Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 22. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
3
Mikil hátíðahöld úti og inni
á vegum Sumargjatar
Félagið á 35 ára afmæli i dag
Á MORGUN, sumardaginn fyrsta,
gengst BarnavinafélagiS Sumar-
gjöf að vanda fyrir hátíðahöld-
um fyrir börnin. Félagið, sem í
dag á 35 ára afmæli, hefur um
langt skeið gengizt fyrir mikl-
um hátíðahöldum þennan dag.
Bókin Sólskin verður seld á göt-
um bæjarins og kostar hún 15
kr.. Blað félagsins, Sumardagur-
inn fyrsti, og merki félagsins
verða einnig seld. Kostar blaðið
5 kr., en merkið 10 kr.
Fréttamenn ræddu í gær við
formann félagsins, Pál S. Páls-
son, Jónas Jósteinsson, varafor-
mann félagsins, og Boga Sigurðs.
son, framkvæmdastjóra.
★
Um útgáfu bókarinnar Sólskins
sáu að þessu sinni þeir Bogi Sig-
urðsson og Guðjón Elíasson,
Herdís Egilsdóttir, kennari. og
Þrúður Kristjánsdóttir, fóstra,
gerðu teikningarnar í bókinni.
Er það 30. árgangur Sólskins, sem
nú kemur út.
í blaðinu, Sumardeginum
fyrsta, er skýrt frá starfsemi fé-
lagsins, og í því er einnig marg-
víslegt annað efni. Ritstjóri
blaðsins er Páll S. Pálsson. For-
ystugreinina ritar að þessu sinni
prófessor Sigurbjörn Einarsson,
nýkjörinn biskup íslends, og
heitir greinin „Nokkur orð um
trúarlegt uppeldi“. Þá er grein
um Barnavinafélagið Sumargjöf
35 ára. Helgi Elíasson ritar minn-
ingarorð um Arngrím Kristjáns-
son skólastjóra, Jónas Jósteinsson
skrifar greinina: Hvers vegna
eigum við að hafa leikskóla?
Einnig er í blaðinu grein eftir
Pál 'S. Pálsson: Að velja sér
starf við sitt hæfi.
Forsíðumynd blaðsins tók Vig-
fús Sigurgeirsson á sumardaginn
fyrsta í fyrra.
Bókin Sólskin og blaðið, verða
afgreidd til sölubarna frá kl. 1
e. h. í dag og frá kl. 9 f. h. á
morgun á eftirtöldum stöðum:
I skúr við Utvegsbankann, í skúr
við Lækjargötu, í Grænuborg,
Barónsborg, Steinhlíð, Brákar-
borg, Drafnarborg, Vesturborg,
Austurborg, anddyri Melaskólans
og skrifstofu Sumargjafar Lauf-
ásvegi 36, norður dyr. Merki
dagsins verða afgreidd á sömu
stöðum frá kl. 4 e. h. í dag, en
merkin má ekki selja á götunum
fyrr en á morgun.
¥
Hátíðahöldin fará fram bæði
úti og inni. Inniskemmtanirnar
úr dansskóla Rigmor Hanson. —
í Trípólí skemmta þeir Knútur
Magnússon og Steindór Hjörleifs-
son, og þar verður brúðuleikhús-
sýning undir stjórn Jóns M. Guð-
mundssonar, og í Iðnó skemmta
börn úr Breiðagerðisskólanum og
Austurbæjarskólanum auk nem-
enda úr Tónlistarskólanum og
dansskóla Rigmor Hanson. —
Drengir úr Melaskólanum sýna
leikfimi. — Lúðrasveitir drengja
undir stjórn Karls O. Runólfs-
sonar og Pauls Pampichlers leika
á skemmtununum, Klemens Jóns-
son skemmtir í Góðtemplarahús-
inu og Iðnó.
Barnaleikritið Undraglerin
verður sýnt í Þjóðleikhúsinu kl.
3, og kvikmyndasýningar verða
kl. 3 í Tjarnarbíói, kl. 3 og kl.
5 í Nýja bíói og kl. 5 og 9 í Gamla
bíói, Hafnarbíói, Stjörnubíói og
Austurbæ j arbíói.
Aðgöngumiðar að barnaskemmt-
unum verða seldir í Listamanna-
skálanum frá kl. 5—7 í dag og kl.
