Morgunblaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 26. marz 1959
I Þjórminn var naumast horfinn
&t um dyrnar, þeg-ar dr. Jensen
birtist. Tveir menn í hvítum hjúkr
unarbúningi fylgdu fast á eftir
honum. Læknirinn gekk hratt til
þei rra, sem í herberginu voru. —
Varðmennirnir — risavaxnir
menn, breiðleitir og ruddalegir á
•vipinn — tóku sér stöðu sitt
hvoru megin við dyrnar. Þeir voru
ekki alveg óáþekkir svertingjanum
og Indíánanum, sem enn byggðu
hinn Morrisonska sal.
Stóri, Ijóshærði maðurinn með
Máu augun og stuttklippta hárið,
staðnæmdist andspænis Morrison.
„Við erum búnir að leita yðar í
tólf klukkustundir, hr. Morrison",
aagði hann.
i Morrison hafði staðið á fætur.
„Mér þykir það leitt, hr. læknir.
Má ekki bjóða yður eitthvað að |
4i’«kka?“
„Sleppið öllu gamni, hr. Morri- j
son. Þér vitið vel hvers vegna ég i
er kominn. Gerið svo vel að sýna
enga mótspyrnu. Það er skylda
okkar að flytja yður aftur til
sjúkrahússins".
Helen gekk ósjálfrátt á milli
eiginmanns síns og læknisins. —
Morrison ætlaði að svara ein-
hverju, en ábótinn gaf honum ekki
tækifæri til þess.
„Þér munið ekki gera neitt
slikt, dr. Jensen", sagði hann stilli
lega en ákveðið. Svo benti hann á
dyrnar. — „Á meðan legg ég það
til að þér segið þessum skrfpa-
myndum þarna að bíða frammi í
forstofunni. Það sem ég þarf að
segja yður er ekki ætlað þeirra
eyrum“.
Báðir varðmennirnir stigu eitt |
ógnandi skref í áttina til ábótans.
Læknirinn gaf þeim merki um
að staðnæmast. Prestsbúningurinn
virtist hafa haft áhrif á hann. —
Samt sagði hann:
„Gæzlumenn mínir verða hér
kyrrir".
„Eins og yður þóknast", sagði
ábótinn. — „Og fáið yíur nú bara
sæti í mestu rólegheitum, hr. lækn-
ir“. Hann settist sjálfur.
Læknirinn lézt ekki heyra orð
ábótans og stóð kyrr í sömu spor-
um andspænis Morrison.
„Ég verð að biðja yður um skýr
ingu, Monsignore. Það er óhaggan-
leg staðreynd, að þér hjálpuðuð
einum af sjúklingum okkar að
strjúka burtu úr sjúkrahúsi mínu.
Hegningarlagabókin fer -hörðum
orðum um slíkt athæfi. Og nú kall
ið þér varðmenn mína skrípamynd
ir. Ég efast stórlega um það, að
sMk framkoma sé nokkrum guðs-
manni ssemandi".
„Þér gerið yður, eins og svo
mynd um hlutverk prestsins, hr.
Jensen. Ég tek það samt alls ekki
illa upp fyrir yður. Það tók sum
sóknarbörn mín í París mörg ár að
skilja það, að við prestarnir verð-
um, ekki síður en aðrir, að standa
föstum fótum í veruleikanum".
Hann talaði rétta og lýtalausa
ensku. „Og ef ég veit eitthvað um
guð, þá er það þetta: Hann vill
heldur að einn þjónn sinn klifri
upp stiga, en að heilbrigður mað-
ur sé lokaður inni á geðveikra-
hæli“.
„Og þér, Monsignore, vitið bet-
ur, en viðurkenndir sérfræðingar,
að hr. Morrison sé heilbrigður. .“
„Ekki skilyrðislaust. Þess vegna
sneri ég mér, þrátt fyrir sannfær
ingu mína um andlegt heilbrigði
hr. Morrisons, til Hayward pró-
fessors".
Dr. Jensen gat ekki leynt undr-
un sinni. Hayward prófessor var
forstöðumaður við þekktasta geð-
veikrahælið í New York og talinn
fremsti taugalæknir landsins.
