Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. marz 1959 MORGVNBLÁÐIÐ 13 Ásgrímur heitinn Jónsson hafði oft áður fyrri sýningu á verkum sinum um páskana. Fer þess vegna vel á því, að einmitt nú skuli haldin sýning á nokkrum hluta hinnar ómetanlegu gjafar hans til íslenzka rikisins. Myndin hér að ofan er af einu málverka þeirra, sem hann arfleiddí ríkið að og nú er sýnt í Listasafni ríkisins. REYKJAVÍKURBRÉF að ytri merki séu mismunandi greinileg. Eisenhower bendir einmitt á það höfuðatriði í ræðu sinni, að síðustu 12 árin hefur verið stöðug hætta yfirvofandi, sem þó varð enn greinilegri í Kóreustríðinu en nokkru sinni fyrr. Þessi hætta stafar af stefnu kommúnista til heimsyfirráða. Viðleitni þeirra' er sú að nota sér hvern veikan hlekk og rjúfa varnarkeðjuna þar. Hvarvetna þar sem valda tómrúm er fyrir hendi, hrifsa kommúnistar yfirráðin við fyrsta tækifærL 30. marz 1949 Vonandi vitkast kommúnistar áður en yfir lýkur, svo að spenn- unni verði aflétt, en unnendur frelsisins mega ekki verða þeir fyrstu, sem þreytast, heldur standa öruggir á verðinum. Um þessar mundir. eru liðin 10 ár frá því að Islendingar ákváðu að taka þátt í Atlantshafs bandalaginu. Með því stigu þeir heillaríkt spor, en til þess þurfti harða baráttu. Ýmsir, og ekki kommúnistar einir, reyndu þá að spilla svo sem þeir gátu. Þar átti Hermann Jónasson ekki sízt hlut að máli. Skilningurinn á því, að heimsfriðurinn væri þess virði að leggja nokkuð á sig hans vegna, varð sem betur fer ofan á. —• Miðvikud. 25. marz Páskar Undanfarnir mánuðir hafa um margt verið óvenjulega erfiðir. Veðurofsi hefur lagzt á eitt með kulda og vetrarmyrkri um að valda miklu manntjóni. Margir eiga um sárt að binda af þeim sökum. Vertíð hefur og reynzt með lakara móti sökum stöð- ugra umhleypinga. Gæftarleysi skapar ætíð áhyggjur hjá þjóð, sem sækir mikinn hluta bjargar sinnar á djúp hafsins. Páska- helgin minnir okkur á að með hækkandi sól og batnandi veðri eyðast áhyggjurnar og bjartsýni kemur í stað dapurleika. I páska- hátíðinni, ímynd vorkomunnar, eru fólgin djúp sannindi. Myrkr- ið er svartast og lífskrafturinn minnstur rétt fyrir dögun, þeg- ar 'sólin varpar ljóma sínum á allt. Þeir, sem notið geta hvíldar um páskahelgina, hafa eflaust gott af henni, en aldrei má gleymh hinum djúpa sannleika, sem er bak við þetta helgihald, Og allir ættu að minnast með því að ganga í guðshús á þeim helgi- dögum, sem nú eru framundan. Rysjótt í alþjóðamálum Víðar hefur viðrað rysjótt en í náttúrunnar ríki að undan- förnu. Svo hefur og verið í hug- um manna. Helztu valdamenn heims hafa opinskátt talað um að styrjöld væri yfirvofandi. Hver einstakur hefur að vísu fullyrt, að ekkert væri sjálfum sér fjær skapi en árás á aðra, en ef hinn aðilinn héldi svo fram sem horfði, mundi valdbeiting hans leiða til árekstra, er gerðu styrjöld óumflýjanlega. Þessi síðasti veðragangur stjórnmálanna háfst með hótun- um Krúsjeffs nú í vetur um valdbeitingu í sambandi við Berlínarmálið og setti hann þá frest þangað til seint í maí. Síð- an hefur ýmislegt gerzt. Á meðal þess, sem mestri hreyfingu hefur á komið, er ferðalag Macmillans, fyrst til Rússlands og síðan