Morgunblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 10
10
MORGUTS BL AÐÍÐ
Sunnudagur 12. apríl 1959
Á páskunum fór fram í einni af kirkjunum í Palos Verdes í
Kaliforníu mjög hátíðleg skírnarathöfn. Fjölmargt fólk var
viðstatt, enda var verið að skíra frægt barn, sem þegar hafa
birzt myndir af í blöðum víða um heim. Það var Miklos litli,
þriggja mánaða gamall sonur leikkonunnar Jayne Mansfieid
og Mickey Hargitay. Myndin var tekin við athöfnina. Leik-
konan vildi, að skírnin færi fram í sömu kirkjunni og þau
hjónin voru gefin saman í fyrir rúmu ári.
Sagt er, að kvikmyndafrömuðir
í Hollywood hafi í hyggju að gera
kvikmynd eftir óperu Puccinis,
Bohéme. Franska skáldkonan
Francoise Sagan kvað eiga að
semja handritið að kvikmyndinni.
Ástarsöguna í kvikmyndinni á að
færa í nútímabúning, en tónlist
Puccinis verður sem sé notuð með
textanum eftir Sagan.
Textann að óperunni skrifaði á
sínum tima rithöfundurinn Luigi
Illica, sem einnig samdi að
nokkru leyti textann við Manon
Lescaut eftir Puccini. Illica
byggði textann í Bohéme á skáld
sögu Henry Murgers „Scénes de
la Vie Boheme". Talið er, að
annað hvort Illica eða tónskáldið
Leoncavallo hafi bent Puccini á
betta ágæta .óperuefni. Leonca-
vallo hafði sjálfur gert óperu-
texta eftir skáldsögu Murgers og
bauð Puccini textann, en Puccini
kvað hafa afþakkað hann og feng
ið Illica til að semja textann.
í fréttunum
Það er kvikmyndafrömuðurinn
Jerry Wald, sem nú hefir í
hyggju að gera kvikmynd eftir
Bohéme og mun ætla að kalla
myndin The Bohemians. Búizt er
við, að Juliette Greco fari með
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Margir af eldri kynslóðinni
hafa vafalaust oft varpað fram
eftirfarandi spurningu:
— Hvað skyldi hafa orðið af
Pola Negri, sem á tímum þöglu
kvikmyndanna heillaði alla með
fegurð sinn og yndisleik?
Fyrir nokkru
birtist í banda-
rísku blaði smá
grein um Pola
Negri, og af
henni er Ijóst, að
hún er ekki á
flæðiskeri stödd.
Hún lagði fé sitt
í fasteignafyrir-
tæki, sem gefur
af sér mjög góðan arð. Pola Negri
leggur nú aðallega stund á blóma
rækt, sem hún hefir ætíð haft
mikinn áhuga á. Hún hefir í þjón
ustu sinni 14 garðyrkjumenn til
að sjá um skrúðgarðinn sinn!
Hinn sérvitri, ítalski rithöfund
ur Marmioli er nú í ófriðarstjái
á nýjan leik. Margir munu minn-
ast þess, er hann fyrir nokkrum
á r u m skoraði
Altrincham lá-
varð á hólm
vegna hinna nær
göngula skrifa
lávarðarins um
Elízabetu Eng'-
landsdrottningu.
— Ef enginn
annar vill ganga
fram fyrir
skjöldu hennar vegna, þá geri ég
það, sagði Marmiroli.
Nú hefir Marmiroil skorað ír-
anskeisara Reza Pahlevi, á hóim
af því, að hann — Múhameðstrú
armaðurinn— „hefir vogað sér
að biðja kristinnar prinsessu".
— Hafa krossferðirnar þá ver-
ið farnar til einskis? spyr Marmir
oli gramur. Ég hefi hugsað mér
að gerast annar Ríkarður ljóns-
hjarta.
Svo bar við í Sankti Markúsarsjúkrahúsinu í Salt Lake City I
Bandaríkjunum 22. marz s.l., að þrjár systur ólu frumburði
sína svo að segja samtímis. Á myndinni eru þessar þrjár ungu
mæður/með börn sín. Glen Brock (t.v.) og Merril Angelsey
(t.h.) eru tvíburasystur, 19 ára að aldri. Þriðja systirin Kirt
Larab, sem er tvítug, ól barn sitt rúmri klukkustund" á undan
systrum sínum.
Eins og menn munu minnast
af fréttum, varð uppi fótur og
fit í Aþenu, er Grivas uppreisn-
arforingi kom til Aþenu frá Kýp
ur fyrir nokkru. Meðal þeirra,
sem tóku á móti honum, voru
Karamanlis forsætisráðherra og
Teoklitos erkibiskup. Alt lög-
reglulið Aþenuborgar var kallað
á vettvang til að halda uppi
reglu við móttökuathöfnina. ■—
Myndin, sem hér fylgir með, var
tekin við móttökuathöfnina af
Grivasi og konu hans.
AB BJÖRNEBORGS BOMULL OY FINLAYSON FORSSA AB
Fjölbreytt úrval af hinum vinsælu finnsku
BÓMULLARE F N U M
væntanleg á næstunni.
Kaupmenn vinsamlega hafið samband við okkur sem fyrst.
E inkaumboðsmenn:
FRIÐRIK BERTELSEN & CO., H.F.
SÍMI 16620 Mýrargötu 2.