10—12 f. h. á morgun. — Miðinn
kostar 10 kr.
Ástæða er til að minna foreldra
á að láta börnin. fara vel klædd
í skrúðgönguna, ef kalt er í veðri.
Dansleikir verða um kvöldið í
Framsóknarhúsinu, Breiðfirðinga
bú, Alþýðuhúsinu, Tjarnarkaffi
og Þórskaífi. Allar blómabúðir
bæjarins verða opnar á sumar-
daginn fyrsta og renna 15% af
ágóða sölunnar til Sumargjaíar.
*
Allur ágóði af hátíðahöldunum
sumardaginn fyrsta rennur í hús-
byggingarsjóð félagsins. Forráða-
menn félagsins gera sér vonir um
að barnaheimilið, sem nú er ver-
ið að reisa við Fornhaga, verði
fullgert í ársbyrjun 1960. Bygg-
ingin er orðin fokheld. Á því
barnaheimili verður rúm fyrir um
100 börn. Nýr leikskóli, Austur.
borg, var stofnaður á árinu, og
er hann til húsa í félagsheimili
Óháða safnaðarins, Kirkjubæ við
Háteigsveg. Starfsemi Sumar-
gjafar er nú til húsa í níu barna-
heimilum, og er um að ræða 4
dagheimili og 6 leikskóla.
Formaður félagsins gat þess, að
það væri nú mjög aðkallandi að
endurnýja barnaheimilið Vestur-
borg. Hefir stjórn félagsins ósk-
að eftir tillögum frá skipulags-
stjóra bæjarins um, hvernig bezt
væri að byggja húsið og endur-
skipuleggja það. Er beðið eftir
þeim tillögum.
M úrarameistara-
télagib
AÐALFUNDUR Múrarameistara
félags Reykjavíkur var nýlega
haldinn. — Guðmundur St. Gísla-
son, formaður, flutti ársskýrslu
og urðu nokkrar umræður um
lagabreytingar, sem nú eru á
döfinni.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Guðmundur St. Gíslason, for-
verða í kvikmyndahúsum og sam maður. Ragnar Finnsson, varafor
komuhúsum bæjarins. Dagskrá j maður. Páll Þorsteinsson, ritari,
hátíðahaldanna verður sem hér i Sigurður Helgason, vararitari og
Úr leikriti L. R. Túskildingsóperunni.
Brynjólfur Jóhannesson (Jónatan Jeremías Peachum betlara-
kóngur), Þorsteinn Gunarsson (Charles Filch betlari) og
Nína Sveinsdóttir (frú Peachum). — Sjá nánar á bls. 15.
Ií ðallundur Mjólkur
íélags Reykjavíkur
segir:
Skrúðgöngur barna hefjast frá
Austurbæjarskólanum og Mela-
skólanum að Lækjartorgi. Lúðra
sveitir leika fyrir skrúðgöngunni,
en fyrir göngunni fara 3—4 ridd-
arar í litklæðum. Óskað er eftir
því, að allir leggi sig fram um,
að skrúðgöngurnar fari sem skipu
legast fram. Skrúðgöngurnar
nema staðar í Lækjargötu kl. hálf
tvö, og þar flytur Páll S Pálsson
ávarp. Baldur og Konni tala við
börnin, lúðrasveitir drengja leika
og Sigurður Ólafsson syngur vor-
og sumarlög.
*
Inniskemmtun fyrr yngri börn-
in hefst í Iðnó kl. 2. Eru það
„Fóstrur", sem sjó um þessa
skemmtun. Aðrar barnaskemmt-
anir hefjast í Góðtemplarahúsinu
Sveinn Pálsson, féhirðiir.
REYKJUM, 21. apríl. — Full-
trúafundur Mjólkurfélags Reykja
víkur var haldinn í Reykjavík í
gær. Sóttu hann 30 fulltrúar frá
15 félagsdeildum, sem eru á
svæðinu frá Skilmanna- og Mela-
sveit suður um Kjósar- og Gull-
bringusýslu að Miðneshrepp. Fé-
lagsmenn eru alls um 470.
