Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUNRLAÐ1Ð Miðvikudagur 22. apríl 1955 Fá íslenzkan ríkis- borgararétt Myndin er tekin við flugbrautarsvæðið og sést Isafjarðarkaupstaður og eyrin handan fjarðar- ins. Tii hægri eru Seljabrekkur, sem búið er að ýta ofan af að hálfu leyti — og í flæðarmál- inu sést hvað byrjað er að hlaða grjótgarðinn framan við fyrirhugaða flugbraut. Þetta er mið- svæðis á brautinni. Á FUNDI Alþingis sl. föstudag fengu eftirtaldir menn íslenzkan ríkisborgararétt með lögum: 1. Andersen, Annemarie, hús- móðir að Arnórsstöðum á Barðaströnd, f. 17. maí 1930 í Þýzkalandi. (Fær réttinn 22. sept. 1959). 2. Beckemeier, Christel-Marilse Irene Luise, húsmóðir í Reykja vík, f. 13. apríl 1924 í Þýzkal. 3. Borchmann, Dietrich, bústjóri að Helgavatni í Mýrasýslu, f. 22. júlí 1927 í Þýzkalandi. 4. Borowski, Kurt Paul, jarðýtu stjóri, Reykjavík, f. 30. okt. 1931 í Þýzkal. (Fær réttinn 29. júní 1959). 5. Carlsen, John Schou, járn- smiður í Rvík, f. 1. júlí 1932 í Danm. (Fær réttinn 5. sept. 1959). 6. Fivelsdal, Astrid, húsmóðir í Ljárskógum í Dalasýslu, f. 17. 30,000 rúmmetra stórgrýtisgarður hlaðirm undir flugbraut á ísafirði FLUGVALLARGERÐ á Isa- firði er nú hafin og binda bæjarbúar og nærsveitamenn miklar vonir við að verkinu verði hraðað sem kostur er. — Forráðamenn Flugfélagsins upplýstu í vetur, að ekki yrði unnt að endurnýja sjóflug- vélakost þess lengur en til næsta hausts — og myndi þá allt farþegaflug með sjóflug- vélum stöðvast. Málið var rætt á Alþingi og kom þar m. a. fram sú hugmynd, að e. t. v. yrði hægt að leysa þetta vandamál með kaupum land- flugvélar, sem notazt gæti við hinar fjölmörgu sjúkraflug- brautir með litlum endurbót- um. Forráðamenn Flugfélags- ins hafa hins vegar lýst því yfir, að slík ráðstöfun yrði fé- laginu mjög óhagstæð, hag- felldasta lausn málsins frá sjónarmiði Flugfélagsins væri sú, að gerðar yrðu flugbrautir nægilega langar fyrir núver: andi flugvélakost þess — á nokkrum stöðum á Vestfjörð- um. Var og lögð áherzla á það, að gerð flugbrautar á ísafirði yrði hraðað sem mest, þar væri þörfin mest aðkallandi, því árlega væri nú farþega- fjöldinn milli ísafjarðar og Reykjavíkur liðlega helmingi meiri en íbúafjöldi ísafjarðar. ★ í áætlun, sem Ólafur Pálsson, verkfræðingur flugmálastjórnar- innar, gerði um byggingu flug- brautar á ísafirði fyrir rúmu ári, gerði hann ráð fyrir að verk- ið kostaði um 6 milljónir króna, að því tilskyldu, að vinnuvélar flugmálastjórnarinnar sjálfrar yrðu notaðar þar að svo miklu leyti sem hægt væri. Hér er um að ræða 1400 metra langa malar- braut, sem valinn hefur verið staður utan í Skipeyri. austan megin Skutulsfjarðar. ★ í ýtarlegri áætlun Ólafs Páls- sonar kemur það fram, að vegna krappra aðflugsaðstæðna innst í Skutulsfirði, muni nauðsynlegt að hafa syðri brautarendann 100 metra breiðan til þess að skapa flugvélum aukið svigrúm við lendingu og flugtak. Er áætlað að brautin mjókki svo jafnt og þétt. Á 500 metra miðkafla verði hún 60 metra breið, en síðan 45 m breið á 400 metra kafla — og nyrzti 200 metra kafli brautar- innar yrði 45 m