til Frakklands, Vestur-Þýzkalands og nú síðast Bandaríkjanna. Enn er óljóst, hver árangur alls þessa verður. Bjartsýni í fréttatil- kynningum er lítils virði, en þó er svo að sjá sem lýðræðisríkin séu fús til samráðs innbyrðis og síðan til samtala við Rússa. Sum- ir þykjast sjá ýmis merki þess, að verulegur skoðanamunur og jafnvel klofningur sé milli kommúnista í Kína og Rússlandi. Enda hyggist Krúsjeff ekki hafa Kínverja með sér í viðtölum við lýðræðisþjóðirnar og sé þó vitað, að þeir leggi hið mesta kapp á að vera þar við. Því meira er undir því komið, að lýðræðis-, þjóðirnar beri gæfu til sam- þykkis. Ef marka má yfirlýsing- ar Macmillans, nú síðast eftir fundinn við Eisenhower, eru góðar horfur á samkomulagi þeirra í milli og verður vonandi svo í raun. „Ekki hörfa um þumlung“ Forysta Bandaríkjamanna í al- þjóðamálum hefur síðustu árin oft þótt býsna reikul. Einkum hefur Eisenhower forseti verið sakaður um að láta hin mestu vandamál of lítið til sín taka og jafnvel ekki fylgjast með sem skyldi. Þeim mun meira þótti mönnum koma til ræðu þeirrar, er hann flutti 17. marz sl., þar sem hann lýsti stöðu þjóðar sinn- ar til Berlínarvandamálsins og varnarmálanna. í ræðu þessari lýsti hann því tvennu, sem mest er undir komið, að Bandaríkin mundu ekki víkja fyrir valdi eða hótunum um valdbeitingu, en væru fús til samninga, sem byggðu á grundvelli réttar og friðarvilja. Orðrétt sagði Eisen- hower m. a.: „Aðstaða okkar er þá þessi: Við munum ekki hörfa um þumlung frá skyldu okkar. Við munum halda áfram að neyta réttar okkar til friðsamlegra ferða frá og til Vestur-Berlínar. Við munum ekki verða hinir fyrstu til að brjóta friðinn; það er Ráðstjórnin sem hótar vald- beitingu til að trufla slíkar frjáls ar ferðir. Við erum fúsir til þess að taka af heilum hug þátt í hverri einlægri tilraun til samn- inga, sem virðir gildandi rétt allra og möguleika þeirra til að lifa í friði“. „Á meðan komm- únistar leita eítir heimsy f irráð um“ Eisenhower hélt áfram: „Berlínarvandamálið nú er ekki fyrsta hindrunin, sem alþjóðlegi kommúnisminn hefur sett á leiðina til friðar. Heimur- inn hefur notið lítillar hvíldar frá spennu síðustu 12 ár. A með- an heimsveldi kommúnista held- ur áfram að leita eftir heims- yfirráðum, munum við þurfa að horfast í augu við ógnanir við friðinn, mismunandi í eðli og á ó- líkum stöðum. Við höfum lifað og munum halda áfram að lifa á tímum, þar sem vandamál til- búin af Ráðstjórninni fylgja eitt öðru eins og tölur á bandi. Hversu lengi sem þetta tíma- bil stendur, þá verðum við stöð- ugt að vera reiðubúnir til að hrinda árás, hvort sem hún er stjórnmálalegs, fjárhagslegs eða hernaðarlegs eðlis. Dag hvern mun reyna á friðarráðstafanir okkar. Við verðum að hafa stöð- ugleik, viljaþrek og fasta fylgd við stefnu, sem við höfum ræki- lega fyrir hugað. Ótti og vantrú má ekki knýja okkur frá þeirri stefnu, sem sjálfsvirðing, sómatilfinning og frelsisást benda til. Ef við gerð- um það, mundum við eyða sköp- unarkrafti þjóða okkar, en á hon- um hvílir okkar sanna öryggi. Þetta munum' við aldrei gera. Sókn til friðar og trygging ör- yggis hins frjálsa heims krefst af okkur framkvæmda í