Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur G. mal 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Missa Framsóknarmenn áhugann á hagsmunum strjálbýlisins ef Jbeir verða kjörnir í stœrri kjördœmum ? HSutfaUskosningarnar hafa reynzt íslendingum vel eins og frœndþjóÖum þeirra Tengsl ]DÍngmannanna v/ð kjósendurna rofna ekki Úr rœðu Sigurðar Bjarnasonar þm. Norður - ísfirðinga við I. umrœðu kjör- dœmamálsins í Efri deild VIÐ 1. umræðu um kjördæma- málið í Efri deild flutti Sigurður Bjarnason þm. Norður-ísfirðinga ítarlega ræðu um málið. Kakti hann fyrst þær breytingar, sem gerðar hafa verið á kjördæma- skipan landsins allt frá því að Alþingi var endurreist árið 1845. Kvað hann þá breytingu, sem nú væri verið að lögfesta vera 12. breytinguna, sem gerð hefði ver- ið. Hann ræddi síðan núgildandi kjördæmaskipan og kvað fjarri sanni að Alþingi væri í dag rétt mynd af þjóðarviljanum. Enn- fremur ræddi hann efni bess frv., sem nú er verið að lögfesta og svaraði að lokum ýmsum stað- hæfingum Framsóknarmanna. Sigúrður Bjarnason komst síð- an að orði ó þessa leið: Ég skal ekki rekja efni þessa frv. frekar, enda hefur það verið gert áður. En ég leyfi mér að benda á það, að ágreiningsatriðin milli þeirra þriggja flokka, sem þetta frv. flytja og andstæðinga málsins, Framsfl., eru nú orðin miklu færri en þau voru fyrir tiltölulega skömmum tíma. Flm. þessa frv. leggja til að tala þm. verði samtals 60, 49 kjördæma- kosnir þm. og 11 uppbótarþing- menn. Framsókn vill sömu þingmannatölu Framsfl. leggur til að þing- mannatalan verði hin sama og gert er ráð fyrir í þessu frv. en vill aðeins hafa uppbótarþing- sætin einu færra, 10 í stað 11. Jafnframt leggja Framsóknarm. til að kjördsémakosnir þm. verði 50. Um þetta atriði er því óþarfi að deila. í frv. er einnig lagt til, að þm. Reykjavíkur verði fjölg- að um 4. Framsóknarmenn leggja einnig tii að þm. höfuðborgarinn- ar verði fjölgað um sömu tölu. Ekki getur þessi fjölgun til höf- uðborgarinnar því valdið miklum ágreiningi úr því sem komið er. I frv. er lagt til að þm. Reykja- nesskagans verði fjölgað um 3, upp í 5. Framsóknarmenn leggja til, að þessi landshluti fái sömu þing- mannatölu. í till. Framsóknarmanna er ennfremur gert ráð fyrir, að hlut fallskosningarnar, sem upp voru teknar í tvímenningskjördæmun- um árið 1942 haldist. Hvað er þá orðið eftir af sér- stöðu Framsóknarflokksins í þessu máli? Hann vill fjölga þm. jafnmikið í þéttbýlinu og flm. þessa frv. leggja til. Hann vill ennfremur halda hlutfallskosn- ingunni í tvímenningskjördæm- unum, og loks lýsir hann því yf- ir, að hann sé fylgjandi því að úthlutað verði svo að segja sömu tölu uppbótarþingsæta og gert er ráð fyrir í þessu frv. Hvernig getur Frams.fl. eft- ir að hafa markað þessa stefnu, talið þetta frv. fela í sér stórkostlega réttindaskerð- ingu fyrir strjálbýlið og þá fyrst og fremst sveitirnar? í hverju er sú stórkostlega hætta fólgin, sem hann sífellt talar um að nú vofi yfir strjál- býlinu? Andstaðan gegn hlut- fallskosningunum Það sem eftir stendur af sér- stöðu Framsfl. er aðeins andstaða hans gegn hlutfallskosningunum. En einnig því sjónarmiði sínu hefur Framsfl. reynzt ótrúr. Hann leggur