Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. april 1959 MORCUHBLAÐIÐ 11 Dr. Björn Sigfússon, háskólabó kavörður: Verksvit að gjöf tit vanþróaðs í bókum iands AF VANÞRÓUÐUM nýrikjum heims, sem sprottin eru upp síð- an 1918, er ísland okkur kunnast, en öll þarfnast að nokkru hins sama. Og þau munu fá það. ísland vill m. a. stækka hina smávöxnu hlutdeild sína í megin- landsviðskiptum, framleiða fleiri og meiri útflutningsvörur í þá átt og væntir af því aukinnar kaup- getu, sem er m. a. æðri menningu nauðsyn. Viðskiptamál sem þessi eru þaulrætt efni, sem nóg er að minna á, en grein mín varðar andleg viðskipti, tengd þessum. Lengi hefur háskólastarfsemi á Norðurlöndum miðazt drjúgt við þýzkar fyrirmyndir og bókakost þaðan. Þetta belzt stöðugt í stað- bundnari greinunum, t.d. lögfræði og germanskri málfræði. Á öðr- um sviðum hafa einkum 12 árin síðustu fært amerísk vísindi í fremstu röðina í bókasöfnum, og ástæðulaust er að halda, að þau eigi eftir að víkja þaðan. Háskóli íslands er í þessu ekkert frábrugð inn öðrum skandinaviskum vís- indastofnunum að breyttu breyt- anda um stærðarhlutföll. Það, hve iðjuþróun er hér langt að baki frændþj óðum, er þó mál fyrir sig. En að frátöldum þessum staðreyndum eru í dag betri gróð- urskilyrði en ég hygg fyrr hafa átt sér hér stað til góðs árangurs af þýzkri þekkingu. Eigi er litil- vægt, áð nú er þýzkt framtak hvarvetna velkomið, af því að það getur ekki miðað að póli- tískum yfirráðum. Stórkostlegar sýningar þýzkra bóka eru haldnar þessi árin víða um lönd á vegum ríkisstjórnar- innar í Bonn. Glæsilegt atriði í þeirri sókn var nýliðin bókasýn- ing 1 Reykjavík ( í Þjóðminja- safni). Henni var lýst nokkuð i dagblöðum, og skal ekki endur- tekið, og kunnugt er mönnum, að allar urðu bækurnar kyrrar í Reykjavík. Mikill þorri alls hins verðmætasta á sýningunni fór til Háskólabókasafns og Landsbóka- safns. En þau eiga að sameinast og skoðast því a. n. 1. einn þiggj- andi. Ekki er það til að verð- leggja vingjöf í krónum, þótt ég geti seinna verðmætis i 2 raun- vísindaflokkum hennar, til skýr- ingar áhrifum hennar innan húss í Hbs. Og ekki er ég að efna til neins sérstaks samanburðar á þessari og öðrum ágætum bóka- sýningum, sem haldnar hafa ver- ið í Reykjavík sl. ár og orðið ís- lenzkum bókasöínum til auðgunar og mikils menningarauka. Hverjar ern skyldur þiggjandans? Þær eru tvær, og hin fyrri er að færa sér gjöf í not á allan hátt. Óeigingjarn vilji gefandans krefur mann þeirra skyldunnar einnar. Eitt atriði í því efni (og talsvert peningamál fyrir Sátt- málasjóð háskólans) eru kaupin á framhaldi vísindalegra fjöl- bindahandbóka og ritsafna, sem eru smám saman að koma út og einstök bindi úr, mörg eða fá, voru gefin Háskólasafni. Engin vísindastofnun með sjálfsvirðingu má gefast upp við að kaupa fram- haldið, — slíkt væri að spara eyr- inn og fleygja krónunni. — Ann- ar þáttur 1 því að notfæra nýjau bókafeng er margvísleg starfs- aukning, sem verða þarf i Hbs. Og vitanlega óskar Hbs. eftir, að fleiri og fleiri noti erlenda hlut- ann af bókaeign þess, og mun að jafnaði lána hverjum sem er með sama móti og Landsbókasafn ger. ir. Hin skyldan er að þiggja ekki heimóttarlega, heldur í glaðri, bláeygri vitund um sérrétt vís- indasafns til að auðgast með al- þjóðlegum sníkjum og gjafasöfn- un sér til handa. Um þennan sjálf sagða rétt er sjaldan skrifað eða með svolítilli feimni. Þess