Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 24
90. tbl. — Miðvikudagur 22. apríl 1959 ÍÞR'ÓTTIR Sjá bls. 22. 29 togarar á þrem- ur verndarsvæðum BREZKU herskipin halda enn uppi gæzlu á þrem verndarsvæð- um til ólöglegra veiða fyrir brezka togara hér við land. Svæði þessi eru á eftirtöldum •töðum: Út af Aðalvík frá Horni að Rit, á Eldeyjarbanka frá Skerjadýpi að Jökuldjúpi, á Selvogsgrunni frá Einidrang að Selvogi. f dag voru á þessum svæðum alls 29 togarar að ólöglegum veið- um. f>rír þeirra voru á svæðinu út af Aðalvík, 12 á Eldeyjar- banka og 14 á Selvogsgrunni. Vitað var um 40 togara utan fiskveiðitakmarkanna á svæðinu frá Kötlutöngum að Snæfellsnesi. Var einn þeirra íslenzkur, 3 þýzkir, 4 belgískir eg 32 brezkir. Skipsfjórinn á Sléttbak bráðkvaddur í veiðiferð AKUREYRI, 21. apríl. — Sá at- burður gerðist aðfaranótt mánu-' Slökkviliðið tvisvar hvatt út 1 GÆR var slökkviliðið tvisvar kvatt út í Reykjavík. í fyrra skiptið kl. 13,24, var talsverður eldur í vélaverkstæði við Álf- hólsveg í Kópavogi. Hafði kvikn- að þar í út frá olíukynditæki. Tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins og urðu litlar skemmd ir. Um kl. hálf tíu í gærkvöldi var s’jökkviliðið svo kvatt að Hverfis götu 103, að Bifreiðaverkstæði P. Stefánssonar. Hafði verið þar eldur utan dyra, en búið var að slökkva hann er slökkviliðið kom á vettvang. Skátaskrúðganga AÐ venju ganga skátarnir fylktu liði í kirkju á sumardagínn fyrsta, skátarnir í Dómkirkjuna og ylfingar og ljósálfar í Fríkirkj una. Gengið verður um þessar göt- ur: Snorrabraut, Eiríksgötu, Barónsstíg, Freyjugötu, Óðins- götu, Skólavörðustíg. Banka- stræti, Austurstræti, Aðalstræti, Vesturgötu, Ægisgötu, Túngötu, Hofsvallagötu, Hringbraut, Suð- urgötu og Kirkjustræti í Dóm- kirkjuna, en ylfingar og ljósálf- ar beygja af Suðurgötu og fara niður Skothúsveg og Fríkirkju- veg í Fríkirkjuna. í Dómkirkjunni messar Hr. Ás- mundur Guðmundsson biskup, en í Fríkirkjunni séra Bragi Friðriksson. Námskeið NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiðinu um atvinnu- og verka- lýðsmál verður haldinn í Valhöll i kvöld kl. 8,30. Nauðsynlegt að þátttakendur mæti stundvíslega. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna verður í Góðtemplarahúsinu í kvöld og hefst kl. 8.30. Verður þetta jafnframt síðasta spilakvöldið i vetur og heildarverðlaun veitt frá áramótum. Hefir þátt taka verið ágæt í vetur, eins og jafnan áður, og mikill áhugi ríkjandi fyrir spila- >. mennskunni. dag síðastliðinn, að skipstjórinn á Akureyrartogaranum Sléttbak varð bráðkvaddur um borð í skipi sínu er það var á leið heim af Fylkismiðum. Vilhjálmur Þorsteinsson, en það er nafn skipstjórans, hafði gengið til hvíldar í skipstjóra- klefa að kvöldi sunnudags. Ekki kom hann upp á venjulegum tíma á mánudag og fór því stýri- maður og loftskeytamaður að vitja hans. Var hann þá látinn í rúmi sínu. Sléttbak var siglt beint til Patreksfjarðar og þar fór fram læknisskoðun á hinum látna. Síðan var haldið til Akur- eyrar og kom togarinn hingað um hádegi í dag. Vilhjálmur Þorsteinsson var fæddur 2. júlí 1914 í Hellugerði á Árskógsströnd, sonur Þorsteins