„Strax eftir „Brottnámdð", fyrst
þér viljið kalla það því nafni, fór
ég með hr. Morrison til Hayward
prófessors", hélt ábótinn áfram
frásögn sinni. — „Auðvitað datt
yður ekki í hug að leita hans þar.
Ef þér skylduð nú ætla að beita
ofbeldisaðferðum, hr. læknir, lend-
ið þér í beina andstöðu við Hey-
ward. Ég efast um að það væri
gott fyrir orðstír yðar“..
Nú hafði læknirinn náð sér að
mestu.
„Ég stend ekkí einn míns liðs“,
sagði hann og leit til hinna lifandi
líkneskja við dyrnar. „Mikilsvirtir
geðveikralæknar....“
„Það veit ég vel. Og þessir
ágætu menn hafa eflaust breytt
samkvæmt sannfæringu sinni. Hitt
er svo annað mál, hvort þér hafið
sjálfur breytt samkvæmt sannfær-
ingu yðar“. ■
„Ég fyrirbýð yður, Monsign-
ore....“
Nú var það ábótinn, sem leit til
dyranna.
„Nú held ég að það sé kominn
tími til þess að við séum einir og
án áheyrenda", sagði hann og
bætti svo skyndilega við: — „Eða
hefur nafnið Sander nokkra þýð-
ingu fyrir yður?“
Forstöðumaðurinn við „Sjúkra-
hús dr. Jensens" varð hvítur eins
og veggurinn fyrir aftan hann.
„Viljið þér að ég haldi frekar
út í þá sálma?“ spurði René ábóti.
Allra augu beindust að hinum
tveimur þögulu mannverum við
dymar. Þeir höfðu útlit fyrir að
vera menn, sem ekki myndu hika
við að setja ábótann í spennitreyju
ef húsbóndi þeirra gæfd þeim
minnsta merki um það.
Það var grafarþögn í herberg-
inu.
Helen og Morrison litu hvort til
annars.
Að lokum tók dr. Jensen sér
sæti.
„Bíðið þið fyrir utan“, skipaði
hann hjálparmönnum sínum, gtutt-
ur í spuna.
Þegar dyrnar lokuðust á eftir
þeim, kom Monsignore sér betur
fyrir í stólnum. Því næst sagði
hann:
„Oft verðum við prestarnir að
gerast einskonar leynilögreglu-
menn. Okkur er ekki bannað það,
eins og þér vitið. Nú skal ég segja
yður hvað gerzt hefur. Hr. Morri-
son vissi í mörg ár að Ruth Ryan
hafði áður en hún kynntis. honum
verið gift um nokkurt skeið. Það
var löngu áður en metnaðaígirnd
hennar knúði hana til opinberra
starfa. En Sanders stórverksmiðju
eigandi...."
Dr. Jensen gerði tilraun til að
stöðva hann.
Ábótinn gaf honum bendingu
um að þegja.
Þegar baráttan milli hr. Morri-
sons og Ruth Ryans harðnaði,
trúði hr. Morrison eiginkonu sinni
fyrir skjalaskápslykli. 1 þessum
skáp voru gögn, sem sönnuðu það
ótvírætt að frú Ryan hefði látið
setja Sanders eiginmann sinn á
taugaveikrahæli, þar sem hann dó
eftir eitt ár. Ekkert verður nú
sagt um það, hvort þessi maður,
sem lét konu sinni eftir ógrinni
auðæfa, var raunverulega sjúkur
á geðsmunum. Hitt er þó sannar-
lega undarleg og að ýmsu leyti
grunsamleg tilviljun, að hr.
Sanders skyldi einmitt vera lokað-
ur inni í sjúkrahúsi yðar, hr.
J ensen“.
„Ég mótmæli...."
„Þess þurfið þér ekki. Allt sem
ég hef sagt er yður jafnkunnugt
og mér sjálfum. Ég sagði yður frá
því af sérstökum ástæðum. Þegar
ég fékk vitneskju um þetta allt,
ákvað ég að veita frú Morrison
alla þá aðstoð, er ég gæti veitt“.
Hann stóð á fætur.' — „Og nú dr.
