Morgunblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. maí 1959 Utg.: H.f. Arvakur ReykJavflL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FYRSTI MAÍ AÐ er nú fyrir alllöngu. orðið algengt að ýmsir hagsmunahópar velji sér: dag til hátíðabrigðis og er það gert með ýmsum hætti. Verka- menn voru einir hinir fyrstu, sem völdu sér slíkan dag, en það er 1. maí, og síðan fylgdu aðrir í kjölfarið. Þessi dagur er nú fyrir löngu orðinn hátíðisdagur verkalýðsins og fjölda margra launþega um allan heim og þarf ekki að orðlengja um það. Þessi dagur og það sem þá er skráð og talað víðs vegar um heim, vekur oft mikla athygli og hef- ur margsinnis haft mikla stjórn- málalega þýðingu. ★ Allt frá þeim tíma að samtök verkalýðsins og launþega al- mennt urðu til, hafa kjör þess- ara hagsmunahópa, sem svo eru oft nefndir, breytzt mjög til batnaðar. Þar kemur margt til greina. Benda má á starfsemi sjálfrar verkalýðshreyfingarinn- ar og annarra launþega, sem orð- ið hefur þessum aðilum lyfti- stöng á margan hátt í ýmsum löndum. Er þar ekki eingöngu að telja bætt launakjör og kjara- bætur, sem á liðnum tíma hafa orðið fyrir starfsemi þessara samtaka, heldur einnig alls kon- ar félagslega löggjöf, sem hefur komið þeim til góða og er það allt miklu víðtækara en svo að það verði rakið hér. Betri kjör og aðbúnaður verkalýðs og laun- þega á hinum síðustu áratugum, svo ekki sé lengra rakið, byggist einnig á því að tæknin hefur í vaxandi mæli komið í stað manns handarinnar. Áður var talað um „þrælavinnu", „stritvinnu“ o. s. frv., en á flestum sviðum má segja, að slíkt sé úr sögunni. Þar hafa vélarnar, tæknin, komið til hjálpar og létt byrðarnar. Hér í Reykjavík mættu menn t. d. minnast þess, að ekki er mjög langt síðan að hér var engin höfn og engin tæki til þess að lyfta þungum hlutum nema manns- höndin. Allt er þetta gerbreytt. Svona mætti telja upp næstum í það óendanlega. ★ Þótt hagur verkalýðs og laun- þega hafi stórkostlega batnað, er því ekki að neita að þar hafa orðið ýmsar sveiflur, sem hafa stafað af kreppuástandi eða verð- bólgu. Er rétt að minnast þess nú á þessum degi, að aldrei hefur kaupmáttur hinnar íslenzku krónu verið minni heldur en meðan sú stjórn réði, sem settist að völdum, illu heilli, á árinu 1956, og kenndi sig við vinstri mennsku, eins og það er kall- að, og taldi sig vera sérstaka fulltrúa verkalýðs og launþega. Aldrei hafa menn fengið rýrari peninga upp úr launaumslögum sínum en einmitt þá. Það er sama, hvort um húsbóndann hef- ur verið að ráeða eða húsmóður- ina, að þeir peningar, sem til umráða hafa verið, rýrnuðu sí- fellt meðan V-stjórnin sat að völdum. Nú hefur sú stefna verið tekin að stöðva þessa óheilla- þróun, og freista þess að auka kaupmátt krónunnar og er það vissulega stórfellt hagsmunamál verkalýðs og launþega. Þróunin hefur orðið sú, stjórn- málalega séð hér á landi, að stór og vaxandi hluti samtaka innan verkalýðs og launþega fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum, og þeir gera það vegna þess að þeir vita, að Sjálfstæðis- flokkurinn vill góðan hag verka- lýðs og launþega, ekki til þess að hagnast sjálfur stjórnmála- lega, heldur vegna þess, að flokk urinn skilur að góður hagur þessa stóra hóps, sem telst til verka- lýðs og launþega er óaðskiljan- legur frá hag þjóðarinnar í heild. Þetta er staðreynd, sem Sjálf- stæðisflokkurinn vill ekki ganga fram hjá. ★ íslendingar eru fáir og segja má, að allir eigi þeir í stórum dráttum samleið. Ef einum eða fleiri hagsmunahópum vegnar illa, kemur það einnig niður á öðrum og ber vott um einn eða annan þverbrest í þjóðarbú- skapnum. Skilningur verkalýðs- ins á almennum lögmálum efna- hagslífsins fer sífellt vaxandi og með því skapast auknir mögu- leikar til þess að koma fram umbótum á efnahagskerfi þjóð- arinnar, sem blasir við að nauð- synlegir eru. Það væri verkalýð og launþegum happadrýgst af öllu, ef upp úr þeim stjórnmála- átökum og kosningum, sem fara fram á þessu ári, gæti komið sterk stjórn, sem kippt gæti í lag svo mörgu sem illa fer í efnahagsmálum landsmanna og orðið til