Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 11
Fimmtutlagur 26. marz 1959
MOR'lVMtLAÐlh
11
/ / á u m o r ð u m s a g t
Með Haraldi í Bugfirmi
á páskum 1909
Jón Magnusson seglasaumari sóttur heim
öðru sinni
L
MARGIR hafa spurt um fram-
haldið af samtali okkar Jóns
Magnússonar skipstjóra. Ég hitti
hann því á verkstseði hans í
Grófinni þriðjudaginn 17. marz
sl. Hann var önnum kafinn við
seglasaum. Jón leit um öxl, þeg-
ar ég opnaði hurðina, gretti sig
ofurlítið og sagði:
— Nú já, þú kominn.
Ég gekk inn fyrir, heilsaði hon
um með handahandi og sagðist
vera kominn til að efna gamalt
loforð.
— Ekki við mig, var hann
fljótur að grípa fram í. Ekki hef
ég beðið þig um að sniglast hér
dag eftir dag og snuðra í öllum
skotum. Hvurn fjandann viltu
nú? Sérðu ekki, að hér er allt
íullt upp af gestum?
Við gluggann sat grannur mað
ur miðaldra í brúnteinóttum
fötum, en þó höldalegur, og
skrifaði bréf á hvítan segldúk.
Hann var með úfið rauðbirkið
hár, og þegar hann sneri sér
við til að athuga, hver kominn
væri í heimsókn, mætti ég rauð-
bólgnum augum hans sem
snöggvast. Það var eins og að
horfa inn i tóman hellisskúta.
— Ég heiti Jói, sagði hann
lágri rödd. Ég er að ljúka hér
við bréf.
Svo sneri hann aftur í okkur
bakinu _ og hélt skrifi sínu á-
fram. Ég virti fyrir mér skol-
hærða konu, sem sat við hlið
hans og slokaði í sig svart kaffi
úr bjórflösku. Hún var á svipuðu
reki, en ellilegri. Hún var í
biárri kápu og hafði rifna slæðu
bundna yfir hárið. Og ekki hægt
að segja, að hún hafi verið tún-
fögur í andliti.
— Ég heiti Sigríður, sagði hún
virðulega, og stóð upp.
Hún rétti mér höndina. Ég
sneri mér að Jóni Magnússyni og
sagði:
— Þú misskildir mig áðan, ég
hafði ekki lofað þér neinu, en —
— Jæja, svaraði Jón, en trufl-
aðu mig ekki, svo ég saumi ekki
í fingurna á mér.
Svo leit hann snöggt upp og
spurði: — Hvaða loforð ertu að
tala um?
— Ég lofaði lesendum Morgun-
blaðsins að birta annað samtal
við þig. Ertu búinn að gleyma
því?
— Loforð eiga menn að svíkja,
þegar mótparturinn er svo svín-
beygður af gunguskap, að hann
þolir ekki að maður standi við
loforðið. En fáðu þér sæti og
haltu þér á mottunni.
Ég sneri mér að Sigríði og Jóa
og þau spurðu, hvort ég ætti
nokkuð. Jón Magnússon leit upp
og sagði snöggt:
— Hvurn fjandann haldið þið
að hann eigi, þessi blessaður aum
ingi.
Svo leit hann um öxl og sá, að
ég hafði skilið hurðina eftir í
hálfa gátt. Hann sagði með þjósti:
— Af hverju tókstu hana ekki af
hjörunum?
Ég gekk fram og lokaði. Sagði
svo:
— Hvernig lízt þér á að við
röbbum dálítið saman í dag?
Jón sagði:
— Sama er mér, en þú verður
þá að hafa fyrir því sjálfur að
reka gestina út.
Sigríður sagði:
— Svona er það í baráttunni.
— Baráttunni? Nú, hvernig er
það í baráttunni, spurði ég.
Jói leit upp:
— Beztu mennirnir verða að
hrökklast út fyrir dýrunum, sagði
hann og gaukaði brennivínstári
að vinkonu sinni.
Svo gekk hann út teinréttur og
tígulegur eins og nýkjörinn þing
maður og sagði um leið og hann
kvaddi:
— Ég er tré, sem fuglarnir
setjast á, sagði hann.
II.
— Er ekki komið nóg af þessu
rugli okkar, spurði Jón inn i þögn
ina, þegar þau voru farin út. Það
var engin baggabraut inn í hug-
skotsholið á þeim manni.
Ég spurði:
— Það getur verið, en ég held
AJlir efstir!
það vanti dálitla „útleggingu" í
páskablaðið. Ég treysti þér manna
bezt til að bæta úr því.
