Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 23
Fimmhidagur 26. marz 1959 MORCTJNRT. 4Ð1t> 23 Rangar frétfir Alþýðu- blaðsins af fundi bœjar- stjórnar Hafnarfjarðar 1 ALÞÝÐUBLAÐINU I gær var vægast sagt furðuleg frétt af cfgreiðslu íþróttahússmálsins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Er fréttin því furðulegri, þar sem hún hlýtur að vera eftir heimild- um einhvers bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins eða bæjarstjóra. Það sem fyrir bæjarstjórnar- fundinum lá í þessu máli var eft- irfarandi. Meirihluti bæjarráðs, Kristinn Gunnarsson og Geir Gunnarsson lögðu til að tekið yrði eignar- námi af eign Jökuls h.f. eftirfar- andi, orðrétt samkv. fundar- gerðum bæjarráðs: „1. 3941 ferm. lóðar ásamt mann virkjum til íþróttahússbygg- ingar skv. tillögu íþrótta- nefndar dags. 8. 7. sL SHlItvarpiö Framih. af bls. 20. Sunnudagur 29. marz ( Páskadagur) Fastir liðir ein«s og venjulega. — 8.00 Messa í Dómkirkjunni (Prest ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Org anleikari: Dr. Páll Isólfsson). — 9.20 Morguntónleikar. — 14.00 Messa í hátíðarsal Sjómannaskól- ans (Pretur: Séra Jón Þorvarðs- son. Organleikari: Gunnar Sigur- geirsson). — 15.15 Miðdegistón- leikar. — 17,30 Bamatimi (Helga og Hulda Valtýsdætur). — 18.30 Hljómplötuklúbburinn (Gunnar Guðmundsson). — 20.15 Páskahug vekja (Séra Guðmundur Guð- mundsson prestur á Útskálum). — 20.35 Einsöngur og tvísöngur: Þuríður Pálsdóttir og Þorsteinn Hannesson syngja; Fritz Weiss- happel lei'kur undir á píanó. — 21.00 Dagskrá Kristlegs stúdenta- félags. — 22.00 Kvöldtónleikar. — 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 30. marz (Annur páskadagur) Fastir liðir eins og venjulega. — 9.20 Morguntónleikar (pl.) — 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur:Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Organleikari: Páll Halldórs- son). — 13.20 Endurtekið leikrit: „Ófriðarkjóinn“, gamanleikur eft- ir Sven Clausen (Áður útv. harnst- ið 1957). — Lei'kstjóri og þýðandi: Lárus Pálsson. — 14.00 Miðdegis- tónleikar (pl.). — 15.30 Kaffitím- inn. — 16.30 Frá tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands í Þjóð- leikhúisinu 17. þ.m. Stjórnandi: Thor Johnson. „Borgari gerist að- alsmaður“, svita op. 60 eftir Ric- hard Strauss. — 17.05 Harmoniku lög. — 17.25 Barnatími. — 18.30 Miðaftanstónlei'kar (pl.) — 20.15 Söngvar úr sjónleiknum „Deleri- um buhonis“ eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Hljómsveit Carls Billidh leikur undir. — 20.35 „Vogun vinnur — vogun tapar“. — Stjórnandi þáttarins: Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur. — 21.45 Frá liðnum dögum: Lárus Ingólfs son syngur gamanvisur með hljóm sveit Bjama Böðvarssonar (pl.). — 22.05 Danslög, þ. á m. leika hljómsveit „Jazzklúbhisins“ undir stjórn Kristján Kristjánssonar og hljómsveit Karts Jónatanssonar gömlu dansana. — 02.00 Dagskrár 2. 1579 ferm. lóðar vegna skipu lags bæjarins í sambandi Við fyrirhuguð vegarstæði og op- ið svæði.