Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1959, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐtÐ Miðvik'udagur 6. maí 1959 Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni Aðalvandinn var hvar á að láta Krúsjeff búa Gát er þegar höfð á grunsamlegum útlendingum sem koma til Danmerkur Kaupmannahöfn í apríl. VORIÐ ER KOMIÐ óvenjulega snemma. Suma daga í þessum mánuði hefur verið 18 stiga hiti í skugganum. Að vísu hafa hlýir sólskinsdagar og hrásiagalegir rigningardagar skipzt á. En all- ur gróður er miklu lengra á veg kominn en menn eiga að venjast á þessum tíma árs. Vorblómin 1 görðunum eru í fullum skrúða. Kastaríurnar á Ráðhústorginu byrjuðu að laufgast um miðjan apríl. Allt er farið að grænka eins og komið væri fram í maí. í fyrra kvörtuðu Danir yfir lengsta vetrinum í manns minni. Veturinn, sem nú er á enda, hef- ir verið stuttur. Það var frost- laust og snjólaust fram í des- emberbyrjun, og snjór hefur ekki sést í Kaupmannahöfn síðan í lok janúar. Útmánuðirnir voru venju fremur hlýir. ísbrjótarn- ir hafa legið í höfn allan vetur- inn. Snemma í marz byrjuðu sum ir bændur að sá. Vita menn ekki dæmi slíks sl. 20 ár. Fyrir páska var sáningu allvíða lokið, en í fyrra var klaki í jörðu fram und- ir miðjan apríl. Ferðamannastraumur Með vorinu byrjar útlenda skemmtiferðafólkið að koma til Danmerkur. í fyrra setti ferða- mannastraumurinn nýtt met og færði Dönum 552 milljónir d. kr. í erlendum gjaldeyri. Það var 100 milljónum meira en árið áð- ur og nokkrum tugum milljónum meira en verðmæti alls danska sm j ör útf lutningsins. Á þessu vori og sumri eiga Danir von á ennþá fleiri út- lendum ferðamönnum. Á méðai þeirra verða óvenjulega margxr tignir gestir. Dag Hammerskjöld kemur í byrjun maí, m.a. til þess að tala í Stúdentafélaginu danska. Nokkrum dögum seinna er von á Sukarno forseta Indó- nesíu. Verður hann 1—2 daga í Kaupmannahöfn á leið frá Moskvu til Washington. Laust fyr ir páskana kemur Mohammed Reze Pahlevi Persakeisari í op- inbera heimsókn, og Kardelj varaforsætisráðherra Júgóslavíu er væntanlegur í lok maí. Verð- ur hann gestur dönsku ríkisstjórn arinnar. H. C. Hansen heimsótti sem kunnugt er Titó í fyrra. Hvar á að hýsa Krúsjeff Og loks eiga Danir von á Krús- jeff. Er nú ákveðið, að hann komi til Danmerkur hinn 10. ágúst, fari þaðan þann 15. til Svíþjóðar og heimsæki svo Noreg þann 20. ágúst. Skandínavisku ríkisstjórnirnar skipuðu nýlega embættismanna- nefnd til að undirbúa komu for- sætisráðherrans rússneska. Eitt vandasamasta hlutverkið var að útvega honum húsaskjól. Full- yrt er, að loksins hafi tekizt að finna húsnæði handa Krúsjeff í Danmörku. Ennþá er þó haldið leyndu, hvar það er. Líklega verður það langt norður á Sjá- landi. í Noregi á hann að búa í konunglegri höll, nefnilega Oscarshall, sem Óskar 1. Svía- konungur lét reisa á Bygdö í Ósló. Svíar tala um að fá hús- næði handa kommúnistaforingj- anum í Haga-höilinni, þar sem Sibylla prinsessa og börn henn- ar, nefnilega ríkiserfinginn og Haga-prinsessurnar eru vanar að búa. , Að minnsta kosti tveimur mán- uðum áður en þessi rússneski gestur kemur, byrjar danska lög- reglan að hafa gát á öllum grun samlegum útlendingum, sem til landsins koma. Rússneskir lög- reglumenn eru væntanlegir til Danmerkur meira en mánuði á undan Krúsjeff. Hugmyndin er sú, að þessi kommúnistaforingi komi ekki að eins til höfuðborga skandinavisku landanna, heldur ferðist eitthvað um þau. Áherzla verður lögð á, að hann fái sem bezta hugmynd um daglegt líf í lýðræðisríkj jm. Eins og kunnugt er, var Krús- jeff upphaflega boðið til skand- inavisku ríkjanna eftir Rúss- landsferðir skandinavísku for- sætisráðherranna árið 1956, en heimboðinu var seinna frestað vegna ofbeldisverka Rússa í Ungverjalandi. Erlander for- sætisráðherra Svía mun eiga mestan þátt í því, að Krúsjeff