til að haldið verði hlutfallskosningu í Reykjavík og í tvímenningskjördæmunum, og upp tekin hlutfallskosning á Akureyri, þar sem hann leggur til að 2 þm. verði kjörnir. Engum getur blandazt hugur um það, hver er raunveruleg á- stæða þessarar afstöðu Framsfl: í Reykjavík og á Akureyri getur hann haft hag af því, unnið ó því þingsæti, að kosið sé með hlutfallskosningu. Og þar vill Framsfl. hafa hlutfallskosningu. í öðrum landshlutum og þá fyrst og fremst einmenningskjördæm- unum telur hann sig hafa hag af því að hafa meirihlutakosn- ingu. Þess vegna er Framsfl. á móti hlutfallskosningum þar. Hv. þm. Strandamanna talaði um það hér á laugardaginn, að barátta Sjálfstfl. og annarra flokka, sem þessu máli eru fylgj- andi, fyrir hlutfallskosningum um land allt, byggist fyrst og fremst á pólitískum hagsmunum þeirra. En hvers vegna vill Framsfl. hafa hlutfallskosningar í Rejdijavík og Akureyri en ekki í öðrum landshlutum? Ætli það sé ekki vegna þess að hann er að gæta pólitískra hagsmuna sinna? En vegna þess að hlutfalls- kosningarnar eru nú orðnar aðal- ágreiningsatriðið og ef til vill eina ágreiningsatriðið í sambandi við afgreiðslu þessa máls, þykir mér rétt að rekja lauslega sögu þeirra hér á landi. Saga hlutfallskosning- anna hér á landi Fyrstu skýrt mótuðu tillögurn- ar og óskirnar um hlutfallskosn- ingar hér á landi koma fram í tímaritsgrein, sem Páll amtmað- ur Briem ritar árið 1900. Færir hann þar rök að því, að þetta kosningaform sé réttlátara og skynsamlegra en meirihluta- kosningin og tryggi sérstaklega rétt minni hlutans til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Páll Briem kemst m. a. að orði á þessa leið í tímaritsgrein sinni, sem hann áður hafði flutt sem fyrirlestur: „Atkvæði hvers kjósenda á að hafa fullt gildi í hlutfalli við önnur atkvæði, eigi aðeins er snertir þann mann, er hann vill kjósa, heldur og þann flokk er hann fylgir að málum. Atkvæði eins kjósenda er ekki betra en annars". Næst gerist svo það, að Hann- es Hafstein flytur á Alþingi árið 1905 frv. um að skipta landinu í 7 kjördæmi er kjósi 4—6 þm. með hlutfallskosningu. Vakti þessi tillaga þegar mikla athygli og vann sér mikið fylgi. Árið Si(,\ fiur Bjarnason 1907 flytur Hannes Kafstem þetta frv. að nýju og munaði þá minnstu að það næði sam- þykki á Alþingi. Margir þjóðþekktir og merkir stjórnmálamenn lýstu fylgi sínu við hlutfallskosningarnar og hina nýju kjördæmaskipun, sem Hannes Hafstein lagði til að tek- in yrði upp. Meðal annara komst hinn merki samvinnufrömuður og bóndi Pétur Jónsson frá Gaut- löndum, þm. S-Þingeyinga, að orði um hlutfallskosningarnar á þessa leið: „Fegursta kosninga- aðferðin‘‘ „Það hafa viðurkennt nálega allir, sem á þetta mál hafa minnzt, að hlutfallskosningin er sú réttlátasta kosning, sú kosn- ing, sem leyfir flestum skoðun- um að koma fram á sjónarsviðið á eðlilegan hátt, ef þær hafa nokkurt verulegt fylgi í landinu, í stuttu máli fegursta kosninga- aðferðin.