vegna fáein orð enn: Siðferðiþátturinn fyrst. Hverj- um, sem innrætir sér í einkalífi ástríðuna eð lifa sem skuldlaus- ast, verður það áraun, er kostar harða reynslu, að gera úr sér árvakran betlara fyrir stofnun sína, og því svíkst maður oft um það. Klaustramenn miðalda betl- uðu ljóst og leynt með fádæma árangri fyrir menntasetur sín, og í þessu sem aðru voru þau fyrir- rennarar háskólans, svo að arf- helgur er rétturinn. Jafnvel í rík- asta landi jarðar renna þess vegna forstöðumenn háskóla- bókasafna þakkaraugum gegnum aldir til samtíðar Gvendar góða og Reglunnar, sem m. a. skóp setur Munkaþverár og Þingeyra og gerði leit eftir ölmusum að há- leitri köllun. — Ekki tilheyrir þeirri köllun að aka lúxusbíl; ein- faldari fararskjóti hæfir, ef var- ast skal víti Benediktsmunka og önnur nýrri. Hagfræðiþátturinn næst. Sá skilningur hefur styrkzt, síðan styrjöld lauk, að framfarir van- þróaðra landa og eigi sízt þær, sem auka iðjurekstur og tryggja með því og annarri tækni, að kaupgeta haldist góð, séu einnig mesta nauðsyn til að tryggja kreppuvarnir háþróaðra iðnaðar- ríkja, hagsældin verði oftast gagn kvæm. Því meiri og jafnari verða verzlunarmöguleikar þeirra sem viðreisn vanyrktra landa tekst fljótar og betur. Iðnaðarframtak Vestur-Þýzkalands speglast á tvennan hátt í sýningunni, fyrst í þróttmiklum tæknifræðiritum hennar, síðan í höfðingsskap gjaf- ar.Oss er brýnt að eignast rit, sem stuðla mega að beizlun vorri á auðlindum, og eins læknisfræði, sem stuðli að því að halda mönn- um starfhæfum fram á elliár. Undir fáu er sigursæl þáttaka vor í viðskiptum og framleiðslukapp- hlaupi jarðarbúa fremur komin. Sambærilegt við fáein önnur Norðurlandasöfn Það var í raunvísindum, sem umræddur viðauki Háskólabóka- safns skipti það langmestu máli. Ekki hefði mér, sem minnst hef þau fræðin stundað, þótt hann heimta af mér blaðagrein þessa til kynningar sér, nema hann sýndi, hver þar ætlar að verða gleggsti mismunur 1950-tugsins og 1960-tugsins. Læknisfræðiritin námu þar meira en 24.700 marka kaupverði, og af ritum, sem ekki eru óvið- komandi Verkfræðideild, varð hluti Hbs. 11.460 marka virði, eftir að flutt var til annarra stofnana ríkisins það af tæknirit- um sýningar, sem mér virtist þar betur komið. Á því fjárhagsári, sem er að ljúka í háskólanum (=fardaga- ári), hefur hann eignazt læknis- fræðirit, þau er um minar hendur fóru. fyrir liðlega 200 þús. kr. og rit á sviðum verkfræðideildar eða útjöðrum þeirra (náttúrufræði- legum) fyrir á að gizka 120 þús. kr. auk gefins kjarnfræðiefnis, sem ekki er í bókarformi. Þrir fjórðungar af verði læknisfræði- viðaukans og fast að helmingi verkfTæðiaukans koma úr þýzku bókagjöfinni, og hef ég þá frá- reiknað 5% afslátt, sem Hbs. mundi njóta hjá þýzkum bók- sala, og bætt við upphæðirnar 55% yfirfærslugjaldinu, sem út- flutningssjóður hefði tekið af Hbs., ef keypt væri. Af eigin fé (=Sáttmálasjóðs) lögðu Lækna- deild og Verkfræðideild fram tæpar 80 þús. kr. til bóka og tíma- rita á f járhagsári þessu, hafa aldr ei komizt nærri svo hátt áður og eiga í sjóði talsvert minna en ekki neitt, unz næsta fjárveiting bætir hag þeirra í svip. Bókaauki ársins olli svo miklu, að jafnvægi verður áratuginn 1950—59 milli ritauka Hbs,- helminganna tveggja, sem há- skólastarfsemi nútíðar er undir kornin: raunvísinda og hugvís- inda. Áður voru hugvísindi yfirgnæf- andi í bókaöflun og bókanotkun og eru það