Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 6
MORCVMJLAÐIÐ Fimmtudagur 26. marz 1959 Portúgal: Flestir ferðamenn frá norðlægum löndum sækjast eftir stöðum, þar sem hægt er að baða sig í sjónum og láta sólina baka sig. t baksýn er gamall portugalskur kastali. Það er dýrt að ferðast til útlanda t sumarfríinu Frá Spáni: Spönsk dansmær sveiflar pilsunum og smellir kastagnettunum í flamingodansi, ferðamanni til sýnilegrar ánægju. Fríin bitna á húsmæðrunum ÞETTA er byrjunin á lengsta fríinu á árinu hjá flestum okkar. Nú er um að gera að nota það vel. Láta það eftir sér að kúra svolítið lengur í velgjunni undir sænginni. En á hve mörg- um heimilium heyrist ekki fyrir allar aldir mjóróma en ákveðin rödd þess sem ekki gerir neinn greinarmun á dögum og kærir sig kollóttan um öll frí. Reynandi er að teyja handlegginn út undan sænginni og stinga upp í ófriðar- segginn kexi eða tvíböku, sem engir foreldrar ættu að láta undir höfuð leggjast að hafa með sér í rúmið. Það er sannarlega til- vinnandi að kaupa sér frest með slíkum ráðum, jafnvel þó svefn- purkurnar liggi eftir skamma stund eins og fakírar á raspi. Gallinn er bara sá, að þetta dugar sjaldan lengi. Einhver verður að fara fram úr. Og í hvers hlut kemur það? Húsmóðurinnar, í flestum tilfellum. Það er ekki nóg með að hún fái aldrei frí, heldur vilja frí hinna beinlínis bitna á henni. H Tveggja daga frí á viku hverri VARVETNA í heiminum er nú keppt að styttingu •úinu- skrifar úr daqlega lífinu , tímans og fleiri frídögum. Fimm daga vinnuvika er keppikefli vinnandi fólks. í Bandaríkjunum er því marki náð. Flestir hafa frí allan laugardaginn og börn sækja ekki skóla nema fimm daga í viku. Að óathuguðu máli virðast þetta stórkostleg og óumdeilan- leg hlunnindi. Getur það þó ekki orkað tvímælis? Hvað segja hús- mæðurnar um það? Sennilega er ekki eintóm sæla að vera húsmóðir og móðir með mann og börn heima í tvo heila daga í viku hverri. Hversu hrifin sem hún kann að vera af sínum og hversu vel sem hún vill þeim, er ekki ótrúlegt að hún andi létt- ara, þegar dagarnir tveir eru af- staðnir. Sjálfsagt snúast margar húsmæður með ánægju í kringum börn og mann allan daginn, gefa þeim góðgæti að borða o. s. frv., svona einstöku sinnum, í sumar-, jóla- og páskafríum, en 40—50 sinnum til viðbótar á ári. Ja, hvað segja húsmæðurnar um það? Og hvað segja aðrir meðlimir fjölskyldunnar? Ef menn hafa fundið starf við sitt hæfi, sem þeir hafa áhuga á, nægir þeim sjálfsagt l.álfs annars dags frí á viku, sumir finna jafnvel til frí- leiða á þeim tíma. Öðrum finnst þeir hafa nóga þörf fyrir tveggja daga frí á viku. En ekki má gleyma því, að þeir verða að borga fyrir fríin. Laugardags- vinnunni verður að dreifa á hina dagana fimm og lengja vinnu- tímann um klukkutíma á dag. En hvernig er það, finnst ekki flest. um vinnudagurinn nægilega lang ur eins og er, og eru menn ekki orðnir nægilega þreyttir í dags- lok? Hvernig verður þá auka- vinnan leyst af hendi? Hvað segja kennarar t. d. um að bæta einni kennslustund við kennslutímann á hverjum degi? Eru börnin svo vel upp lögð og óþreytt í síðustu kennslustund, að þau hafi gagn af einum tíma í viðbót? Sagt er að fimm daga vinnu- vikan sé það sem koma skal, en hún hefur sína galla eins og flest annað. Nú höfum við tvisvar sinnum tveggja daga frí. Ætli sumum okkar finnist nú ekki á- gætt að komast aftur í dagleg störf að því loknu. ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hef ur nú gengið í Alþjóðakörfuknatt leikssambandið (F.I.B.A.) og hef ur látið þýða körfuknattleiks- reglur þessa alþjóðasambands úr ensku á íslenzku og hefur Bogi Þorsteinsson, form. íþróttafélags Keflavíkurflugvallar, unnið það verk. Körfuknattleiksreglur þes« ar hafa síðan verið samþykktar af framkvæmdastjórn ÍSÍ og gefnar út af bókaútgáfunefnd i SÍ. Reglurnar eru 48 blaðsíður og kosta kr. 15.00 eintakið. Þann 28. febrúar sl. hófst nám- skeið fyrir dómara í körfuknatt- leik, þar sem þessar nýju leik- reglur eru kenndar. Þátttakendur í námskeiðinu eru 42 og standa nú yfir próf. Kennarar í námskeiðinu eru þessir: Ásgeir Guðmundsson, Ingi Þór Stefánsson, og Ingi Gunn arsson. Frá Italíu: Péturskirkjan í Róm og stóra torgið fyrir fram- an hana. Nokkrar hagnytar upplýsingar um verðlag í V.-Evrópu ÞEGAR hlýnar í veðri og sól hækkar á lofti fer fólk að ráð- gera sumarfrí og velta því fyrir sér hvernig því verði bezt varið. Útþráin er sterk í flestum íslend- ingum og þeir láta sig gjarnan dreyma um utanlandsferðir, en við erum svo langt frá öllum öðr- um löndum, að ferðakostnaðurinn verður flestum ofviða. Margir verða því að sætta sig við að láta sig dreyma. Fyrsta skiljrrðið til að draumurinn geti orðið að veru leika, er að fyrir hendi séu raun hæfar upplýsingar um verðiag. Á miðju sl. ári hækkaði allur gjaldeyrir ferðamanna í verði og flugfargjöld þar af leiðandi líka. Þetta varð til þess að dró úr ferðamannas'traumnum til -út landa. Árið 1957 fóru héðan með skipi 1646 og 7515 með flugvél- um, eða samtals 9161. Árið eftir eða í fyrra fóru samtals 8707 til útlanda, 1882 með skipum og 6825 með flugvélum. Sjálfsagt hefur hið háa verðlag á gjaldeyri og fargjöldum svipuð áhrif í ár. Fyrsti viðkomustaður íslend- inga, þegar þeir leggja upp í meg inlandsferð, er oftast annað hvort England eða Kaupmannahöfn. Nóg er um ferðir og ofurauðvelt að komast þangað. Flugfélögin fljúga oft í viku til margra við- komustaða í Evrópu. Til Kaup- mannahafnar kostar flugfargjald- ið kr. 2728,00, en 2459.00 til Lond- on, en afsláttur fæst ef keyptir eru farmiðar báðar leiðir. Sé bíll- inn tekinn með, verður auðvitað að senda hann með skipi. Far- gjaldið á 2. farrými á Gullfossi til Hafnar kostar kr. 1405,00, en flutningur á bíl allt að kr. 1000,00 en það fer eftir þyngd bílsins. Fyrir meðalstóra bíla er verðið 1500 kr. báðar leiðir, ef eigandinn er með. Hekla verður í ferðum til Norðurlanda eins og undanfarin sumur og er fargjaldið með henni til Kaupmannahafnar kr. 1290,00 á 2. farrými. Verðlag