“ I sambandi við lið 1 gerði minnihluti bæjarráðs, ég undir- ritaður, eftirfarandi bókun: „Ég lít svo á að nauðsynlegt sé að staðsetja íþróttahúsið með til- liti til þarfa skólanna, þannig að hægt sé á sem auðveldastan hátt að fella iþróttakennsluna inn í hina almennu kennslutöflu skól- anna. Þetta tel ég að náist bezt með því að staðsetja írþóttahús- ið á Hamarskotstúni við Hring- braut, en sá staður er nokkurn veginn miðsvæðis, hvað snertir Flensborgarskólann, barnaskól- ann og væntanlegan smábarna- skóla á öldunum. Þetta fer og saman við það, sem stjórn í. B. H. telur æskilegustu staðsetningu hússins samkvæmt fundarsam- þykkt sinni 9. júní 1958. Geri ég því þá breytingartillögu við lið 1 í tillögu K. G. og G. G., að íþróttahúsið verði staðsett á Hamarskotstúni við Hringbraut, og sá liður falli niður.“ Atkvæðagreiðsla um tillögur þessar fór þannig í bæjarstjórn: Breytingartillaga mín var borin upp fyrst og felld með 5 gegn 4 atkv., þá var liður 1 í tillögu meirihluta bæjarráðs borinn undir atkvæði og samþykktur með 5 atkvæðum, enginn greiddi. atkvæði á móti. Að lokum var I liður 4 borinn undir atkvæði og var hann samþykktur með 9 samhljóða atkv. Sjálfstæðismenn hafa ekki tafið málið Ég ætla ekki að fara að ræða þessi mál nánar, það yrði of langt mál. Þó vil ég taka fram, að það er ekkert óeðlilegt þótt skiptar skoðanir séu um stað- setningu slíkrar byggingar sem íþróttahúsið er. Hins vegar benti ég á það, að hætta yrði á því, að það gæti orðið til að fram- kvæmdir við byggingu hússins tefðust, ef þyrfti að greiða 700—800 þús. kr. af byggingar- fénu fyrir lóðakaup, enda er dráttur á byggingaframkvæmd- um þegar orðinn allt of langur. Sú aðdróttun Alþýðublaðsins, að Sjálfstæðismenn hafi viljað tefja þetta mál eru staðlausir stafir, sem ég vísa algerlega á bug, enda er ekkert að vanbúnaði að hefja nú þegar undirbúnings- framkvæmdir að byggingu í- þróttahússins á þeim stað, sem ég benti á í minni tillögu. — Páll V. Daníclsson. ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður MálP utningsskrif stof a. Bankastræti 12 — Sími 13499. Sigurður Gíslason 70 ára SIGURÐUR Gíslason fyrrum bóndi að Hamraendum í Stafholts tungum verður sjötugur á páska- daginn. Hann er fæddur 29. marz 1889 í Hvammi í Dýrafirði. Ungur flutti hann hingað suð- ur og fór í Hvanneyrarskólann haustið 1909. Reyndist hann dug- andi námsmaður og lauk prófi frá skólanum vorið 1911 með góð- um vitnisiburði. Á skólaárum sínum og síðar lagði hann talsvert stund á íþrótt ir, ekki sízt sund. Leiðbeindi hann á þessum árum mörgum ungmenn- um um iþróttir. Árið 1916 fluttist Sigurður Gíslason að Hamraendum í Staf- holtstungum. Hamraendar eru fyr ir margra hluta sakir eðlisgóð jörð. En húsakostur var þar harla slæmur er Sigurður kom þar. Sigurður hófst fljótt handa um að koma upp peningahúsum og síðar íbúðarhúsi. Þá hóf hann um- fang,s mikið ræktunarstarf á jörð inni og bætti hana mjög ár frá ári. Sigurður brá búi eftir 31 árs búskap á Hamraendum. Nú er hann bóndi í Engey við Reykjavík. iSigurður kvæntist Ölöfu Ólafs- dóttur frá Kalmanstungu hinni ágætustu konu. Hún er sem kunn- ugt er dóttir ólafs bónda Stefáns- sonar í Kalmanstungu, lan'dkunns merkismanns. ■ Þau hjónin eignuð- ust 8 börn, sem öll eru á lífL Nú býr Sigurður sonur þeirra hjóna á Hamraendum. Á þessum merku tímamótum í ævi Sigurðar munu margir kunn- íngjar og ættmen senda honum beztu kveðjur og óská honum alls góðs í frambíðinnL Samkomur Bræðrahorgarstígur. Samkomur um páskanaj Skírdag kl. 8,30 e.h. Föstudaginn langa kl. 8,30 e.h. Páskadag, sunnudagaskóli kL 1. Samkoma kl. 8,30 e.h. Annan páskadag kl. 8,30 e.h. Væntanlega tekur Sæmundur G. Jóhannesson þátt í samkom- unni. — Allir velkomnir. lok. ÞriSjudagur 31. marz Fastir liðir eins