Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
Austan kaldi, skýjað,
e.i úrkomulítið.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
71. tbl. — Fimmtudagur 26. marz 1959
Þessi unga stúlka vinnur í búð og selur páskaegg. Hún hefur undanfarna daga selt hundruð
ef ekki þúsundir af þeim. Þegar ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af henni var hún að
selja stærðar egg, sem hún heldur á. Grein um páskaegg er á bls. 3 í blaðinu í dag.
Góðviðri um allt land
Norðaustanátt og kólnandi veður í aðsigi
UNDANFARNA daga hefur verið
austanátt eða suðaustlæg átt um
allt land, og gott veður, nema
•mávegis strekkingur við suður-
(tröndina og rigning. Líkur eru
Varðarkaffi verður
n. k. laugardag
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu
miðvikudaginn 1. apríl. Fundir
félagsins I vetur hafa verið fjöl.
mennir og þar ríkt mikil eining.
Vonast stjóm Hvatar til að konur
fjölmenni ekki síður á þennan
fund.
Á fundinum verða rædd félags-
mál og Kristín Sigurðardóttir
segir fréttir af landsfundinum. Á
eftir verða skemmtiatriðL
Félagskonum er heimilt að taka
með sér gesti og öllum Sjálfstæð-
iskonum er heimill aðgangur með
an húsrúm leyfir.
til þess að á föstudag eða laugar-
dag snúist til norðaustanáttar og
því fylgi kólnandi veður, að því
er Veðurstofan tjáði blaðinu. Or-
sökin er lægð, sem virðist líkleg
til að fara fyrir sunnan land.
í gær var hlýtt um allt land.
Sunnanlands var víða 8 stiga hiti.
Norðanlands voru 4—7 stig, hlýj-
ast á Ak:'.reyri, 7 stig. Minnstur
hiti mældist á Egilsstöðum, 3
stiga hiti.
í dag er gert ráð fyrir austan
eða suðaustan kalda við Faxa-
flóa, skýjum, en lítilli rigningu,
og fyrir norðan er spáð góðviðri.
Hálf millj. kr. lán
1H1 Atvinnuleysiistrygigingasjóður
hefur tilkynnnt bæjarráði að sjóð-
urinn hafi veitt 500.000 króna lán
til byggingar verkamannahúss
þess við Reykjavíikurhöfn, sem
bærinn er nú að láta byggja.
Nýtt Valafellsmál
í uppsiglingu
Þór stöðvar togara innan v/ð 4 milna
mörkin
1 GÆRKVELDI voru allar horf-
ur á því að nýtt Valafellsmál
væri í uppsiglingu, því heyra
mátti á bátabylgjum að alvar-
lega hefði skorizt í odda milli
skipherrans á Þór og skipherr-
ans á herskipinu Palliser.
Ekki var vitað hvar atburður
þessi gerðist, en af skeytunum
milli skipanna mátti ráða að
varðskipið Þór hefði staðið gaml-
an Fleedwood-togara, sem Cord-
ella heitir, að ólöglegum veiðum
langt fyrir innan línu. í orð-
sendingu Eiríks Kristóferssonar,
skipstjóra, krafðist hann þess að
brezka herskipið stöðvaði án taf-
ar hinn brezka veiðiþjóf, sem
verið hefði að ólöglegum veiðum
fyrir innan gömlu fjögurra mílna
lníuna. Eiríkur skipherra kvaðst
og vilja mótmæla harðlega ógn-
unum brezka herskipsins. Hann
kvaðst mundu senda skipsmenn
af Þór yfir í togarann, ef skip-
herrann á Palliser stöðvaði ekki
veiðar hans.
Skömmu síðar mátti heyra
svarskeyti skipstjórans á Palliser,
sem var á þá leið, að hann hefði
fullkomlega skilið skeyti skip-
herrans á Þór. Hann kvaðst hafa
sent skeyti til flotamálaráðu-
neytisins brezka um þennan at-
burð, en á meðan hann biði svarl
hefði hann lagt fyrir skipstjór-
ann á togaranum „Cordella" aS
halda áfram veiðum, en í skeyt-
inu til Eiríks skipherra á Þór
kvaðst skipherrann á Palliser
mundu stöðva ásarnt áhöfn tog-
arans hverja tilraun, sem Þón-
menn gerði til þess að fara um
borð í togarann.
í gærkvöldi leitaði blaðið eftir
nánari upplýsingum hjá Land-
helgisgæslunn-i um þennan at-
burð, en hún varðist allra frétta,
en kvað hér um alvarlegt mál aS
ræða.
Borholan v/ð Hátún
gefur góðar vonir
í GÆR var lokið borun eftir
heitu vatni með stóra bornum við
Hátún. Borað var 750 m. niður
og er búist við að vatnsmagn og
hiti í þessari holu sé svipað og í
borholunni við Laugarnesveginn,
að því er Gunnar Böðvarsson,
verkfræðingur tjáði blaðinu í
gær, en sú hola var sú bezta sem
fengizt hefur hér. Hitinn á botni
hennar var 130 stig.