“ Ólafur Briem, bóndi á Álf- geirsvöllum, gerðist einnig mik- ill stuðningsmaður hlutfallskosn- inganna. Komst hann m. a. að orði um frv. á þessa leið: „Andmælendur frv. játa, að 1 grundvallar fyrir því liggi jálslyndi, réttlæti og hagsýni. i r þeir segja að ekki sé enn kiminn tími til að innleiða slík li. 1 sakir þess, að þjóðin sé þeim ar ihverf. Ég get ekki séð að fullgild ástæða sé til þess að byggja eingöngu á undirtektum þingmálafunda um þetta mál. Enda er það ekkert nýstárlegt að breyta til lögum, eftir því sem reynslan kennir að bezt fari“. Ummæli Þórhalls biskups Þórhallur Bjarnarson, bisw.up, þáv. þm. Borgfirðinga, bar fram þá brtt. við frv. Hannesar Haf- steins, að kjördæmin yrðu 4 í stað 7 og taldi heppilegt að miða við gömlu fjórðungsskiptin. Komst hann í því sambandi að orði á þessa leið: „Fyrir mér eru góð hlutfalls- kosningalög hita- og kappsmál, því þau eru runnin af rót rétt- lætishugsjónar.“ Hannes Hafstein flutti einnig glögg rök fyrir réttlæti hlutfalls- kosninganna, og margir fleiri ágætir og merkir menn töldu rétt að taka þetta kosningafyrirkomu lag upp. í framhaldi af ummælum þess- ara manna um hlutfallskosninga- frv. Hannesar Hafstein, má svo geta þess, að einn merkasti leið- togi Framsfl. og skapari hans, Jónas Jónsson frá Hriflu, hefur ritað greinar, þar sem hann hef- ur tekið sterklega undir þessar till. og talið það íslenzku lýð- ræði og þingræði til eflingar að landinu væri skipt í nokkur stór kjördæmi með hlutfailskosning- um. Einnig er þess skemmst að minnast, að einn af núv. mið- stjórnarmönnum Framsfl., Gunn- ar Þórðarson, bóndi í Grænu- mýrartungu, ritaði fyrir 4 eða 5 árum grein í Tímann, þar sem hann lagði til að hlutfallskosn- ing yrði upp tekin um land allt. Hann lagði aðeins til að kjör- dæmin yrðu nokkru minni en gert er ráð fyrir í frv. þessu. En grein hans byggði á sömu megin stefnu um nytsemi hlut- fallskosninganna, eins og fram kemur í því frv., sem hér liggur fyrir til umræðu. Voru þeir ,,fjandmenn sveitanna“? Framsóknarmenn reyna nú að brennimerkja alla þá, sem berj- ast fyrir hlutfallskosningu í stór- um kjördæmum og frv. því sem hér liggur fyrir sem „fjandmenn sveitanna.“ En treysta þeir sér til þess að fullyrða, að Pétur á Gautlöndum, Hannes Hafstein, Þórhallur biskup, Jónas frá Hriflu og Gunnar frá Grænu- mýrartungu hafi byggt tillögur sínar um hlutfallskosningar um land allt á illvilja til sveitanna eða strjálbýlisins yfirleitt? Hlutfallskosningar til Alþingis eru fyrst teknar upp árið 1915, þegar konungkjörið er afnumið og stjórnarskránni breytt þann- ig að landskjör 6 þm. er tekið upp. Þegar þessi breyting var gerð er ekki annað vitað en að allir hafi verið sammála um hið nýja kosningafyrirkomulag. Eng- ar raddir heyrðust þá um, að með landskjöri 6 þm. væri verið að „skerða rétt strjálbýlisins" eða sýna sveitunum sérstakan fjandskap. Var þó landið allt með þessari breytingu að vissu leyti gert að einu kjördæmi. Næsti áfangi í sögu hlutfalls- kosninganna hér á landi er svo stjórnarskrárbreytingin sem gerð er árið 1920. Þá er þingmönnum Reykjavíkur fjölgað upp í 4 og ákveðið að þeir skuli allir kosn- ir með hlutfallskosningu. Mér er ekki kunnugt um að Framsókn- armenn, sem þá voru orðnir all- stór flokkur á Alþingi hafi látið í ljós sérstakan ótta við hlut- fallskosningarnar yfirleitt, þegar þessi breyting var gerð. Engin mótmæli bárust að minnsta kosti úr hópi þeirra gegn því, að