Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 2
MORGVNfíT.4 fílÐ
Miðvikudaeur 22. anríl 1959
Bætt kjördæmaskipun skapar
réftlátan stjórnmálagrundvöll
Vinstra samstarf reyndist
hégómi og hlekking
RœÖa Jóhanns Hafstein alþm.
á fundi Varðar í gœr
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
efndi til umræðufundar í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 8,30 í gærkvöldi.
Var umræðuefni fundarins:
Tímamót í islenzkum stjórnmál-
um.
Formaður Varðar, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, bæjarfull-
trúi, setti fundinn og bauð fund-
armenn velkomna. Minnti hann á
að veturinn sem nú er að kveðja
hefði verið óvenju viðburðaríkur
og örlagarikur á vettvangi is-
lenzkra stjórnmála. — Er alþingi
hefði komið saman í haust hefði
vinstri stjórnin gefið mikil og
fögur fyrirheit, en efndir hefðu
orðið óhönduglegar og endalok
v-stjórnarinnar verðug fyrir
brigðmælgi og kosningasvik.
Fyrir tilstuðlan Sjálfstæðis-
flokksins hefði landinu verið
séð fyrir nýrri stjórn, sem
hefði leyst brýnustu verkefni,
samið við útveginn upp úr
áramótunum og nú væri verið
að ganga frá fjárlögum. Fyrir
frumvkvæði og forystu Sjálf-
stæðisflokksins hefði einnig
náðst samstaða um kjördæma
málið og yrðu nú senn háðar
kosningar um þetta mikla
réttlætismál. Að svo mæltu
gaf Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson frummælanda fundar-
ins, Jóhanni Hafstein alþingis-
manni orðið.
Jóhann Hafstein kvað ræðu-
efni þessa fundar nefnast Ný
tímamót í íslenzkum stjórnmál-
um. Það væri einkum tvennt sem
markaði þessi tímamót. í fyrsta
lagi gjaldþrot v-stjórnarinnar,
sem hefði gefizt upp eftir tvö
og hálft ár, en ekki orðið 20
ára eins og Hannibal spáði er
hann varð ráðherra. í öðru lagi
væri nú hafizt handa um nýja
stjórnarskrárbreytingu og væri
frumvarp um nýja kjördæma-
skipun til umræðu á alþingi
þessa dagana. Þá rædddi Jóhann
Hafstein stjórnmálasögu síðustu
ára og minnti á, að fyrir alþingis
kosningarnar 1956 hefðu komm-
únistar verið utan stjórnar í ára-
tug og stefna þeirra á þeim tíma
markazt af því að þeir voru í
st j órnarandstöðu.
Tvö mál hefðu það einkum
verið, er þeir hefðu barizt fyrir
á þessu tímabili, annars vegar
varnarmálin og hins vegar efna-
hagsmálin. í varnarmálunum
hefði þeir lagt á það meginá-
herzlu að herinn yrði látinn fara
úr landinu og lýst sig arftaka
Jóns Sigurðssonar, Fjölnismanna
og annarra íslenzkra þjóðernis-
frömuða í þessu máli. —
Þá vék Jóhann Hafstein að
verkalýðsbaráttu kommúnista á
þessum árum og benti á að þeir
hefðu ekki átt mikil ítök í al-
þýðu manna. Islenzkur almenn-
ingur hefði á árunum eftir 1950
Dagskrá Alþingis
Efri C _ AL miðviku-
daginn 22. apríl 1959.
1. Tekjuskattur og eignarskatt-
ur. — Ein umr.
2. Almannatryggingar. 3. umr.
3. Sýsluvegasjóðir, — 2. umr.
{ Neðri deild Alþinjs miðviku-
daginn 22. apríl 1959.
1. Stjórnarskrárbreyting. — 2.
umr.
2. Fasteignagjöld til sveitar.
«jóða. — 3. umr.
3. Bæjarstjórn í Hafnarfirði.
— 3. umr.
4. Siglufjárðarvegur (ytri). —
1. umr. — Ef deildin leyfir.
átt við að búa meiri og almenn-
ari velmegun en nokkru sinni
fyrr og fólk hefði áttað sig á
því, að kommúnistar voru fals-
spámenn, enda þótt þeir hefðu
náð yfirtökum í ýmsum stórum
félögum.