Jensen — nú skuluð þér taka í
hendurnar á þessum skrípamynd-
um, sem bíða yðar frammi í for-
stofunni og leiða þær heim. Ef að
yfirvöldin fara að leggja spurning
ar fyrir yður, þá skuluð þér bara
segja að ég beri alla ábyrgð á
gjörðum hr. Morrisons“.
Læknirinn var staðinn á fætur.
„Ég mótmæli því, sem hér hef-
ur farið fram“, sagði hann. „Og
þér megið vera vissir um að heyra
meira frá mér þó síðar kunni að
verða“.
Hann gekk til dyra og skellti
hurðinni á eftir sér.
„Jæja, þá erum við laus við
hann“, sagði René ábóti brosandi.
Og við Helen: — „Ef þér þarfnist
minnar aðstoðar, þá er mig að
finna í klaustrinu. Ég vonast til
áð sjá ykkur bæði fyrir brottför
rnína".
„Fyrir brottför yðar?“ sagði
Morrison agndofa.
„Já, ég verð að fara aftur til
Parísar eftir tvo daga“. Hann
þrýsti hönd Morrisons. — „Ég er
viss um að þér munið ekki þarfn-
ast mín hér eftir“.
„Ég er viss um að við munum
ávallt þarfnast yðar, Monsignore“,
sagði Helen.
Svo var hún ein með Morrison í
herberginu.
Hún hafði fylgt ábótanum til
dyra. Nú sneri hún sér við. Morri-
son stóð í miðjum salnum. S'kin
Ijósakrónunnar speglaðist á hár-
lausu höfði hans. Hann leit nú aft-
ur alveg eins út og hún minntist
hans, áður en hann varð fyrir slys
inu og þeim veikindum, sem af því
leiddi. Hann breiddi út faðminn
og brosti.
Hún brosti í gegnum tárin.
'Svo hljóp hún til hans, eins og
bam í faðm föður síns.
Tveir mánuðir voru liðnir, ham
ingjuríkustu mánuðirnir í lífi
Helen Morrisons.
Með járnharðri viljafestu hafði
Morrison tekið stjórn blaðanna
sinna í sínar hendur. Fréttin um
afturkomu hins „mikla Morrisons"
hafði orsakað almenna forvitni. —
Lesendurnir gripu við blöðunum
af einskærri forvitni. En forvitn-
in breyttist brátt í undrun. Blöð
blaðakóngsins fóru langt fram úr
samkeppnisblöðunum í hraða,
fréttaflutningi og baráttuanda. I
aðalgrein, sem Morrison undirrit-
aði sjálfur — en það skeði annars
í mesta lagi einu sinni á ári — og
sem öll blöð hans, frá New York
ti'l Los Angeles, frá Seattle til At-
lanta, birtu, viðurkenndi blaða-
kóngurinn sig fylgjandi þeim al-
a
'i
k
#
u
1) Eí Robert gæti séð hve Stína
‘dóttir hans er vonsvikin yfir gjöf
inni írá honum, þá mundi það
valda honum föðurlegum áhyggj-
um. „Veiðihnífur í afmælisgjöf"
2) „Pabbi er svo elskulegur og
góður, en stundum óska ég þess
að hann gefi mér heldur eitthvað
fyrir stelpur". . .
3) Um sama leyti er Markús að
koma heim til Týnduskóga.
„Hvað það er gaman að sjá þig
aftur, Sirrý. Alveg dásamlegt".
variegu viðfangsefnum sem sam-
tíðin þarfnaðist og krafðist. Kaup
endurnir og áskrifendurnir komu,
hikandii í fyrstu, en svo hópum
saman aftur.
„Mig hefur dreymt“, sagði
Helen — „en ég hef ekki getað
komið þeim í framkvæmd. Þú hef-
ur steypt drauma mína í blý“.
Morrison vann sextán klukku-
stundir á sólarihring. Hann heim-
sótti „Santa Maria“ einstöku sinn
um um helgar. Hann lét aðalrit-
stjóra sína koma til New Yorik.
Hann hafði daglega umsjón með
öðrum blöðum í Austurlöndum,
Mið-Vesburlöndum og Vesturlönd-
um. Símritunarvélin færði rit-
stjórunum stöðugt nýjar og nýjar
hugmyndir frá húsbóndanum.
Blaðamennirnir, sem aldrei höfðu
getað talað orð við hinn goðsögu-
lega „Boss“, fundu nú opnar dyr.
