Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUIVBLAÐIÐ Miðvik'udagur 6. maí 1959 'ovKoa^ bííbao. BARCELON; ISOOO? TÖLEOO VALENCIi SAP.ÓN (AUCANTÉJ. 60.000? ■m^ÆAL'M£fí/A .GIBRALTAI »3 Borgarastyrjöldin á Spáni fyrir 20 árum Hún átti sér langan aðdraganda i þvi að vinstri og hægri menn neituðu að lifa saman og rufu báðir stjórnar- skrána T HUGARFYLGSNUM miðaldra 1 manna, sem hafa verið frjáls- lyndir í skoðunum, er minningin um borgarastyrjöldina á Spáni enn tengd hinum sterkustu póli- tísku tilfinningum og það þótt styrjöldinni hafi lokið fyrir 20 árum. Orustunöfn eins og Bada- joz, Guadalajara eða Teruel snerta enn hjartarætur þeirra. Fyrir þeirra hugskotssjónum var borgarastyrjöldin á Spáni barátta hins góða gegn hinu illa. Myndin sem þeir hafa skapað sér af borgarastyrjöldinni er þessi: Ungt vonglatt lýðræðisríki varð fyrir grimmdarlegri árás svartasta hernaðarafturhalds. í>að varðist hetjulega í næstum þrjú ár. Fólkið barðist með ber- um hnúunum en var að lokum troðið undir járnhæl ofbeldisins með hjálp Mára, útlendingaher- sveita, þýzkra nazista og ítalskra fasista. Á meðan litu lýðræðis- ríkin hirðuleysislega undan og settu á svið skrípaleik afskipta- leysisstefnunnar. Þannig var myndin fyrir 20 árum. Þannig geymist hún enn í minning- unni. En því miður. Þessi táknræna mynd, sem menn hafa mótað sér af spænsku borgarastyrjöldinni á lítið skylt við raunveruleikann. Styrjöldin var ekki einfaldur siðgæðisleikur, þar sem annar að- ilinn var flekklaus en hinn þorp- ari. Hún líktist fremur djúpsæj- um harmleik, miklu flóknari, mannlegri og athyglisverðari en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Ef til vill er óhætt nú, þeg- ar 20 ár eru liðin frá þessum atburðum að reyna að segja hlut- drægnislaust hina sönnu sögu. Ef menn vilja skilja spænsku borgarastyrjöldina, orsakir henn- ar og eðli, verða menn fyrst að gæta að því, að hún var ekki eins og margir ímynda sér barátta milli lögmæts ríkis og hægri upp- reisnarmanna, heldur var hún árekstur milli tveggja byltinga, sem brutust út samtímis. Aðiljum borgarastyrjaldarinnar hefur oft verið gefið heitið „stjórnarher- ’ inn“ og „uppreisnarmenn“. En þessi heiti eru villandi, því að byltingarnar gleyptu lögmæta ríkisstjórn og stjórnarskrá lýð- veldisins á fyrsta degi. Hið frjáls- lega þingræðislýðveldi sem stofn að var 1931 var aldrei aðili að borgarastyrjöldinni. Lýðveldinu lauk sama daginn og borgara- styrjöldin hófst, 19. júlí 1936. MorSiS á Calvo Solelo foringja hægri rrianna hleypti borgara- styrjöldinni af stað. SPÆNSKA lýðveldið hafði ver- ið stofnað eins og öll önnur þingræðisríki, með umgerð stjórn arskrár utan um sambúð hægri og vinstri afla. Þar eins annars staðar var gert ráð fyrir, að þessi þjóðfélagsöfl skyldu lifa saman og skiptast bróðurlega á um völd- in. En eftir að vinstri menn höfðu verið við völd í tvö ár og hægri menn í tvö ár, neituðu þeir að lifa saman. Hægri og vinstri menn voru aðeins sammála um eitt, að þeir gætu ekki þolað hvorn annan. Hvorir um sig voru ákveðnir í að útrýma hinum og endurskoða Spán einvörðungu eftir eigin hugmyndum. Báðir virtu að vettugi og fyrirlitu það þingræðisfyrirkomulag, sem átti að halda þeim í skefjum. Þingkosningar fóru fram í febrúar 1936 og sýndu að þjóð- in var skipt hérumbil jafnt milli hægri og vinstri aflanna og fylgi flokkanna sýndi þegar nokkra spegilmynd þess, hvernig landið myndi skiptast í borgarastyrjöld- inni og • hvar víglínan myndi liggja. Það má segja að þegar litið er á heildina hafi norður og vesturhluti Spánar kosið með hægri mönnum, en austur- og suðurhlutinn með vinstri mönn- um. Vinstrimenn, sem höfðu myndað með sér í kosningunum „alþýðufylkingu“ höfðu örlítinn heildarmeirihluta, en þó tókst þeim ekki vegna flokkadrátta að mynda alþýðufylkingarstjórn. Úrslit kosninganna höfðu í för með sér þrátefli og afleiðingin varð sú, að meirihl. vinstri og hægri aflanna sneru algerlega baki við þingræðisstjórn og bjuggu sig undir að beita valdi. Einum smáflokki, sem var lítið eitt til vinstri, var falið að mynda ríkisstjórn, sem varð lítið annað en skuggi, en stóru fylkingarnar til hægri og vinstri bjuggust til að rjúfa stjórnarskrána. Hægri flokkarnir biðu eftir aðgerðum hersins, vinstri öflin mynduðu eigið herlið, verkamanna-þjóð- vörðinn. UM vorið og fyrri hluta sum- ars var auðséð að ríkisvaldið var að hrynja. Út