breiður. ★ Áætlað er, að brautin nái frá suðurodda Skipeyrar og allt út undir Kjarvalstaði og verður mikill hluti hennar byggður í sjó fram, rúman meter yfir stór- streymisflóðborð, en annars á brautin að lækka lítillega til suð- urs. — Geysimikillar uppfylling- ar er þörf auk þess sem ryðja verður mikinn grjótgarð með- fram endilangri brautinni vegna ágangs sjávar, því að straum- þungi er mikill i Sundunum við nyrðri enda brautarinnar. ★ Ólafur telur, að 30.000 rúm- metra stórgrýtis þurfi í grjót- garðinn og 150.000 rúmmetra í fyllingu og yfirlag — og er því hér um að ræða 180,000 rúm- metra efnis, sem flytja verður í flugbrautina. Sem betur fer þarf þó ekki að flytja þetta um lang- an veg. Stórgrýti er mikið í fjör- unni og fjallshlíðinni austan fjarðarins og miðsvæðis á braut- arsvæðinu eru miklir malarbakk ar, Seljabrekkur, og verður þeim rutt í flugbrautina. Ekki mun þetta þó duga til — og verður það, sem á vantar flutt úr skriðu í fjallshlíðinni, skammt innan við brautarsvæðið, norðan Kirkju- bæjar. Búizt er við, að flytja verði þaðan um 40.000 rúmmetra af uppfyllingarefni. ★ Fréttamaður Mbl. var á ferð vestra fyrir skemmstu og notaði tækifærið til þess að líta á fram- kvæmdirnar, sem nú eru hafnar á Skipeyri. Þar hafa þeir bræður, Guðmundur og Sigurður Sveins- synir og Ólafur Guðmundsson frá Árbæ unnið með jarðýtu að Rei&stícvél karlmanna, svört stærð 41—45 Verð kr. 112,10 Skóverziun Péturs Anuréssonar Laugaveg 17. — Sími 17345 Sigurður Sveinsson viff jarffýtu sína. því að ryðja moldarlagi ofan af Seljabrekku, svo að greiðari að- gangur verði að fyllingarefninu, þegar að því kemur. Jarðvegur- inn, sem ryðja ver.ður frá á þenn- an hátt, er um 35.000 rúmmetrar. Þrímenningarnir eru einnig nýbyrjaðir á að aka stórgrýti í ytri brún flugbrautarinnar, en sem fyrr segir er hér um að ræða 30.000 rúmmetra grjótgarð. Hann verður liðlega tveggja metra breiður að meðaltali — og þar sem hann stendur dýpst í sjó verður hann 4—5 metra hár. — l Verður unnið dag og nótt á öll- um fjörum að því að flytja grjót að og hlaða garðinn. Verkinu miðar vel áfram, enda eru hér alkunnir dugnaðarmenn að verki. Vr Sem stendur mun allt óákveð- ið um það hve miklu fé verður varið til flugbrautargerðarinnar á ísafirði í ár, en samkvæmt því sem Haukur Claessen, fulltrúi flugmálastjóra, tjáði blaðinu, mun flugmálastjórnin á næst- unni senda vestur þrjár jarðýt- ur, eina ámokstursskóflu og þrjá stóra flutningavagna til aksturs í uppfyllinguna. Verða öll þessi tæki notuð til hins ýtrasta í sum- ar og er þess að vænta að bygg- ingunni miði þá vel. Þingmaður Isfirðinga hefur unnið ötullega að framgangi málsins og hefur það verið mikið átak að hrinda verkinu í fram- kvæmd og koma því jafnvel af stað og hefur hefur verið gert, því að sáralitlu fé er veitt til flugmálaframkvæmda á landinu miðað við þörfina, sem alls stað- ar virðist vera fyrir hendi. En í okkar litla landi verður ekki allt gert í einu. Mun flugmálunum ætlaðar um 8 milljónir króna á næsta ári og þar af verður að taka fyrir byggingu flugturns á Reykjavíkurflugvelli, sem þegar er hafin, enda mátti hún vart dragast lengur. Forráðamenn flugmálanna hafa hins vegar sýnt málefnum ísfirðinga mikinn skilning og er þess að vænta að verkið gangi jafnfljótt og kostur er. ágúst 1927 í Noregi. (Fær rétt- inn 11. nóv. 1959). 