hlutfallskosning væri tekin upp í Reykjavík. Með lögtöku uppbótarþingsæt- anna 11 1934 er að vissu leyti gengið lengra á braut hlutfalls- kosninganna. Þau eru í raun og veru nýtt form á landskjöri, form sem tekið er upp til þess að ná meiri jöfnuði og réttlæti milli þingflokka. Margir Framsóknar- menn börðust eins og vitað er gegn þessari leiðréttingu á kjör- dæmaskipuninni, sem miðaði að því að gera Alþ. að réttari mynd af vilja þjóðarinnar. En ýmsir af leiðtogum þeirra og merkari þm. munu þó hafa átt nokkurn þátt í því, að þessi leið var far- in. — Reynslan í tvímennings- kjördæmunum Árið 1942 eru svo hlutfalls- kosningar teknar upp í 6 tví- menningskjördæmum. Framsókn armenn börðust eins og Ijón gegn þeirri breytingu og töldu að hún muhdi hafa í för með sér stór- fellt óhagræði fyrir íbúa þess- ara héraða. Reynslan hefur hins vegar orðið sú, sem allir íbúar tvímenningskjördæmanna viður- kenna nú, að aldrei hefur Verið unnið betur að framfaramálum þessara kjördæma en síðan flest þeirra fengu þingfulltrúa úr tveimur stærstu stjórnmálaflokk- um þjóðarinnar. Og nú er svo komið, aJS Framsóknarmenn treysta sér ekki til þess að flytja tillögu um afnám hlutfallskosn- inga í tvímenningskjördæmum. Enn má á það benda að á ár- inu 1937 beittu Framsóknarmenn sér sjálfir fyrir því, að hiutfalls- kosningar í stórum kjördæmum voru teknar upp til Búnaðar- þings. Hefur sú skipan haldizt í aðalatriðum síðan og gefizt vel, enda þótt nokkrum kjördæmum hafi verið skipt í smærri kjör- dæmi síðan. Hvernig geta Framsóknar- menn með rökum haldið því fram gagnvart bændum, að það sé í samræmi við hagsmuni þeirra að þeir kjósi með hlut- fallskosningum í stórum kjör- dæmum til síns eigin stéttar- þings, en hins vegar sé þeim hinn mesti háski búinn, ef sama skipulag verði tekið upp, að því er varðar kosningu á fulltrúum þeirra til Alþingis? Hlutfallskosningar til bæjarstjórna síðan 1903 Ég vil einnig minna á það, að árið 1903 eru teknar upp hlut- fallskosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum um land allt. Er ekki annað vitað en að sú skip- an hafi gefizt vel, og engar til- lögur hafi verið uppi um það að afnema hlutfallskosningar til bæjarstjórna. Er nú svo komið, að allt frá árinu 1936 hefur það ákvæði verið í lögum um hreppa, þar sem % íbúanna eru búsettir í kauptúni, að þar skuli kosið með hlutfallskosningu til hrepps- nefnda. Þjóðin hefur þannig, eins og sést af þessari örstuttu sögu hlut- fallskosninganna hér á iandi, enga ástæðu til þess að óttast þær. Reynsla foændþjóðanna A það má einnig benda, að allar þær þ.jóðir, sem okkur eru skyldastar, þ. e. a. s. Norðurlanda þjóðirnar, hafa um langt skeið haft hlutfallskosningu til þjóð- þinga sinna. Bæði Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar kjósa þannig til þinga sinna. Engum kemur til hugar í þessum lönd- um að krefjast afnáms hlutfalls- kosninganna. Þær hafa þvert á móti reynzt réttlátar og gagnleg- ar í framkvæmd. Af þeim hefur ekki leitt stjórnmálalega ringul- reið. Þvert á móti er það viður- kennt, að þessar þjóðir, sem all- ar eru þroskaðar lýðræðisþjóðir, búi við festu og öryggi í stjórn- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.