hefur nú verið boðið að koma í sumar. Krúsjeff þáði boðið, auð- sjáanlega með gleði, þótt hann BARNASKÓLAR RLVKJAVÍKUR I. SÖNCMÓT Söngflokkar Austurbæjarskólans, Breiðagerðisskól- ans, Langholtsskólans, Laugarnesskólans, Melaskól- ans og Miðbæjarskólans syngja undir stjórn söng- kennara sinna og að lokum allir saman með undirleik strengjasveitar, alls 350 nemendur, í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 7. maí 1959 kl. 1,15 og kl. 3 síðdegis. Sala aðgöngumiða hefst kl. 2 e.h. í dag í Austurbæjarbíói, verð kr. 15. Tryggið yður miða í tæka tíð. geti ekki verið í vafa um, að hann er ekki kærkominn gestur. Margir spyrja, hvers vegna rússneska forsætisráðherranum sé svo mikið áhugamál að heim- sækja Danmörku og hin skand- inavísku löndin. Það er vafalaust ekki til þess að fara í Tivoli eða skoða fyrirmyndar landbúnað. „Auðsætt er“, skrifar Informa- tion, „að Krúsjeff ætlar sér að telja Rússum trú um að hinar góðu viðtökur, sem hann væntir að fá, séu vottur um vinarhug skandinavisku velferðarríkjanna gagnvart sovétríkjunum. Þar að auki vill hann veikja Atlants- hafsbandalagið með því að reyna að skapa sundurlyndi milli Dana og Norðmanna annars vegar og himxa Atlantshafsþjóðanna hins vegar“. Vafalaust verður hann þó fyrir vonbrigðum 1 þessum efnum. „Pravda" segir svo frá, að eitt af fyrirmælunum við hátíðahöldin 1 Moskvu þ. 1. maí eigi að hljóða þannig: „Efla ber vinsamleg samskipti milli sovét- þjóðanna og þjóðanna í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og íslandi“. Nú spyrja margir: Hvernig ætla Rússar sér að gera þetta? Með því að þröngva Norðurlönd- um til að fara að vilja sovétleið- toganna? Meðan skandinavisku ríkis- stjórnirnar eru að búa sig und- ir að taka á móti Krúsjeff og sýna honum alla þá virðingu, sem alþjóðleg kurteisi krefst, sendir sovétstjórnin Norðmönn- „Þetta eru ágætar öryggisráðstafanir, en þið megið ekki gleyma að taka þær niður þegar ég fer, því svona þarf eng- inn nema ég“. — (Úr sænsku blaði). um harðorða orðsendingu út af Norður-Evrópu í voða, þá mætti NATO-forðabúrum í Noregi og reynir að gera utanríkismála- stefnu Norðmanna grunsamlega. Um leið eru rússnesk blöð að skipta sér af sænskum innan- landsmálum og vara Svía við að afla sér kjarnorkuvopna, sem mundu efla sænsku landvarnirn- ar. „Það er einkamál okkar, hvern ig við uppbyggjum lándvarnir okkar“, skrifar Arbejderbladet norska út af rússnesku orðsend- ingunni. „Haldi sovétstjórnin á- fram að fullyrða, að oliutunn- urnar og annað, sem lagt er fyr- ir til geymslu, stofni friðnum í ef til vill biðja Krúsjeff að taka með sér til Ósló yfirlit yfir víg- búnað Rússa austan við norður- norsku landamærin". „Rússar halda áfram að skipta sér af utanríkis- og landvarnar- málum okkar“, skrifar sænska blaðið Expressen. „Tími er til kominn, að Erlander geri rúss- neaku ríkisstjórninni ljóst, að Svíar en ekki Rússar ráða því, hvernig landvörnum Svíþjóðar verður fyrir komið. Þessi rúss- nesku afskipti af sænskum mál- um gera heimsókn Krúsjeffs enn þá óvinsælli enn annars". Páll Jónsson. Afmœlistónleikar Jóns Leifs í Þjóðleikhúsinu SEXTUGSAFMÆLIS Jóns Leifs var minnzt með tónleikum í Þjóð leikhúsinu 30. apríl.. Ríkisútvarp- ið og Sinfóníuhljómsveit íslands stóðu að tónleikunum, en Jón Leifs stjórnaði nokkrum af verk- um sínum, en dr. Hallgrímur Helgason flutti kantötuna „Þjóð- hvöt“, sem Jón samdi við Al- þingishátíðarljóð Davíðs Stef- ánssonar. — Áður en tónleikarnir hófust, las Þorsteinn Ö. Step- hensen úr kvæði Einars Benedikts sonar „Langspilið“, og gerði það prýðisvel. Þá stjórnaði Jón Leifs íslands-forleiknum, þætti úr Sögu sinfóníunni, er hann nefndi „Gretti og Glám“, og íslenzku rímnadanslögunum. Forleikurinn og dansarnir eru hlustendum þeg ar vel kunn verk. Aftur á móti var „Grettir og Glárnur" nýjung, sem vakti óskipta athygli