Hann brosti og ég sá, að hon-
um líkaði svarið vel:
— Jæja, sagði hann. Það er þá
bezt ég segi þér frá því, þegar ég
var með Harald á páskunum
1909.
Svo tók hann upp kaffibrúsann
sinn og hóf frásögnina:
— Ég var austur í Bugt. Hann
strekkti á landsunnan og ég tók
það fyrir að fara heim til Reykja
víkur og losa skipið. Ég kom inn
um kvöldið þriðjudaginn fyrir
páska og við gerðum utan um
seglið. Þegar því er iokið segi ég
við karlana: — Jæja, drengir, nú
getið þið farið i land ,ef þið vilj-
ið. Ég sé um upp- og útskipun.
En sex annað kvöld komið þið um
borð og ég sigli. Þegar ég ætlaði
að sigla næsta dag, voru rúgbrauð
in ekki tilbúin hjá Sveini Hjart-
arsyni, svo ég geri körlunum boð
og segi, að þeir megi vera í landi
til kL 6 á skírdag. Tveir yngstu
mennirnir um borð voru góðir
vinir mínir og einskonar trúnað-
armenn. Ég lét þá ferja karlana
út í skipið. Á tilsettum tíma á
skírdag kom ég niður á bryggju
og lét ferja karlana um borð jafn
óðum og þeir komu. Á miðnætti
voru tólf komnir um borð. Ég
bíð enn nokkra stund á bryggj-
unni, en ekki koma fleiri. Þá fer
ég niður í Austurstræti og sé þar
einn blindfullan dóna, tek í öxl-
ina á honum og fer með hann
niður í bát. Báturinn var lítill,
en háfermi á honum eftir að ég
hafði tekið grútartunnur í örfiris
ey. Á leiðinni frá eyjunni byrjar
sá fulli að velta bátnum. Ég segi
strákunum að leggja upp og
stoppa og taka niður efstu tunn-
una, sem var tóm, svo ég gæti
lagt karlinn til milli hinna
tveggja. Svo settist ég ofan á
tómu tunnuna og allt gekk vel út
að skipinu. Þegar við komum að
skipshliðinni, stökk ég um borð
og karlinn á eftir. Strákarnir
losuðu tunnurnar. En karldjöf-
ullinn var ekki fyrr kominn urn
borð en hann henti sér útbyrðis
hinumegin. Ég stekk yfir og grip
haka og set í jakkann hans. Svo
kalla ég til strákanna: — Það
liggur ekkert á, strákar! Ég held
hundinum, en komið þið með bát-
inn yfir, þegar þið eruð búnir
að losa. Svo dýfði ég karlinum
nokkrum sinnum á kaf, áður en
við fórum með hann niður. Þegar
þessu er öilu lokið, fer ég að líta
í kringum mig. Sé ég þá, að karl-
arnir eru allir útúr drukknir og
komnir í koju. Mér þótti það
súrt í broti, því ég ætlaði að
sigla, en auðvitað náði ég ekki
upp seglum, eins og nú var á-
statt um borð. Ég sagði við strák-
ana: — Þið vakið áfram, ég ætla
að leggja mig í svo sem klukku-
tíma. Auðvitað kom mér ekki dúr
á auga og eftir klukkutíma fer
ég upp og segi við strákana: •—
Jæja, þið farið í land, gangið að
Ellingsens verzlun, og ef þið sjá-
ið engan mann, beint um borð.
Þið gerið skyldu ykkar, eins og
þið eruð vanir, annars vitið þið,
hvað það kostar. Þegar strákarn-
ir eru farnir, ræsi ég karlana,
og það gengur sæmilega. Strák-
r~~rir komu mannlausir aftur.
Þeg' r klukkan var langt gengin
sex uti morguninn, er ég búinn
að ræsa flesta karlana út og heisa
seglin. e kk það sæmilega. Kl.
sex segi ég við strákana: — Nú
skreppið þið í land, en hvorugur
fer upp úr bátnum. Sjáið þið
aungan á bryggjunni, þá komið
þið strax aftur. Þeir fóru og komu
með níu menn um borð. Nú er ég
laus úr höfn og fæ hægan kalda,
og ég er ekki kominn út í bauju
fyrr en klukkan langt gengin 11
um morguninn. Ég stend við stýr-
ið. Þá koma þessir níu allt í einu
upp i einum hóp og einn þeirra
gefur orður: — Ef þú snýrð ekki
aftur, þá tökum við stýrið, segir
hann. Ég _var ekkert myrkfælinn
við þá. Ég sagði bara: — Þið
haldið þið séuð menn, drengir.
