegt að ráðstefna
æðstu manna yrði haldin, hvern-
Frh. á bls. 2.
PARÍS, 25. marz. Reuter. Fasta-
ráð Atlantshafsbandalagsins hélt
fund í dag og stóð hann í hálfa
aðra klukkustund. Samþykkt var
að fallast á svör Vesturveldanna
þriggja við orðsendingu Rússa
um ráðstefnu utanríkisráðherr-
anna, en Vesturveldin leggja til
að sú ráðstefna verði haldinn í
Genf og hefjist 11. maí. Hún verði
undanfari ráðstefnu æðstu
manna, sem haldin verði í sumar.
WASHINGTON, 25. marz. —
Reuter. — Eisenhower Banda-
ríkjaforseti ræddi við fréttamenn
í dag og sagði m. a. að Vestur-
veldin yrðu að ræða við Sovét-
ríkin til að geta skýrt þeim frá
hugsjónum sínum og áætlunum í
sambandi við Þýzkalandsmálin
og öryggi Evrópu. Svo virtist
sem Krúsjeff væri sá maðurinn
í Sovétríkjunum, sem hefði mál-
in í hendi sér og þess vegna yrði
að ræða við hann. Hins vegar
sagði hann að Vesturveldin
mundu aðeins ganga til ráðstefnu
æðstu manna af frjálsum vilja.
Þau mundu hvorki láta ógna sér
Orðsendingar Vesturveldanna
verða afhentar í Moskvu á morg-
un.
Formælandi fastaráðsins sagði
í dag að fundi ráðsins loknum,
að enda þótt orðalag væri ekki
á einn veg í orðsendingunum, þá
væru meginatriðin hin sömu.
Á morgun verður annar fundur
í ráðinu, og verður þá rætt um
Þýzkalandsmúlið með tilliti til
Atlantshafsbandalagsins.
eða tæla sig til slíks fundar, ef
þau teldu hann gagnslausan. ,
►
-------------------------* \
Fimmtudagur 26. mari.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: f ijóma páskasólarinnar, eftir
sr. Óskar J. Þorláksson.
— 6: Það er dýrt að ferðast til út-
ianda í sumarfríinu.
— 8: Sitt af hverju tagi. \
— 10: Fólk í fréttunum. — Bridge.
— 11: í fáum orðum sagt. Rætt vi®
Jón Magnússon, fyrrv. skip-
stjóra.
— 12: Forystugreinin: Litazt um á
tímamótum.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15 og 16: Lesbók barnanna.
LESBÓK
fylgir blaðinu í dag. Efni hennar er
m.a.:
Spítalaskip strandar við Kúðaós.
Kvöldbænin eftir Hannes J. Magn-
ússon.
Rykfall utan úr geimnum.
Álagablettir.
Farartæki á öðrum hnöttum.
Að fara á vatnaskíðum.
Framhald ísl. fornritunar.
Vísan um Ljótunni.
Tímatalið.
Bridge, fjaðrafok o. fl.
e
MorgunblddiTÍ kemur nœst út mið-
vikudaginn 1. apríl n.k.
*--------------------------★
Macmillan gefur brezka
þinginu skýrslu
NATO ræðir störf Vcsturveldaniia.