Oddur Jónsson forstjóri félags
ins las og skýrði reikningana,
bæði yfir fóðurverzlunina og
M.R.-búðina. Hagur félagsins er
góður í höndum hins ötula for-
stjóra og varð heildarveltan nú
24 millj. króna og fóðurmagnið
um 9000 tonn. Er hvorttveggja
STAKSTEIIVAR
Ruddaskapur Eysteins
hefnir sín
Uppgjafarandi hefur heltek-
ið Framsóknarbroddana eftir út-
varpsumræðurnar. Þeir gera sér
ljóst, að Eysteinn Jónsson stór-
spillti fyrir málstað Framsóknar,
m. a. með hinum ruddafengnu
persónulegu árásum á Jón á
Reynistað.
Ræða Jóns var flutt af mikilli
rökvísl, sanngirni og raunsæi.
Þar talaði einn ágætasti bóndi
landsins, sem af langri þing-
reynslu getur betur en flestir
aðrir dæmt um, hvað bændum er
fyrir beztu. Þetta skilur almenn-
ingrur um allt land og þess vegna
hefur ræða Jóns vakið meiri at-
hygli en títt er um útvarpsræð-
ur, hún hefur fengið andstæðing-
um hans umhugsunarefni, sem
ekki verður eytt með gífuryrð-
um. Nagg Tímans gegn hennl
nú hvem einasta dag vekur ein-
ungis enn meiri athygli á hinni
ágætu ræðu.
„Ljótasti Ieikurinn“
í blaðinu Vogar, sem gefið er
út í Kópavogi segir hinn 18. apríl
m. a. um frammistöðu Framsókn-
armanna í kjördæmamálinu: i
„Ljótastur er þó sá leikur
þeirra, að ala si og æ á úlfúð og
tortryggni á milli sveita og kaup-
staða. Þetta skemdarstarf hefur
gengið sem rauður þráður í gegn-
um sögu Framsóknarflokksins.
Með þessari baráttuaðferð hef-
ur flokknum tekizt að vinna fylgi
á vissum stöðum á landinu. Fyr-
ir þetta er flokkurinn fyrirlitinn
í kaupstöðum landsins. Fleiri og
fleiri sjá og skilja, að hagsmunir
fólks til sjávar og sveita fara
ávallt sanian, það er því skemmd-
arstarf, að a!a á tortryggni þar á
milli. Það er beint tilræði við
þjóðfélagið að egna íbúa kaup-
staða og sveita hvora gegn öðr-
um. Þetta hefur verið gert af
Framsóknarflokknum. Það er
mál að linni“.
Iisku sjómennirnir — Athugn-
semd lrú utvinnuveitendu þeirru
„í FRÉTTAKLAUSU, 3 dálka, á
öftustu síðu Morgunblaðsins, 21.
apríl 1959. er ég borinn þeim al-
röngu sökum og ósvífnu aðdrótt-
unum að hafa staðið í vanskilum
við 5 írska sjómenn og með því
valdið neyðarástandi á heimil-
um þeirra í írlandi, eins og lesa
má út úr nefndri grein.
Um leið og ég læt í ljósti megn
ustu furðu mína á því. að Morgun
blaðið skuli ljá rúm slíkum sögu
burði, að órannsökuðu máli, mót
^ mæii ég harðlega hinum stað-
kl. 2:30, í Austurbæjarbíói, Fram ! lausu aðdróttunum I minn garð.
sóknarhúsinu og Trípólí kl. 3 og
í Iðnó kl. 4. — í Góðtemplara-
húsinu sjá börn úr Melaskólanum
og nemendur úr dansskóla Her-
manns Ragnars Stefánssonar um
skemmtiatriðin. — í Austurbæj-
arskólanum annast nemendur úr
Tónlistarskólanum, börn úr Aust-
urbæjarskólanum og nemendur
Að sjálfsögðu gilda sömu lög og
samningar um veru erlendra sjó
manna á íslenzkum skipum, hvað
snertir kaup og kjör, og íslenzkir
sjómenn njóta. Þeir bera sömu
skyldur gagnvart atvinnurek-
endum sínum á íslandi og ís-
lenzkir sjómenn verða að gera.
Umræddir írskir sjómenn hafa
brotið alvarlega samning gagn-
vart mér með því án gildra
ástæðna að hverfa fyrirvaralaust
úr skiprúmi hjá útgerð minni, og
með því valdið mér ófyrirsjáan-
legu tjóni. Hins vegar hefi ég
staðið fullkomlega í skilum við
þá eftir gildandi kjarasamningi.