þess að brjóta það blað í efnahagsmálunum, sem V- stjórnin lofaði 1956, en gerði aldrei. ★ Verkamenn og launþegar hóp- ast í sívaxandi mæli til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn, eins og glöggt hefur komið fram í mörg- um kosningum innan samtaka þeirra. Þessi þróun mun halda áfram, vegna þess að eins og áð- ur er vikið að, fá fleiri og fleiri skilning á því að hið litla ís- lenzka þjóðarbú er ekki til skipt- anna. Menn snúa frá þeirri stefnu, sem haldið hefur verið uppi af mörgum, að kasta því ryki í augu verkalýðs og ann- ara launþega ,að þeirra hags- munir séu óháðir hagsmunum heildarinnar. Vonandi verða verkföllin á árinu 1955 síðasta dæmi þess, að þjóðarbúskapnum sé gerður skaði sem enn, fjórum árum síðar, hefur ekki verið yfirunninn, en þessari verkfalls- öldu var hleypt af stað eingöngu vegna þess að viss hópur manna taldi sér pólitískan hag í að valda örðugleikum. Ef sú misnotkun, sem þá átti sér stað í samtökum verkalýðsins, hefði ekki náð fram að ganga, hefði verið öðru vísi um að litast í búskap lands- manna en var þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum, eftir hrakfallaferil, sem seint mun úr minni líða. Morgunblaðið óskar öllum verkalýð og launþegum landsins til hamingju á þessum hátíðis- degi og óskar þess að árið færi þeim vaxandi öryggi og raun- verulega velmegun. UTAN UR HEIMI 1 Hinn nýi forseti kinverska alþýðu lýðveldisins er — „góður kommúnisti'' UNDANFARNAR vikurhafa augu heimsins mænt undrunar- og skelfingararfull á fjöimennasta þjóðland heims, Kínverska al- Þýðulýðveldið. Ástæðan er sú, að stjórn fc^sa lands hefur gerzt sek í ofbeldisárás á fámenna ná- grannaþjóð og haft í frammi flesta þá tilburði, sem útþenslu- ríkjum eru eiginlegir. Auk þess lifa í þessu landi hvorki meira né minna en á 700 millj. mann- eskjur og er þetta því fjölbýl- asta land, sem þekkist. Það verð ur nú að teljast með helztu á- hrifaríkjum á jarðkúlunni og sumir spá því, að áhrif þess eigi eftir að aukast frá því, sem nú er. Það er því ekki að undra, þótt menn vilji kynnast leiðtogum þessa lands og vita einhver deili á þeim. Hvaða menn eru það, sem hafa fengið slík völd í hend- ur að stjórna þessari þjóð? Hvaða menn eru það, sem standa á bak við ofbeldið í Tíbet? Allir kann- ast við Mao Tse Tung, fyrrum forseta landsins og núverandi formann og aðalleiðtoga komm- únistaflokksins. Menn hafa talið hann nokkurs konar einvald í Kína, en nú virðist sem hann hafi eignazt harðsvíraðan keppi- naut eða áhrifaríkan lærisvein, hvort sem menn vilja heldur, sem búast má við, að erfi hið víðlenda ríki. Hver er hann þessi maður? spyrja margir. Hann heitir Liu Shao-Chi og var kos- inn forseti landsins á nýafstöðnu flokksþingi kínverskra kommún- istaflokksins. Fyrir nokkrum mán uðum lýsti Mao þvi yfir, að hann mundi láta af forsetaembættinu á flokksþinginu, því hann væri of störfum hlaðinn og gæti ekki nægilega helgað flokknum krafta sína. í yfirlýsingu hans þá seg- ir ennfremur, að hann vilji „fá meiri tíma til að lesa og hugsa“, eins og komizt er að orði. í Dag- ens Nyheder í Kaupmannahöfn segir, að eftirmaður Maos hafi orðið sá maður, sem meira en nokkur annar sé persónugerving ur útþenslustefnunnar kín- versku, þ. e. a. s. Liu. Lýsing blaðsins á honum er eitthvað í þessa átt: Hann er hár vexti, hvítur fyrir hærum, kaldeygur, húmorlaus og óvæginn. Vígorð hans eru: Asía fyrir Asíubúa, en það merkir aðeins Asía fyrir Kína og kommúnismann og getur á morgun hafa breytzt í: Heimur- inn fyrir Kína og kommúnism- ann. Það var ekki fyrr en í júní í fyrra, sem Liu tók af skarið og sýndi, hvar hann stóð í kín- verskri pólitík. Þá var haldinn 19 daga lokaður fundur í mið- stjórninni til að ræða afstöðuna til stefnu Krúsjeffs, sem þótti frjálslegri en Stalínsstefnan og Mao hafði lýst yfir fylgi sínu við með hinni frægu ræðu sinni þar sem hann m.a. segir: Látið öll blóm blómstra, leyfið öllum að segja álit sitt . . . En þetta urðu aldrei nema falleg orð á pappír. Þeir, sem tóku þau of bókstaflega, voru settir í fang- elsi eða drepnir, eins og menn vita af fréttum