SHtltvarpiö
Fimnitudagur 26. mara:
(Skirdagur).
Fastir liðir eins og venjuleg*.
11,00 Messa í Laugarneskirkju.
(Prestur: Séra Garðar Svavars-
son. Organleikari: Kristinn Ingv-
arsson). 13,15 Erindi: Brauðið og
vínið (Séra Björn O. Björnsson).
13,45 Miðdegistónleikar (plötur).
15,30 Kaffitíminn: Þorvaldur
Steingrímsson og félagar hans
leika. 16,30 Færeysk guðsþjónusta
(Hljóðritað í Þórshöfn). — 18,80
Barnatími: Yngstu hlustendurnir
(Cyða Ragnarsd.). 18,50 Miðaftan
tónleikar (plötur). 21,15 Einsöng
ur: Dietrioh Fischer-Dieskau syng
ur lög eftir Brahms (plötur). —
20.50 Borgfirðingavaka: Gamlar
sagnir og stökur úr Borgarfirði.
Flytjendur: Ásmundur Guðmunda
son biskup, Guðmundur I'llugason
lögregluþjónn, Jón Helgason rit-
stjóri, Páll Bergþórsson veður-
fræðingur, Sigurður Jónsson fr&
Haukagili og Elemens Jónsson
Ieikari, sem sér um dagskrána. —
22,15 Tónleikar með skýringum:
„Söngvar fanganna" eftir Luigi
DallapiccOla (Kór og hljómsveit
Santa Gecilia tónlistarskólana
flytja; Igor Markevitch stjórnar).
22.50 Dagskrárlok.
Föstudagur 27. mara:
(Föstuda.gurinn langi).
Fastir liðir eins og venjulegn.
9,20 Morguntónleikar (plötur). —
11,00 Messa í Dómkirkjunni —
(Prestur: Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur. Organleikari: Dr. Páll
ísólfisson). 14,00 Miðdegistónleik-
ar (plötur). 17,00 Messa í barna-
skóla Kópavogs (Prestur: Séra
Gunnar Árnason. Organleikari:
Guðmundur Matthíasson). 18,30
Miðaftantón'leikar (plötur). 20,15
Tónleikar: „Föstudagurinn langi“
úr óperunni Parsifal eftir Wagner
(NBC-sinfóníuhljómsveitin í New
York leikur; Arturo Toscanini
stjórnar). 20,25 Erindi: Flett blöð
um sálmabókarinnar (Séra Sigur-
jón Guðjónsson prófastur í S-aur-
bæ). 21,05 Islenzk kirkjutónlist
(plötur). 21,40 Kynning á páska
leikriti útvarpsins: Þonsteinn Ö.
Stephensen talar um Turgenjev og
leikrit hans. 22,00 Veðurfregnir.
— Tónleikar. 23,00 Dagskrárlok.
Laugardagur 28. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
14,00 Fyrir húsfreyjuna: Hendrik
Berndsien iblómakaupmaður talar
um meðferð á blómum. 14,15
„Laugardagslögin". 16,30 Miðdeg-
isfónninn. 17,15 Skálcþáttur —
(Baldur Möller). 18,00 Tómstunda
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barn-
anna: „Flökkusveinninn" eftir
Hektor Malot; V. (Hannes J.
Magnússon skólastjóri). 18,55 1
kvöldrökkrinu; — tónleikar af
plötum. 20,20 Leikrit: „Mánuður
í sveitinni" eftir Ivan Turgenjev.
Þýðandi: Halldór Stefánsson. —•
Lei'kstjóri: Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. Leikendur: Helga Valtýsdótt
ir, Guðmundur Pálsson, Guðrún
Ásmundsdóttir, Bessi Bjarnason,
Róbert Arnfinnsson, Rúrik Har-
aldsson, Guðrún Stephensen, Árni
Tryggvason o. fl. 22,15 Lestri
Passíusálma lýkur (50). — Les-
ari: Stefán Sigurðsson kennari. —
22,25 Þýzk og norræn lög: —•
Gúnther-Arndt kórinn syngur og
Helmut Zaoharias og hljómsveit
hans leika (plötur). 23,30 Dag-
skrárlok.