Ég vil sérstaklega taka fram,
að nú starfa á vegum mínum við
sjómennsku 9 aðrir írskir sjó-
menn, og hefir samstarf mitt við
þá verið ágætt.
Að lokum fer é'g fram á við
herra konsúl írlands Ólaf Hall-
grímsson, að hann haldi persónu
legum væringjum við mig utan
við eðlilega hagsmunagæzlu hans
við íra“.
★
Alrangt er það og gjörsamlega
úr lausu lofti að ræðismaður íra
hér. hafi átt hlut að því að um-
rædd frétt var birt.
meira en nokkurn tíma áður
sögu félagsins.
Ólafur Bjarnason, formaður
félagsins stýrði fundi og minntist
í upphafi tveggja látinna starfs
manna, þeirra Eyjólfs Jóhanns
sonar, er var forstjóri í 27 ár við
miklar vinsældir og Magnúsar
Sveinssonar, sem var félagsend
urskoðandi um alllangt skeið.
Risu fundarmenn úr sætum, til
að heiðra minningu þeirra.
Stjórn félagsins skipa nú Ólaf-
ur Bjarnason, Brautarholti, for-
maður, meðstjórnendur þeir
Jónas Magnússon, Stardal, Er-
lendur Magnússon, Kálftjörn,
Stefán Jónsson, Eyvindarstöð-
um og Ellert Eggertsson, Meðal-
felli. Endurskoðendur eru þeir
Magnús Blöndal, Grjóteyri og
Haraldur Jónsson, Reykjavík.
— J.
íslenzkur dómari
í alþjóðadómstóli
STRASSBORG, 25. apríl. —
Einkaskeyti til Mbl. —
Einar Arnalds, einn af fimmtán
dómurum í hinum nýja dómstóli
Evróupráðsins um mannréttinda-
mál, fór í kvöld áleiðis til Rvík-
ur yfir Kaupmannahöfn. Einar
Arnalds tók í gær þátt í hátíða-
höldum í tilefni af tíu ára afmæli
Evrópuráðsins, þar sem dómar-
arnir sóru embættiseiða sína.
Dómstóllinn kom saman í gær og
í dag til að ganga frá verkefna
skrá sinni. Það er haft eftir góð
um heimildum að dómstóllinn
muni koma saman nokkrum
sinnum, áður en hann lýkur við
að semja uppkast að reglugerð
um störf sín í september.
„Engin mafrkmið nema
völd foringjanna“
Siglfirðingur- segir 10. þ.m.:
„Kjarni málsins er svo e.t.v. sá,
að Framsóknarflokkurinn á enga
mótaða stjórnmálastefnu, sem
felur í sér á hvern hátt flokkur-
inn vill byggja upp íslenzkt þjóð-
félag, hagfræðilega séð. Sam-
vinnustefnan, sem s/ík er verzl-
unarform eg viðskipti, en ekki
hagfræðikerfi, sem á fylgjendur
innan allra stjórnmálaflokka, og
er ekkert séreinkenni fyrir Fram
sóknarflokkinn, nema að því
leyti, að sá flokkur hefur reynt
að misn&ta samtök samvinnu-
manna í þágu sjálfs sín. Hún
afsakar því ekki stefnuleysi
flokksins né pólitíska sölu-
mennsku, sem á engin markmið
nema völd foringjanna“.
Dómurinn um málefnafátækt
Framsóknar fellur alveg saman
við lýsingu Kristjáns Friðriks-
sonar miðstjórnarmanns hennar
á flokksþingi Framsóknar á dög-
unum. Hið sama kveður við
hvaðanæva.
Skrítið sálarástand
Þá segir í Siglfirðingi:
„Ef til vill er ekkert eins ein-
kennandi um sálarástand þcirra,
sem að Tiinanum standa og það,
að í skrifum sinimi er blaðið tek-
ið að nefna þau völd, sem byggj-
ast á 57—58% kjósendafylgis
„minnihlutavald" og verður mjög
tíðrætt um reglu við útreikning
í h/utfallskosningum, sem leiðir
til þess, að sögn Tímans, að
stjórnmálaflokkar, er samanlagt
hafa 42—43% atkvæða kjósenda
hljóti 8 fulltrúa! (Sbr. leiðara
Tímans 17. febr. s.I.)“.