Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.1959, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 22 apríl 1959 23 MORGVNBL AÐIÐ — Varðarfundur Framhald af bls. 2. hafin nýsköpun atvinnuvega landsmanna — lagður grund- völlur að stórstígustu fram- förum í sögu þjóðarinnar á ár- unum um og upp úr 1950 með traustri fjármálastefnu og vin samlegri pólitískri og efna- hagslegri samvinnu við aðrar þjóðir, jafnvægi í þjóðarbú- skap, stöðugu verðlagi, sam- fara þróttmikilii sparifjár- myndun í landinu. — Þá var lagður grundvöliur- inn að eða lokið við byggingu Áburðarverksmiðju, Laxár- virkjun, Sementsverksmiðju, — Ræktunarsjóður sveitanna og Fiskveiðasjóður voru stór- um efldir, stórfelld fiskiðju- ver risu af grunni, gerð 10 ára áætlun um heildarrafvæðingu landsins, — stofnað veðlána- kerfi tii íbúðabygginga, — alhliða framfarir, vaxandi menning og velmegun al- mennings meiri en áður þekkt ist, — landhelgin stækkuð með lokun fjarða og flóa og útvíkkun í 4 mílur, samhliða því sem framhaldslausn var undirbúin. Upp úr alþingiskosningunum 1956 átti svo enn að „brjóta blað“ í efnahagsþróun landsmanna, undir forustu Framsóknarflokks ins við myndun vinstri stjórnar- Segja má, að „brotið væri blað“. í stað uppbyggingar á grundvelli innlendrar sparifjár- myndunar var nú lifað á er- lendu lánsfé, en fallið samtímis frá undirstöðukröfunni fyrir stjórnarmyndun með kommún- istum, að vísa varnarliði Atlants- hafsbandalagsins úr landi. Þegar vinstri stjórnin sprakk, eftir 214 ár, lýsti forsætisráðherrann því yfir, að engin samstaða væri fyrir hendi innan stjórnarinnar um lausn efnahagsmálanna, ný verðbólgualda væri skollin yfir, — efnahagsmálaráðu- nautur stjórnarinnar gaf þann vitnisburð, að þjóðin væri efnahagslega að steypast „fram af brúninni", fjármála- ráðherra hafði lagt fyrir þing- ið algjörlega óraunhæf fjár- lög, sem voru ekkert nema pappírsgagn, enda fjárveit- ingarnefnd algjörlega starfs- laus og óstarfhæf við slík skilyrði. — O — Eftir að vinstri stjórnin gafst upp hefir verðbólgan verið stöðvuð og undirbúin ný kjör- dæmaskipan. Kosningarnar í vor munu í senn verða uppgjör við vinstri stjórnina og fela í sér dóm kjós- enda um hina nýju stjórnar- skrárbreytingu. —• Að því loknu hefst hið nýja tímabil. Alþingi verður þá skipað í réttu hlutfalli við vilja kjósend- anna í landinu. Með nýrri kjördæmaskipan eru sköpuð skilyrði til að hefja ís- lenzka stjórnmálabaráttu á hærra stig, með auknu víðsýni og frjálslyndi, en minni hreppa- pólitík og smáborgaraskap. Forréttindi munu víkja fyrir jafnrétti í skipan Alþingis og þar af leiðandi í skipan þjóðmála. — O — Enginn veit til hlítar fremur nú en endranær, hvað hinn nýi tími felur í skauti sínu. En augljóst finnst mér, að Sjálfstæðismenn geti haft ástæðu til að fagna því, sem framund- an er: • Landslýðurinn veit nú til hlítar, að hið svokallaða „vinstra samstarf“ til hags- bóta fyrir almenning er ekki annað en hégómi og blekk- ing. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft forustuna um að skapa nýjan, réttlátan grundvöll í stjórnmálabaráttunni, með bættri kjördæmaskipan. Sjálfstæðisflokkurinn, sem jafnt og þétt hefir eflzt, þrátt fyrir vaxandi ranglæti og misrétti honum til handa fagnar af alhug nýrri stjórn- skipan, þar sem réttlæti og víðsýni fái að njóta sin. 9 Að baki er liðinn tími mik- illar flokkabaráttu — mikilla mistaka — en líka mikilla sigra og stórra átaka, — þegar bezt lét. 9 Framundan er nýr tími nýrra tækifæra og nýrra skilyrða fyrir hina íslenzku þjóð til þess að hefja rtjórnmála- baráttuna á hærra stig. Ég treysti því, að hin nýju tímamót feli í sér vaxandi far- sæld þjóðinni til handa. Sinióníuhljónftleikar Kaffisala skógar- manna KFUM SKÓGARMENN K.F.U.M. hafa undanfarin ár gengizt fyrir kaffi sölu í húsi K.F.U.M. og K. á sumardaginn fyrsta. Þeir munu ekki bregða þeim vana að þessu sinni. Á morgun gefst því Reyk- víkingum kostur á ilmandi kaffi sopa