Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLÁÐIÐ Miðvik'udagur 6. maí 1959 tJtg.: H.f. Arvakur ReykjavOr. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Símí 22480. Askríftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. Á SKAMMRI STUNDU ASKAMMRI stundu skip- ast veður í lofti, segir gamalt íslenzkt máltæki. En margt bendir til þess, að þetta forna máltæki megi ekki síður heimfæra upp á stjórnmálin en vinda himinsins. Kom það m.a. fram í ræðu þeirri, sem Hermann Jónasson, "ormaður Framsóknar- flokksins, flutti um kjördæma- málið í efri deild Alþingis s.l. laugardag. Þar réðst þessi reyndi stjórnmálamaður af hinu mesta offorsi á fyrrverandi samstarfs- menn sína í vinstri stjórninni. Hann kvað Alþýðuflokkinn hafa tekið upp baráttu fyrir kjördæma breytingu „eingöngu til þess að reyna að lifa“. „Það á ekki að ráða, hvernig stjórnskipan einnar þjóðar er, að flokkur er að deyja", sagði fyrr- verandi forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar. Um kommúnista sagði hann að tilgangur þeirra að „fá kjör- dæmaskipan sem banvænasta fyr ir þingræði og lýðræði". Þannig er þá afstaða hins mikla vinstri leiðtoga til þeirra flokka sem fyrir nokkrum mánuðum sátu með honum í stjórn. Al- þýðuflokkurinn „er að deyja“, segir Hermann Jónasson. Vorið 1956 hafði hann. allt aðra skoðun á þessum flokki. Þá gerði hann bandalag við hann til þess að styrkja og efla aðstöðu Framsókn arflokksins, og myndaði síðan með honum ríkisstjórn. En ekki virðist sú stjórnarsamvinna hafa haft heilsusamleg áhrif á Alþýðu flokkinn, að áliti formanns Fram sóknarflokksins. í 2% ár, meðan vinstri stjórnin sat lofuðu Fram- sóknarmenn Alþýðuflokkinn há- stöfum fyrir „frjálslyndi" og „framsýni". Nú, þegar fimm mánuðir eru liðnir síðan vinstri stjórnin rofnaði, á Hermann Jón- asson engin hæðiyrði nógu sterk um þennan fyrrverandi samstarfs flokk sinn. Af því að Alþýðu- flokkurinn hefur ekki svikið eitt elzta baráttumál sitt, réttlátari kjördæmaskipun í landinu, hrak- yrðir Hermann Jónasson hann og spáir honum aldurtila. .Ekkert skal um það fullyrt, hver örlög islenzkra stjórnmáláflokka verða á næstunni. En eitt er víst: Sú reynsla, sem þjóðin hefur fengið af Framsóknarflokknum og forystu hans í vinstri stjórn- inni, mun ekki verða til þess að auka fylgi hans og trausts meðal almennings. Vel má vera að það sé ein- mitt vitneskjan um þetta, sem fyllir formann Framsóknar- flokksins beizkju og sárind- um, þegar hann sér hvernig hann hefur spilað úr spilum sínum og hvert rás viðburð- anna nú horfir í íslenzkum stjórnmálum. Vilja þeir skerða réttindi strjálbýlisins? Annars hljóta mótsagnirnar í málflutningi Framsóknarmanna í sambandi við kjördæmamálið að liggja öllum landslýð í augum uppi. Þeir hamra á þeirri stað- hæfingu, að með hinni fyrirhug- uðu kjördæmabreytingu, sem nú verður lögfest eigi að skerða vald og réttindi strjálbýlisins. En jafnhliða flytja þeir sjálfir tillög ur, þar sem lagt er til, að full- trúum þéttbýlisins á Alþingi verði fjölgað nákvæmlega á jafn mikið og lagt er til í frumvarpi andstæðinga þeirra. Þeir leggja til að Reykjavík