Þorvaldssonar frá Krossum og Önnu Vigfúsínu Þorvaldsdóttur frá Hellu. Vilhjálmur var kunn- ur skipstjórnarmaður hér við Eyjafjörð og hafði nú nokkur síðustu árin verið skipstjóri á tog aranum Sléttbak. Vilhjálmur læt ur eftir sig eiginkonu, Svanhildi Þóroddsdóttur, og einn kjörson. — vig. Þessi mynd er tekin í Vestmannaeyjum um borð í hollenzka frystiskipinu Henry Denny. Kon- urnar sem voru í skipinu eru með börnin á þeim eina stað sem þurr var þar um borð. (Ljósm. Sigurgeir Jónsson). Fiskur genginn upp í land- steina v/ð Akranes AKRANESI, 21. apríl. — 19 þorskanetjabátar lönduðu hér í gær samtals 240 lestum. Afli var misjafn, stórágætur hjá sumum, en lítill hjá öðrum. Aflahæstir voru Sigrún með 37,5 lestir (rúma 5000 fiska). Sæfari með 33,4 lestir (5000 fiska). og Ólafur Magnússon og Sigurvon með 22,5 lestir hvor. 20 bátar voru á sjó í dag. Samanlagður afli hjá 14 trillubátum, er réru hér í gær, var 25 lestir. Hæstu bátarnir þrír Ágœtt mót Sjálfstœðis- manna í Borgarnesi SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Sjálfstæðisfélögin í Mýrasýs/u efndu til vormóts i Borgarnesi síðastliðið laugardags völd. Fjölmenni á vormótinu Mikið fjölmenni var saman komið á vormótinu. Var það fólk víða að úr héraðinu. Mótið var haldið í samkomuhúsinu í Borg- arnesi og var hvert sæti skipað í húsinu. Vormctið hófst með því að Geir Hallgrímsson, form. S.U.S. setti mótið með ávarpi. Þá fluttu þau Ragnhildur Helgadóttir og Ásgeir Pétursson ræður. Ræddi Ragnhildur um fer il vinstri stjórnarinnar og sýndi fram á hvert lánleysi hafi fylgt þeirri stjórn. Benti hann á að nú hefði verið snúið við frá þeirri óheillabraut og stigið fyrsta spor- ið til heilbrigðara efnahagslífs. Ásgeir Pétursson talaði um kjördæmamálið og sýndi m.a. fram á hvernig bættar samgöng- ur og þróun síðari ára í atvinnu- og viðskiptamálum Vesturlands hefðu reynzt augljós undanfari kjördæmastækkunarinnar og for senda hennar. Sýndi hann með dæmum hvernig margháttuð samvinna sýslnanna á Vestur- landi um kjördæmi gæti orðið þeim til gagns og framfara. Benti hann á, að slík samvinna ætti sér nú þegar stað á mörg- um sviðum þjóðlífsins og mundi kjördæmabreytingin mjög greiða fyrir slíkri samvinnu. RæSum vel tekið Var ræðumönnum vel tekið og gerður góður rómur að ræðum þeirra. Þá söng Jón Sigurbjörnsson, söngvari, við undirleik Ásgeirs Beinteinssonar. Var honum fagn- að af samkomugestum og varð hann að syngja aukalög. Loks var gamanvísnasöngur og leikþáttur og að síðustu stiginn dans. Samkoman þótti takast í alla staði með ágætum. Stjórnandi mótsins var Ey- vindur Ásmundsson formaður fé lags ungra Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu. höfðu 2,8 lestir hver og sá fjórði 2.5 lestir. Nú er fiskur genginn upp í landssteina hér við Akranes. Einn á báti fékk í dag 500 kg. á 2—3 tímum, rétt vestan við baujuna, sem er rétt út af Suður- flasartagli og annar fékk 700 kg. Seint í gærkvöldi var tveim strákum starsýnt á 50—60 súlur, sem stungu sér í ákafa í sí sílis- torfu suður undir Hólmum. Náðu strákar sér í grásleppubát og réru þangað. Drógu þeir 100 kg. á fáeinum mínútum. Komu 4—5 fiskar stundum á færið í einu, en