Ég veit ég fell fyrir ykkur níu,
því enginn má við margnum. En
j ég skal sjá til þess, bæti ég við,
að þið spásserið ekki allir eins og
gleiðgosar um Austurstræti, þeg-
ar við erum komnir í höfn. Og
þegar ég er fallinn, þá skipti ég
mér ekki af skipinu. Loks vil ég
láta ykkur vita, að við gerum upp
okkar sakir, ekki hér við stýrið,
heldur uppi á Skólavörðustíg.
Þeir sögðu ekkert, en löbbuðu
burt.
Klukkan 12 á hádegi er stýri-
maðurinn kominn upp og ég segi
við hann: — Við höldum fyrir
Skaga. Ef eitthvað ber á milli
skaltu kalla á mig upp.
Svo fór ég niður að lesa fsa-
fold. Klukkan 12 á hádegi kemur
kokkurinn aftur í og segir, að
ekki sé gott í efni. Hann geti ekki
eldað.
— Fyrir hverju? segi ég.
Það komu vöflur á hann, svo
ég bæti við:
— Ertu sá dauðans ræfill
að láta mig ekki vita af því, ef
pottar og katlar eru í ólagi. Þá
segir hann mér, að allt hafi ver-
ið í standi, þegar við lögðum úr
höfn, en nú séu dónarnir búnir
að stinga gat á pottana _og rífa
botnana úr kötlunum. Ég segi
það sé í lagi, fyrst hann hafi
staðið sína pligt: — Þú skalt bara
fara í koju, segi ég, og liggja ró-
legur, þangað til ég kalla á þig.
Svo vindaði hann og ég austur
í Bugt. Var búinn að vera fimm
sólarhringa án þess að hitaður
væri volgur sopi. Veðrið var á-
gætt og íslendingur hífði upp við
rassinn á mér. Ég kalla á hann
og bið um leyfi til að fá að fara
um borð:
■— Þú verður að vera fljótur,
sagði hann, því ég er i fiski. Ég
út með bátinn á augabragði, fer
um borð með pottana og katlana
og fæ gert við allt saman. Þú held
ur kannski að karlarnir hafi ver-
ið einhver óhræsi, en það er ekki
rétt. Þetta voru allt ágætis menn,
en vildu bara fá að vera heima
um páskana. En ég hafði enga
eirð í mér til að vera heima,
þvi ég átti von á fiski. Þeir stóðu
sig líka vel, renndu allir um-
yrðalaust eftir þetta og það kall-
ar maður drengskap. En nú er
bezt við hættum þessu; þetta er
saltlaus fjandi og mér skilst það
megi hvorki blóta né nefna kon-
ur á nafn á prenti.
— Jú, ef það er fallegt. Hefurðu
elskað margar konur, Jón?
— Elskað? Heyrðu, viltu ég
fleygi þér út?
— Hefurðu aldrei horft fallega
á konur?
— Konur eru ekki til að horfa
á. Maður á að horfa á fjöll.
— Jæja — þá, bezt ég spyrji
þig um kokkeríið. Þú hefur sagt
mér, að þú hafir verið kokkur.
— Já, ég var kokkur á To venn-
er 1894.
Skipstjórinn hét Jón, en ég er
búinn að gleyma, hvers son hann
var. Það gekk mjög illa. Ég
kunni ekkert. Ég var víst fyrsta
flokks skítkokk. Ég kunni ekki
einu sinni að hita kaffi.
Ég spurði:
— Fékkstu þér ekki Kvenna-
fræðarann eins og Þórbergur?
— Nei, svaraði hann. Það var
ekki til siðs á þeim árum. Það
var ekki fyrr en löngu seinna, að
farið var að kenna skítkokkum,
en þá var ég orðinn maður á sjón
um. — Við sigldum út eitt laug-
ardagskvöld í marzmánuði. Þeg-
ar ég var vakinn kl. 4 fyrstu nótt-
ina, var ég svo sjóveikur, að ég
lagðist fram i krús og treysti mér
ekki upp. Karlarnir komu nið-
ur að vekja mig, en ég anzaði
þeim ekki. Þá kom skipstjórinn
og draslaði mér upp. Þegar ég
var kominn upp að kokkhúsi á
dekkinu losnaði kabyssan og kom
á fleygiferð á móti mér og fest-
ist í dyrunum. Ég var feginn,
hélt ég mætti fara niður aftur, en
það var ekki meiningin. Ég var
látinn dúsa í kokkhússúrring-
unni eins og skepna, á meðan karl
arnir komu kabyssunni fyrir á
sinum stað. Þegar við höfðum
verið viku á sjó, vorum við komn
ir inn í Garðsjó, og þar fór skip-
stjórinn að kenna mér að steikja
fisk. Ég þorði ekki annað en
gegna og vera hlýðið og gott
barn, en _það gekk allt í hunda-
molum. Ég er svo að snattast í
kringum hann og læra að verka
og steikja fisk, en þá valt kollan
og hringirnir hentust út af
maskínunni. Ég reyndi að ná í
þá, en þá valt hún aftur og
feitin fór ofan á lúkuna á mér.