í Evrópulöndunum Verðlag í ferðamannalöndum Vestur-Evrópu virðist vera að jafnast, ódýru löndin eru ekki eins ódýr og áður og dýru löndin mörg lönd veita foreldrum, sem ferðast með börn sín, verulegan afslátt á fargjöldum, eru Norð- menn t.d. að búa sig undir að veita slíkan afslátt. Alit þesshátt- ar þarf að sjálfsögðu að athuga hverju sinni. Það getur verið gott fyrir þá, sem ferðast með bíla suður um Evrópu, að vita af bílaferjunni, sem gengur frá Frederikshavn til Rómaborgar. í Fredrikshavn er hægt að aka bílnum upp í jarn- brautarlest, stíga sjálfur upp í lestina og fá sér svefnvagn, og rísa svo úr rekkju morguninn eftir, til að halda áfram akandi suður Ítalíu. Þessi bílaferja hefur nú gengið í þrjú ár, við sívaxandi vinsældir, og ætla Þjóðverjar að koma upp annarri í sumar á leið- inni frá Grosenborde til Múnch- en. ekki eins dýr. T.d. eru eftirsótt- ustu ferðamannastaðirnir á Spáni og í Austurríki nokkuð dýrari en í fyrra, en í SvisS og Frakk- landi fer verðlag læklcandi. Þessi tvö lönd hafa lengst af haft orð fyrir að vera mjög dýr, en nú þykir verðlag áberandi mikið hagstæðara fyrir ferðamenn, eink um í Frakklandi. Einnig má geta þess, að verðlag í Belgíu er nú aftur komið í sitt fyrra horf, eft- ir að heimssýningunni lauk. Upp úr páskum er yfirleitt kom inn mikill ferðahugur í Norður- landabúa. Undanfarið hafa dönsk blöð verið full af upplýsingum fyrir ferðamenn. Þar sem sam- göngur frá íslandi eru beztar við Kaupmannahöfn, má gera ráð fyr ir því að fyrsti viðkomustaður ís- lenzku ferðamannanna' verði Kaupmannahöfn og þaðan haldi þeir svo áfram ferðinni. Að ofan hefur verið drepið á ferðakostnað héðan til Hafnar og hér á eftir fara upplýsingar um ferðakostnað með lestum, flugvélum eða bíl- um þaðan til nokkurra eftirsóttra ferðamannalanda og oftast miðað við höfuðborgir þeirra. Einnig fylgir áætlaður dvalarkostnaður á þessum stöðum í ísl. krónum. Upplýsingarnar eru úr Politiken og er hver dönsk króna reiknuð á kr. 4,75, en það mun vera verð- ið, sem ferðamenn kaupa hana á. TU Á Z. farrýml FlugfargJaW BenzínverS Dvalarkostn. í lest túristaklassi á dag frá kr. Amsterdam 916,00 2840,00 4.22 166.00 Aþenu 2788,00 10.193,0« 4.65 166,00 Belgrad 1762,00 00 8.40 142,00 Berlínar 627,00 2223,00 5.32 142,00 Bern 1258,00 4056,00 4.03 190,00 Hamborgar 494,00 1567,00 5.32 142,00 Bruxelles 1140,00 3329,00 4.65 166,00 London 1795,00 3985,00 4.75 213,00 Madrid 3092,00 6754,00 «.55 142,00 Oslo 741,00 1624,00 4.94 166,00 París 1429,00 3876,00 6.74 213,00 Róm 1909,00 5985,00 5.13 142,00 Stokkhólms 665,00 1624,00 4.75 166,00 Vín 1306,00 5172,00 4.70 118,00 Þetta er hið almenna verð, en á það skal bent, að í einstökum löndum er ferðamönnum gefinn kostur á einhverjum hlunnindum. Keppni landanna um ferðafólk hefur orðið til þess, að sífellt er boðið upp á ný hlunnindi. T.d. fást nú afsláttarmiðar fyrir benzíni í bönkum í Danmörku, Frakklandi og í Júgóslavíu. Og ISÍ í FIBA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.