Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 6. maí 1959 MORCVNBLAÐIÐ 3 Óperan Rigoletto verbur flutt í Austurbæjarbíói Stjórnandi verður Rino Castagnino, en ungur Itali syngur hlutverk her- togans. Islenzkir söngvarar i öllum öörum hlutverkum Þeir Castagnino og Bischini komu hingað síðla á föstudags- kvöld og hófu æfingar þegar á laugardagsmorguninn. — Cast- agnino lét vel af að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni, kvað þar margt um góða hæfiieika og mik- inn áhuga ríkjandi. Hann kvaðst enri minnast þess, hve hlvjar og innilégar móttökur áheyrenda hefðu verið éftir fyrstu sýning- una á La Boheme, sem hann stjórnaði hér á árunum — hefur sennilega búizt við því, að hinir „köldu“ íbúar norðursins létu hrifningu sína svo mjög í ljs. Virtist hann áængður með að vera kominn hingað á nýjan leik. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands hefur á undanförnum árum geng izt fyrir svonefndum „konsertupp færslum“ á tveimur þekktum, ítölskum óperum, II Trovatore eftir Verdi og Carmen eftir Bizet. Með konsertuppfærslu er átt við það, að óperurnar eru fluttar í hljómleikaformi, það er að segja án allra leiktjalda og búninga. Þótti þetta takast mjög vel í bæði skiptin. — Nú hefur Sinfóníu- hljómsveitin tekið þriðju óper- una til flutnings á þennan há‘t Er það hin vinsæla ópera Verdis, Rigoletto, og verður hún flutt í fyrsta sinn í Austurbæjarbíói á sunnudaginn kemur kl. 2 síð- degis. — Þessi ópera er mönn- um vel kunn hér síðan hún var sýnd í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma við miklar vinsældir. Óperan Rigoletto er nú rúm- lega aldargömul, en nýtur stöð- ugt mikilla vinsælda, og er ein af þeim óperum, sem oftast eru fluttar víðs vegar um heim. Hún var flutt í fyrsta skipfi í Fen- eyjum árið 1851, og með henni, ásamt II Trovatore og La Tra- viata, sem Verdi samdi um líkt leyti, náði hann þeirri frægð og viðurkenningu sem . óperutón- skáld, sem hann hefir notið æ síðan. Rigoletto er nú nær eingöngu flutt af íslenzku listafólki, en þó eru komnir hingað tveir góðir, ítalskir gestir í sambandi við flutning hennar. Stjórriar.di verður Rino Castagnino, sem hér er að góðun kunnur, síðan hann stjórnaði La Boheme, er sýnd var í Þjóðleikhúsinu 1955, á vegum Tónlistarfélagsins og Fé- lag íslenzkra einsöngvara. Hon- um var falið að útvega einsöngv- ara til þes að fara með hlutverk hertogans af Mantua. Fyrir val- inu varð kornungur, ítalskur söngvari, Chrisiano Bischini að nafni. Bischini er 28 ára gamall, Five Keys til Akureyrar AKUREYRI, 5. mai. — fimmtudaginn kemur koma hingað til bæjarins hinir vin- sælu bandarísku söngvarar, Negrakvartettinn Five Keys, sem að undanförnu hafa sungið í Reykjavík á vegum Blindrafé- lagsins. Kvintettinn hlaut þar frá bærar viðtökur og er talinn einn með skemmtilegustu atriðum sem komið hefur hingað til lands til skemmtanahalds. Þessi kvin- tett hefur og hlotið miklar vin- sældir í Bandaríkjunum og var það hrein tilviljun að hægt var að fá hann hingað til lands. Sam- komuhús það er hann var ráðinn til fyrstu viku maímánaðar brann, svo söngmennirnir gátu skroppið hingað. Five Keys syngja jöfnum höndum sígild létt