Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 10
10 MORGIJTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. apríl 1959 — Kjördæmamálid Framh. af bls. 1. Jcoma saman til fundar, jafn- skjótt og einhver einn nefndar- maður óskaði. Sú ósk hefur ekki Iborizt til þessa dags. Samkomu- lagið um, að nefndin skyldi hætta störfum, var staðfest af Steingrími Steinþórssyni, þáver- [ andi forsætisráðherra, með því að hann tilnefndi engan mann í stað Ólafs prófessors Jóhannes- sonar, sem sagði sig úr nefnd- inni um áramótin 1952 og 1953. Þetta var síðan enn viðurkennt við stjórnarmyndun Hermanns Jónassonar í júlí 1956, þegar stuðningsflokkar hennar ákváðu, að þeir skyldu reyna að leysa málið með samningum sín á milli. Kosningaaðferðin eina ágreiningsatriðið Kjördæmamálið er því þaul- rætt í stjórnmálaflokkunum og á milli þeirra. Fulltrúar allra nú- verandi þingflokka hafa árum saman reynt að ná samkomulagi sín á milli, og síðan ýmist milli tveggja eða þriggja þeirra inn- byrðis, en aldrei tekizt fyrr en ' nú. Það er fyrst eftir að Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hófu samninga sín á milli án þátttöku Fram- sóknarflokksins, sem samkomu- lag fékkst. Ágreiningsatriðin milli þeirra þriggja og Framsóknarflokksins eru þó nú orðirí mun færri en fyrir skemmstu var. Nú er ekki lengur deilt um fjölda þing- manna, nauðsyn uppbótarsæta né fjölda þingmanna í fjórðungi hverjum. Breytingartillögur þær, sem fulltrúar Framsóknarflokks- ins í nefndinni lögðu þar fram, sýna, að nú er Framsóknarflokk- urinn — að vísu gagnstætt því, sem flokksþing hans samþykkti fyrir skemmstu — sammála hin- um flokkunum í öllum þessum atriðum, að undanteknu því, að hann vill hafa einum þingmanni fleira í Austfirðingafjórðungi og lækka fjölda uppbótarþing- manna sem því svarar. Hið eina ágreiningsatriði, sem eftir stend- ur að þessu frátöldu, er því, með hverjum hætti þingmenn, aðrir en uppbótarmenn, skuli kosnir. Hlutfallskosningar reynast betur hjá hinum minni þjóðum Mjög er deilt um, hvort heppi- legra sé að hafa einmennings- kjördæmi eða hlutfallskosningar í allstórum kjördæmum. Hvor háttur hefur til sín ágætis nokk- uð. í engilsaxneskum löndum Tilboð óskast í 6 manna Dodge bifreið model 1955. Hefur alltaf verið í einkaeign, vel með farinn í ágætu lagi, sjálfsikiptur. — Keyrður innan við 30 þús. km. Tilb. sé skilað fyrír mánu- dagskvöld á afgr. Mbl. merkt: 9667. Hafnarfjörður 4ra herb., sem ný íbúð á falleg um stað í bænum til sölu. — Hagkvæmt verð. Útborgun eftir samkomulagi. Laus 14. maí. Upplýsingar í síma 5418 í dag og næstu daga. Húsnæði Til leigu tvö herbergi og eldhús á góðum stað í bænum, fyrir fá- inenna fjölskyldu. Tilboð með greinilegum uppl. um fjöl- íkyldustærð o. fl., sendist blað- • «n>u fyrir hádegi á laugardag, [ •6. þ.m., menkt: „Engin fyrir- fvnmgreiðsla — 9566“. hafa yfirleitt verið hafðar meiri- hlutakosningar í einmennings- kjördæmum. En þar þykir þá sjálfsagt að skipta stórborgum niður í einmenningskjördæmi ekki síður en sveitahéruðum. Sú aðferð er ekki eingöngu höfð við kosningar til þinga, heldur og til bæjarstjórna. í öðrum löndum, sem ekki hafa síður reynzt lýðræði trygg en hin engilsaxnesku, eru aftur á móti hlutfallskosningar með ýmisleg- um hætti. Engin lönd þykja fremri í lýðræði né betra for- dæmi um góða stjórnarhætti en skandinavísku löndin þrjú, Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð. Þar um slóðir mundu það þykja ó- dæmi, ef nokkur héldi því fram, að hlutfallskosningar, sem þar hafa lengi verið tíðkaðar, væru lýðræðinu hættulegar. Þvert á móti telja flestir þar, að þær séu þess styrkasta stoð. Rétt er, að lýðræði hefur átt í vök að verjast í sumum löhd- um, þar sem