Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 14
14
MORCVJSUL 4Ð IÐ
Fimmtiiðagnr 26. marz 1959
FIÐLUR
CT ARINET
Tilvaldar
fermingargjafir
— Póstsendum —
GÍTARAR
HLJÖÐFÆRAVERZLUN
SIGRlÐAR
HELGADÓTTUR
Vesturver — Sími 11315.
I : :
Bátafélagið BJÖRG
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánud. 30.
marz n.k. (annan páskadag) í fundarsal Slysavarna-
félags Islands Grófinni 1 kl. 4 e.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf,
Lagabreytingar, Önnur mál.
STJÓRNIN.
SOL GRJÓN efla hreysti
eanjahvftuofni*
Skrif borð
Okkar nýtízku skrifborð eru kærkomin fermingar-
gjöí.
Fást í eftirtöldum húsgagnaverzlunum.
Karli Sörheller
Árna Jónssyni
Laugaveg 36
Laugaveg 68.
Axel Eyjólfssyni
Skipholti 7.
1 _______________________________________
Framh. af bls 13
þess samkvæmt ósk iögreglu-
stjóra, að þingmenn færu ekki
út úr þinghúsinu, fyrr en lög-
reglustjóri teldi óhætt vegna upp
hlaupsins úti fyrir. Létu þing-
menn Sósíalistaflokksins í Ijós
nokkra óánægju út af þessu“.
60 rúður brotnar
á framhlið
Alþingisliússins
Síðan segir Hæstiréttur:
„Nokkru síðar talaði ákærði
Stefán Ögmundsson úr hátalara
áðurnefndrar bifreiðar að nýju.
Skýrði hann frá málalokum á
Aiþingi og lét þess getið, að þing-
mönnum Sósíalistaflokksins væri
haldið sem föngum í Alþingis-
húsinu. Að vætti fjöida vitna
náði upphlaupið hámarki sínu
eftir þessa yfiriýsingu. Urðu lög-
reglumenn því ásamt varaliðs-
mönnum að gera aðra útrás, en
tókst ekki að stöðva upphlaupið.
Lá mörgum lögreglumönnum við
stórmeiðingum, og var hætta á
því, að þeir gætu ekki veitt
alþingismönnum nauðsynlega
vernd. Töldu yfirmenn lögregl-
unnar nú ekki verða hjá gasað-
gerðum komizt, en létu, nær sam
tímis og gasi var beitt, tilkynna
í hátalara áskorun til mannfjöld-
ans að rýma Austurvöll. Var
þetta tilkynnt einu sinni úr dyr-
um Alþingishússins, en mun lítt
hafa heyrzt, enda háreysti mikil
og gnýr úti fyrir og hátalarinn
ekki i fuiikomnu iagi. Er tára-
gasinu var beitt, flúðu árásar-
menn og annað fólk undan því,
en er gasinu létti, sóttu mjög
margir aftur að lögreglumönn-
unum, og varð að beita táragasi
öðru sinni, áður dygði.
Gerðar höfðu verið ráðstafan-
ir til þess, að bifreiðir kæmu að
Alþingishúsinu til að flytja
alþingismenn þaðan. Komu þær
nú, er gasaðgerðum var að ljúka,
og komust alþingismenn slysa-
laust leiðar sinnar.
I prófum málsins eru nafn-
greindir 6 lögreglumenn, sem
urðu fyrir allmiklum meiðslum
í upphlaupinu. Einn þeirra hlaut
hættulegt lemstur. Auk þess
fengu margir aðrir lögreglumenn
áverka, aðallega af steinkasti.
Nokkrir menn utan lögregluliðs-
ins urðu og fyrir áverkum.
Eftir árásina var framhlið
Alþingishússins ötuð mold og
eggjum. Fjöldi af rúðum í
gluggum hússins og aðaldyrum
voru brotnar, þ. á. m. um 60 á
framhlið þess. Einkum hafði
grjóthríðinni verið beint að
glugga þeim, sem er á bak við
stól forseta sameinaðs Alþingis,
en þar brotnuðu allar rúðurnar,
12 að tölu. Á strætinu fyrir
framan Alþingishúsið og á suð-
urhluta Austurvallar voru dreif-
ar af mold og grjóti, sem kastað
hafði verið, en hraungrýti hafði
verið rifið mjög úr gangstígabrún
um vaiiarins og notað sem kast-
vopn“.
Alþingi liikaði
ekki
f>etta er hinn aimenni hluti af
lýsingu Hæstaréttar á því, sem
gerðist fyrir utan Alþingishúsið
29. og J30. marz fyrir 10 árum.