lög og lög í rokkstíl. Þykir sviðs framkoma þeirra einkar skemmti leg og vekur á stundum mikinn hlátur meðal áheyrenda. í Reykjavík sungu þeir eitt ísl. lag við mikla hrifningu. — Til bæj- arins kemur kvintettinn á vegum Knattspyrnufél. Akureyrar og verður ágóðanum varið til slysa- tryggingasjóðs félagsins. Með kvintettinum er tríó úr KK-sex- tettinum og aðstoðar með undir- leik. — vig. fæddur í Aþenu af ítölsku for- eldri. Þar stundaði hann söng- nám og kom fyrst fram í óperu- hlutverki í Konunglegu óperunni þar í borg 1957. Síðan hélt hann áfram námi á Ítalíu, og heíur hann sungið þar víða í ýmsum óperum, svo sem Valdi örlaganna, Carmen, Aida, Nabucco og Vii- hjálmi Tell. Hins vegar syngur hann nú í fyrsta skipti hlutveik hertogans í Rigoletto. Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari, kynnti hina ítölsku gesti fyrir fréttamönnum í gær og skýrði þeim frá flutningi óper- unnar. — íslenzkir söngvarar eru í öllum hlutverkum nema hlut- verki hertogans. Guðmundur Jónson fer með hlutverk Rigo- lettos, en hann hafði það einnig á hendi, er óperan var flutt í Þjóðleikhúsinu. Var það frum- raun hans sem óperusöngvara, og er í minnum haft hve góð skil hann gerði hlutverkinu. Þuríður Pálsdóttir fer með hlutverk Gildu, dóttur Rigolettos, en ann- að sönfólk er Sigurveig Hjalte- sted, Jón Sigurbjörnsson, Krist- inn Hallsson, Einar Sturluson, Gidnnar Kirstinsson og Sigurður ÓH.fsson. Með kórhlutverkið fara söngmenn úr Karlakórnum Fóst- bræðrum. STAKSTEINAR Jón Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar fs- lands, tekur á móti Rino Castagnino (t. v.) og Christiano Bischini (í miðið) er þeir komu til Reykjavíkur sl. föstu- dagskvöld. (Ljósm. Þorv. Ágústsson). Enginn getur annazt fangageymslu við þau skilyrði sem fyrir hendi eru Frá umrœðum á Alþingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til síðari umræðu þingsályktunartillaga um athug- un á aðbúnaði fanga. HafðiAI- freð Gíslason framsögu í málinu af hálfu allsherjarnefndar. Kvað hann lýsingar á aðbúnaði fanga svo ljótar, að hann skirrðist við að lesa þær opinberlega. Nefndin hefði rætt þetta mál á nokkrum fundum og orðið ásátt um af- greiðslu þess. Væri lagt til í nefndaráliti, að tillögunni yrði vísað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess að rík áherzla verði lögð á skjótar úrbætur í fanga- og betrunarhúsmálum þjóðarinn ar og að um framkvæmdir verði leitað ráða færustu sérfræðinga, þ.á.m. geðlæknis og sálfræðings. Taldi hann að verulegu væri hægt að koma til leiðar með litl um tilkostnaði. Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs. Kvað hann sízt að ófyrirsynju, að þetta mál kæmi til umræðu á Alþingi, og eftir atvikum var hann því sam- þykkur að vísa tillögunni til rík- isstjórnarinnar. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa trú á því, að úr meginvandkvæðum á fangamálum hér á landi yrði bætt nema með verulegum fjár- framlögum. Ríkisstjórnin gæti ekki ráðið fram úr þessum mál- um öðruvísi. Hér á landi fremur en annars staðar, hélt Bjarni Benediktsson áfram, er forðazt að setja menn í fangelsi fyrr en í fulla hnefa. Er það fyrst eftir ítrekað brot eða ef fyrsta brot er sérstaklega alvarlegs eðlis. Her eru menn því ekki settir í fangelsi að lítt athugðu máli. Kemur þar til greina álit dómara, sem styðjast við umsögn ýmissa starfsmanna. Þá kemur einnig til greina álit dómsmálaráðuneytisins, dóms- málaráðherra og fulltrúa fanga hjálparinnar, en hér á landi er afbrotamannahópurinn ekki það stór, að aðstæður afbrotamann- anna eru mörgum þessara manna kunnar, það er rétt að á pappírn- um eru til aðrar stofnanir, en þær eru ekki til nema þar og er það alvarlegt mál út af fyrir sig. Verður sennilega seint komið upp þeirri sundurgreiningu i fang elsismálum okkar, sem tíðkast í öðrum löndum, enda verður því ekki komið upp nema með mjög miklum stofnkostnaði og reksturs kostnaður yrði einnig mjög mik- ill. Aðalfangelsi landsins er með öllu óhæft til sinna nota og getur Alþingi ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að ógleymdu ástandinu í varðhalds- gæzlunni hér í Reykjavík, en það er mál fyrir sig. Fyrir nokkr um árum voru birtar lýsingar á Litla-Hrauni meðan verið var að framkvæma þar meiriháttar lag- færingu. Mér dettur ekki í hug jþegsa máls. að ætla, að það sé þeim fanga- j vörðum að kenna, sem þar haía j Þingsályktunartillögunni var komið síðan, hvernig farið hefur. ' vísað til ríkisstjórnarinnar með Sannleikurinn er sá, að það er 27 samhljóða atkvæðum. Stjórnaiskipti í Jórianíu ekki á færi nokkurra manna að annast sæmilega geymslu á föng- um við þau skilyrði, sem þar eru. Við alþingismenn getum þvi ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að svo fljótt sem mögu legt er vegna kostnaðar, verður að koma upp fangelsi, sem svar- ar nútíma kröfum. Þar sem við þm. Strandamanna höfum ef til vill allra þingmanna mest kynni af þessum málum vegna starfa sem dómsmálaráðherrar, tel ég það skyldu mína að vara Alþingi við, að það verður ekki komið við umbótum á þessum málum nema með verulegum stofnkostn- aði. Það er síður en svo að ég hlynntur fangelsisrefsingu fyrr en í síðustu lög, en eigi að síður verðum við að koma okkur upp fangelsi. Vil ég að lokum skora á dómsmálaráðherra að hlutast til um að þegar verði haf inn undirbúningur að byggingu nýs fangelsis. Það er aðalatriði AMMAN í Jórdaníu 5. maí. (Reuter). — Samir Rifai forsæt- isráðherra Jórdaníu sagði af sér í dag vegna heilsubrests. Hann hefur verið einn mesti áhrifamað- i ur í Jórdaníu og fimm sinnum forsætisráðherra sl. 15 ár. Hefur hann verið vinveittur Vesturveld unum. Hussein konungur tók lausnarbeiðnina til greina og fól Hassan Majali að mynda nýja ríkisstjórn. Rifai afhenti hinum 23 ára kon- ungi sjálfur lausnarbeiðni sína og segir í henni, að hann biðji náðarsamlegast um hvíld af hen- brigðisástæðum. Ekki var ljóst, hvort hann myndi fallast á að gegna öðru ráðherraembætti, en hann hefur að undanförnu gegnt utanríkisráðherraembættinu auk embættis forsætisráoherra. Samir Rifai var fyrst falið að mynda ríkisstjórn 1944. Var það afi núverandi konungs, Abdullah þáverandi konungur Transjór- daníu, sem fól honum það. Huss- ein konungur kvaddi Rifai síðast til að mynda stjórn fyrir tveimur árum eftir að vinstrisinnuð öfl í landinu höfðu gert tilraun tii að steypá