frá síðasta ári. Og maðurinn, sem raunverulega stóð á bak við þessa nýju Stalíns stefnu var enginn annar en Liu. Hann réðist ekki á Mao persónu- lega, heldur stefnu hans og af þeirri hörku, sem einkennir all- ar bardagaaðferðir hans. Hann flutti 16 þúsund orða ræðu á júnífundinum í fyrra og var kjarni hennar þessi: „Hingað til hefur flokkurinn lagt höfuð- áherzlu á hina sósíalistísku bylt- ingu, nú á hann að einbeita sér að hinni sósíalistísku uppbyggingu". í ræðunni var oft vitnað til Marx, Lenins og Maós og hún fjaraði út með hinu nýja vígorði: Erfiði í nokkur ár, hamingja í þúsundir ára“. Þetta var ræða um „blóð, svita og tár“, ef gera ætti draum kommúnismans um paradís á jörð að veruleika. Og árangur- inn af ræðunni auk þess sem fyrr er getið? Jú, hann varð fyrst og fremst harðsviraðri stefna Rússa og kommúnista í leppríkj- unum í Austur-Evrópu og bar- áttu gegn svokallaðri endurskoð- unarstefnu. Þá var kommúnu- fyrirkomulagið, sem gerir millj- ónir Kínverja að viljalausum mannvélum, tekið upp, og kverka takið hert á heimamönnum. ★ Liu fæddist fyrir 60 árum og er sonur allefnaðs bónda í Húnan- héraði. Ýmislegt bendir til, að hann hafi þekkt Mao frá blautu barnsbeini. Hann byrjaðí feril sinn sem áróðursmaður í verka- lýðsfélögunum, en dvaldist land- flótta í Sovétríkjunum frá 1925 til 1931. Hann er 100% Sovétvin,- ur, sem útleggst: Stalínisti. Þó að margt hafi breytzt í Sovétríkj unum síðan hann var þar, hefur hann í engu breytt sinni pólitísku skoðun og stefnu og er t.d, al- gerlega andvígur því, sem kallað hefur verið „koexistens", þ. e. a. s. friðsamleg sambúð kommún- ista og andkommúnistískra ríkja. Liu flýði frá Kína, þegar Chiang Kai Chek, sem hann og Maó höfðu áður haft samvinnu við, tók völdin þar í landi. Þegar hann var kominn heim aftur, varð hann formaður Sambands verkalýðsfélaganna og 1934 kos- inn í flokksforystuna. 1956 var hann kosinn í miðstjórnina. Hann er þekktasti túlkandi Marxism- ans í Kína og hefur skrifað marg ar bækur um hann. Hefur hann t. d. fram yfir Krúsjeff, sem lít- ið sem ekkert hefur skrifað. — Helzta verk hans heitir „Alþjóða hyggja og kommúnismi", en þekktasta verkið er „Hvernig verður maður góður kommún- isti?“. Hann hefur sjálfur- svar- að þeirri spurningu með lífi sínu, húmorleysi og einstrengingshætti. Hann hefur sýnt, að góður komm únisti hefur lítinn áhuga á því að láta blómin blómstra. Axel Jónsson formaður Æ. S. I. FULLTRÚARÁÐ Æskulýðssam- bands íslands (ÆSÍ) kaus ný- verið stjórn sambandsins, og er hún þannig skipuð: Formaður: Axel Jónsson frá íþróttasambandi íslands, ritari: Bjarni Beinteinsson frá Stúd- entaráði, gjaldkeri: Björgvin Guðmundsson frá Sambandi ungra jafnaðarmanna, Skúli Norðdahl frá Ungmennafélagi ís- lands og Hörður Gunnarsson frá Sambandi bindindisfélaga í skól- um. Varamenn í stjórn: Séra Árilíus Níelsson frá íslenzkum ungtemplurum, Arnór Valgeirs- son frá Sambandi ungra fram- sóknarmanna og Eysteinn Þor- valdsson frá Æskulýðsfylking- unni. 3 máu. Bandaríkja- ferð í verðlaun DAGBLAÐIÐ New York Herald Tribune býður eins og nokkur undanfarin ár íslenzkum fram- haldsskólanemendum til þátttöku í alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni meðal unglinga. Höfundur þeirr- ar ritgerðar, er dæmd verður bezt í hverju þátttökulandi, fær að verðlaunum ferð til Banda- ríkjanna og þriggja mánaða dvöl þar (janúar—marz 1960), sér að kostnaðarlausu. Ritgerðarefnið á fslandi er að þessu sinni: „Að hvaða leyti eru vandamál æskufólks nú á tímum frábrugðin þeim vandamálum, sem eldri kynslóðin átti við að glíma?“ Lengd ritgerðarinnar á að vera 5—6 vélritáðar síður. Þátttaka í samkeppninni er heimil öllum framhaldsskóla- nemendum, sem verða 16 ára fyrir 1. janúar 1960, en ekki 19 ára fyrir 30. júní það ár, eru is- lenzkir ríkisborgarar og fæddir hér á landi og hafa góða kunn- áttu í ensku. Ritgerðirnar, sem eiga að vera á ensku, skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyrir 15. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 28.4 ’59.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.