öllum greinum mannlegra athafna. Þetta verður einungis gert, ef þjóðir hins frjálsa heíms vinna saman í náinni samvinnu, jafna ágreining sinn, bera saman sam- eiginlegar byrðar og sækja fram í einingu að sameiginlegu marki. Þetta er einmitt það, sem við nú gerum. Við köllum það gagn- kvæmt öryggi. Við viðurkennum, að frelsinu verður ekki skipt. Hvar í heiminum, sem frelsið er skert, er sérhver frjáls þjóð meidd þar með“. Varnir íslands hafa náð tilgangi sínum Enginn efi er á því, að varnir íslands hafa náð tilgangi sínum. Tekizt hefur að koma í veg fyrir stórstyrjöld. Að því vildu ís- lendingar einmitt stuðla með því að leggja sitt af mörkum. Sumir á landi hér tala nú á þá leið, að ef unnt verður að leysa Berlínardeiluna, a. m. k. um sinn, án þess að til ófriðar komi, þá muni stríðshættan líða hjá. Þeir, sem svo tala, eru einmitt hinir sömu, sem stóðu fyrir blekkingarályktuninni 28. marz 1956. Á meðan meinsemdin sjálf hefur ekki verið læknuð, er voð- inn af henni ætíð fyrir hendi, þó En til þess að minna á aðferð- irnar, sem beitt var gegn þessu velferðarmáli, er rétt að rifja upp það sem Hæstiréttur segir í dómi sínum 12. maí 1952, um atbúrðina er urðu 30. marz 1949 við Alþingishúsið í Reykjavík. En frá þeim atburðum eru ein- mitt liðin 10 ár annan páskadag. „Árás með grjótkasti“ Upphaf dóms Hæstaréttar hljóðar svo: „A öndverðu ári 1949 fóru fram Umræður milli allmargra ríkja um stofnun varnarbanda- lags þess, er síðar var nefnt Norður-Atlantshafsbandalagið. Kom brátt í ljós, að íslandi mundi verða boðin þátttaka í samtökum þessum og að ríkis- stjórnin og meiri hluti Alþingis mundu beita sér fyrir því, að Is- land gerðist aðili að hinum væntanlega milliríkjasáttmála. Hörð mótspyrna reis gegn mál- inu. Reyndu andstæðingar þess eftir megni að vinna gegn þátt- töku íslands í væntanlegu varn- arbandalagi og kröfðust þess, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin fara fram um hana. Ríkisstjórnin lagði fram á Al- þingi hinn 28. marz 1949 tillögu til þingsályktunar um þátttöku Islands í Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Var ákveðið, að til- lagan skyldi rædd við tvær um- ræður í sameinuðu Alþingi. Fyrri umræðan fór fram hinn 29. marz 1949. Var lögreglulið bæjarins þá kvatt til þess að gæta allsherjar- reglu við Alþingishúsið. Allmik- ill mannfjöldi safnaðist þar sam- an, meðan á umræðum stóð, og um það leyti sem þingfundi var slitið, var árás með grjótkasti hafin á Alþingishúsið utan af Austurvelli, og brotnuðu þá all- margar rúður í húsinu. Ekki hef- ur orðið uppvíst, hverjir að þeim óeirðum stóðu. Bætt var úr spjöllum þeim, sem urðu á hús- inu í þetta sinn, áður en þing- fundur hófst næsta dag“. „Uggvænt um óeirðir“ Hæstiréttur rekur síðan gang málsins svo: „önnur umræða um málið hófst á Alþingi kl. 10 að morgni hinn 30. marz, og stóð sá fundur óslitið, unz atkvæðagreiðslu lauk kl. 2,30 e. h. Þá um morguninn boðuðu fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna í Reykjavík og verka- mannafélagið Dagsbrún til úti- fundar við Miðbæjarbarnaskól- ann til þess að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um máliðr og skyldi fundurinn