konungdæminu. Hinn nýi forsætisráðherra Jór- daníu Majali hefur áður verið landbúnaðarráðher.:a. Hann er eins og Rifai talinn mjög vin- veittur Vesturveldunum. Mótmæli gegn kj ördæmabrey tingunni Við og við er Tíminn að birta það sem hann kallar ályktanir eða mótmæli „gegn kjördæma- byltingunni“ og voru m. a. í blaðinu í gær fimm slíkar tillög- ur eða ályktanir. Tíminn hefur almennt ekki getið um það, hve mörg atkvæði standi á bak við þessi „mótmæli“ eða „ályktanir" en það kemur þó fram á einura stað í gær, að á bak við eina ályktunina hafa staðið 4 atkvæði, eða 4 kjósendur. Annars væri ekki ófróðlegt að fá að vita um það í sem allra flestum tilfell- um, hve margir fundarmenn hafa verið á þessum „mótmæla- fundum“ og hve mörg atkvæði hafa fallið á báða bóga. Það er hætt við að sumir fundirnir séu nokkuð fámennir og kjósenda- tala sé lág, sem bak við mót- mælin stendur og mun Tímanum finnast, að þá mundi „fylgja skammrifi böggull“, svo orðalag Páls Zóphaníassonar sé notað, ef kjósendatalan væri birt um leið og mótmælin. Innlimun Alþýðubandalagsins Alþýðublaðið birtir í gær á á- berandi stað grein undir fyrir- sögninni „Kommar hirða blað Alþýðubandalagsins“. Segir í þeirri grein m. a.: „Kommúnistar hafa nú tekið öll ráð Alþýðubandalagsins i sínar hendur. Þeir hafa lagt und- ir sig Útsýn, sem var blað banda- lagsins í síðustu kosningum og það var framkvæmdastjóri Sósíal istaflokksins, sem nú stendur fyrir stofnun nýrra „Alþýðu- bandalagsfélaga“. Þannig eru ÖU ráð í höndum kommúnista og Hannibal Valdimarsson, stofn- anda Alþýðubandalagsins stend- ur uppi sem alger leikbrúða í þeirra höndum. Fyrir þremur árum var á það bent til marks um sjálfstæða til- veru Alþýðubandalagsins, að það hafði sínar eigin kosningaskrif- stofur í Hafnarstræti og það gaf út sitt eigið blað, sem greinilega var ritstýrt af þeim bræðrum Valdemarssonum. Nú er skrif- stofa bandalagsins hin sama og kommúnista. Nú er Ingi R. Helga son framkvæmdastjóri Sósíalista flokksins, látinn fara til Akur- eyrar til að stofna svokallað al- þýðubandalagsfélag." í höndum línu-kommúnista Alþýðublaðið skýrir einnig frá því, að blað Alþýðubandalags- ins sé nú komið í hendur línu- kommúnista, og farast orð á þessa leið: „Og Útsýn hefur útkomu á nýj an leik en í höndum annarra manna en fyrrum. Nú er Har- aldur Steinþórsson, gallharður línukommúnisti, ábyrgðarmaður blaðsins. Alfreð Gíslason er að vísu í ritnefnd, en hafður þar í minnihluta með tveim hörðum kommúnistum, þeim Birni Jóns- syni og Páli Bergþórssyni. Blaðið tilkynnir 3 framboð og eru það allt línukommúnistar, Ingi R, Helgason, Björn Jónsson og Gunnar Jóhannsson. Það leynir sér ekki hvert stefriir. Hannibal og Finnbogi, sem báðir eru reynd ir blaðamenn, fá ekki að koma nærri stjórn blaðsins. Þeir eru fangar í „sínum eigin flokki". Þannig eru ummæli Alþýðu- blaðsins. Það sem hér hefur gerzt er vitaskuld í samræmi við það, sem fyrirfram var vitað að Alþýðubandalagsheitið var ekk- ert annað en gæra, sem breidd var yfir gamlan úlf, sem er hinn forni kommúnistaflokkur en nú er búið að svifta gærunni af, þannig að úlfurinn sést allur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.