Ræðumaður sagði, að meðal
þeirra sem hefðu skilið kommún-
ista rétt á þessum árum, hefði
Eysteinn Jónsson verið, og vitn-
aði í ummæli hans frá árinu
1955, að hið nýja. upplausnará-
stand í efnahagsmálunum hefði
hafist er kommúnistar voru leidd
ir til valda í verkalýðsfélögun-
um haustið 1954. Þessi ummæli
hefði Eysteinn að vísu viðhaft
skömmu áður en Framsóknar-
menn slitu stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn, til þess að
fara í stjórn með kommúnistum.
Þá vék Jóhann Hafstein að
því er Stalín var steypt af stalli
sem goði og hvert áfall það hefði
verið fyrir rétttrúaða kommún-
ista. Fyrir kosningarnar hefðu
þeir játað að þeim hefði yfir-
sézt og margir menn, sem stóðu
framarlega í flokknum, hefðu
sagt skilið við hann. Þeir hefðu
fundið að þeir voru einangraðir
og þeim var nauðsyn að hylja
eigin ásjónu. Því hefði Alþýðu-
bandalagið verið stofnað, til að
villa fólki enn einu sinni sýn og
draga áthyglina frá hinu komm-
úníska einræði.
Þessa menn hefði svo „Hræðslu
bandalagið“ tekið upp á arma
sina að loknum kosningum 1956,
þrátt fyrir yfirlýsingar hræðslu-
bandalagsins fyrir kosningar um
að ganga ekki í stjórnarsamstarf
við kommúnista. Efsta mál á
stefnuskrá v-stjórnarinnar hefði
verið að láta varnarliðið fara úr
landi. Efndir hefðu þó engar orð-
ið í þessu máli en þess í stað
hafnar viðræður við Bandaríkja-
stjórn um að hverfa frá yfirlýs-
ingunni, ef Bandaríkjamenn létu
af hendi rakna dollaralán í stað-
inn.
Annað meginstefnumál V-
stjórnarinnar hefði verið að hafa
samstarf við verkalýðinn, til að
tryggja vinnufrið í landinu. Efnd
ir þessa loforð hefðu orðið á þá
leið, að vinnufriður hefði verið
minni í tíð V-stjórnarinnar en
lengi áður.
Rakti Jóhann Hafstein fleiri af
þeim málum, sem vinstri stjórn-
Hingað til lands er kominn
blökkumaður, sem skemmta
mun með söng í Selfossbíói
nú um nokkurt skeið. —
Heitir hann Jommy Cross
og er 23 ára gamall. —
Syngur Cross í Selfossbíói
í fyrsta sinn í kvöld með
aðstoð hljómsveitar Andrés-
ar Ingólfssonar.
in hefði í upphafi lofað að beita
sér fyrir og sýndi fram á hvern-
ig hvert meiriháttar loforð hefði
verið svikið. Saga þessarar stjórn
ar hefði svo endað í desember í
vetur, er Hermann Jónasson lýsti
því yfir að engin samstaða væri
innan ríkisstjórnarinnar um lausn
efnahagsmálanna og ný verð-
bólgualda væri skollin yfir.
Þá vék Jóhann Hafstein að
myndun stjórnar þeirra er nú
situr og lýsti viðhorfum á stjórn-
málasviðinu eftir að hún var
mynduð. Aðstaða kommúnista í
stjórnarandstöðunni væri nú öll
miklu veikari, er menn hefðu til
samanburðar aðgerðir þeirra í
stjórnarsamstarfinu. Sæist m.a.
Jóhann Ilafstein, alþm.
að tal þeirra um að losna við
herinn væri markleysa ein, enda
þótt þeir hefðu gert sér það til
skammar að bera fram þings-
ályktunartillögu um að herinn
færi strax og þeir voru komn-
ir úr stjórn.
Á sama tíma og andstæðing-
um okkar hafa þannig verið mis-
lagðar hendur, hélt Jóhann Haf-
stein áfram, hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn eflst og er nú sterkari
en nokkru sinni fyrr. í síðustu
bæjar- og sveitarstjórnarkosning
um fékk Sjálfstæðisflokkurinn
samanlagt hreinan meirihluta
kjósenda um gervallt landið. En
einmitt máttleysi V-stjórnarinnar
stuðlaði að því að kjósendur
flykktu sér um Sjálfstæðisflokk-
inn.