Ég þorði ekki að fara að væla og
vann eins og áður. Um nóttina
ligg ég í Reykjavik. Þá taka karl-
arnir eftir brunasárinu á hend-
inni á mér og spyrja, hvurnig
standi á þessu. Ég segi þeim, að
halda kjafti. Ég byrjaði snemma
á því. En þeir fara með mig í
land til skipstjórans. Hann er
ískaldur og ber eggtlíu á sárið
og rekur mig um borð aftur að
kokka. Ég fer. En ég þurfti að
sækja kol fram í lúkar handa
mér og körlunum til næturinnar
og það gekk illa, því ég var hálf
krankalegur. Ég átti einnig erfitt
með að vaska upp og ef kollan
hallaðist og skvettist til með
skammdekkinu, fór ég með allt
draslið út að lunningu og skolp-
aði þar upp meira með löppun-
um en höndunum ,ef svo bar
undir.
— Fengu ekki karlarnir illsku
í sig af þessu?
— Nei, — nei, ferskum sjó? Og
það var ekkert á tánum á mér
nema kolaskítur.
— Hvað þótti þér erfiðast I
kokkstarfinu?
— Þegar sætsúpan var á sunnu-
dögum. Þá skammtaði stýrimað-
urinn tvær sveskjur á mann.
Þeim varð ég að skila eigand-
anum, en alltaf voru þær
komnar í mauk, því ég setti þær
of fljótt í pottinn. Þá görguðu
karlarnir: — Hvar eru minar
sveskjur, hvar eru minar sveskj-
ur? Ég tók þá til bragðs að setja
sveskjurnar ekki í pottinn fyrr
en rétt áður en ég skammtaði og
þá fékk ég þær heilar. Á mið-
vikudögum var fiskisúpa. Það
voru líka sveskjur í henni. Karl-
arnir vildu allir fá miðstykkið,
en enginn sporð eða hnakka-
stykki. Út af því varð oft leiðinda
þvarg. Um vorið var ég orðinn
sterkur á svellinu í kokkeríinu
og farinn að brúka kjaft. Þá tek
ég það ráðj að ég tíni öll beinin
úr fiskinum set hann í stóran
bakka, helli honum svo í pott-
inn og hræri öllu saman. Þegar
ég kom með þetta mauk niður í
káetu, leit . skipstjórinn á mig
stórum augum: — Ja, hvað á ég
að gera? spurði ég. Það vilja all-
ir miðstykkið. Nú eru allir jafn-
ir. Jón skipstjóri sagði ekkert, en
brosti. Upp úr þessu fór kokka-
mennskan að ganga betur hjá
mér. Eitt sinn um vorið vorum
við norður i Röst. Það var eng-
inn fiskur hjá þeim, og þá voru
þeír alltaf verstir. Það var slétta
logn og gott veður, svo ég notaði
tækifærið og fór með pottinn út á
dekk. Þar færði ég upp úr honum.
Ég var búinn að ná í soðn-
inguna fyrir káetuna og nú voru
allir karlarnir komnir út.
— Hvar er soðningin mm, hvar
er soðningin mín? spurðu þeir
hver i kapp við annan.
— Hún er í pottinum, segi ég.
Þá segja þeir: Því get ég ekki
verið efstur í pottinum? Þá fýk-
ur í mig, svo ég tek pottinn upp
og hvolfi úr honum á dekkið og
hrópa: — Allir efstir! Og étið nú
skepnurnar úkkar.
— M.
Seykjovík — Hulnarijör»ui
Férðir Hafnarfjarðarvagna um páskana verða sem hér
segir:
Skírdagur: ferðir hefjast kl. 10 síðasta ferð kl. 0.30 em.
Föstudag. langi — kl. 14 — — kl. 0.30 em.
Laugardagur — kl. 7 — — kl. 0.30 em.
Páskadagur — kl. 14 — — kl. 0.30 em.
Annar páskadagur — kl. 10 síðasta ferð kl. 0.30 em.
Lasidieiðij’ hf.
Til leigu
Ný íbúð í Austurbæ. íbúðin c .... ,n. o herbergi.
Umsóknir sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mið-
vikudag merkt: „Ný íbúð —5490“.