um allt land fór ókyrrðin vaxandi, alls staðar voru íkveikjur og morð. Það var eitt hinna pólitísku morða, á hægri foringjanum Calvo Soleto í Madrid 13. júlí, sem flýtti fyrir uppgjörinu. Þá ákváðu foringjar hersins að láta til skarar skríða, þótt þeir væru ekki fullkomlega búnir að ljúka undirbúningi sín- um. Þjóðvarðarlið vinstrimanna var undir þetta búið og reis upp þegar í stað. Bardagar milli setu- liðanna og þjóðvarðarliðsins brutust út um allt landið. Ríkisstjórnin var máttlaus. Hún hafði ekkert þjálfað eða Franco hershöfðingi stjórnaði her „þjóðernissinna“. in um sig í byggingum flotamála- nýrrar ríkisstjórnar úr hræri- ráðuneytisins í Madrid og hætti að stjórna. SEX vikum siðar komu vinstri flokkarnir á „alþýðufylking- Þannig var vígstaðan á Spáni eftir fyrsta þátt borgarastyrjald- arinnar. Tala útlendra hermanna er merkt á uppdráttinn. Caballero, hinn spænski Lenin, myndaði stjórn Lýðveldissinna. öruggt lögreglulið bardagamennina í bæla niður hinar tvær byltingar. Aðeins þrjár leiðir voru færar fyrir hr la og allar óvirðulegar. Sú fyrsta v. r að leggja niður völd, önnur að reyna samstarf við herinn og sú þriðja að reyna samstarf við þjóðvarðarliðið. Allar þrjár aðferðirnar voru reyndar. Á einum og sama degi 19. júlí 1936 hafði Spánn þrjár ríkisstjórnir. Quiroga forsætis- ráðherra sagði af sér. Á eftir hon n kom Martinez Barrio og reyndi samstarf við herinn. Var það ætlun hans að bjóða Mola hershöfðingja, sem talinn var hæglátastur af foringjum hersins, þátttöku í stjórninni. Það tókst ekki og þriðja stjórnin undir for- sæti Girals var mynduð sama dag og tók þveröfuga stefnu. Sú stjórn gaf fyrirskipun um að opna vopnabúrin fyrir þjóðvarð- arliðinu. Að því búnu bjó stjórn- til að skilja , ar“-stjórn undir forsæti Caball- sundur eða eros, en hann var vinstrisinnaður sósíalisti, sem gekk með þá grillu, að hann ætti að verða „spænsk- Fyrri grein ettir Sebastian Haffer fréttamanns Observers □------------------□ ur Lenin“. En sú stjórn var slitin úr-öllu samhengi við ríkisstjórn- ir spænska lýðveldisins. Við- fangsefni Caballeros var hið sama og viðfangsefni Francos, er hann stofnaði ríkisstjórn hinu megin við víglínuna 1. október, að byggja upp frá rótum vald graut margra afla, sem höfðu á valdi sínu hin og þessi héruð landsins og voru full af bylting- arlegum æsingi. Spænska ríkið hafði hrunið. Það varð að reisa það við og báðar hliðar í borg- arastyrjöldinni hófu nú eins kon- ar samkeppni um myndun ríkis- stjórnar á nýjum grundvelli. Sú saga verður aldrei að fullu sögð hvað gerðist í millibils- ástandinu, þessum sex vikum eða tveimur mánuðum, sem liðu frá því að ríkið og ríkisstjórnin hrundi og þar til báðir aðiljar höfðu myndað sína ríkisstjórn. Og þó var þetta atburðaríkasti þáttur borgarastyrjaldarinnar, tímabil fullt af mannlegum sorg- arleik, fórnum, hetj-uskap og hryllingi. Á þessum tíma fóru fram ótal óskipulagðir bardagar í næstum hverri borg og út um alla landsbyggðina, götubardagar og þorpsbardagar. Það var barizt sjálfkrafa, með trylltri einlægni og tilfinningahita. Einn af leið- togum þjóðvarðarliðsins, E1 Campesino, hefur minnzt þessa svo í æviminningum sínum: „Þeg ar ég lít aftur til þessa dags (19. júlí), þá undrast ég hvernig blóðsúthellingarnar gátu orðið svona miklar á einum degi og hvernig ég gat orðið sjónarvott- ur að svo miklu.“ ÞARNA fóru líka fram hræði- legar, miskunnarlausar og stöðugar aftökur. Báðir aðiljar hófu styrjöldina sem útrýming- arstríð. Sumar fjöldaaftökurnar gáfu í engu eftir því versta sem átti eftir að gerast í heimsstyrj- öldinni, eins og þegar 12,800 hægrimenn voru líflátnir við Paracuellos við Madrid, eða þeg- ar þúsundum þjóðvarðarliða var safnað saman á nautaatssvæðinu í Badajoz og þeir skotnir misk- unnarlaust. Þetta voru stærstu aftökurnar, en hinar ótal mörgu minni aftökur út um allt land voru engu síður hræðilegar. — Eftir átök í næstum hverju þorpi, þar sem allir þekktu alla, leituðu sigurvegararnir skipulega að and stæðingum sínum og styttu þeim aldur. Þó er athyglisvert, að kon- um og börnum var næstum alltaf hlíft. Yfir þessum heiftúðugu tímum sveif andi trúarbragðastyrjaldar. Vinstri-menn höfðu það efst á lista sínum að drepa presta og brenna kirkjur, sérstaklega þó í Katalóníu. Aftökur vinstri áróðursmanna og selluforingja . • Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.