Jóhann Hafstein lauk ræðu
sinni með þessum orðum:
Ég hefi nú lokið því að skil-
greina atburði liðna tímans, sem
mér finnst allir meira eða minna
snarir þættir í aðdraganda þeirra
tímamóta, sem ég hygg, að séu
að eiga sér stað og framundan
bíði.
Fyrri kosningarnar í sumar
eru lokaþáttur stjórnmála-
tímabils í sögu þjóðarinnar,
sem margir munu teija, að
hefjist með valdatöku Fram-
sóknarflokksins fyrir um það
bil 30 árum.
Lengi framan af voru eink-
unnarorðln þessi: „Allt er
betra en íhaldið". Skjöldur
Framsóknarflokksins, sem
framan af tímabilinu hafði
alla stjórnarforustu, var rang-
lát kjördæmaskipun. Sá
skjöldur hefir höggvist, en
furðu seint, í hólmgöngum
stjórnmálaflokkanna um jafn-
rétti og lýðræðislega skipan
Alþingis. En eftir samþykkt
þeirrar kjördæmabreytingar,
sem nú liggur fyrir Alþingi,
er hlíf sú að fullu höggvin,
þar sem hin nýja skipan á að
tryggja hlutfallslegt jafnrétti
stjórnmálaflokkanna.
Þrátt fyrir misréttið við Fram-
sóknarflokkinn og sífelldan vilja
„vinstri aflanna“ svokölluðu til
að sameinast gegn Sjálfstæðis-
flokknum, hefir hann þó örugg-
lega haldið velli á þessu liðna
30 ára tímabili íslenzkrar stjórn-
málasögu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
ekki aðeins haldið velli, heldur
stendur hann nú í lok þessa tíma-
bils traustari og öflugri en
nokkru sinni fyrr.
Formaður Framsóknarflokks-
ins, Hermann Jónasson, gaf Sjálf
stæðisflokknum þann vitnisburð
í útvarpsumræðum fyrir alþing-
iskosningarnar 1956, að hann
hefði haft „lykilaðstöðu“ í ís-
lenzkum stjórnmálum þá undan-
farin 17 ár.
En einmitt á þessu timabili
var lýðveldið endurreist —
Framh. á bls. 23.
Ein vinsælasta tómstunda-
iðja unglinga er flugmódel-
smíði og hafa sumir sett litl-
ar vélar í flugur sínar. —
Ungur maður, Bjöm Ingi-
marsson, Laugavegi 143, var
svo óheppinn sl. mánudags-
kvöld, að flugmódelið hans
hrakti undan vindi og kom
ekki niður þar sem til var
ætlazt svo hann týndi því.
Álítur Björn að flugan hafi
lent í grennd við golfvöllinn
eða efst í Hlíðunum. Mynd-
in hér að ofan er af flug-
módelinu, og er sá, sem hefir
fundið það vinsamlega beð-
inn að gera Birni aðvart
símar 18883 eða 34384).
Fjárlagafrumvarpið af-
greitt til 3. umrœðu
Sameiginlegar breytingartillögur Sjálf-
stceðismanna og A/þýðuflokksmanna
við frv. samþykktar
FUNDUR var settur í sameinuðu
Alþingi klukkan fjögur síðdegis
í gær og var þá á dagskrá fram-
hald 2. umr. um fjárlagafrum.
varpið, atkvæðagreiðsla. í upp-
hafi fundarins kvaddi 2. þm. Sunn
mýlinga, Eysteinn Jónsson, sér
hljóðs utan dagskrár og fór fram
á að 1. mhl. tæki til baka við
þessa umræðu þær tillögur, sem
vitað væri að skiptar skoðanir
væru um innan þingsins, þar sem
óvenjumargir þingmenn væru
veikir.
Guðmundur í. Guðmundsson
sagði að heimild til fjárgreiðslna
úr ríkissjóði rynni út nú um mán-
aðamótin, en 3. umræða fjárlag-
anna þyrfti nokkurn undirbún-
ing, en hún mætti ekki vera síð-
ar en á mánudag ef fjárlög ættu
að afgreiðast fyrir mánaðamót.