og venjulega. — 18.30 Barnatími: Ömmusögur. — 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). — 20.35 Erindi: Minningabók Mansteins hershöfð- ingja (Vilhjálmur Þ. Gislason út- varpsstjóri). — 21.00 Tónlei'kar: „Kalevala", svíta eftir Uuno Klami (Hljómsveitin Finlandia leikur; Nils-Eric Fougstedt stjórn ar). — 21.80 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). —■ 21.45 Tónleikar. — 22.10 Upplestur: Björn Miagnúa son prófessor les úr þýðingu sinni á bókinni „Vígðir meistarar" eft- ir Ediuard Schuré. — 22.30 Isl. danShljómsveitir: Hljómsv. Aage Lorange leikur. Söngvari: Sigur- dór Sigurdórason. — 23.00 Dag- skrárlok. m Vorstörf hafin TRJAKLIPPINGAR Erum í Gróðrastöðinni Skírdag, iaugardag og annan páskadag. Gróðrast. v. Miklatorg Sími 19775 Ég þakka hjartanlega ættingjum og vinum stórgjafir og ógleymanlega ánægjustund á 60 ára afmæli mínu 12. marz síðastliðinn. Lifið heil. Steindór Kr. Ingimundarson Teigi. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á níræðis- afmæli mínu þann 22. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Björnsdóttir frá Seli. Hjartans þakkir til vina minna og venzlafólks er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 22. marz sL Guð blessi ykkur. María Guðmundsdóttii frá Bjarnastöðum. Skrifstofustúlka Innflutningsfyrirtæki vill ráða stúlku, til skrifstofu- starfa, nú þegar, eða frá 1. maí. Viðkomandi þarf að hafa góða reikningskunnáttu, og vera góður vélritari. Æskilegt er að viðkomandi hafi Verzlunarskóla, eða hliðstæða menntun t.d. ljúki prófi í vor. Umsóknir merktar: 5441 sendist afgreiðslu blaðs- ins. — Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JENNY SANDHOLT andaðist 25. þessa mánaðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Fósturmóðir mín, KBISTJANA B. BJARNADÓTTIR lézt í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þann 24. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Erlendur Þorsteinsson. GUÐMUNDUR HANSSON, Þúfukoti, Kjós, sem andaðist 18. þ.m., verður jarðsunginn að Reynivöllum laugardaginn 28. þ.m. kL 2 e.h. Bílferðir verða frá B.S.Í. kl. 12,30. Þeir, sem hyggja á far eru vinsamlega beðnir að hafa samband við stöðina í dag, eða á laugardag fyrir kl. 10 árd. Börn og tengdabörn. Maðurinn minn BENEDIKT JÓNSSON, skipstjóri, Bókhlöðustíg 6A, er andaðist 22. marz, verður jarðsunginn fimmtudaginn 2. apríl kl. 1,30 e.h. frá Foss- t vogskirkju. Blóm eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands. Guðrún Jónsdóttir. FRIÐRIK J. RAFNAR vígslubiskup, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju fimmtud. 2. apríl n.k. kL 2 e.þ. Vandamenn. Jarðarför föður okkar HALLDÓRS ÞÓRÐARSONAR fer fram þriðjudaginn 31. marz kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Fyrir okkar hönd og annarra skyldmenna. .j. Guðbjöm S. Ilalldórsson. Bjarni Þ. Halldórsson. öllum þeim mörgu vinum og vandamönnum, sem sýndu okkur samúð og margvíslega vinsemd í sambandi við veik- indi og jarðarför INGIBJARGAR SfMONARDÓTTUR. Hverfisgötu 17, Hafnarfirði, þökkum við innilega. Guðmundur Þorbjörnsson og fósturdætur. Öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð við fráfall GfSLA JÓNSSONAR viljum við færa okkar innilegustu þakkir. Ekki sízt viljum við þakka Ragnari og Þóri Kristinssonum fyrir sérstaka rausn og hlýhug. Gnðrún Magnúsdóttir, böra og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.