fái jafnmarga þingmenn og frv. gerir ráð ráð fyrir, og þeir vilja fjölga jafn mikið fulltrúum Reykjanesskag- ans og þar er lagt til. Þeir vilja hafa svo að segja sömu tölu upp- bótaþingsæta og láta hlutfalls- kosninguna haldast í tvímennings kjördæmunum. Það er aðeins eitt atriði í frumvarpinu, sem þeir berjast á móti eins og ljón. Það er skipting landsins í stór kjördæmi með hlutfallskosningu. En ekki getur hlutur strjálbýlis- ins orðið neitt rýrari fyrir það, þó fólkið, sem þar býr kjósi með sama fyrirkomulagi og fólkið í þéttbýlinu. Það fær jafn marga þingmenn eftir sem áður. Full- trúum fólksins í strjálbýlinu fækkar ekki, heldur fjölgar nokk uð, skv. tillögum frumvarpsins. Undanhald Ftramsóknar Sannleikurinn er sá, að Fram- sóknarflokkurinn er kominn á hratt undanhald í kjördæmamál- inu. Á flokksþingi sínu, sem kom saman í marz s.l. markaði hann þá stefnu, að skipta skyldi öllu landinu í einmenningskjördæmi, og að afnema bæri uppbótarþing sætin og bæta þeim að einhverju leyti við þéttbýlið. En nokkrum vikum seinna lýstu leiðtogar flokksins því yfir í útvarpsumræðum á Alþingi, að þeir hefðu tekið upp allt aðra stefnu. Allt í einu varðaði þá ekki neitt um þá stefnu, sem þeirra eigið flokksþing hafði markað fyrir örfáum vikum. Nú fluttu þeir tillögur, sem ganga gersam- lega í berhögg við þá stefnu. í marga mánuði hafði Tíminn birt hverja greinina á fætur annarri frá þröngsýnustu og afturhalds- sömustu flokksmönnum sínum, þar sem ráðist var gegn fjölgun þingmanna þéttbýlisins, og það talið tilræði við hagsmuni sveit- anna. Það sætir vissulega engri furðu, þótt hinar nýju tillögur Fram- sóknarflokksins kæmu sem reið- arslag yfir þessa menn. Fram- sóknar flokkurinn hafði allt í einu gert tillögur andstæðinga sinna í kjördæmamálinu að sinni eigin stefnu. Hann lagði til, að þéttbýlið fengi nákvæmlega sömu fulltrúatölu og þeir höfðu flutt frumvarp um. Svona ger- samlegur var hringsnúningur Framsóknarmanna í kjördæma- málinu á nokkrum vikum. Þetta hefur haft þau áhrif að Framsóknarmenn um allt land eru nú ráðvilltir og hik- andi. Þeir vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeirra eigin flokkur hefur þegar í upphafi baráttunnar um hina nýju kjördæmaskipun iagt á flótta. Hann reynir aðeins að verja sig á undanhaldinu með því að gagnrýna hlutfallskosn ingarnar úti um land, en vill þó hafa þær í Reykjavík og á Akureyri, þar sem hann tel- ur sig geta haft gagn af þeim. Og hann leggur til að þær haldist í tvimenning.sk jör- dæmunum. Framsóknarflokkurinn er dæmdur til þess að tapa þessari baráttu. UTAN UR HEIMI „Nassers-æskan“ — stúlkur á hersýningu. Massers - æskan44 ÖLLUM eru í fersku minni ófar- ir egypska hersins í viðureign- inni við ísraelsmenn haustið 1956 á Sinai-skaga. Þegar ísraelsmenn gerðu inn- rásina í Egyptaland tefldu Egypt ar fram miklu liði vel búnu ný- tízku vopnum, sem þeir höfðu fengið frá kommúnistaríkjunum. En ísraelsmennirnir voru vart komnir í skotfæri, þegar mikill hluti egypzka hersins lagði á skipulagslausan flótta og skildi eftir mjög mikið af hergögnum. Það er haft eftir gæzluliðum Sam einuðu