svo hætti hann, því að fiskur er brellinn á grunninu. — Oddur. Fundur Landsmálafél. Fram í Hafnarfirði Mikill oQi Keflovíkuibóto, KEFLAVlK, 21. apríl. — Netabátar í Keflavík fengu mjög góðan afla í gær. Bárust á land alls 8—900 Iestir. Þrír bátar fengu yfir 50 lestir, Er- lingur og Ólafur Magnússon með 55 lestir hvor og Von með 51 lest. Allmargir bátar fengu 30—40 Icstir. Bátarnir eru all- ir á sjó í dag. Aftur á móti er afli lélegur núna hjá línubátum. Fyrir skömmu glæddist afli línubáta dálítið og skiptu þá sumir yfir á línu. — Ingvar. HAFNARFIRÐI. — í fyrrakvöld hélt Landsmálafélagið Fram fund, sem var allfjölmennur og hinn ágætasti í hvívetna. Frum- mælendur voru þeir Matthías Á. Mathiesen, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, og Páll V. Daníelsson bæjarfulltrúi. Auk þeirra tóku til máls Stefán Jóns- son, Jóhann Petersen, Eggert ísaksson og Stefán Sigurðsson. Matthías ræddi um stjórnmála viðhorfið og þau málefni, sem nú eru efst á baugi. Kom hann víða við og skýrði á mjög ljósan hátt hinar margvíslegu sveiflur í íslenzkum stjórnmálum s.l. ár, þróun þeirra, og hvað framund- an væri. Var ræða hans hin skel- eggasta. Páll ræddi einkum um bæjar- mál og síðustu fjárhagsáætlun. Gerði hann í því sambandi eink- um að umtalsefni 10% hækkun- ina. Skýrði hann í því tilefni svo frá. að bréf það, sem núverandi ríkisstjórn hefði sent bæjarfélög- um um útsvarsálagningu, hefði ekki fengist lesin upp á bæjar- stjórnarfundi. Hefði bæjarstjórn in neitað að lesa umrætt bréf þegar rætt var um fjárhagsáætl- unina, og með því virt að vettugi ósk m. a. forsætisráðherra, Emils Jónssonar, um að fara að tilmæl- um hans um útsvarsálagningu fyrir árið 1959. En það var sem kunnugt er að taka tillit til óskar ríkisstjórnarinnar um að hækka ekki útsvarsálagningu frá því sem var í fyrra. Að lokum talaði Stefán Jóns- son, formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna. Ræddi hann um væntanlegar kosningar og hversu vel hefði tekizt um framboð flokksins. Hvatti hann allt Sjálf- stæðisfólk til að vinna sem ötul- legast í þeirri kosningabaráttu, sem frmundan væri fyrir sigri Matthiasar Á. Mathiesens, hins unga og dugmikla frambjóðanda flokksins, sem Hafnfirðingar tengdu miklar vonir við fyrir framtíð og heill bæjarfélagsins. I — G.E. Sumarfagnaður stúdenta í Lidó í kvöld STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskólans efna til sumarfagnaðar í veitingahús- inu Lídó í kvöld klukkan níu e.h. Meðal skemmtiatriða verður nýstárlegt uppboð sem Sigurður Benediktsson stjórnar. Verða þar boðnar upp nokkrar flöskur af fyrsta flokks áfengi, sem ýmsir þjóðkunnir menn hafa áritað eða myndskreytt. Meðal þeirra eru Jóhannes Kjarval, Sigurður Nor- dal, Tómas Guðmundsson og Jón Pálmason. Má búast við skemmti legri baráttu um þessa fágætu muni. Þá mun kór Háskólastúdenta syngja nokkur lög, en síðan verð ur stiginn dans fram á nóttina. Með Neo-kvintettinum syngur brezka söngkonan Sussan SorelL Aðgöngumiðar að sumarfagn- aðinum verða seldir í skrifstofu Stúdentaráðs í Háskólanum kl. 11—12 og 4—5 í dag, og í Lídó eftir kl. 5 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.