7. Gustafsson, Eja Ingeborg, hús móðir á Selfossi, f. 20. okt. x931 í Finnl. (Fær réttinj 9. sept. 1959). 8. Hansen, Alf Emil Peter Heide garðyrkjumaður, Marbakka, Seltjarnarnesi, f. 26. maí 1912 í Danmörku. 9. Helgason, Börge Wilhelm, rennismiður í Rvík, f. 11. maí 1920 í Danmörku. 10. Henckell, Helga Guðrún, nem andi í Rvík, f. 9. maí 1937 í Þýzkalandi. 11. Henckell, Hilde Solveig, nem- andi í Rvík, f. 6. ágúst 1939 í Þýzkalandi. 12. Herrmann, Elisabeth Char- lotte Johanna, húsmóðir að Vogsósum í Selvogi, f. 28. des. 1927 í Þýzkalandi. 13. Jáhnke, Hannelore Eva Helga, húsmóðir á Selfossi, f. 25. jan. 1931 í Þýzkal. 14. Jensen, Anders Johannes Sop- hus, bakarameistari í Rvík, f. 10. jan 1903 í Danmörku. 15. Jón Sigurður Oddsson, útgerð armaður í Reykjavík, f. 12. des. 1887 á íslandi. 16. van Keppel, Willem, verzlun- armaður í Rvík, f. 13. júní 1926 í Hollandi. 17. Lange, Anna Annita, húsmóð- ir að Hnausi í Árnessýslu, f. 26. nóv. 1929 í Þýzkalandi. 18. Lemarire, Gottfried Friedrich verkamaður á Eyrarbakka, f. 1. marz 1922 í Þýzkal. (Fær réttinn 18. júlí 1959). 19. Lemarire, Jutta Marga Anne- luise, húsmóðir á Eyrarbakka, f. 17. okt. 1927 í Þýzkal. (Fær réttinn 4. des. 1959) 20. Mevs, August Friedric verka maður í Reykjavík, f. 17. júní 1914 í Þýzkalandi. (Fær rétt- inn 9. júlí 1959). 21. Mevs, Erika Johanna Else Gertrud, húsmóðir í Reykja- vík, f. 14. júlí 1925 í Þýzkal. (Fær réttinn 8. júní 1959). 22 Meyer Gertrud Johanna, hús- móðir á Álafossi í Mosfells- sveit, f. 26. sept. 1921 í Þýzkal. (Fær réttinn 8. júní 1959) 23 Meyer, Wolfang, bifreiðastjóri, Álafossi í Mosfellssveit f. 1. maí 1931 í Þýzkalandi. (Fær réttinn 8. júní 1959). 24. Nielsen Carl Ejler Theodor, tóvinnumaður í Reykjavík, f. 8. júní 1912 í Danmörku. (Fær réttinn 16. okt. 1959). 25 Oddsson, Ethel, húsmóðir í Reykjavík, f. 7. ágúst 1896 í Englandi. 26. Ohrtmann Johanna Bertha Karoline Harriet, húsmóðir að Kárastöðum í Helgafellssveit, f. 1. nóv. 1928 í Þýzkal. (Fær réttinn 10. júní 1959). 27. Pechar, Elfriede, ráðskona í Rvík, f. 18. nóv. 1921 í Þýzka- landi. (Fær réttinn 8. júní 1959). 28. Seidel, Emma Flora Erna, hús móðir í Rvík, f. 13. okt. 1930 í Þýzkalandi. 29. Simmers, Richard Aage Ivar, verkamaður í Ólafsvík, f. 13. okt. 1931 í Færeyjum. 30. Splidt, Hilmar Ejvind Krist- ian, iðnverkamaður á Akur- eyri, f. 24. okt. 1928 í Færeyj- um. 31. Tellefsrud, Hallsten Petter, bóndi á Flateyri við Reyðar- fjörð, f. 13. maí 1929 í Noregi. 32. Överby, Alf Magnus, véla- maður á ísafirði, f. 3. apríl 1921 í Noregi. Þeir, sem heita erlendum nöfn- um, skulu þó ekki öðlast íslenzk an ríkisborgararétt með lögum þessum, fyrr en þeir hafa fengið íslenzk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Tapað — Fundið Vönduð sólgleraugu fundust á Bragagötu fyrra sunnu- dag. — Upplýsingar í síma 14912-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.