víðast enn í gömlum háskólum. En jafnræði og álíka mikil notkun þeirra helminga munu nú þykja orðin t. d. í há- skólabókasafni Norðmanna í Björgvin, og er stærðarmunur þess háskóla og vors eigi ýkja- mikill enn (guðfræði- og laga- deild eru þar ekki, en náttúru- vísindi öflugt stunduð). Þótt meir sé ólíku saman að jafna með hin- um finnsk-sænsk-norsku háskól- unum og Háskóla íslands (að verkfræðiháskólum meðtöldum og byrjandi læknaskóla í Umeá), mætti sækja dæmi í nokkra staði. Vissulega dylst ekki hin samnorr- æna hreyfing í þá átt, að jafn- ræði verði brátt með helmingun- um og það leiði aftur meir til samfléttunar en sundurþykkis þeirra í milli. í þessu felst eggjun. Segjum sem svo, að í dag sé jafndýrmæt- ur bókastofn læknisfræði- og eðlisfræðirita við háskólana i Björgvin og Reykjavík. Til að dragast ekki aftur úr þyrftu þá Lækna- og Verkfræðideild sam- an að líkindum allhátt á annað hundrað þús. króna á ári til bóka- kaupanna einna, og miða ég upp- hæðina þá einna helzt við verð amerískra og þýzkra bóka og bókakröfur erlendis, t. d. í Björg- vin. Um tímaritaöflun, sem auka þarf fyrir mikið fé þess utan. en að nokkru með betli og bóka- skiptastarfsemi, forðast ég í dag að gera kostnaðarágizkanir, en saklaust er að nefna, að til þeirra kaupanna einna hefur UB i Björg vin ávallt síðan 1948 varið meira fé en Hbs. gat varið á sama tíma til allrar ritaöflunar sinnar. Með jöfnum stigum um áratug hefur árlegi tímaritakostnaðurinn í Björgvin þrefaldazt og nam rúm- um 60 þús. n. kr. 1957/58, en það gerir hátt á 3. hundrað þúsunda ísl. kr. — Hversu langt sem við eigum í land til að geta fullnægt svo fjölþættum tímaritakröfum, er bókaverði óleyfilegt að látast ekki vita, að þær munu einnig bráðum bornar fram hér. Vitað er, að alstaðar leita nú stærri og betur heimanbúnir stúdentahópar en fyrrum á vegu raunvísinda. Nýorðnar stökk- breytingar í eðlisfræði og tækni heilla þá. Breyttar þjóðfélags- þarfir heimta af þeim nýja og sérhæfðari þekkingu en áður. Hvergi er auðsærra en hér, að straumur sívaxandi árganga sem fæddust 1942—1958, mun flæða næsta áratug yfir bakka farvega i háskólanum. Þá þarf margföld- un á möguleikum til hagnýts raun vísindanáms. Nýjasta aukning Há skólabókasafns í bókaflokkum, sem þetta varða, táknar, að þegar sé gengið eitt þrep upp eftir stiga þeim, sem við verðum neyddir að klifra upp. Björn Sigfússon. Jón N. Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Múltlutningsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími: 14934. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar efnir til ferðar suður á Reykja- nes á sumardaginn fyrsta. Verður ekið suður í Hafnir og síðan suður að Reykjanesvita, gengið á Valahnúk og skoðað hvera- svæðið. Þaðan verður ekið til Grindavíkur, dvalizt þar nokkra siund, og haldið til Reykjavíkur um kvöldið. ' Sigrún Helga Jónsdóttir — Minningarorð DÍA er dáin. Svo mælti frænka mín í símanum 23. apríl sl. Það er gott fyrir gamla og þreytta konu að fá hvíldina. En það er sárt fyrir ættingja að hafa ekki gert henni lífið léttara en raun varð á. Við ætlum að gera svo margt á morgun, að við gleymum deginum í dag. Día, en svo nefndum við hana, hét Sigrún Helga og var fædd 22. desember 1879. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson danne brogsmaður í Hemru í Skaftár- tungu, Bjarnasonar frá Hrífunesi Jónssonar og Hildur Vigfúsdóttir frá Flögu Bótólfssonar Jónssonar. Día ólst upp hjá foreldrum sín- um og naut þess að eiga heima á umsvifamiklu heimili. Jón í Hemru var í mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína og sýslu, m. a. amtráðsmaður, sýslunefndarmaður, þjóðfulltrúi á Þingvöllum 1885 og vara- landkjörinn þingmaður 1916. Hemruheimilið var eitt af höfð- ingjaheimilum þeirra tíma, þótt auðurinn væri ekki mjög mikill. Día var vel greind og afburða vel verki farin. Hún hlaut allgóða menntun, eftir því sem þá gerðist, var minnisgóð mundi t. d. ættar- tölur í marga liði, kunni fjölda og ljóðum og vísum og hafði yndi af söng, enda söng hún sjálf vel. Hún fylgdist vel með því sem gerð ist innan lands og utan og var alltaf ákveðin fylgjandi Sjálf- stæðisflokksins. Día gat verið dá- lítið stríðin, en var hrein og bein, mjög sáttfús, hörð við sjálfa sig, en blíð við okkur. Þegar foreldrar mínir hófu bú- skap að Syðstu-Mörk undir Eyja fjöllum árið 1912, fluttist Día með þeim og að Skúmsstöðum 1918. Þar dvaldist hún til 1944. Síðan var hún í Sigluvík hjá Lóu bróð- urdóttur sinni og hennar fjöl- skyldu. Árið 1936 varð Día fyrir slysi, og beið hún þess aldrei bæt- ur. Seinni árin var hún óstyrk og henni þungt fyrir brjósti. Allt þetta gerði henni lífið erf- iðara en ella hefði verið. Samt var hún ávallt vinnandi og var vinnudagurinn ekki mældur við vinnustundir eða hvíidir. Dag- inn áður en hún lézt, var hún á fótum og við sin verk. Hún vissi, hvað sér leið, en hafði það ekki i hámælum. Día min: Fyrir allt gott við mig og mina megnar ekki þessi lína þér verðskuldaða þökk að tjá. Margs er að minnast og þakka. Þú varst góð við okkur systkyn- in. Þú varst sem önnur móðir okkar. Þú hugsaðir ekki um þinn hag, en vildir láta það, sem þú áttir, svo að við gætum mannazt. Þú varst ætíð glöð, þegar ein- hver kom og talaði við þig. Fyrir hvað lítið sem þér var gott gert, varst þú full af þakklæti. Ég þakka þér fyrir mig og okkur öll. Svo kveð ég þig, Día min. Vertu sæl og sofðu rótt, Sálu gleður mína, þótt gröf og nafn þitt gleymUt fljótt, Guð man alla sína. Tryggvi Þorvaldsson Hús\íkingar keppa í bridge HÚSAVÍK, 14. apríl. — Bridgn- félag hefur verið starfandi hér á Húsavík um 10 ára skeið. — Á ári hverju fara hér fram ým«- ir kappleikir í bridge, og nú er t. d. nýlokið firmakeppni. Var þar í fjrrsta sinn keppt um fagr- an silfurbikar. — Sigurvegart varð Útgerðarfélagið Vísir, m fyrir það spilaði Einar M. Jó- hannsson. Hlaut hann 409 stlg. Númer 2 varð Skóbúð Jónasar Jónassonar (Jóhann Hermanna- son) með 407 stig. í þriðja sætt varð Bókaverzlun Þórarins Stef- ánssonar (Þorvaldur Árnason) með 402 stig; nr. 4 Trésmiðjan Borg sf. (Guðjón Jónsson) 398 stig og í 5. sæti SmjörlíkisgerS K.Þ. (Jón Jóhannesson) 392 stlg. Hér verður getið úrslita í öðr- um spilakeppnum, sem fram hafa farið hér í vetur á vegum félagsins. Tvímenningskeppni: 1) Jó- hann Hermannsson og Guðjón Jónsson. 2) Óli Kristinsson og Jónas G. Jónsson. 3) Stefán Sör- ensson og Sigurður Árnason. Einmenningskeppni: 1) Guð- mundur Hákonarson. 2) Halldór Þorgrímsson. 3) Páll Sigurjóns- son. Meistarakeppni, 4 manna sveit- ir: 1) sveit Stefáns Sörenssonar. 2) sveit Óla Kristinssonar. 3) sveit Guðmundar Hákonarsonar. Tvímenningskeppni: 1) Óli Kristinsson og Jónas G. Jónsson. 2) Guðmundur Hákonarson og Halldór Þorgrímsson. 3) Jónas Benediktsson og Stefán Bene- diktsson. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.