þjóðanna, sem síðar voru sendir á vettvang, að egypzkir hermannaskór hefðu legið eins og hráviði um allan Sinai-skaga. Svo mikið hefðu Egyptar flýtt sér á flóttanum, að þeir hefðu losað sig við skóna til þess að verða fótfráari. Og tjón Egypta varð sízt minna er Bretar og Frakkar settu lið á land við Súez-skurðinn, því að þar átti egypzki herinn við ofur- efli að etja. Stór hluti hins egypzka hers var þá óvígur gerð- ur. Það þótti athyglisvert, að egypzk stjórnvöld leyndu óför- um hersins í lengstu lög fyrir þjóðinni — og í rauninni hefur þessi harmsaga aldrei verið sögð að fullu í Egyptalandi. Nasser hafði talið mönnum sínum trú um að með hinum nýju vopnum væri egypzki herinn orðinn öflug ur, hann mætti heita ósigrandi. Þetta var ein af aðferðum Nass- ers til að stappa í sína menn stál- inu. Það var því ekkert undar- legt, að margir Egyptar fylltust vantrausti í garð Nassers, þegar kvitturinn um hrakfarirnar fór að berast út. Að vísu gerðu fáir ráð fyrir að herinn mundi verjast lengi eftir að Bretar og Frakkar höfðu ráð- izzt á Egypta. En Egypta sveið hins vegar sáran, að ísraelsmenn skyldu hafa rekið herinn á flótta. Ísraelsríki er hinn sameiginlegi óvinur Araba — og þeir óttast Gyðingana. Aðeins hernaðarlegir yfirburðir geta fært Aröbunum sjálfstraust gagnvart fsrael •— og í Súez-stríðinu sannaðist það, að ísraelsmenn voru sterkari, a.m. k. mun ekki vefengt að hermenn ísraels séu betri en Arabar. I Aimennt er talið, að ósigur þessi hafi veikt mjög aðstöðu i Nassers um tíma. Hann hófst þegar handa um að byggja her sinn upp að nýju, ekki einungis vopnalega, heldur og andlega. Og þessi allsherjar hervæðing er nú mun víðtækari en áður. Hún nær til Egypta á öllum aldri, ungra sem gamalla — og miðar fyrst og fremst að því að efla traust allrar þjóðarinnar á for- ingjanum Nasser. Stjórnmálasér. fræðingar segja, að Nasser hafi nú aftur treyst aðstöðu sína inn- an frá, meðal þjóðarinnar. En styrkleikanum haldi hann ekki nema með því að sameina þjóð- ina á ný undir baráttumerkið, einbeita athyglinni að hernaði og baráttu, fyrst og fremst gegn ísrael, enda þótt almennt sé tal- ið, að öll meiriháttar vopnavið- skipti Egypta og ísraelsmanna fari á einn veg, að Egyptar lúti í lægra haldi — og Nasser geri sér þessa staðreynd ljósa. Nasser er nú óðum að láta kenna unglingum um allt Egypta land vopnaburð. Hersýningar og „táknrænir" vopnaleikir eru orðnir daglegt brauð í landinu, enda vekur þessi skemmtan mikla kátínu meðal ungmenna og eflir samstöðuna. „Nassers- æskan“ eru Iþessar nýju liðs- sveitir kallaðar, en hana skipa piltar jafnt sem stúlkur, eins og reyndar tíðkast líka í ísrael. Og Nasser treystir því, að þarna sé hið nýja afl, sem fklyja muni liði undir hans stjórn — í blíðu og stríðu. í Egyptalandi eru vinsælir alls kyns vopnaleiklr, sem sýna „yfirburði“ Egypla. Þessi mynd er tekin í lok eins slíks. — Hermennirnir, sem liggja, eiga að tákna val Israelsmanna. — ísraelski fáninn liggur líka í valnum ,en á honum traðkar egypzkur hermaður og reisir fána Arabiska sambandslýð- veldisins. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.