Þrátt fyrir ‘árásina lét AJþingi
ekki trufla sig í störfum. Jón
Pálmason, forseti sameinaðs
Alþingis sat óbifanlegur í for-
sæti sínu, þó að grjóthríðin
dyndi að baki hans. Og ekki einn
einasti alþingismaður lét stein-
ana hagga neinu um atkv. sitt.
Þingmenn fóru hver eftir sinni
sannfæringu. Eðlilegt er, að þeg-
ar mikilvægar ákvarðanir á að
taka, séu menn ósammála. Hins
verður að krefjast, að þeir sem
tekið hafa að sér forystu með
setu á Alþingi, fylgi sannfær-
ingu sinni og láti ekki undan síga
fyrir hótunum um valdbeitingu.
í sögu Alþingis hefur eftir end-
urreisn þess aldrei fremur á
þetta reynt en 30. marz 1949, og
þá raun stóðust alþingismenn
með prýði.
Gugnuðu
á framkvænid
ályktunarinnar
frá 28. marz
Þessa dagana er annað af-
mæli, sem vert er að hafa í huga.
Hinn 28. marz fyrir þremur ár-
um samþykkti Alþingi áiyktun
um brottrekstur varnarliðsins.
Sú samþykkt var síðan tekin
upp í stjórnarsáttmála V-stjórn-
arinnar. Þegar til kom gugnuðu
fylgjendur þeirrar ályktunar þó
á því að framfylgja henni. Einn
af ráðherrum V-stjórnarinnar,
Lúðvík Jósefsson, hefur í grein
hinn 1. marz sl. sagt frá ástæð-
unum til þess, að svo fór. Orð-
rétt segir Lúðvík:
„Ástæðan til frestunarinnar
var sú, að með hernaðarárás
Breta og Frakka á Súez og óeirð-
unum, sem brutust út I Ungverja
landi í nóvembermánuði, tókst
hernaðarsinnum og ýmsum aft-
urhaldsöflum í Reykjavík að
þyrla upp siíku moldviðri blekk-
inga og æsa svo upp ýmsa sak-
leysingja, að óhugsandi var, á
meðan sú æsingaalda stóð yfir
að koma fram endurskoðun á
hernámssamningunum við, Banda
ríkin í þeim anda, sem Alþingi
hafði ákveðið.
Þeir aðilar úr Framsóknar- og
Alþýðuflokknum, sem lofað
höfðu að vinna að því að herinn
færi úr landi, gáfust upp fyrir
þessum æsingum afturhaldsins,
sem skipulagði upphlaup hér og
þar í bænum, braut rúður í hús-
um, réðist á fólk og hótaði lim-
lestingum“.
Hvað sem menn segja um at-
burðina, sem hér urðu 7. nóvem-
ber 1956, aðallega fyrir utan rúss
neska sendiráðið, þá þarf ekki
um það að fjölyrða, að öll er frá-
sögn Lúðvíks Jósefssonar af
þeim mjög ýkt. Atferli þeirra,
sem þá höfðu óspektir í frammi,
var sízt lofsvert, heldur þvert á
móti til þess lagað að spilla góð-
um málstað, eins og Morgun-
blaðið þegar sagði hinn 8. nóv.
1956. Þetta uppþot var þó bama-
leikur miðað við það sem gerzt
hafði 29. og 30. marz 1949. Samt
segir Lúðvík, að þessir atburðir
hafi nægt til að hræða megin
þorra fylgjenda ályktunarinnar
28. marz 1956 frá að framkvæma
hana. Ef sú frásögn V-stjórnar-
herrans er rétt, hefur vissulega
ekki mikill sannfæringarkraftur
fylgt óheillaályktuninni, sem
gerð var 28. marz 1956 og endur-
nýjuð var með V-stjórnarsátt-
málanum.
Málflutningsakrif&tofa
SVEIiNBJÖRIS DAGFINNSSON
EINAR VIÐAR
i Hafnarstræti 11. — Simi 19406.
Ásgrímssýningin
i Listasafni ríkisins í Þjóðminjasafninu er opin virka
daga kl. 13—22, og helgi- og hátíðisdagana frá
kl. 10—22.
Aðgangnr ókeypis.
Til leigu
130 fermetra nýtt húsnæði fyrir skrifstofur, teikni-
stofur eða iðnað á góðum stað í bænum.
Þeir, sem áhuga hafa á húsnæði þessu, sendi nöfn
sín í umslagi til afgreiðslu blaðsins merkt:
„Víðsýnt — 5424“ fyrir 1. apr.
Pearce Duff
CBRDUFT
bregst engum.
Reynið gerduftið í ,bláu dós-
inni“ í dag.
Munið einnig „köldu Búðing-
anna“ frá Pearce Duff.
Trjástofninn h.f.