með gómsætum kökum húsi K.F.U.M. að afloknum há- tíðarhöldum barna í miðbænum. Margir unnendur sumarstarfsins í Vatnaskógi hafa á liðnum ár- um fengið sér hressingu hjá Skógarmönnum fyrsta sumardag, og mun svo eflaust verða að þessu sinni. Allur ágóði af kaffi sölunni fer til styrktar sumar- starfinu. Skógarmenn efna einnig til samkomu annað kvöld í K.F.U.M. Ungir og gamlir Skóg- armenn munu koma þar fram og annast dagskrána. Það hefur jafn an verið húsfyllir hjá Skógar- mönnum sumardaginn fyrsta og verður svo eflaust nú. Kaffisopi verður einnig fáanlegur eftir sam komuna. Nútíma byggiiigar- stíll á Norður- löndum „NORDISKE SMÁHUS“ heitir myndarleg bók, sem komin er á markaðinn. Þar er fjallað um ný- tízku byggingastíl og birt sýnis- horn af því, sem nú er að gerast í byggingamálum á Norðurlönd- um. Er bókin mjög myndskreytt, yfir 200 siður, prentuð á góðan myndapappír — og eru þar fleiri hundruð útlitmyndir, innan- stokksmyndir og uppdrættir af nýtízku húsum á Norðurlöndun- um fimm. Frá íslandi eru í bók- inni m. a. myndir af húsum, sem teiknað hafa Hannes Kr. Davíðs son, Gísli Halldórsson, Guðmund ur Kr. Kristinsson, Gunnar Ólafs son og Sigvaldi Thordarson, en formáli fyrir íslenzka þættinum ritar Skúli H. Norðdahl. í heild gefur bók þessi, sem er hin vandaðasta í alla staði, góða yfirlitsmynd af nútíma bygg ingastíl á Norðurlöndum, þ.e.a.s. hvað íbúðabygginum viðkemur. Fyrir þá, sem áhuga hafa á þeim málum — og standa e. t. v. sjálfir í byggingaframkvæmdum, er bók þessi girnileg til fróðleiks. Eóka búð Blöndals hefur söluumboð fyrir bókina. SINFONIUHLJOMSVEIT Islands hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu þriðjudagskvöldið 14. apríl. — Stjórnandi var Páll Pampichler og einleikari Klaus-Peter Dober- itz, ungur þýzkur cellóleikari, sem starfað hefur með hljómsveit inni um tíma undanfarið. Tónleikar þessir voru haldnir á 200. ártíð G. F. Hándels, en hann bar, ásamt J. S. Bach ægishjálm yfir öll önnur tónskáld á fyrra hluta 18. aldar og er einn stór- brotnasti persónuleiki tónlistar- sögunnar frá öndverðu. Það var því mjög að verðleikum, að hans var minnzt á þessum tónleikum með því að leikið var eftir hann Introduction og Rigaudon, tveir hljómsveitarþættir í útsetningu brezka hljómsveitarstjórans Sir Hamilton Harty. — Næst á efnis- skránni var celló-konsert í B- dúr eftir Luigi Boccherini. Þetta er ekki efnismikil tónsmíð, og veltur mjög á einleikaranum, hversu honum tekst að blása lífs- anda í hið fremur innantóma tónaflúr, sem tónskáldið fær hon- um í hendur, og fá því reisn og glæsibrag. Verður ekki annað sagt, að einleikarinn hafi stað- izt þessa raun með prýði, eink- um þegar þess er gætt, hve ung- ur hann er og reynslulítill. Leik- ur hans var áferðarfagur og smekklegur í alla staði, og mun mikils mega vænta af hinum unga listamanni með vaxandi aldri og þroska. Síðari hluti efnisskrárinnar voru tvö samtímatónverk, sem hvorugt hefur heyrzt hér fyrr: Sinfóníetta fyrir kammerhljóm- sveit, op. 1, eftir enska óperu. tónskáldið Benjamin Britten, og anna, hjúskaparóhamingju og Svíta fyrir hljómsveit, op. 20,' vonbrigði, sem að vísu eiga sér eftir austurríska tónskáldið margskonar orsakir, en stafa þó til lengdar lætur, að slíkt tóm- læti dragi úr áhuga þeirra, sem fyrir tónleikahaldi standa, til að kynna athyglisverð ný tónverk, og er þá stórlega illa farið. Aðsókn að þessum tónleikum var því miður ekki góð og var það mjög ómaklegt, því að bæði var efnisskráin hin athyglisverð- asta og frammistaða hinna ungu manna, sem báru hita og þunga flutningsins, — stjórnanda og einleikara, — með miklum ágæt- um. En þess er að gæta, að á þessum degi var ekki aðeins 200. ártíð Hándels, heldur líka mikils- verður dagur í íslenzkri stjórn- málabaráttu: Á sama tíma og tón leikarnir fóru fram var útvarpað frá Alþingi umræðum um nýja kjördæmaskipun, sem segja má, að væru upphaf kosningabarátt- unnar í vor og marki jafnvel þáttaskil í íslenzkri stjórnmála- sögu. Að þessu sinni munu ýmsir þeir, sem annars sækja tónleika að jafnaði, fremur hafa kosið að sitja heima við útvarpstæki sín og hlýða þeim málflutningi, og er ekki um að sakast. Vikar. + KVIKMYNDIR * Hafnarfjarðarbíó: Svartklæddi engillinn. ÞETTA er dönsk mynd, gerð eftir samnefndri sögu etfir Erling Poulsen, er margir hér munu kannast við, því ..