hlutfallskosningar hafa verið, en svo er ekki síður sums staðar þar, sem kosið hefur verið í einmenningskjördæmum. Allt aðrar og veigameiri ástæður en kosningafyrirkomulagið urðu t. d. til þess, að Þýzkaland varð á sínum tíma nazismanum að bráð, enda hafa Vestur-Þjóðverj- ar ekki horfið frá hlutfallskosn- ingum. Hlutfallskosningar urðu og ekki Frakklandi að falli 1940, því að þá var kosið þar í ein- menningskjördæmum. Enn er ósýnt, hvernig til tekst um hina nýju kosningalöggjöf, er de Gaulle hefur nú komið á. Víst er, að valdataka hans var ekki með lýðræðislegum hætti. Þess er einnig að minnast, að Frakkar hafa nú eins og fyrr, þegar þeir hafa haft einmenningskjördæmi, þá aðferð, að einfaldur meiri hluti dugir ekki, heldur verður að kjósa upp aftur í kjördæmi, ef enginn hefur fengið algeran meiri hluta. Leiðir sú aðferð til allt annarrar niðurstöðu en sú, sem hér hefur ætíð tíðkazt, að láta einfaldan meiri hluta ráða úrslitum. Meirihlutakosningar hafa yfir- leitt reynzt betur með hinum stærri þjóðum og hlutfallskosn- ingar með hinum minni. Þegar kjördæmin verða mjög mörg, eru meiri líkur til þess, að ekki skap- ist ranglæti, sem stafar af því, að flokkur, sem hefur iítinn meiri hluta í kjördæmi, ná þeim e. t. v. öllum eða flestum. Eftir því sem kjördæmin eru fleiri, aukast lík- urnar fyrir, að þetta jafnist nokkurn veginn á milli flokka. Játa þó allir, að mismunurinn milii kjósendafylgis og þing- mannafjölda hefur stundum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum farið úr hófi. Þá er ekki síður að gæta, að eftir því sem kjördæmin verða stærri, hverfa þeir ókostir, sem löngum hafa þótt fylgja ein- menningskjördæmum, að áhrifa þeirra, sem ráða yfir atvinnu og fjármagni, gæti um of. Einmenn- ingskjördæmi í Bretfandi og Bandaríkjunum eru yfirleitt svo fjölmenn, að allir íslenzkir kjós- endur væru þar í einu eða tveim kjördæmum. Hróplegt misrétti leiðir, af ólíkum kosninga- aðferðum En hvorn kostinn sem menn hafa valið, einmenningskjör- dæmi eða hlutfallskosningar, þá er það utan íslands regla að hafa sömu kosningaaðferðina hvar- vetna sem er í landinu til þjóð- þingsins, enda er augljóst, að annað skapar hróplegt misrétti milli borgaranna. Hér á landi hefur þróunin aft- ur á móti orðið sú, að auk upp- bótarsætanna, sem ekki er leng- ur ágreiningur um, er kosið til Alþingis með þrennum ólíkum hætti. 21 þingmaður er koönn í einmenningskjördæmum, 12 í tví menningskjördæmum með hlui- fallskosningum og 3 1 V.cykJ.;vik með hlutfallskosningum. Með þessu er mönnuin mjög mismunað eftir því, hvar þeir búa í landinu. Metiri hlutinn hef- ur mun minni rétt, þar sem hlut- fallskosningar eru. Að sama skapi hefur minni hlutinn þar meiri rétt, og er þó mjög mis- jafnlega að mönnum búið eftir því, hvort þingmenn eru einungis tveir eða átta. 1 upphafi var því mjög haldið fram, að hlutfalls- ! kosningar gætu ekki notið sín í tvímenningskjördæmum. Rétt er, að æskilegra er, að fleiri séu kosnir samtímis en tveir, ef hlut- fallskosningum er beitt. Því eftir tektarverðara er, að fáir eða eng- ir af kjósendum í .tvímennings- kjördæmunum mundu nú vilja hverfa til þess, sem áður var, enda leggja framsóknarmenn, sem hingað til — nú síðast á flokksþingi sínu í marz — hafa verið andvígir hlutfallskosning- um í tvímenningskjördæmum, nú til, að þeim skuli haldið. Af því misrétti einstakling- anna, sem hér er lýst, leiðir mis- rétti milli flokka eftir því, hvar þeir hafa fylgi í landinu, — mis- rétti, sem hefur hér á landi ger- samlega skekkt þá mynd þjóðar- viljans, sem á að birtast á Al- þingi. Þegar fundin skal lausn kjördæmamálsins, er þess vegna frumskilyrði, að sömu megin- reglur um kosningar gildi um allt land. Hugmyndin um