áheyr- enda, enda var viðureign þeirra öll hin ægilegasta svo sem vera bar og sagan hermir. Kvíða og hræðslu hetjunnar var mjög vel lýst með nýstárlegri meðferð hljóðfæranna, m. a. með „flago- let“-tónum í kontrabössum. En draugurinn ygldi sig og lét ófrið- lega í „blikkinu" á áhrifamikinn hátt, og gerðust nú feiknleg átök og hörð, þar til hausinn var skil- inn við búk draugsa. Þessi þáttur kom mér í sérlega gott skap, c-n minnti mig stundum á list Kats- chahúríans. Vitur maður sagði að sér fyndist þetta minna sig á filmmúsík. En þetta er raunar hermitónlist — og sennilega öll Sögusinfónían — í líkingu við Faust-sinfóníu Liszts. í hléinu flutti dr Hallgrímur Helgason allítarlegt erindi um Jón Leifs og list hans. En eftir hléið stjórnaði Jón músík úr „Galdra-Lofti", og er sorgargöngu lagið áhrifaríkt, og einkum radd- setningin á ,Allt eins og blómstr- ið eina‘. Stjórnaði Jón verkum sínum af röggsemi og festu og nuiu þau sín flest vel. Að lokum söng „kór verkalýðssamtakanna” kantötuna „Þjóðhvöt", undir stjórn dr. Hallgr. Helgasonar. Stjórn Hallgríms var prýðileg í I alla staði og söngur kórsins víð- ast ágætur. En það miklu stærri kór til að flytja þetta verk, sem er veigamikið á köflum. List Jóns Leifs er mjög per- sónunleg og verður varla dæmd út frá hefðbundinni tónlist fyrri tíma, — nema þá sumt eitt. Hún er djörf tilraun til nýsköpunar, hvernig sem henni kann að verða tekið í ,kaldri veröld“. En það, sem mest er um vert: Jón Leifs talar sínu eigin tónamáli, byggðu á þjóðlögunum okkar og að miklu leyti með notkun þeirra. Aðrir munu velja aðrar leiðir í meðferð þjóðlaganna til að semja upp úf þeim íslenzka tónlist, en marg ar leiðir eru til, ef persónuleiki er fyrir hendi. Þessir tónleikar brugðu nýju ljósi yfir tónskáld- skap Jóns Leifs, en æskilegt væri að heyra sem mest eftir hann af verkum þeim, sem enn hafa ekki heyrzt. Tónskáldinu var ákaft lega fagnað með lófataki, blómum og húrrahrópum, eins og bera ber við slíkt tækifæri, sem þetta. Er óhætt að fullyrða að- undirtektir áheyrenda voru mjög hjartan- legar. P. t Borghildur Magnús- dóttir — Kveðjuorð F. 4. ág. 1893. — D. 29. 4. 1959. „Hljóð streymir lindin í haga“. í dag er til moldar borin merk- iskonan, Borghildur Magnúsdótt- ir. Hún var ein af þessum hljóð- látu, góðu konum, sem lifa og deyja, án þess að gera kröfur til annarra, en treysta á mátt sinn og megin og forsjón Guðs. Ég ætla ekki að rekja æviferil Borghildar heitinnar. Slíkt væri lítt að hennar skapi Við kynnt- umst fyrst, þegar hún var komin á efri ár, sem kallað er, þá tókst með okkur náið samstarf og vin- átta. Þess vegna færi ég henni mína hjartans þökk fyrir allt hi8 góða, er hún var mér og mínum, þegar mest á reyndi. Borghildur fæddist að Arabæ í Árnessýslu, ólst þar upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum. Arabær stendur á bökkum Þjórsár, þar sem hún fellur í hafið. Víðsýni er þar mikið, hátt til lofts og vítt til veggja. Einn fegursti fjalla- hringur þessa lands er í baksýn, en framundan er Ægir, ýmist úf- inn eða mildur. Má vera að slík náttúrufegurð hafi gefið ungu heimasætunni fögur fyrirheit, enda var Borg- hildur á marga lund mikil gæfu- kona. Hún eignaðist einn son, Magnús, sem hún unni mjög og fórnaði öllu. Betri móður hefi ég aldrei þekkt, enda brást hann aldrei vonum hennar. Borghildur var fríð kona, og góðum gáfum gædd, og sannur fulltrúi eldri kynslóðarinnar. Hljóðlætið, ástúðin, fórnfýsin og starfslundin. Allir þessir eigin- leikar voru henni í blóð bornir, og björmuðu úr augum og birtust í fasi. Systur hénnar aldraðri, sem hjúkraði Borgbildi af ein- skærri ástúð, syni tengdadóttur og barnabörnum flyt ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Borghildur, þú hlýtur að hljóta hæga sæng á himingeislum. Einara Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.