ún birtist í „Familie Journalen“ í fyrra. — Fjallar myndin um hin gömlu, og alltaf nýju vandamál mann- Artur Michl. Sinfóníettan er afar fíngert verk, leiftarandi skemmtilegt og hugmyndaríkt, en mjög vandmeð- farið í samspili. Hljómsveitin skilaði því með mestu prýði, og sýndi hljómsveitarstjórinn hér — sem oft áður — mikla nákvæmni og smekkvísi í vinnubrögðum. — Svíta neftir Michl er misjafnari að gæðum; tveir fyrstu kaflarnir eíu til lýta áþekkir í hljóðfalii og hinn þriðji í helzt til léttum „Vínar-stíl“ til þess að vera „tek- inn alvarlega"; — kannski er heldur alls ekki til þess ætlazt. Þessir þættir allir eru næsta létt- ir á vogarskálinni móti lokaþætt- inum, sem er mjög íburðarmikill og að mörgu leyti snilldarlega samin fúga, og nær verkið glæsi- legum hápunkti undir lokin. Það er fremur raunaleg stað- reynd, að svo virðist í seinni tíð sem það fremur fæli menn frá tónleikum en laði að, þegar þar oftast af lygi og blekkingum, er valda sárum, sem aldrei gróa. — Læknisfrúin í þessari mynd hef- ur góðgerðastarfsemi að yfirvarpi til þess að hafa fé út úr manni sínum, svo að hún geti með því svalað fýsnum sínum og hégóma- gimd. En hún teflir of djarft og svo fer, að maður hennar sér hvern mann hún hefur að geyma, er hann sér hana í fanginu á göml um elskhuga sínum, spilltum glæpamanni, sem hefur hana að féþúfu. Leiðir þetta til skilnaðar læknisins og konu hans, en þó að vonbrigði hans séu sár, finnur hann síðar hina sönnu hamingju við hlið annarrar konu. Ég hef hingað til ekki haft miklar mætur á dönskum kvik- myndum, en þessi mynd er tví- mælalaust í úrvalsflokki, vel gerð og ágætlega leikin, enda fara þarna með hlutverk afburðagóðir leikarar, sem sé þau Helle Virkner, Poul Reichart, Ingeborg Hjartans þakkir flyt ég vinum og vandamönnum fyrir gjafir og hamingjuóskir og alla aðstoð, sem mér hefur verið veitt á afmælisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðjónsdóttlr, Vífilsstöðum Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu, þann 30. marz s.l. Bergur Pálsson Bergstaðastræti 57 Hjartans þakkir til ajjra þeirra, er sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 13. apríl s.l. Guðmundur Ólafsson, Sámsstöðum. Móðir okkar MARGBÉT BJÖRNSDÓTTIR Barónsstíg 61 lézt í Landspítalanum 20. þ.m. Börn hinnar látnu EYJÓLFUR KRÁKSSON andaðist 20. þ.m. að Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Fyrir hönd ættingja. Jóhanna Jónsdóttir Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar SIGURÐAR JÓNASSONAR fyrrv. bónda frá Leyti Dýrafirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. þ.m. kl. 13,30. Blóm afbeðin. Jóna Sigurðardóttir og dætur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför SIGURÐAR ÓLAFSSONAR frá Bæjum María Ólafsdóttir, börn, tengabörn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar, JÓNS EINARS JÓNSSONAR prentara Börn og tengdabörn Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓLAFS EINARSSONAR frá Vindási. Vandamenn Beztu þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, GUNNARS H ALLDÓRSSONAR frá Strönd á Eyrarbakka Halldóra Gunnarsdóttir, Steingrímur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móðir okkar SIGRfÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Kirkjuteig 21 Sérstaklega þökkum við hjúkrunarliði handlækn inga- deildar Landspítalans fyrir hjúkrun og aðhlynningu í veikindum hennar. Börnin eru flutt ný tónverk eða áður 1 Brams og Hass Christensen. óþekkt hér. Má búast við, þegar 1 —Ego. •SSJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.