Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 3
Ffmmtudagur 26. mar* 1959
MORGVNBLAÐID
3
Sr. Óskar J. Þorláksson
Í Ijóma páska
sólarínnar
að menn hafi á öllum öldum brot-
ið heilan um hinn mikla leyndar-
dóm krossþjónustu Jesú. Mörgum
hefur krossinn orðið hneyksli, en
öðrum hefur hann orðið tákn lif-
andi trúar, vottur um Guðs eilífa
kærleika.
Yfir atburðum dymbilvikunn-
ar ljómar páskasólin. Páskarnir
eru hátíð lífsins í fullkomnustu
merkingu þess orðs. Með upprisu
sinni leiddi Jesús Kristur í ljós
líf og ódauðleika, og sannaði læri-
sveinum sínum að hann væri sá,
sem hann sagðist vera, guðsson-
urinn, og gaf boðskap sínum . ýtt
lífsgildi í hugum þeirra.
Og frá þessari uppsprettu trú-
arinnar hafa kynslóðirnar fengið
andlegan svaladrykk til þessa
dags.
II.
Hvernig ætlar þú, sem lest
þessi orð mín, að nota helgidag-
ana, sem fram undan eru? Viltu
ekki gefa páskaboðskapnum ofur-
lítið rúm í hjarta þínu?
Öll þurfum vér á þeim boðskap
að halda, hvort sem oss mætir
blítt eða strítt á lífsleiðinni.
Þegar vér minnumst Frelsara
vors við kvöldmáltíðarborðið, þá
erum vér að koma til hans í sér-
stökum skilningi, til þess að fá
styrk hjá honum í vandamálum
lífs vors. Vér megum ekki láta
neina vanmáttartilfinningu eða
feimni aftra oss frá því að koma
að borði Drottins. Þar finnum vér
bezt, að hann er vínviðurinn og
vér erum greinarnar.
Og í krossþjónustu hans sjáum
vér hinn fórnandi kærleika. Við
krossinn fáum vér styrk til þess
að bera margvíslegt böl og erfið-
leika, sem á veginum verða. Eng-
inn kemst hjá því að reyna margt
í skóla lífsins, en reynslan hefur
sýnt, að samfélagið við hinn
krossfesta og upprisna Drottinn
hefur líknarlind andlegs kraftar.
Yfir krossi Krists ég fagna,
kærleiksundri Guðs og mannS,
hundruð ljósin helgra sagna
hverfa fyrir geislum hans.
Eftir því sem fleiri og fleiri
fölna lífsins stundarhnoss,
eftir því er meiri og meiri,
meinaléttir Jesú kross.
Og í ljóma upprisunnar sjáum
vér allt í nýju ljósi. Frelsari vor
kvaddi þennan heim með bænar-
orð á vörum; „Faðir í þínar hend-
ur fel ég anda minn“, og í ár-
dagsljóma hins fyrsta páskamorg
uns, barst fregnin um upprisu
Drottins er síðar varð lifandi
reynsla í lífi allra þeirra, er hon-
um stóðu næst. Líf postulanna er
í raun og veru bezta sönnunin
fyrir staðreynd og áhrifum upp-
risu Jesú.
Og nú hugsum vér til framtíðar
innar í ljósi upprisunnar. Eilífðin
breiðir út faðm sinn móti þeim,
sem lifa í trú og trausti til Guðs
handleiðslu.
Einmitt nú fær páskaboðskap-
urinn nýtt gildi í hugum margra.
Margir hafa orðið að kveðja ást-
vini sína með sorglegum og svip-
legum hætti, og alltaf eru vanda.
mál lífs og dauða hin sígildu við-
fangsefni mannshjartans. Vér þrá
um sigur lífsins og kærleikans,
og þann sigur sjáum vér í bjarma
páskasólarinnar.
Guð gefi, að vér megum öll
eignast þá trúarreynslu, sem pásk
arnir fluttu lærisveinum Jesú.
Hann gefi os öllum gleðilega
páskahátíð. '
JHSÚS sagði: „Ég er upp-
risan og lífið.“ (Jóh. 11:25).
Dymbilvikan er hin kyrrláta
vika kristinna manna, helguð
þeim minningum úr lífi Frelsara
vors, sem snerta hina viðkvæm-
ustu strengi 1 hjörtum allra
þeirra, sem vilja fylgjast með
lífi hans.
Vér sjáum Jesúm í anda, þegar
hann er með lærisveinum sínum
í loftsalnum í Jerúsalem og neyt-
ir með þeim páskamáltiðarinnar,
sem frá þeirri stundu fær nýja
merkingu og verður minnisstæð-
asta helgiathöfn kristinna manna
og hefur fært þá nær honum í
kærleika og í þjónustu.
Vér erum ekki langt frá honum
í Getsemane, þar sem hann dvel-
ur með lærisveinum sínum í hinni
hljóðu næturkyrrð, og leggur mál
sín fram fyrir Drottin á örlaga-
stund. Hvergi getum vér lært bet-
ur auðmýkt trúarinnar en af
þeirri mynd, sem sjáum þar af
Frelsara vorum, þar sem hann
segir: „Faðir! Allt er þér mögu.
legt; tak þennan bikar frá mér,
þó ekki sem ég vil, heldur sem
þú vilt.“
Og við lærisveinana segir
hann: „Vakið og biðjið svo að
fallið ekki í freistni."