hefjast kl. 1 e. h. Með því að uggvænt þótti, að til óeirða kynni að draga þennan dag, bauð lögreglustjóri út öllu lögregluliði bæjarins og lét lög- reglumenn taka sér stöðu við þinghúsið og í því. Þá var og kvatt á vettvang allmikið vara- lið, búið lögreglutækjum og ein- kennum. Lögreglustjóri gerði og ráðstafanir til þess, að allmargir óeinkennisbúnir menn tækju sér stöðu við norðurvegg Alþingis- hússins. Skyldu þeir vera lög- reglumönnum til aðstoðar, ef á þyrfti að halda. Þar sem formenn þingflokka þeirra, sem studdu ríkisstjórn- ina, voru uggandi um starfsfrið Alþingis; skoruðu þeir á frið- sama borgara með dreifimiðum og í útvarpi að koma á Austur- völl eftir hádegi þennan dag og stuðla með návist sinni að því, að Alþingi hefði starfsfrið. Áðurnefndur útifundur við Miðbæjarbarnaskólann fór frið- samlega fram, og lauk honum kl. 1,30 e. h. Var þar samþykkt áskorun á Alþingi um að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og valin þriggja manna nefnd til þess að koma áskoruninni á fram færi við Alþingi. Flestir fundar- manna munu síðan hafa haldið að Alþingishúsinu, og var þá mikill mannfjöldi þar saman kominn“. ,Mjög tvísýnt um starfsírið og öryggi þingmanna.“ Hæstiréttur heldur áfram ingu sinni: „Um það, sem síðan gerWst, hafa margir lögreglumenn og ýmsir aðrir sjónarvottár boriB vætti. Telja þeir, að fram undir kl. 1,30 hafi verið tiltölulega ró- legt við Alþingishúsið, en eftir þann tíma hafi fljótlega farið að bera á háreysti. Hafi menn hróp- að: „Þjóðaratkvæði“ og „Við heimtum svar“. Rétt fyrir kl. 2 tilkynnti ákærði Stefán Ögmunds son mannfjöldanum í hátalara að formenn allra þingflokka nema Sósíalistaflokksins hefðu neitað að verða við óskum fundarins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Óróa menn munu þegar um þetta leyti hafa tekið að kasta eggjum og síðan mold og grjóti í Alþing- ishúsið svo og að lögreglumönn- um þeim og varnarliði, sem þar var fyrir. Eftir því sem næst verður komizt, hófst atkvæða- greiðsla á Alþingi um sjálfa þingsályktunartillöguna nálægt kl. 2 e. h. Eftir það jókst grjót- og moldarkast í Alþingishúsið og að lögreglumönnunum og varnar liðinu. Brotnuðu nú margar rúð- ur í gluggum og dyrum Alþingis- hússins. Flugu steinar og rúðu- brot inn í þingsalinn, og gerðist mjög tvísýnt um starfsfrið og ör- yggi þingmanna. Mátti ekki við svo búið standa, og var því lög- reglumönnum skipað að hefja að gerðir til varnar Alþingi og þeir látnir ryðja fólki á brott frá Alþingishúsinu. Ruddu þeir svæðið fyrir framan hús- ið og norður undir styttu Jóns Sigurðssonar, en mættu harðsnú- inni mótstöðu manna, sem beittu bæði grjóti og bareflum. Er lög- reglumenn höfðu rutt svæðið, tóku þeir sér stöðu á norður- gangstétt Kirkjustrætis gegnt dyrum Alþingishússins. Árásar- menn létu ekki skipast við þess- ar aðgerðir lögreglumanna, held- ur fylgdu þeim eftir og héldu áfram árásum á þá og þinghúsið. Atkvæðagreiðslu lauk á Al- þingi um kl. 2,30, og urðu mála- lok þau, að 37 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en 13 á móti. Sleit þá forseti sameinaðs Alþingis fundi, en mæltist til Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.