skiptingu Reykjavíkur í nokkur stór ein- menningskjördæmi, sem mundu hafa orðið mannfleiri hvert um sig en nokkurt annað kjördæmi á landinu, hefur ekki fengið neinn hljómgrunn. Framsóknar- flokkurinn, sem þó segist vera fylgjandi einmenningskjördæm- um, hefur verið alveg óviðmæl- andi um að hafa þau í Reykja- vík. Að sjálfsögðu hafa þeir, sem fremur kjósa hlutfallskosningar hvarvetna, einnig verið andvígir skiptingu Reykjavíkur í ein- menningskjördæmi. En með því er hugmyndin um lausn kjör- dæmamálsins á grundvelli ein- menningskjördæma úr sögunni, vegna þess að það er ærið nóg fyrir íbúa hinna fjölmennustu byggðarlaga að una því að njóta ekki fulls staðarlegs réttlætis, þó að því sé ekki bætt ofan á, að meiri hluti kjósenda eigi einn að ráða annars staðar, en ekki þar. Vilja þeitr stöðvunarvald Reykjavíkur? Fyrir þeirri sundurleitu skip- un, sem nú gildir, tjáir ekki að færa þau rök, að hún sé fornhelg. Hún er vaxin upp af því sæði, sem erlendir einvaldskonungar sáðu á mestu niðurlægingartím- um íslands. Hinum beztu mönn- um hefur ætíð verið ljóst, að á kjördæmaskipuninni og kosn- ingaaðferðinni voru stórfelldir gallar, þó að ekki næðist sam- komulag um breytingar. Breyt- ingarnar, sem á hafa orðið, og þær eru margar, hafa ætíð verið hugsaðar sem bót á gamla flík, og þess vegna er komið svo sem komið er, að byggt er á gerólík- um meginreglum. Sumir tala svo sem sýslurnar, hin gömlu skatthéruð konung- anna, skipti íslendingum í ámóta fjarskyldar þjóðir og aðilar sam- taka Sameinuðu þjóðanna eru. Vitnað er til þess, að þar á þingi hafi allar þjóðir jafnan atkvæðis- rétt, stórar og smáar. I raun og veru eru úrslitaráðin í þeim sam- tökum hjá öryggisráðinu, þar sem stórveldin ráða öllu, meira að segja svo, að hvert þeirra um sig getur stöðvað öll mál með einfaldri synjun. Eftir sömu hugsun ætti t. d. Reykjavík að fá þá aðstöðu að geta synjað öll- um meiri háttar málum um fram- gang, þó að fulltrúar hennar væru einir á móti, en allir aðrir væru með. Auðvitað kemur eng- um slíkt til hugar hér á landi. En þegar vitnað er til fordæma eða hliðstæðna, tjáir ekki að taka það eitt, sem hverjum um sig hentar, heldur verður að skoða h>:ildarmyndina. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stefnir að því að vera málfundur allra þjóða heims, svo ólíkar sem þær Þessi mynd er tekin úr dönsku blaði, og er tekin við það tæki- færi, er frystiskipi Jökla h.f., Langjökli, var hieypt af stokk- unum í Árósum, nú fyrir skemmstu. Skipið er 2000 lestir. eru að stærð, menningu og skoð- unum. Er vart að finna ólíkari stofnanir en þá samkomu og Al- þingi íslendinga, löggjafarþing einnar hinnar minnstu þjóðar, sem er innbyrðis skyldust og samtengdust, þrátt fyrir allt, sem á milli ber. Sameinaðir stöndum, « sundraðir föllum Kjördæmaskipunin er nú og gerklofin frá sýsluskipuninni, eins og hún var og er. Dæmi þess þarf ekki að telja, þau sér hver maður í hendi. Enn augljós- ara er þó, að ómögulegt er að skipta landinu, jafnvel utan Reykjavíkur, í einmenningskjör- dæmi, án þess að þarna verði enn meiri aðskilnaður en orðinn er. Tillögur framsóknarmanna nú um að halda tvímenningskjör- dæmunum — þvert ofan í flokks- samþykktina í marz — sanna og, að þegar til átti að taka, hafa þeir ekki treyst sér til að gera neina frambærilega tillögu um þetta. Ekki þarf að eyða orðum að þeirri fjarstæðu, að kjördæmi séu lögð niður með því að sam- eina þau og gera þau þannig sterkari. Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við, á ekki síður við í þessu sambandi en öðru. Eyðing fjarlægða og breytt ir þjóðfélagshættir hafa haft í för með sér að byggðarlögin sjálf hafa án atbeina almannavaldsins meira og meira verið að leita samvinnu sín á milli. Nægir þar að nefna fjórðungasamtök, bún- aðarsamtök, sameiginlega ráðn- ingu manna til að annast tiltek- in störf o. s. frv. Eftir því sem sveitirnar verða fámennari, verð- ur íbúum þeirra sjálfum lífsskil- yrði að einangrast ekki, heldur hafa aukna samvinnu sín á milli og við fólkið í þéttbýlinu. Með hinni nýju kjördæmaskipun eru sköpuð meiri líkindi á samvinnu og samhygð allra landsins barna. Með aukinni tölu þingmanna í hverju kjördæmi er tryggt svo sem við verður komið, að kjós- andi eigi ætíð beinan aðgang á þingi að einhverjum skoðana- bróður sínum, manni, sem hann fulltreystir. Með þeirri skipan, sem lögð er til í frumvarpinu, er tekinn upp þráðurinn, sem slitn- aði, er þjóðveldi íslendinga leið undir lok. Kjördæmin nú svara að ýmsu til hinna fornu þinga og fjórðunga á okkar fyrri frels- isdögum. Þá þurfti enginn að una því að vera í þingi með goða vegna þess eins, að þeir væru í sömu þinghá, heldur gat hann kosið hvern sem var í hinum sama fjórðungi. Þessi háttur reyndist þá ein bezta trygging fyrir frjálsræði búandmanna, á sama veg og stækkun kjördæm anna nú og fleiri þingmenn í hverju þeirra verða aukin trygg- ing fyrir frelsi kjósendanna. Frelsi kjósenda Frelsi kjósenda til að ráða vali frambjóðenda og una ekki skip- un flokksstjórna verður bersýni- lega því meira sem kjósa skal fleiri þingmenn í hverju kjör- dæmi. Þá er bæði um marga að velja á hverjum lista og mögu- leikar hinna óánægðu til að koma að sínum frambjóðendum meiri en ef aðeins skal kjósa einn. Við- urkenning þessa kemur fram í talinu um, að hætta skapist á smáflokkum. öruggasta ráðið gegn þeim er, að fram séu boðnir þeir, sem flestra fylgi hafa innan hvers flokks. Hvernig sem þetta mál er skoð- að, verður ljóst, að öll rök hníga með því önnur en þau, ef menn vilja halda við þeirri skipan að veita einum flokki forréttindi á kostnað allra annarra flokka og þar með yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar. í þessu frumvarpi er ekki gert á hlut neins frá því, sem nú er. Engum er veittur réttur, sem hann ekki á fulla kröfu til. Hinu má miklu fremur halda fram, að fólkið í þéttbýlinu sitji enn við of skarðan hlut. En það vill una því og réttir fram bróður- hönd sína til fámennisins til ein- lægrar samvinnu um heill allra byggða íslands í þeirri von, að þeir verði, þegar á reynir, fáir, sem ekki láti sér nægja að mega kjósa hlutfallslega fleiri þing- menn en aðrir, heldur heimti og, að þeir séu kosnir hver með sinni aðferðinni, svo að af hljótist magnað ranglæti. Framsókn vill enn auka misréttið Meiri hluti stjórnarskrárnefnd- ar telur, að í frv. felist svo brýn réttarbót, að ekki megi dragast að samþykkja hana. Hann leggur þess vegna til, að frv. verði sam- þykkt, og getur ekki fallizt á till. að rökstuddri dagskrá um frestun málsins, sem fulltrúar Framsóknarflokksins lögðu fram í nefndinni. Úr því sem komið er, virðist og betur í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti, að önnur atriði stjórnarskrárinnar verði ekki tekin til endurskoð- unar fyrr en réttlátari skipun Alþingis hefur verið tryggð en sú, sem nú er. Breytingartillög- ur þær við frv., sem fulltrúar Framsóknarflokksins báru fram í nefndinni, miða að því að auka enn misrétti milli flokka um þingmannafjölda og koma í veg fyrir, að upp séu teknar sams konar reglur um kjör þingmanna hvarvetna á landinu. Meiri hlut- inn getur þess vegna ekki mælt með samþykkt þeirra. Meiri hlutinn leggur með skír- skotun til framanritaðs til, að frv. sé samþykkt óbreytt. Alþingi, 19. apríl 1959. Bjarni Benediktsson, form., frsm. Einar Olgeirsson, • fundaskr. Jón Sigurðsson. Benedikt Gröndal. Jóhann Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.