Er reiknað með að þarna sé um
mikið vatnsmagn að ræða, en
gera verður ráð fyrir að sam-
band sé á milli þessara tveggja
stóru hola, og því muni opnun
holunnar við Hátún draga eitt-
hvað úr vatnsmagninu í holunni
við Laugarnesveg.
Seint í gærkvöldi lagði þegar
mikla gufu úr holunni og hafði
slökkviliðið verið fengið til að-
stoðar við að dæla vatni í tank,
en því var síðan þrýst úr hon-
um niður í borholuna til þess
að halda gosinu niðri á meðan
Fullyröingar um misþyrm-
ingar hafa ekki við rök
að styöjast
1 GÆRKVÖLDI barst Mbl. ýtar-
leg greinargerð frá Barnavernd-
Neytendasamtökín leito úrskurSar
dómstóla vegno „gæðasmjörsins"
STJÓRN neytendasamtakanna af
henti í gær borgardómara kæru
á hendur Osta- og Smjörsölunni
s.f. fyrir meint brot á lögum nr.
84, frá 1933 um varnir gegn
óréttmætum verzlunarháttum. —
Eins og áður hefur verið getið
var Osta- og smjörsölunni gefinn
frestur til 20. marz til að verða
við þeim tilmælum Neytendasam
takanna að láta framleiðslustaðar
getið á umbúðum smjörs og fella
jafnframt niður vöruheitið „gæða
smjor.
Fyrirtækið svaraði Neytenda-
samtökunum með bréfi 18. þ. m.
en varð ekki við tilmælum þeirra.
Ákvað stjórn Neytendasamtak-
anna þá að leita úrskurðar dóm-
stólanna um þetta mál.
Mbl. fékk þessar upplýsingar í
gær, er það sneri sér til Sveins
Ásgeirssonar formanns Neytenda
samtakanna og innti hann frétta
af málinu, sem almenningur hef-
ur fylgst með af miklum áhuga.
arnefnd Reykjavíkúr út af grun-
semdum um misþyrmingu á ung-
barni. Hér í Mbl. var sagt frá
barni þessu er það hafði verið
um nokkra hríð í sjúkrahúsinu,
en er komið var með það þang-
að, var það mjög illa útlítandi
og vanhaldið. Var þess getið í
skýrslu læknis að hugsanlegt
væri að því hefði verið mis-
þyrmt.
1 greinargerð Barnaverndar-
nefndar, sem sjálf hefur haft at-
hugun á máli þessu með hönd-
um, og einnig rannsóknarlög-
reglan, segir á þessu leið: „Við
rannsókn þessa hefur ekkert
komið í Ijós um það, að full-
yrðingar þær og getsakir, er
fram hafa verið bornar um mis-
þyrmingu á umræddu barni, hafi
við rök að styðjast.“
Mbl. mun síðar birta greinar-
gerð Barnaverndarnefndar um
mál þetta.
verið var að ná bornum npp,
— Var jafnvel búizt við al
þessi nýja borhola yrði þegaf
beisluð í nótt. —
Brezkir landhelg-
isbrjótar
SANDGERÐISBATARNIR þrír.
sem enn eru með línu, reru djúpt
út í gær, út fyrir fjögurra mílna
mörkin. Þegar þeir voru að leggja,
sáu þeir hvar komu brezkir tog-
arar, en þeir hafa áður lítið orðið
varir brezkra landhelgisbrjóta.
Flautuðu togararnir og héldu
sínu striki. Urðu bátarnir að vífcja
því togararnir gegndu engum
merkjum. Þegar bátarnir fóru að
draga línuna kom í ljós að á vant-
aði þriðjung og upp í helming*
Afli var góður á þá h'nu, sem
náðist, en eins og áður er getið
höfðu bátarnir tapað miklu af
veiðarfærunum.
Akranesbátar
af la vel
AKRANESI, 25. marz: — Undan
farna þrjá daga hefur afli Aki-a-
nesbáta verið afar góður, svo að
þeir hafa það sem af er vikunni,
en miðvikudagurinn þó ekki með-
talinn, landað alls um 1000 tomn-
um af fiski.
Þriðjudagsaflinn hjá flotanum
(20 bátum) var 315 tonn alls. —
Komst aflahæsti báturinn, Böðv-
ar, upp í 37 tonna afla. Næst
hæsti báturinn var með 28 tonn
og sá þriðji með 24 tonn.
Tvöslysígær
ÞAÐ slys varð í gær á móts við
Þverveg 3 í Reykjavík, að Kjart-
an Georgsson, féll af dráttarvél
og mun hafa meiðst talsvert. —
Maðurinn var fluttur í Slysavarð-
stofuna.
Síðdegis í gær fékk stúlka að-
svif í Sláturfélagi Suðurlands og
meiddist hún á höfði er hún féll.
Hún var einnig flutt í Slysavarð-
stofuna.