Er ekki eins og þessi orð séu
hvatningar- og aðvörunarorð til
vor allra, í þeim mörgu vanda-
málum lífsins, sem mæta oss á
lífsleiðinni.
Og svo fylgjum vér Jesú á
krossgöngu hans. Föstudagurinn
langi með sínum minningum,
minnir oss á orð hans á krossin-
um: „Það er fullkomnað." Lengra
var ekki hægt að komast en að
gefá líf sitt í kærleiksþjónustunni
fyrir oss mennina. Það er eðlilegt,
ER PÁSKARNIR nálgast,
fara börnin að spyrja eftir
páskaeggjunum. Þau rifja
það upp sín á milli, hvað þau
hafi fengið stór páskaegg í
fyrra og hvort það hafi verið
margir ungar á þeim — og
auðvitað metast þau um það,
hver hafi fengið stærsta
páskaeggið. í verzlunum
verður ekki þverfótað fyrir
páskaeggjum, sum eru stór,
girnileg og skrautleg, og
börnin mæna á þau vonar-
augum. Mörgum þykir nóg
um páskaeggjafarganið, og
um það má alltaf deila.
Súkkulaðiegg og silfuregg
Þegar við seilumst eftir bita
úr súkkulaðieggi, verður fæst-
um hugsað til þess, að páskaegg
eiga sér langa sögu að baki. Sá
siður að gefa páskaegg mun einn-
ig vera gamall. En eggin eru
ekki alltaf úr súkkulaði. Öðru
nær. Þau hafa verið gerð úr
ýmsum efnum, mjöli, sykri og
öðru matarkyns, og einnig úr
varanlegri efnum — m. a. s. silfri
og gulli. í ýmsum löndum eru
páskaeggin venjuleg egg, gjarna
máluð í skrautlegum litum, og
slík egg eru mjög víða höfð um
hönd i margs konar leikjum um
páskana.
Eggin — tákn hins nýja lífs
Heiðnir menn fögnuðu komu
vorsins með ýmiss konar hátíða-
höldum og dýrkun frjósemisguða
sinna. Eggin komu þar við sögu
sem tákn þess nýja lífs, er vakn-
aði með vorinu. Með Englum og
Söxum voru þessi hátíðahöld t.d.
helguð vorgyðjunni Ostara (má
í því sambandi benda á, að pásk-
ar heita á þýzku Ostern). Á
þessum hátíðum voru m. a.
kveikt bál vorgyðjunni til dýrð-
ar. öskunni ásamt eggjaskurni
var síðan dreift á akrana eða
grafið í jörð og átti það að auka
frjósemi akurlendisins.
Heiðnir siðir færðir í kristi-
legan búning
Þó að páskahátíðina beri ekki
alltaf upp á sama tíma á árinu,
er hún samfara vorkomunni, og
því hafa fjölmargir siðir, sem
tíðkuðust á vorhátíðum heiðinna
manna, verið teknir upp í sam-
bandi við hátíðahöld kristinna
manna á páskum. Prestarnir sáu
í gegnum fingur við fólkið,
sem ekki vildi sjá af fornum
venjum, og hinir heiðnu hátíða-
siðir voru færðir í kristilegan
búning.
1 kaþólskri trú urðu eggin sér-
stakur hátíðaréttur á páskum,
þar sem bannað var að leggja
egg sér til munns á föstunni.
__ Þetta égg er víst hvorki úr silfri né gulli. Það er bara súkkulaðiegg. En ósköp væri garnan
að opna pokann og fá sér ofurlítinn mola!
Páskaegg eru eldgamalt fyrirbrigði
Um 300 manns skoðuðu
Ásgrímssýninguna um
helgina
Hún er opin kl 10-10
alla helgidagana
Gíslason, menntamálaráðherra,
sem opnaði sýninguna.
Á sýningunni í Þjóðminjasafn-
inu eru, eins og kunnugt er, 172
olíumálverk, vatnslitamyndir og
teikningar, eða rúmlega helming-
ur þeirra fullgerðu mynda, sem
listamaðurinn ánafnaði Listasafni
ríkisins eftir sinn dag.
SÝNINGIN Á verkum Ásgríms
Jónssonar hefur nú staðið í
nokkra daga og verið vel sótt.
Um helgina komu 3000 manns á
sýninguna. Má búast við að marg
ir muni nota páskahelgina til að
skoða þessa merku sýningu, en
hún verður opin alla virka daga
frá kl. 1—10 og helgidaga frá kl.
10—10 fram á aðra helgi. Aðgang
ur er ókeypis.
Myndin hér á síðunni var tek-
in í Þjóðminjasafninu opnunar-
daginn. Á henni eru talið frá
vinstri: Snorri Sigfússon, fyrrv.
skólastjóri, forsetafrú Dóra Þór-
hallsdóttir, forseti íslands herra
Ásgeir Ásgeirsson, frú Bjarnveig
Bjarnadóttir, frænka listamanns-
ins og Jón Jónsson, bróðir hans,
en þau önnuðust afhendingu lista
verkagjafar Ásgríms og Gylfi Þ.