Væri því nauðsynlegt fyrir ríkis-
stjórnina að fá úr því skorið
hverjar af tillögum hennar yrðu
samþykktar og mælti fjármála-
ráðherra eindregið gegn því, að
atkvæðagreiðsl uyrði frestað um
nokkuð af tillögunum.
Eysteinn kvaddi sér hljóðs aft-
ur og kvað ekki þinglegt að halda
áfram atkvæðagreiðslu * eins og
ekkert hefði í skorizt og lýsti
hann því yfir, að Framsóknar-
menn myndu gjarna framlengja
greiðsluheimildina.
Það vakti eftirtekt að Eysteinn
lagði ekki til að tillögur Fram-
sóknarmanna í fjárveitingarnefnd
yrðu dregnar til baka við þessa
umræðu.
Hófst nú atkvæðagreiðsla um
fjárlagafrumvarpið og breytingar
tillögur við það. Voru samþykkt-
ar allar sameiginlegar tillögur
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins í fjárveitinga-
nefnd, en aðrar tillögur voru
felldar. Breytingartillögur ein-
stakra þingmanna voru flestar
teknar aftur til 3. umr. en nokkr-
ar voru bornar upp og felldar.
Mjög oft var óskað eftir nafna-
kalli um einstakar tillögur og
dróst atkvæðagreiðsla því mjög
á langinn og stóð yfir í tæpar
fjórar klukkustundir.
— Dalai Lama
Framh. af bls. 1.
að búa á efstu hæö hússins, því
enginn má vera hærra en goð-
konungurinn.
Dalai Lama stóð í bílnum, sem
flutti hann til Mussoorie, og tók
brosandi við fagnaðarlátum mann
fjöldans, um 1000 manns. Muss-
oorie liggur á fjallstindi.
Mikilvæg skilaboð
AFP-fréttastofan skýrir frá
því að fulltrúi indverska utan-
ríkisráðuneytisins hafi í kvöld
hraðað sér til Nýju Delhi með
mikilvæg skilaboð frá Dalai
Lama. Fulltrúinn hafði fylgzt
með Dalai Lama frá Tezpur til
Mussoorie.
— Varsjárbanda-
lagið
Framh. af bls. 1.
ræða um Berlínarmálið og Þýzka
landsmálin.
í fregn Tass-fréttastofunnar seg
ir að ráð sé fyrir því gert, að
fundurinn í Varsjá muni fjalla um
undirbúninginn að væntanlegum
viðræðum í Genf og ráðstafanir
til að útrýma hernáminu í V-
Berlín.
Varsjár-bandalagið var eins og
kunnugt er stofnað til að vega á
móti Atlantshafsbandalaginu og
í því eru nú átta ríki: Sovétríkin,
Albanía, Búlgaría, Pólland,
Rúmenía, Tékkóslóvakía, Ung-
verjaland og Austur-Þýzkaland.
Ólafsvíkurbátar með yfir 5000 t. afla
ÓLAFSVÍK, 20. apríl. — Um
miðjan apríl höfðu bátarnir sem
héðan róa, alls farið í 665 sjó-
ferðir á yfirstandandi vertíð. Var
heildaraflinn þá orðinn 5,125
tonn. Yfirleitt hafa bátarnir farið
um og yfir 60 róðra og er nú
aflahæsti báturinn Bjarni Ólafs-
son með um 591 tonn í 66 sjó-
ferðum, næstur er Glaður með
579 tonn í jafnmörgum róðrum
og þriðji báturinn er Hrönn með
546 tonn í 64 róðrum. Afli ann-
arra Ólafsvíkurbáta var sem hér
segir um miðjan apríl:
Jökull ......... 540 t. í 65 róðr.
Víkingur ...... 432 - í 62
Týr ........... 377 - í 61
Bjargþór ...... 373 - í 52
Hannes Hafstein 366 - í 31
Þórður Ólafsón 307 - í 34
Brynjar ....... 302 - í 51
Mummi.......... 197 - í 42
Þorsteinn ...... 43 - í 8